Fálkinn


Fálkinn - 16.10.1959, Blaðsíða 6

Fálkinn - 16.10.1959, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN Tveir glæpamenn hafa orðið fræg- astir í Bandaríkjunum á síðustu ára- tugum: A1 Capone og John Dilling- er. A1 Capone réð yfir 700 bófum, sem voru boðnir og búnir til að myrða fólk er hann skipaði það. En það verður Federal Bureau of In- vestigation til ævarandi hneysu að ekki tókst að dæma hann til lífláts fyrir morð, fjárþvingun og hvíta þrælasölu og smygl. Dómurinn, sem hann fékk að lokum var fyrir skatt- stofnun. Nú hafa ný lög verið sett, sem leyfa FBI að láta til sín taka í mannránsmálum 24 tímum eftir að glæpurinn er framinn, hvort sem fylkislögreglan hefur beðið um það eða ekki og í hvaða fylki, sem glæpurinn er framinn í. Bófaöldin mikla, sem náði há- marki 1933 varð til þess að auka starfsvið FBI. Til þess að hafa hend- ur í hári glæpakónganna, sem höfðu sambönd um öll ríki og víða vopn- að lið, þurfti sameiginlega lögreglu- stjórn og meira athafafrelsi FBI til handa. — Þann 10. maí 1933 var Herbert ☆ tœður ^lóknat gátur svik og fyrir að hafa haft vopn í vörzlum sínum. John Dillinger stýrði glæpa- mannafélagi í tíu mánuði, frá sept- ember 1933 til júlí 1934. Félag þetta framdi tíu morð, særði sjö menn hættulega, rændi fjóra banka og þrjár lögreglustöðvar og sprengdi upp þrjú fangelsi. En það voru ekki morðin né ránin, sem gerðu FBI kleift að hafa hendur í hári Dilling- ers. Þessir glæpir varða ekki við sambandslögin, hvert fylki fyrir sig á að sjá um að refsa fyrir þá. En þegar Dillinger ók stolnum bíl úr einu fylki í annað, gat FBI skorizt í leikinn. DILLINGERSMÁLIÐ. Viðureignin við þessa stórbófa sýndi bæði gall- ana á fyrirkomulag FBI, lagalega séð, og hæfni þess sem lögreglu- John Dillinger látinn laus úr ríkis- fangelsinu í Indiana, en þar hafði hann setið hálft níunda ár fyrir rán og ofbeldisverk. Að öðru leyti var hann lítt kunnur almenningi. Fjórt- án mánuðum síðar var hann dauður — og aftaka hans var birt sem gíf- urfrétt í öllum heimsblöðunum. Þessa tíu mánuði var meira talað um Dillinger en sjálfan forsetann, 2 og allir óttuðust hann. Skömmu eft- ir að hann varð laus úr fangelsinu voru framin bankarán í Ohio, Michigan, Indiana og Illinois. Þessi rán voru með svo svipuðu móti að FBI sannfærðist um að sama bófa- klíkan stæði að þeim öllum. En FBI mátti ekki skipta sér af þessum FBI-menn þurfa að kunna að skjóta. Hér sjást nokkrir nýliðar æfa sig í að skjóta frá mjöðminni, því að í viðureign við bófana er sjaldn- ast tækifæri til að miða byssunni. Nú er augnablikið komið. DiIIinger og vinstúlkur hans koma úr kvik- myndahúsinu. Frá vinstri: Polly Hamilton, Dillinger, Ana Cumpanas (í rauðum kjól) og FBI-maðurinn, er gefur merki með því að kveikja í vindli. ránum. Það áttu hlutaðeigandi fylgislögreglur að gera. í september 1933 var Dillinger handtekinn í Dayton. Mánuði siðar komu þrír menn inn í skrifstofu sýslumannsins. Þeit sögðust vera sendir frá fylkisfangelsinu í Indiana til að sækja fangann Dillinger. Þeg- ar sýslumaður bað þá um að sýna skilríki sín, skutu þeir hann til bana og náðu af honum lyklunum að fangelsinu. Skömmu síðar var Dillinger frjáls. Bánkaránunum fjölgaði óðum. Stundum voru bófarnir í Californiu gert aðvart, nákvæmar upplýsingar og myndir voru sendir þeim ásamt lýsingum á vinnubrögðum hans. Og nú fór netið að herpast að honum. í marzmánuði 1934 tókst hon- um með naumindum að komast undan 4—5 FBI-mönnum, sem voru á hælunum á honum í Minneapolis. Hann særðist á fæti, fékk hjálp hjá lækni, sem síðar var handtekinn, og flýði því næst til Wisconsin. Þar komst hann líka undan á síðustu stundu eftir að hafa drepið einn FBI-mann og sært annan. í júlí var einkum leitað í Chicago. Grunur lék John Dillinger handsamaður og stundum var brotist inn í geymslur lögreglunnar og stolið vopnum og skotfærum. Þar sem bófarnir fóru um voru deyjandi bankastarfsmenn og lögregla í kjöl- fari þeirra. Svo var Dillinger og þrír úr klíkunni handteknir í Tus- con í Arizona. Dillinger var sendur í fangelsi til Indiana en nokkrum dögum síðar bar mann varðmenn- ina ofurliða ásamt öðrum fanga, sem beið dauðarefsingar fyrir morð. Þeir komust undan í bíl, sem þeir stálu frá sýslumanninum. Bíllinn fannst í Chicago, og nú hafði Dillinger, sem var heimskur að upplagi, gert sig sekan um mestu flónskuna á ævi sinni, með því að aka stolnum bíl yfir landamærin til Illinois. Það var brot á sambands- lögunum og nú gat FBI hafizt handa. ÞRENGIR AÐ DILLINGER. Nú byrjaði eltingarleikurinn. Öllum FBI-stöðvum í Bandaríkjunum var á að Dillinger hefði leitað í þennan stað allra glæpamanna og aðaler- indið verið að leita læknis til að láta hann breyta á sér andlitinu, svo að hann yrði óþekkjanlegur. Edgar Hoover, yfirmaður FBI hafði skipað einn duglegasta mann sinn, Samuel P. Cowley málaflutn- ingsmann frá Utah, 24 ára gamlan, yfirmann leitarinnar að Dillinger, sem nú var kallaður „þjóðfélagsó- vinur nr. 1”. Cowley hafði verið mormónatrúboði áður en hann gerð- ist starfsmaður FBI. — Haltu þig sem næst honum. Fangelsaðu alla, sem hafa haft ein- hver mök við bófana. Náðu honum lifandi, ef þú getur en stofnaðu þér ekki í lífshættu. Þessa skipun gaf Hoover hinum unga „veiðimanni11, Cowley. ANA CUMPANA AÐSTOÐAR. Þann 21. júlí 1934 kom dökkhærð kona sem nefndist Ana Cumpana en hét öðru nafni Ana Sage, inn í skrif-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.