Fálkinn


Fálkinn - 02.10.1959, Blaðsíða 12

Fálkinn - 02.10.1959, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN að sjá hvernig listaverk varð til. Hana hafði aldrei dreymt um að fá að verða aðili að slíku. En mest þráði hún þó að fá að hitta Gordon undir fjögur augu aftur. Fá að tala við hann og þó mest að fá að heyra hann spila. Hann fór oft í ferðir, og þá sjaldan hann var heima var troð- fullt af gestum. Blöðin höfðu nú sagt frá gift- ingu hans, og ótal vinir og kunningjar komu í heimsókn til þess að skoða þessa nýju frú West- wood. Þau héldu fjölmennar móttökur og höfðu stundum gesti bæði í hádegisverði og að kvöld- inu. Og Nieolas del Monte kom á hvenjum morgni og hélt áfram að mála myndina. Anna gat ekki strokið um frjálst höfuð núna, fremur en þegar hún var heima hjá foreldrum sínum. Og henni varð sífellt erfiðara að leika hlutverk sitt sem hin hamingjusama frú Westwood. Með hverjum degi varð ást hennar til Gordons dýpri og inni- legri og hún varð að taka á því sem hún átti til, svo að ekki bæri á því. En kannske hafði Gordon grun um þetta samt. Önnu fannst framkoma hans hafa breyst. Glaðlegi tónninn og hin ó- þvingaða kátína var horfið. Og nú voru þau aldr- ei alveg blátt áfram, þegar þau voru ein. Gord- on var hljóður og dulur og beiskjudrættirnir kringum munninn sáust alltof oft. Það kom að því að Anna fór að velta fyrir sér hvort ferð þeirra til Railway Flats, þar sem Gordon hafði verið svo kátur, hefði ekki verið draumur. Hvað hafði komið fyrir hann? Ekki gat hann verið svo langrækinn, að hann erfði enn við hana að hún fór að gráta þegar hann var að spila. Og marg- sinnis hafði hún tekið eftir því að hann horfði á hana í laumi. Anna andvarpaði. Líklega iðrað- ist Gordon eftir að hann hafði gifst henni? Nicolas hafði lokið við myndina eftir rúma viku. Jafnvel Anna sjálf sá, að þetta hlaut að vera mikið listaverk. Hann hafði málað Önnu, hallandi sér upp að bogadyrunum, en ljósgrátt þilið endurvarpaði birtu á andlitið á henni. Bláu lúpínurnar byggðu upp línur, sem gáfu mynd- inni jafnvægi. „Hefðirðu ekki verið frægur áður, mundir þú hafa orðið frægur fyrir þessa mynd,“ sagði Anna hátíðleg. „Hún er dásamleg.“ „Hún er mjög góð,“ sagði Nicolas. „Ég vildi gjarnan eiga hana sjálfur — en Gordon hefur pantað hana.‘“ Það var komið fram á varirnar á Önnu að segja, að Gordon mundi einu gilda um hvar myndin lenti, og að líklega myndi hann ekki kæra sig um að hafa hana hangandi upp á vegg eftir að barnið væri fætt, því að þá mundu þau skilja. Eða mundi hann kannske gefa myndina barninu, sem hún átti að fæða honum? Anna óskaði að hún hefði einhverja hugmynd um hvað Gordon hugsaði og hvað honum fannst. En Nicolas fór með myndina til San Francisco og hengdi hana upp á sýningunni sinni. Og fám dögum síðar voru blöðin barmafull af lofi um síðasta verk hans, sem óefað skipaði honum á æðsta bekk andlitsmyndamálara. Forvitnin rak Önnu til að fara inn í borgina og skoða sýninguna hans. Og hana langaði til að sjá myndina af sér aftur. Hún kom snemma dags og salurinn var tómur. Þar var enginn nema Nicolas sjálfur. Hann ljómaði allur er hann sá Önnu, en hún tók eftir að brosið náði ekki til augna hans, en var aðeins kringum var- irnar. „Hefurðu tíma til að sýna mér sýninguna þína?