Fálkinn


Fálkinn - 16.10.1959, Blaðsíða 3

Fálkinn - 16.10.1959, Blaðsíða 3
FALKINN „MÚSAGILDRAN" i Kópavogi ÞAÐ er sannarlega ekki hægt að kvarta undan því, að leiklistarlífið sé ekki auðugt hér í bæn- um og nágrenni hans um þessar mundir. Þjóð- leikhúsið og Leikfélag Reykjavíkur hafa þegar haf- ið sýningar á verkum, sem ekki voru fullsýnd á síðasta leikári, og laugardaginn 10. þ. m. frum- sýndi Leikfélag Kópavogs „Músagildruna", saka- málaleikrit eftir hinn kunna brezka höfund Agötu Christie. Agatha Chritie hefur sem kunnugt er samið fjölmargar leynilögreglusögur, og einnig skrifað leikrit úm sama efni, og „Músagildran" hefur orðið þeirra vinsælast. Það hefur nú verið sýnt í London í samfleytt átta ár, og eru sýn- ingarnar orðnar á fjórða þúsund. Ung hjón, Mollie (Arnhildur Jónsdóttir) og Giles Ralstone (Sigurður Gretar Guðmundsson) hafa hafið starfrækslu gistihúss uppi í sveit skammt frá London og það eru þau og fyrstu gestirnir, sem koma við sögu, mjög ósamstæður hópur. Gestirnir eru: Kristofer Wren (Björn Magn- ússon), ungur húsameistari að eigin sögn, slappur á taugum og framhleypinn, frú Boyle (Inga Bland- on)* gömul nöldurskjóða, Metcalfe major (Árni Kárason), hæglátur maður, ungfrú Casewell (Hug- rún Gunnarsdóttir), undarlegur kvenmaður og næsta karlmannlegur, Paravicini (Magnús Bæring- ur Kristinsson), tilgerðarlegur útlendiendingur og Trottar leynilögreglumaður (Jóhann Pálsson), sem tekið hefur það hlutverk að sér að finna morð- ingjann í hópnum, því auðvitað hefur verið framið morð. Það heyra leikhúsgestirnir í útvarpinu í upphafi og einn eða tveir af þeim, sem á svið- inu birtast, eiga það á hættu að verða fórnar- lömb hins sama morðingja. Og reyndin verður sú, að þar er líka reitt til höggs. Það verður ekki sagt að efnið sé uppbyggilegt, enda aðeins hugsað sem dægrastytting eina kvöld- stund, og því, markmiði er náð. Það fór ekki á milli mála, að frumsýningargestir í Kópavogs- bíói skemmtu sér prýðilega. Og síðari hluta leiks- ins voru áhoriendur með „lífið í lúkunum" af spenningi, hvort morðingjanum tækist áform sitt áður en upp um hann kæmist. Með tilliti til þess, að Leikfélag Kópavogs hef- ur aðeins starfað í þrjú ár, verður meðferð þessa leikrits að teljast mjög góð, og á leikstjórinn, Klemenz Jónsson, að sjálfsögðu sinn þátt í því. Frú Boyle, í meðförum Ingu Blandon, vakti einna mesta kátínu áhorfenda, en síðari hluti leiksins hvílir að miklu leyti á Jóhanni Páls- syni í hlutverki leynilögreglumannsins. Það er hann, sem verður að skapa spennuna og hrífa áhorfendur svo þeir fylgist með því, sem er að gerast á leiksviðinu með þöndum taug- um, eins og verður að vera þegar jafn óhugn- anlegir atburðir og morð eru í vændum. Á horfendur spreyta sig örugglega á því meðan á sýningu stendur, að finna morðingj- ann, en trúlegt er að fæstir geti sagt að sýn- ingu lokinni: „Já, sko, sagði ég ekki." Ef dæma má af því, hve sólgnir menn eru í sakamálaasögur, er ekki vafi á að „Músagildr- an" verður vel sótt. Það getur verið að hroll setji að einhverjum, en á það ekki einmitt svo að vera? Viscount í innanlandsflugi ÞAÐ er engnn vafi á því, þótt vegakerfið teygi sig nú æ meira um landið, að flug- samgöngurnar eiga enn eftir að aukast mjög, og flugvélarnar verða aðalsamgöngutækin að minnsta kosti til fólksflutninga milli lands- hluta. Vegna nýrra miðunarstöðva víða um land hefur öryggi flugsins aukizt mjög og mikið kapp er nú lagt á að leggja nýja flug- velli. Flugfélag íslands hefur nýlega birt vetrar- áætlun sína og á henni sést, að flogið verð- ur reglulega til hvorki meira né minna en sextán staða í öllum landshlutum. Átta ferð- ir verða vikulega til Akureyrar, sjö til Vest- mannaeyja, fimm til ísafjarðar, 3—4 til Eg- ilsstaða, tvisvar til Hornafjarðar, Blönduóss, Sauðárkróks og Húsavíkur og ein ferð viku- lega til Siglufjarðar, Þingeyrar, Flateyrar, Pareksfjarðar, Bíldudals, Kirkjubæjarklaust- urs, Fagurhólsmýrar, Hólmavíkur, Kópaskers og -Þórshafnar. Sú nýjung er tekin upp hjá félaginu, að Viscount-flugvélar verða nú í fyrsta sinn notaðar í áætlunarflug innanlands. Munu þær fljúga þrjá daga í viku til Akureyrar og Egilsstaða. Fjórar ferðir verða til Kaupmannahafnar' vikulega, þrjár til Glasgow, ein til Oslóar, Hamborgar og Lundúna. Þótt farþegaflutningarnir séu aðaluppistað- an í innanlandsflugi Flugfélagsins, þá fara vöruflutningar stöðugt vaxandi, og eru þar athyglisverðastir flutningarnir til og fré Ör- æfum. Öræfingar hafa oft átt í miklum erfið- leikum með að koma frá sér afurðum sín- um og draga björg í bú fyrir veturinn. Þessa flutninga hefur Flugfélagið nú annazt undan- farin ár og gefizt mjög vel. Notaðar hafa verið tveggja hreyfla Dakota-fluvélar, þar til nú í ár, að Skymasterflugvélin Sólfaxi var notaður með ágætum árangri.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.