Fálkinn


Fálkinn - 02.10.1959, Blaðsíða 14

Fálkinn - 02.10.1959, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN í bíl undir Alpafjöll — Framh. af bls. 5. nota sem bezt loftið í göngunum er ákveðið að leyfa stórum dieselvéla- bílum aðeins umferð á nóttinni, þegar farþegaumferðin er minnst. Ökugikkir eiga ekkert erindi inn í jarðgöngin. Þar er ekki leyft að aka hraðar en 40 kílómetra, því að með þeim hraða kemur minnst ó- loft frá bílnum, og loftið ætti ekki að verða lakara en í venjulegri borgargötu. Meðfram veginum eru rafmagnstæki, sem skrá ferðina á bilnum, þannig að það sést þegar á varðstöðinni ef bílinn ekur hrað- ar en leyft er. Sá, sem það gerir, er stöðvaður af ítölskum eða frönsk- um verði, er hann kemur út úr göngunum, og verður að greiða háa sekt. Fyrir akstur gegnum göngin verð- ur að greiða 1500 franka af hverj- um bíl, en auk þess 300 fr. af hverj- um farþega. Þessi tollur er greiddur Ítalíumegin, því að þar er bæði ítalska og franska tollstöðin. í göngunum eru innskot til og frá, 20 metra löng, 3 metra djúp og 5 metra há handa bílum til að forða sér í af akbrautunum, ef eitt- hvað verður að. Andspænis þessum innskotum eru önnur dýpri, svo að hægt er fyrir bíla að snúa við í göngunum ef þörf gerist. Síma- klefar eru í göngunum með 100 metra millibili og hægt að tala við stöðvarnar við báða enda. Og 24 benzíngeymirar eru þar líka. Bann- að verður að hafa aðrar auglýsingar 1 göngunum en alþjóðleg umferðar- merki. Akbrautin er 8 fet yfir botni jarðgangnanna. í þeim er afrennsli fyrir vatn og loftrás. Það urðu tals- verð vandkvæði á að smíða loft- þrýstidælur, sem væru nógu sterk- ar til að sjá fyrir nægu hreinu lofti í göngunum. Ef loftrásin væri ekki í lagi mundi engum bílstjóra fært að aka um göngin, því að loft- ið mundi eitrast af útblástrinum frá bílunum. En hann sogast upp í göng sem eru yfir akbrautunum. Akbrautirnar eru 8 metrar á breidd og steyptar úr sementi. Öll eru göngin raflýst. Og viðgerðar- verkstæði eru víða í þeim. Vegirnar beggja megin við jarð- göngin eru breiðir og góðir. Er veg- urinn Ítalíumegin þegar fullgerður, það er að segja fyrstu 10 kílómetr- arnir, er hann á að ná alla leið til Napoli. Umferðagjald verður lagt á þennan veg. Þar er leyft að aka hversu hratt sem vera skal, eða 100—150 kílómetra, svo að þeir, sem hafa látið sér leiðast lági hrað- inn í göngunum, geta sprett úr spori, þegar þeir koma út í sól- skinið. Séð út um jarðgöngin að sunnanverðu. Þröngur dalur tekur við, svo að aka verður grjótinu úr göngunum langa leið á burt. ii tírcMýáta 'JáltzahÁ LÁRÉTT BKÝRING: 1. Haf. 5. Tuðra, 10. í tafli, 12. Fönn, 14. Vísindarit, 15. Heiður, 17. SKyldmennið, 19. Landshluti, 20. Fjáðar, 23. Hrópa, 24. Narts, 26. Skakkar, 27. Skin, 28. Hávaða, 30. Kvenheiti, 31. Skekið, 32. Fugl, 34. Vöndur, 35. Harðneskjulegt, 36. Lepja, 38. Rauf, 40. Guð, 42. Er ó- viss, 44. Linun, 46. Fugl, 48. Lægð, 49. Skaka, 51. Álpast, 52. Kennd, 53. Rúin, 55. Gort, 56. Hörð, 58. Forsetning, 59. Á fæti, 61. Störf, 63. Borg á Ítalíu, 64. Svarar, 65. Manar. LÖÐRÉTT BKÝRING : 1. Slippinn, 2. Rangl, 3. Á fæti (ef.), 4. Tónn, 6. Tónn, 7. Velsæmi, 8. Biblíunafn, 9. Sætabrauð, 10. Kúrir, 11. Hugmynd, 13. Steinn, 14. Arða, 15. Fugl, 16. Steinn, 18. Bera, 21. Forsetning, 22. Fangamark, 25. Afhendist, 27. Fjölina, 29. Stinnt, 31. Heilbrigður, 33. Óhreinka, 34. Áta, 37. Hæð við Reykjavík, 39. Klifrar, 41. Hundi, 43. Svelta, 44. Reyrt, 45. Stein, 47. Laumast, 49. Skammst., 50. Tvíhlj., 53. Jurt, 54. Rif, 57. Þrír eins, 60. Húsdýrið, 62. Fangamark, 63. Tveir eins. cjCausn á Lrosscjálu, í síÉaóta l(at)i LÁRÉTT RÁÐNING: 1. Leysa, 5. Flaum, 10. Garmi, 12. Afrak, 14. Alurs 15. ÍSÍ, 17. Agnes, 19. Næg, 20. Amstrar, 23. Nit, 24. Draf, 26. Lamar, 27. Aspa, 28. Ótreg, 30. Kæn, 31. Úlpan, 32. Drag, 34. ^.tta, 35. Dallar, 36. Ó- snert, 38. Lítt, 40. Teit, 42. Laski, 44. Þel, 46. Snart, 48. Ölvi, 49. Urr- ar, 51. Smáa, 52. Sté, 53. Gjögurs, 55. Afl, 56. Salli, 58. Mun, 59. Með- al, 61. Flóki, 63. Mætur, 64. Iðkar, 65. Riðar. LÉIÐRÉTT RÁÐNING: 1. Laugardalsvelli, 2. Err, 3. Ýmsa, 4. Si, 6. La, 7. Afar, 8. Urg, 9. Mannspartamaður, 10. Glært, 11. Ástmær, 13. Keipa, 14. Andóf, 15. fsak, 16. íran, 18. Stanz, 21. ML, 22. AR, 25. Ferlíki, 27. Alteins, 29. Galti, 31. Útnes, 33. Gat, 34. Ást, 37. Hlöss, 39. Mergur, 41. Stall, 43. Altaf, 44. Þröm, 45. Laun, 47. Ráf- ar, 49. UJ, 50. RR, 53. Gikk, 54. Smæð, 57. Lóð, 60. Eta, 62. IA, 63. Mi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.