“ sagði Anna hæversklega. Henni fannst það eiginlega til of mikils ætlast. Nicolas var frægur listamaður en sjálf hafði hún ekki vit á list og kunni ekki að tala um list. En hann tók hana undir arminn og fór að sýna henni. Á mörg- um myndunum hafði hann notað Aline sem fyr- irmynd. Hann benti þegijandi á þær myndir. Anna horfði á myndirnar og þagði. Hún vissi ekki hvað hún átti að segja. Þær voru talsvert líkar — en engin þeirra var jafn falleg og mynd- in, sem hann hafði málað af henni. Þarna vant- aði eitthvað — áríðandi. Eitthvað, sem Anna fann að vantaði, en átti ekki orð til að lýsa. Aline var falleg á öllum myndunum. Ótrúlega falleg. „Hérna sérðu að hverju hún vill gera mig,“ sagði hann allt í einu. „Að seríumálara. Og með henni sem fyrirmynd. Og líklega hefði hún feng- ið sínu framgengt ef ég hefði ekki kynnst þér.‘ „Hvað — hvað átu við?“ stamaði Anna for- viða. „Ég var gagntekinn af henni. Brjálaður. Eins og allir verða, sem sjá hana. Og ég málaði hana. Ég hafði yndi af að mála hana. Ég sá ekkert ann- að en myndina af henni. En um leið varð ég óánægðari með sjálfan mig. Skilurðu mig? Nei, það er ómögulegt að þú skifjir mig. Ég skildi ekkert sjálfur, heldur, og ég vítti sjálfan mig fyrir hvernig ég var. En einmitt um þær mund- ir kyntist ég þér, og þá skildi ég allt. Líttu á, Anna, að vissu leyti er Aline kjörin fyrirmynd. Hún er alltaf eins. Bæði morgun, kvöld og miðj- an dag. Hún getur blátt áfram ekki verið nema með einu móti, af því að sálina vantar í hana. — Mér er ómögulegt að mála hana oftar, nema ég eigi þá að gera úr henni vaxbrúðu eða sýning- arbrúðu. En ég get ekki breytt henni í lifandi veru. Hún er gerfimanneskja fram í fingurgóm- ana. Þig gæti ég hins vegar málað í ótal endur- holdgunum — og samt mundu allar myndirnar líkjast þér, Anna. Skilurðu mig?“ „Já, kannski,“ svaraði Anna hikandi. „Það ert þú sem hefur bjargað mér úr öllum fjötrum Aline.“ Hann tók báðum höndum um axlirnar á henni. „Anna, ég elska þig. Ég ætla að skilja við Aline .. .“ „Nei-nei, Nicolas — það getur þú ekki. Ég er gift Gordon ...“ „Heldurðu að ég viti ekki að hann hefur ver- ið trúlofaður Aline?“ sagði hann fyrirlitlega. „Og hann er enn töfraður af henni. Kannske losnar hann aldrei úr þeim álögum. Skildu við hann Anna, og gifstu mér. Hvers vegna giftist þú yfir- leitt Gordon? Bara að ég hefði kynnst þér áður. Þú varst ekkert ástfanginn af honum þegar ég sá þig fyrst. Ég veit það.“ „Kannske ekki,“ svaraði Anna. „En ég er það núna. Slepptu mér, Nicolas." Hann hlýddi, strauk hendinni um hárið og Önnu sýndist hreyfingar hans vera þreytulegar. En allt í einu varð þeim báðum litið fram að dyrunum. Þau heyrðu raddir og nú voru auð- sjáanlega gestir að koma á sýninguna. „Vertu sæll, Nicolas, nú fer ég,“ sagði Anna lágt, en í sömu svifum hörfaði hún skref aftur- ábak og hún átti bágt með að stilla sig um að hrópa hátt. Caroline Westwood stóð í dyrunum og bak við hana stóð Glen. Anna leit kringum sig, ef ske kynni að þarna væri aðrar útgöngu- dyr, sem hún gæti laumast út um. En ekki var það. Hún gat ekki sloppið. Og salurinn var ekki svo stór að hún gat ekki látið sem hún sæi ekki nýkomnu gestina. Hún varð að ganga rétt hjá þeim til þess að komast út. Og nú fór Nicolas á móti þeim. Anna vonaði að þau tæki ekki eftir hve miklum hugaræsingi hann var í. En kvíði hennar var óþarfur. Nú var Nicolas aftur sami þjálfaði heimsmaðurinn, og henni fannst ótrú- legt, að þessi maður hafði verið að biðja hennar fyrir fáeinum sekúndum. „Komið þér sælar, frú Westwood,“ sagði hann glaðlega við Caroline. Aliné var einmitt að segja mér fyrir skömmu, að þér væruð kom- in frá Palm Springs. Það var fallega gert af yð- ur að koma og líta á sýninguna mína.