Fálkinn


Fálkinn - 02.10.1959, Blaðsíða 11

Fálkinn - 02.10.1959, Blaðsíða 11
FALKINN 11 ☆ ☆☆ LITLA SAGAN *** Walter Canning: Krókur á móti bragði ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ Willie Gordon, heiðursmaður með saklaus blá augu, breiðar herðar, æskuþokka og enga sam- visku, kunni siðalögmálið utan bók- ar, en breytti aldrei samkvæmt því. Hann hoppaði æfiskeiðið við fót, glaður og ánægður og teygði fram lúkurnar þegar eitthvað bauðst — sérstaklega ef það var annarra eign. í kvöld stóð hann við borðstokk- inn á stóra Atlantshafsfarinu og var að gefa ungri, grannri stúlku heil- ræði. — Það er óheiðarlegt að smygla, sagði hann. — Æ-nei! Finnst yður það? — Vitanlega. Það er lagabrot, Mildred. — Já, það er hræðilegt! En þetta er ekkert nýtt, Willie. Eg brýt lög líka í hvert sinn sem ég ek bílnum mínum, — ég er agalaus og laga- laus, og því fyrr sem þér gerið yð- ur það ljóst, því betra fyrir yður. Willie vatt sér úr virðuleika- hjúpnum og gerðist ungur nýtízku- maður. — Þér eruð geðbiluð, Mildred. Hugsum okkur að þér yrðuð gómuð á morgun, með alla gimsteinana á yður? Haldið þér að það væri gam- an? Hugsið þér yður nú vel um. Faðir yðar er mikilsmetinn maður — þér hafið skrifað tolleyðublaðið og ekki minnst á tuttugu þúsund dollara hálsfestina, sem þér keypt- uð í Amsterdam. Það er ótvíræð sönnun þess, að þér ætlið að smygla henni í land. — Þér talið eins og dómari, Willie. Haldið þér áfram, sagði Mildred hrifin. — Festin verður tekin af yður og þér dæmd í sekt — og svo koma stórar fyrirsagnir um þetta í blöð- unum. Þessa áhættu bakið þér yð- ur til þess að spara fáeina dollara. — Nei, yður skjátlast, Willie. Það er spenningurinn af áhættunni — ekki peningarnir. Eg verð helmingi montnari af festinni hvenær sem ég lít á hana, ef ég veit að ég hef leik- ið á tollþjóna Sáms frænda. Það er það, sem er gamanið. Kjörorð mitt er orðið: Ekkert er rangt, ef maður kemur því fram! — Maður skyldi aldrei vera of öruggur, sagði Willie. —- Hvar haf- ið þér eiginlega falið hálsfestina? — Undir falska botninum í ferða skríninu mínu. Engum tollsnuðrara í heimi mundi hugkvæmast að fara að gramsa í snyrtilyfjunum mínum til að leita að hálsfesti. — Jæja, þér smyglið því þá, ef þér viljið endilega vera svona létt- úðug, andvarpaði Willie. — En þá verðið þér að fara kænlega að því. Þér megið ekki vera alltaf að hugsa um hvar þér geymið það. — Hafið þér engar áhyggjur af því, kæri lærimeistari. Eg er orð- in svo forhert og pöruþykk. Toll- skýrslan mín er komin til afgreiðslu stjórans, festin í felustaðnum, og svo hugsa ég ekkert um þetta meira fyrr en ég er komin heim til pabba og mömmu. Hvað er að? Þér eruð svo undarlegur Willie? Willie tók í höndina á henni. — Mér leist svo undur vel á yður, Mildred — þangað til þér urðuð glæpamaður — og mér gerir það enn, bætti hann við og andvarp- aði. — Og þér ætlið að koma og heim- sækja mig í fangelsinu — ef illa fer? — Já, ég skal meira að segja sækja um fangavarðastöðu, sagði hann og brosti. — Eg lofa því. Rétt áður en komið var að land- helgislínunni lögðu allir ungir menn leið sína á vínstofuna og keyptu sér efnivið í skilnaðarskálina. Þeg- ar skipið lagðist að bryggju við sótt varnastöðina klukkan tvö um nótt- ina, var gleðskapurinn í algleym- ingi. Klukkan 2.30 eftirlét Willie Gordon ungfrú Mildred Garrison öðrum ungum manni, sem dansaði hrifinn með hana út á gólfið. Svo laumaðist herra Gordon út úr dans- salnum burt frá öllum glaumnum. Þegar hann kom niður á B-þil- farið og nálgaðist farþegaklefana hvarf æskubrosið af andlitinu, en harður böðulssvipur kom í staðinn — atvinnumannssvipurinn. Hann