Fálkinn


Fálkinn - 16.10.1959, Blaðsíða 4

Fálkinn - 16.10.1959, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN FtO«ENTSNE KOH-I-NOOR: STAR OF ESTEi^ NASSAK CUULINAN JUBILEE ORANGE TSFFANY Myndin sýnir hvernig þeir eru í laginu demantarnir, sem sagt er frá í þessari grein og næstu greinum, sem birtar verða hér í blaðinu. Alagasteimr SKRAUTGIRNI og fordeild hefur orðið til þess að gera gimsteinana eftirsótta og dýra. Þeir höfðu það til síns ágætis að þeir voru fallegir og gengu í augun á fólki, bókstaf- lega, er þeir stöfuðu frá sér geislum ljóssins á ýmiskonar hátt, eftir því hvernig hugvitsamir menn slípuðu þá. Þess vegna urðu þeir enn nauð- synlegri í umbúðir höfðingjanna, sem klæddust pelli og purpura til að verða sem glæsilegastir í augum þegna sinna. Nú hafa auðkýfingar veraldarinnar tekið við af hinum fornu þjóðhöfðingjum og halda gimsteinaverðinu uppi. Þó nota þeir þá lítið sjálfum sér til skrauts held- ur til þess að dubba upp konur sín- ar og dætur. Það er kvenfólkið, sem raunverulega heldur gimsteinunum í verði nú á dögum. Fagrir og stórir gimsteinar eru fá- gætir, og þess vegna eru þeir dýrir. Og það er langt síðan menn fóru að sækjast eftir þeim. Rómverjar keyptu demanta frá Indlandi og smargaða frá Egyptalandi eða aust- an úr Úralfjöllum. Demantar fund- Einu gimsteinar, sem nokkurt gagn er að í heiminum, eru dem- antarnir, sem notaðir eru til að skera gler eða bora harðar berg- tegundir. En þeir eru ekki mik- ilsvirtir og þess vegna ekki dýr- ir. En stóru tæru steinarnir, sem notaðir hafa verið til að prýða krónur konunga, verða frægir um allan heim og furðulegar þjóðsögur myndast um þá. Og því er trúað að óheilla-álög fylgi sumum þessum steinum, einkum ef þeir eru illa fengnir. — Hér verður sagt nokkuð frá gimstein- um yfir leitt, og sögð saga sirnira þeirra, svo sem „GuIIinan“ og „Koh-iNoor“. ust fyrst í Indlandi, en síðan hafa fleiri demantalönd komið til sög- unnar, svo sem Ceylon, Brasilía og Suður-Afríka. En það var ekki fyrr en á 15. öld, sem farið var að slípa demanta á listfengan hátt og þá fyrst varð eftirspurnin mikil. Á veldistíð Rómverja sóttust keisar- ar þeirra öllu meir eftir fallegum perlum en demöntum. Á Ceylon finnst enn mikið af gimsteinum, en þeir eru yfirleitt smáir og ekki dýrir, Verðið er frá 20 til 150 rúpíur fyrir karatið, en 5 karöt jafngilda nálægt einu grammi. Frá Ceylon flytjast árlega gimsteinar fyrir milljónir sterlings- punda, en það er blái safírinn, sem er verðmætastur allra gimsteina frá Ceylon. Þaðan er 466 karata safír, sem Piermont Morgan keypti árið 1907 og árið 1926 fannst þar 400 karata safír, sem enskur milljóna- mæringur keypti. Stórir rúpínar eru sjaldgæfari en stórir safírar. Þó talað sé um safír- blátt og rúbínrautt þá eru rósrauð- ir, gulir og grænir safírar ekki óal- gengir, og flestir gimsteinar geta varpað frá sér mörgum litum. Rúbínar eru dýrir þó þeir vegi ekki nema hálft karat og 10 karata rúbínar eru mjög sjaldséðir. En árið 1934 fannst 2967 karata rúbín í Delgoda. Hann er langstærsti rúbín- inn sem vitað er um. MÁNASTEINAR FRÁ CEYLON. Nafnið hafa þeir fengið vegna þess Þeir eru ekki að veiða fisk þessir Oeylonbúar, heldur gimsteina. finnst af gimsteinum í einhverjum læknum er vatninu veitt úr honum svo að hægt sé að leita á þurrum botninum. Steinarnir eru virtir af sérfróðum mönnum og síðan slípað- ir með sömu aðferðunum sem not- aðar hafa verið öldum saman. Og á Ceylon er gimsteinaverzlun- in með alveg sérstöku móti. Stein- arnir eru ekki virtir eftir stærð, þyngd eða lit heldur eftir hitanum. Jrœyir (fitnAteihar * 1 að liturinn á þeim minnir á tungl- skin. Og á Ceylon er líka afar mikið af fjólubláum og rauðum ametyst- um, bláum og grænum akvamarín- um og gulum tópas. Þessir gimsteinar eru aðallega á suðvesturhluta eyjunnar, kringum Ratnapura og í Sabaragamuwahér- aði. Vatnsrennslið hefur grafið þá úr berginu og borið þá fram í árfar- veginn, svo að þarna er hægt að fara í gimsteinaleit bæði í farveg- unum og í fjöllunum. í ánum má oft sjá fullorðna karlmenn og stráka með langar stengur með skóflublaði á endanum vera að grafa í ánni og sía leðjuna gegnum sigti og tína gimsteina. Ef sérstaklega mikið- Kaupandi og seljandi sitja sinn hvoru megin við borð og takast í hendur, en dúkur er breiddur yfir hendurnar. En í lófanum halda þeir á gimsteini og meta hann eftir hit- anum, sem stafar frá honum. í demantakauphöllunum er ann- ar háttur hafður á. Þar hittast sér- fróðir menn úr ýmsum löndum heims til að kaupa og selja gim- steina. Einkennilegasta kauphöllin af þessu tagi er í London, og þar eru boðnir fram óslípaðir gimsteinar úr námunum í Suður-Afríku. Enginn fær að koma í þessa kauphöll nema hann sé meðlimur hennar og borgi afarhátt ársgjald fyrir, og þeir eru ekki nema fáir, sem fá aðgang. Ennþá nota menn svona einföld tæki til að slípa demanta á Ceylon.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.