Fálkinn


Fálkinn - 16.10.1959, Qupperneq 7

Fálkinn - 16.10.1959, Qupperneq 7
falkinn 7 stofu FBI í Chicago. Hún var í vandræðum. Hafði flutzt til Banda- ríkjanna frá Rúmeníu en vanrækt að framlengja dvalarleyfi sitt og nú vofði yfir henni brottrekstur úr landi, enda hafði hún verið dæmd nokkrum sinnum fyrir siðferðis- brot. Ana Cumpana gerði Cowley svo- látandi tilboð: að ofurselja Dillinger lögreglunni, gegn því að hún fengi að minnsta kosti nokkurn hluta þess fjár, sem lagt var til höfuðs honum, og ennfremur tryggingu fyrir því að hún fengi að vera áfram í Banda- ríkjunum. Nú var farið að semja um þetta við dómsmálaráðuneytið og það tók tilboðinu. Og Dillinger gekk í gildr- una því að hann stóðst aldrei freist- ingar kvenna. Ana Cumpana sagði lögreglunni að Dillinger hefði boðið henni og stúlku, sem hún þekkti, Polly Ham- ilton, í bíó kvöldið eftir. Hún vissi ekki hvað leikhúsið hét, en hann hafði sagt að hann vildi sjá „Man- hattan Melodrama11, sem var sýnd í tveimur kvikmyndahúsum í Chica- go. Kvöldið eftir símaði hún og sagðist ekki enn vita í hvort leik- húsið þau mundu fara. Þess vegna varð lögreglan að setja vörð við bæði kvikmyndahúsin. — Ana Cumpana lofaði að vera í rauðum kjól, svo lögreglan ætti hægra með að þekkja Dillinger, sem nú var breyttur í andliti eftir læknisað- gerðina. LEIKSLOKIN. Cowley og Hoov- er kom saman um að ekki skyldi taka Dillinger inni í kvikmyndahús- inu. Þá gæti orðið skothríð og sak- laust fólk beðið bana. Lögreglan beið í þrjá tíma, með- an á sýningunni stóð. FBI-maðurinn Purvis stóð við miðasöluna. Þegar Dillinger og stúlkurnar komu út, kveikti Purvis í vindli — það var merkið, sem hann hafði aftalað við lögregluna á götunni. Dillenger mun hafa fundið á sér að hætta væri á ferðum, þó ekki sæi hann lögreglumennina. Hann snar- aðist til hliðar og inn í krók við hliðina á kvikmyndahúsinu og þreif skammbyssuna. En áður en hann gat hleypt af höfðu þrír lögreglu- menn skotið á hann samtímis. Hann féll. Enginn særðist nema hann. Og þetta gerðist í svo skjótri svipan, að fólkið, sem var að koma út úr hús- inu tók ekki eftir því. Hoover skrifaði Cowley þakkar- bréf sama kvöldið og skipaði hann í hærri stöðu. En hann hafði litla ánægju af henni. Fjórum mánuðum síðar rakst hann og annar FBI-mað- ur, Herman Hollis, á tvo bófa úr Dillingersflokknum, John Chase og „Baby Face“-Nelson. Þar varð skot- hríð og Cowley og Hollis biðu bana. Nelson lézt af sárum skömmu síðar. Afstaða almennings til Dillinger- málsins var Bandaríkjaþjóðinni til skammar. Fjöldi fólks tignaði blátt áfram bófann, ræningjann og morð- ingjann John Dillinger. Það voru alls ekki Hoover og Cowley sem urðu hetjurnar í.