fór inn í klefa hinnar fögru samferðakonu sinnar og læsti á eft- ir sér. Opnaði töskur og leitaði þang að til hann fann farðaskrínið. Hann fór fimlega að öllu, eins og þegar þaulvanur skurðiæknir plokkar botnlanga úr sjúklingi. Fljótt en þó flausturslaust. Það var atvinna hans að stela, einmitt núna kom hnífur hans í feitt. Hann fann skrínið lyfti efri botninum og hirti festina. Svo setti hann botninn á sinn stað, stakk festinni í vasann, fór út og gekk upp í salinn aftur. Gordon var ánægður með afrekið. Ungfrú Gordon mundi ekki sakna festarinnar í kvöld, og í öðru lagi mundi hún hika við að kæra þjófn- aðinn þó hún kæmist að honum, því að hún hafði vanrækt að telja festina fram til tolls. í þriðja lagi gat hann alltaf fleygt festinni í sjóinn, ef þörf gerðist. Nei, allar líkur voru til þess að þetta færi vel.. Hann mundi fara af skips- fjöl ríkari og samvizkulausari en nokkurntíma áður. Morg’uninn eftir klukkan níu var skipið dregið upp að hafnarbakk- anum. Willie sá ekki Mildred fyrr en þau mættust við bókstafinn G á bryggjunni, hvort með sinn toll- mann við hlið sér. Mildred var í sólarskapi og alveg róleg — og nú varð Willie hughægra er hann sá hana. Hún hafði ekki uppgötvað þjófnaðinn. Hann óskaði sjálfum sér til hamingju með vel unnið verk, en þá heyrði hann Mildred segja ofur rólega við tollmanninn: — Eitt enn, herra tollþjónn, mér hefur illilega gleymst. — Hvað var það, ungfrú? —■ Eg keypti demantafesti fyrir 20.000 dollara, en gleymdi að skrifa hana á tollyfirlýsinguna. Willie brá. Hann vænti þess versta, og það kom líka. — Það kemur ekki að sök, ung- frú, sagði tollmaðurinn. — Þér borg ið bara tollinn núna. Hvar er fest- Stúlkan snéri sér glaðlega að Willie. —• Þessi maður þarna var svo vænn að geyma hana fyrir mig, síðan í gærkvöldi. Viljið þér af- henda tollmanninum hana, Willie, LASLO KOVATS, ungverskur sundkappi vann það afrek ný- Iega að synda milli Capri og Napoli á 10 tímum 7 mín. og 4 sek. Vegalengdin er 33 km. og er þetta met í þolsundi hjá Kovats. og borga tollinn fyrir mig. Eg hef því miður ekki peninga á mér. Tollmaðurinn skoðaði festina, sem Willie rétti honum, með kald- an svitann á enninu. Og þegar toll- maðurinn fór til að ná í virðingar- manninn, brosti Mildred til ferða- félaga síns. — Einstaklega var það fallega gert af yður að bjarga mér frá sjálfri mér, Willie! Hefðuð þér ekki gert það, væri ég uppvís að smygli núna! Og þér hefðuð verið agn- dofa yfir, að ég skyldi vera svona óheiðarleg. Vitið þér ...? að fyrir árið 2000 munu 6 miljard manns lifa á jörðinni? Árið 1930 lifðu 2 milljard manns á jörðinni, og eftir þeirri fjölgun sem orðið hefur síðan, er hægt að reikna hvenær sá mannfjöldi muni hafa þrefaldast. Þegar talað er um árið 2000 í því sambandi, er gert ráð fyrir að tala fæddra umfram dána muni verða farin að lækka undir lok aldarinnar. — Með sama útreikningi er hægt að áætla, að fjölgunin á næstu 40 árum verði mest í eftirlegulöndunum í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku. voT-a hvaðan orðið „boycott“ er komið? „Boycott“ er notað sem vopn- laus andstaða gegn mönnum, sem gerast aðsúgsmeiri en almennings- álitinu þykir sanngjarnt. Kringum 1870 gerðu írskir bænd- ur uppreisn gegn kapteini einum, sem Boycott hét. Hann hafði tekið að sér innheimtu jarðarafgjalda fyr- ir óðalsherra nokkurn og gekk svo freklega fram í innheimtunni, að öll sveitin hætti að hafa nokkur skifti við hann og forðaðist hann. Loks varð kapteinninn að flýja til Bandaríkjanna, og dó þar í eymd og volærði — „útskúfaður öllum frá“ eins og Skugga-Sveinn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.