Fálkinn


Fálkinn - 16.10.1959, Blaðsíða 5

Fálkinn - 16.10.1959, Blaðsíða 5
FÁLKINN En í London er líka hægt að kaupa slípaða gimsteina í götu, sem heitir Hutton Gardens. Þar eru dem- antar seldir í hverju húsi. í París ¦ eru tvær gimsteinakauphallir, í ann- arri eru seldir lausir steinar en í hinni fullgerðir skartgripir í um- gerð. Báðar þessar kauphallir eru í Rue Cadet. CULLINAN-DEMANTURINN. Hver frægur gimsteinn á sína sögu. Árið 1905 fluttu heimsblöðin langar frásagnir af gríðarstórum steini, sem flundizt hafði í Pretoria. Eig- andi námunnar hét T. Cullian og steinninn var látinn bera nafn hans. Steinninn var gefinn Edward VII: Bretakonungi, sem vátryggði hann fyrir 20 milljón sterlingspund. Það var einn vordag 1905, í brenn- andi sólskini að ríðandi maður kom á spretti í hlaðið á bænum Prinsloo. Hann vatt sér af baki, fleygði taum- unum til þjóns sem þarna stóð, og hljóp inn í húsið. Thomas Cullinan varð forviða þegar hann sá þennan ruddalega mann koma æðandi inn án þess að drepa á dyr. — Hvað gengur á, Wells? Verkstjórinn svaraði engu en stakk hendinni ofan í litlu skinn- töskuna, sem hann bar í ól um háls- inn. Húsbóndinn varð orðlaus þegar hann sá það sem Wells lagði á borð- ið. — Þetta getur ekki verið satt! Tómas Cullinan hafði séð marga gimsteina á sinni sextugu ævi og hafði mikla reynztu af gimsteinum eftir langan námurekstur í Afríku. En aldrei hafði hann dreymt um að svona gimsteinn gæti verið til. Þessi steinn, sem Thomas Cullin- an hafði eignazt var einsdæmi í sög- unni. Hann var stærri og fallegri en nokkur demantur sem fundizt hafði hingað til. Gljáinn, liturinn og tær- leikinn var betri en hinna frægu steina Orloffsdemantsins og Suður- stjörnunnar. Þyngdin var 3025,75 karöt eða rúm 621 gramm. Aldrei hafði jafn þungur gimsteinn fundizt í veröld- inni. Thomas Cullinan starði eins og dáleiddur á steinninn, honum var ómögulegt að hafa augun af honum. — Þessi steinn er samboðinn kon- ungi, Wells, sagði hann. Og ef til vill hefur hann hugsað sér sjálfan sig sem konung -— enda varð hanh demantakonungur upp frá þessum degi og margfaldur milljónamær- ingur. Demanturinn var flatur öðrumeg- in og þess vegna fóru sumir að halda að þetta væri aðeins helming- urinn af steini. Og nú fóru menn að leita að hinum helmingnum. Gaus nú upp flugufregn um að zúlúahöfð- ingi einn ætti hinn helminginn, 0£| nokkru síðar var þessi höfðingi myrtur af hvítum manni, sem hét John Foorie. En helmingurinn fannst ekki. Stjórnin í Transvall keypti Cull- inandemantinn og gaf Bretakon- ungi. Var hann svo geymdur í hólfi Englandsbanka um sinn. En kon- ungi þótti steinninn vera of mikill dýrgripur til þess að geyma hann í felum. Árið 1907 var afráðið að skipta honum í smærri steina og slípa þá. Hollendingur einn, sem stjórnaði mestu gimsteinaslípun heimsins var kvaddur til skrafs og Framh. á bls. 14. Þannig prófa seljandi og kaupandi hve „heitur" gimstemninn er. KONAIM, SEM — hélt æskufegurðinni 1) Ninon de Lenclos fæddist 10. nóv. 1620 í París. Þegar hún var 12 ára kunni hún ýmis sígild rit Frakka utanbókar, en hirti ekkert um að lesa helgra manna sögur. Þegar hún var 18 ára kom gamall svartklæddur maður til hennar og sagði við hana: „Ég' er kominn hingað, Ninon, til að gefa yður eitt af þrennu: völd, auð eða eilífa æsku, og þér fáið eina mínútu til að velja." Ninon' var fljót að svara og þá sagði hinn dularfulli maður: „Þér munuð aldrei eldast. Allir verða ástfangnir af yður, og sagan mun varðveita nafn yðar frá gleymsku." 2) Svo fór sem maðurinn hafði sagt. Hver hefðarmaðúrinn eftir annan varð ástfanginn af Ninon og vitanlega urðu marg- ar til að öfunda hana. Einn góðan veðurdag lét drottningin setja hana í Madeleine-klaustrið. Þar heimsótti Kristín Svía- drottning hana og varð svo hrifin af fegurð hennar og gáfum, að hún fékk Lúðvík XIII. til að láta hana lausa. 3) Árið 1672 gerðist mikil harmsaga. Ninon hafði átt son með M. de Jarzay, og ól faðir hans hann upp undir nafninu „chevalier de Villiers". Oft sendi Jarzay son sinn, sem nú var orðinn 19 ára, í erindi til Ninon, án þess að hafa sagt honum, að hún væri móðir hans. Hinn ungi maður varð ástfanginn af henni og tjáði henni ást sína. Loks tók hún sig til og sagði: „Ungi maður. Ég er 52 ára en þér aðeins 19. En það er ekki eina 'ástæðan til að við megum ekki eigast, heldur er sú alvar- legri, að — ég er móðir þín! Úrvinda af harmi hljóp pilturinn út í hallargarðinn og rak sig í gegn. 4) Ninon hélt fegurð sinni og yndisþokka til dauðadags. Ein furðulegasta ástasaga hennar var sú, að þegar hún var áttræð varð ábótinn Nicolaus Geeoyn ástfanginn af henni. ¦—¦ Þegar hún lá banasængina, 17. október 1705 sá Voltaire hana. Hann var þá tólf ára. Ninon sagði við hann: „Ég ætla að arfleiða þig að peningum, svo að þú getir keypt þér bækur. — Síðustu orð hennar voru þessi: „En hvað dauðinn er ljúfur, ef maður deyr í vissunni um að hitta þá, sem maður hefur elskáð."

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.