“ „Hún er líka umræðuefnið, þessa dagana,“ sagði Glen og hló. Og þess vegna varð mamma að sjá hana.“ Anna var að velta fyrir sér hvort hann skildi hvílíka skissu hann hafði gert. Og nú lá við að hún liti með vorkunnsemi á þessa hengilmænu með mpúka hárið og óharðnaða andlitsdrættina. En í huganum sá hún Gordon, karlmannlegan vexti og með svart hárið. Mikið barn hafði hún verið fyrir fáeinum vikum. Hvernig datt henni í hug, að hún gæti elskað Glen um aldur og ævi. Hana langaði til að hlæja — skellihlæja — en vissan um að hún gengi með barn hans, hrakti blóðið á burt úr kinnum hennar. „Hafið þér hitt konu Gordons áður?“ spurði Nicolas og senri sér að Önnu. „Já,“ svaraði Caroline og leit snöggvast á hana. „Mér hefur veizt sú ánægja.“ Glen hikaði um stund. Það var helzt að sjá að hann skammaðist sín fyrir hve móðir hans var ókurteis við Önnu. Hann steig þau fáu skref, sem voru milli þeirra og rétti fram höndina. Góðan daginn, Anna,“ sagði hann sneypuleg- ur. „Gaman að sjá þig aftur. Og til hamingju með hjónabandið.“ Anna tók í höndina á honum. Hún var köld eins og ís. Glen horfði á hana sömu áfergjuaug- unum og hann hafði gert þegar þau kynntust fyrst. Og í röddinni var sami gleði- og eftirvænt- ingarhreimurinn og þá. „Þökk fyrir,“ hvíslaði Anna svo lágt að það heyrðist varla. Hún sneri sér hálfvegis frá hon- um og ætlaði að halda áfram út að dyrunum, en Glen tók í handlegginn á henni. „Mig langar til að sjá myndina af þér. Komdu með mér og sýndu mér hana. Það er ekki um annað talað en þessa mynd.“ Önnu lá við að segja, að þá væri ekki von á öðru en hann vildi sjá hana líka, en hún kæfði það í sér og fór með honum. „Þetta er verulega falleg mynd,“ sagði Glen ■ og hnippti í Önnu. „Var hann lengi að þessu?“ „Lengi?“ endurtók hún spyrjandi. „Já, að mála myndina, meina ég.“ „Nei, alls ekki.“ „Hvernig líður Gordon?“ spurði Glen allt í einu. „Þökk fyrir, vel.“ „Þú átt þar heima núna, er ekki svo?“ „Jú.“ „Anna!“ Hann beygði sig allt i einu að henni og hvíslaði. „Ég verð að fá að tala við þig'. Verð að fá að skýra málið.“ „Móðir þín hefur gert það,“ svaraði Anna. „Frekari skýringa er ekki þörf. í guðs friði, Glen.“ Án þess að líta kringum sig gekk hún beint til dyra, og Glen veitti henni ekki eftirför. Anna fann að hún varð að komast út. Varð að fá hreint loft. Annað loft en það, sem Glen og móðir hans höfðu andað frá sér. Og ástarjátn- ing Nicolas del Monte loddi við hana eins og brunnið reykelsi. Þegar hún var komin inn í bílinn opnaði hún gluggana til að fjallaloftið kæmist inn. Önnu veittist erfitt að láta tímann líða, eftir að hún hætti að vera fyrirmynd hjá Nicolas. Hún ráfaði um húsið unz hún loksins komst að raun um, hvað hún ætti að taka sér fyrir hendur. Hún fór inn í bókastofuna og leitaði lengi innan um þúsundir af bókum. Loks fann hún hillu og nú létti yfir henni. Þarna voru mörg bindi af bók- um um tónlist og ævisögur merkra tónskálda. Vanþekkingunni var hægt að sigrast á, hugsaði hún með sér. Og hún hafði nógan tíma. Hún hafði alltaf óskað að fá að lesa — og nú hafði hún næði til þess. Hún settist með ánægjusvip í hægindastólinn og opnaði stóra bók. Þó hún hefði aldrei fengið að læra á neitt hljóðfæri þá

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.