þessu máli, heldur Dill- inger. „Bréfum frá lesendum“ rigndi yfir blöðin og þar var glæpa- maðurinn hylltur hástöfum en skop- ast að FBI. Ein af hinum fornu vin- konum Dillingers, Evilyn Frechette, ferðaðist um landið og hélt fyrir- lestra með væmnum lýsingum á „hinni látnu hetju“. Og ættfólk Dillingers sýndi sig fyrir peninga á kvikmyndahúsunum. Ekkja „Baby Face“-Nelsons skrifaði endurminn- ingar sínar, fullar af hóli um eigin- mann sinn. Hoover reiddist, og ekki batnaði skapið þegar senator einn lét í ljós vafa um, að hann væri nokkur hetja og spurði: — Hvers vegna hefur Ed- gar Hoover aldrei handtekið bófa sjálfur? Hvers vegna er hann ekki fremstur í flokki, en felur sig bak við hina? Hoover sv.araði þessari árás á sér- kennilegan hátt. Nú var nýr maður skotinn í stað Dillinger, sem „Þjóð- aróvinur nr. 1“ — hann hét Alvin Karpis og var sakaður um barnarán og morð. FBI hafði verið að eltazt við hann í nokkra mánuði — og nú gaf Hoover út skipun um að hann skyldi handsamaður. Og hann ætl- aði að gera það sjálfur. Enginn mátti hreyfa við bófanum nema hann. Einn góðan veðurdag var hringt til Hoovers í New York, og sagt að Karpis væri til húsa í tilgreindri íbúð í New Orleans. Húsið var um- „Gizur Einarsson S.S.S. óskar sér- hverjum góðfúsum lesara og heyr- ara þessa bréfs náðar og friðar af guði föður, fyrir hans elskulegan son vorn herra Jesum Christum. — Sakir þess, að eg formerki fylli- lega, að sá blindleiki og hjátrúa fer enn nú ekki svo mjög minkandi sem vera skyldi, að fávíst fólk hér í stiktinu leitar sinnar velferðar hjá svo auðvirðulegum hlutum, sem er hjá einum og öðrum líkneskjum, sérlega hjá þeirri róðukross-mynd sem að er í Kaldaðarnesi, með á- heitum og fórnfæringum og heit- gaungum, þvert á móti guðs boðorð- um og vorum trúar-artíkulum, því guð segir svo í annari Moyses bók 20. kap.: Eigi skaltu þér skurðgoð gjöra, eptir líkingu þeirri er á himn- um er, á jörðu eða undir jörðunni; eigi skaltu þau dýrka eður vegsama. — Hér þvert á móti gjöra mann, að þeir bæði dýrka þau og vegsama, og sem postulinn vottar, til Rómverja 1. kap., að þeir umsnúa dýrð ófor- gengilegs guðs í forgengilegar lík- menskjur, dýrka meir og þjóna skepnunni en skaparanum, hvar- fyrir guð hann yfirgefur slíka menn í fráleit sinni, skammsamleg- ar girndir og ýmislegar ódáðar, svo þeir meðtaki verðkaup síns villu- dóms, og eru þeir dauða verðir sem þvílíkt gjöra, svo og þeir fyrir á- minni eg og við vara kristið fólk, uppá guðs vegna, að fyrir sakir sinnar sáluhjálpar og eilífrar vel- kringt í kyrrþei, en FBI-mönnum sagt að aðhafast ekkert frekar fyrr en Hoover kæmi. Hann var á leið- inni í flugvél. Eftir nokkra bið sást Karpis koma út í húsdyrnar ásamt öðrum manni og þeir fóru inn í bíl. Á næstu sek- úndu var Hoover kominn á hægri hlið við þá en Conelly aðstoðarmað- ur hans vinstra megin, og áður en Karpis náði til vélbyssunnar, sem lá í aftursætinu, hafði Hoover þrif- ið í hann og dregið hann út úr bíln- um. —Setjið handjárnin á hann, kall- aði hann til FBImannanna, sem komu hlaupandi — en þá kom bros- lega á daginn, að enginn þeirra var með handjárn á sér. Þeir urðu að binda hendur bófans með hálsbindi, sem einn þeirra tók af sér. Hoover fór sjálfur með fanga sinn til Minneapolis, en þar var hann kallaður fyrir rétt. Hoover hafði af- sannað, að hann fangelsaði aldrei mann sjálfur. í næsta blaði: Daman með brúð- urnar. ferðar afláti allir og forðist slíkan hégóma og afskaplega hjátrú, að veita svoddan dýrkan og vegsemd nokkurri skepnu, að heldur feyskn- um og fyrirfaranlegum líkneskjum, sem vér skyldunst að veita allein- asta vorum skapara, óaflátanlega hann að heiðra og vegsama í sínum signuðum syni Jesu Christo. — Hvar fyrir eg hefi látið upp skrifa og setja hér eptir nokkrar stuttleg- ar greinir, bjóðandi undir skylda hlýðni á hverja krossmessu þær upp að lesa í kristileguin samfundi, hverjar að hlýða um þetta efni, svo að menn fái hér um sannan skiln- ing og leiðist á réttan heilsuveg af þvílíkum háskasamlegum hjástig- um, er menn hafa helst of lengi vill- ir ráfað, viljandi gjarnan í fleiru öðru, því sem kristinna manna sálu- hjálp til kemur, þeim jgagnast og þjónustu að veita, eptir því guð gef- ur efni á, nær þeim þörf gjörist. Bífalandi yður öll samt guði drottni, hann virðist með sínum heilögum anda sinni náð og styrku trausti með yður vera alla tíma, og yður að þessu liðnu lífi að gefa eilíft líf. Amen. Skrifað í Skálholti mánu- daginn næstan eptir þrettánda (þ. e. 11. jan.) 1547.“ — — (Þessu næst birtir Jón Gizurarson 6 spurningar biskupsins viðv. líkneskjunum, og svörin við þeim, en þau eru aðallega tilvitnan- ir í ritningarstaði.) —o— Bréf Gizurar biskups um líkneskin, sent um stiktiö -At ve<£ HISSA Bramaputrafljót í Indlandi er 2900 kílómetrar á lengd. og eitt af mestu fljótum í heimi. Þess má geta um fljótið, að á því er ekki ein ein- asta brú, svo að ekki verður komist yfir það nema á ferjum. ♦ Hvergi er jafn mikiö af allskonar klúbbum og í Englandi. Nýjasti klúbburinn heitir „Yfirskeggsklúbb- urinn“. Þar fá ekki aðrir aögang en menn sem eru meö yfirskegg, og það veröur aö vera minst 30 cm. lang milli broddanna. í klúbbnum voru þegar seinast fréttist 181 meðlimir, og lengsta yfirskeggið var 48,4 cm. . ♦ Kviðristan eða harakiri — hin þjóðlega sjálfsmorðsaðferð Japana, er að komast úr móð. Japanar eru farnir að nota skammbyssuna í staðinn og þykir það handhægra. ♦ Þrírir menn hafa verið fluttir á spítala í New Mexieo, vegna slysa, sem þeir hafa hlotið af „flúgandi diskum". Blöðin höfðu flutt fregnir víðsvegar að úr landi, um aö þessi dularfullu faratœki hefði sést. Þess- ir þrír slösuðu voru meðal þeirra, sem alltaf voru sígónandi upp í himininn eftir diskunum. Einn þeirra datt um gangstéttarbrún og fótbrotnaöi, annar hleypti hestin- um sínum ofan í skurð, datt af baki og fór úr liði, en datt ofan úr tré og fékk heilahristing. Enginn þeirra sá diskinn en hinsvegar sáu þeir eldglœringar. OFAN í KULDANN. I París hefur verið sægur af ferða- fólki í sumar, en svo mikill hefur hitinn verið þar, að fólkinu líður illa. Afleiðingin hefur orðið sú, að aldrei hefur verið jafnmikill gesta- gangur í katakombunum í París og í sumar. Fólk leitar ofan í jörðina til að flýja hitann. — Hér sést troðningur fólks, sem bíður eftir að fá að komast inn.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.