Fálkinn


Fálkinn - 16.10.1959, Blaðsíða 8

Fálkinn - 16.10.1959, Blaðsíða 8
FALKINN UNGFRÚ Cantwell, sem var rit- ari hjá Bartmann málaflutnings- manni, leit upp frá ritvélinni þegar skrifstofudyrunum var lokið upp. Konan sem kom inn var ekki áber- andi klædd, en ungfrú Cantwell þóttist undir eins sjá, að fötin sem hún var í, höfðu ekki kostað minna en þrjú hundruð dollara. Það er dýrt að tolla. í tískunni þegar mað- ur er kominn yfir þrítugt, hugsaði Cantwell með sér. Ef hún hefði átt nóga peninga, væri hún kannske orðin frú eitt eða annað núna, í staðinn fyrir að vera ekki nema ungfrú Cantwell. — Mig langar til að fá að tala við herra Bartman, sagði konan lágt. Henni virtist vera mjög órótt. — Hafið þér aftalað tíma? spurði ungfrú Cantwell. — Nei, sagði konan, — en þetta er mjög áríðandi. — Hvað er nafnið, með leyfi? Ungfrú Cantwell hafði blýantinn tilbúinn á ritblokkinni. Konan hikaði um stund. — Jones, sagði hún svo. — Rachel Jones. Ungfrú Cantwell yppti öxlum. — Hann er. í réttinum núna. Eða kannske á leiðinni hingað, ef hann borðar ekki hádegisverð fyrst. En eg hugsa að hann geti tekið á móti yður milli tveggja manna, sem hafa aftalað tíma, ef erindið er ekki langt. — Þakka yður kærlega fyrir, sagði konan, og henni virtist létta. — Má ég.... hún svipaðist kring- um sig eftir stól, en þarna voru að- eins tveir stólar og hvorugur laus. Hún sat sjálf á öðrum, og frú Epp- erson, sem kom einu sinni í viku og leit eftir bókhaldinu, hreykti sér á hinum. — Þér getið komið inn í skrif- stofu herra Bartmans og beðið þar, sagði ungfrú Cantwell og benti á dyrnar. — Hverskonar Vandræðum skyldi hún vera í, þessi? sagði frú Epper- son og hallaði sér fram á skrifborð- ið. — Hvað skyldi hún þurfa að tala við lögfræðing um? — Það er svo að sjá sem hún hafi nóga peninga, sagði ungfrú miðdegisverðirnir — og jarðarför tengdaföður hennar, þessa and- styggilega karls með nautssvírann .... Hann hafði verið ónotalegur við hana frá fyrstu stundu. Hún leit á öll lagasöfnin í hillun- um. Skyldi það vera mikill vandi að vera málaflutningsmaður, hugs- aði hún með sér — eins vandasamt og að vera kaupsýslumaður eins og Jerr, eða læknir eins og Alfred bróðir hennar? Og var það rangt, þetta sem hún var í þann veginn að gera. Var það ólöglegt, var það ósæmilegt?.... Nei, það er hvorugt! var dóm- urinn sem hún kvað upp í hugan- um. Þetta var ekki annað en að fullvissa sig um að það sem ætti að ske skeði. Dyrnar lukust upp og maður kom inn í stofuna. Hún flýtti sér að standa upp — Herra Bartman, byrjaði hún. —- Ég heiti Lydia Peacock. Hann var yngri en hún hafði haldið. Vel til fara, í gráum mál- saumuðum fötum og með stóra skjalatösku í hendinni. að í þessum bæ," stóð meðal ann- ars í eftirmælunum eftir hann. — Já, vitanlega, sagði Bartman. — Við þekkjum síðustu erfða- skrána hans, hélt hún áfram og tal- aði hægt. — Við vitum að fyrir tæpu ári fól tengdafaðir minn yður að gera nýja erfaðskrá og sam- kvæmt henni áttu ýmsar líknar- stofnanir að erfa aleigu hans, og að sú erfðaskrá gerir þá fyrri ógilda, en samkvæmt henni var maðurinn minn einkaerfingi hans. Hún einblíndi á hann. Nú hlaut hann víst að skilja hvert hún var að fara? En hvernig mundi hann bregðast við? Úr andliti hans varð ekkert lesið. Það lýsti engum til- finningum, fremur en vant er þeg- ar málaflutningsmenn eiga í hlut. — Ástæðan til þess að tengda- faðir minn gerði þetta var sú, að maðurinn minn gerði ýmsar bráð- nauðsynlegar breytingar á fyrir- tækinu, án þess að ráðfæra sig við föður sinn. Gamli maðurinn tók þessu mjög illa, og þótti gengið fram hjá sér og gerður að horn- reku. Vitanlega var það eintóm Og þá getur dregist á langinn áð skorið verði úr erfðaréttinum. Og hugsið þér yður líknarstofnanirnar, sem nú teljast erfingjar —- ætli það sé til bóta að þær séu í málavafstri árum saman? Vottarnir að erfða- skránni eru fúsir til að vinna eið að því að tengdafaðir minn hafi verið svo elliær að hann vissi ekki hvað hann gerði. Hann mundi ekkert og hann gat ekki einu sinni klætt sig sjálfur. — Þér minntusfr eitthvað á að þetta gæti verið „hentugt" fyrir mig? sagði Bartman. Kannske yrði þetta ekki eins erfitt og hún hélt, hugsaði hún með sér. Jerry hafði ef til viil rétt að mæla. Hún sá að málaflutningsmað- urinn hafði orðið svo hugsandi, þeg- ar hún minntist á þetta með vitnin. Honum leist líklega ekki vel á það. — Þér munuð eflaust sjá fram á, að nýja erfðaskráin er ekki aðeins ógild heldur líka ósæmileg. Það er ekki húsið og peningarnir, sem er aðalatriðið frá okkar sjónarmiði — við höfum nóg fyrir okkur að leggja. — En maðurinn minn elsk- ar allar endurminningarnar, sem tengdar eru við bernskuheimili hans og alla þú muni, sem gengið hafa í arf mann fram af manni í marga ættliði. Og það getur ekki staðist, að elliær gamall maður svifti hann öllu þessu, aðeins fyrir dutlunga. Nei-nei, það er ekki milljónirnar — það var aðeins tilfinningamálið. — Nei, herra Bartman, undir niðri vildi tengdafaðir minn að allt skyldi ganga til mannsins míns, það er staðreyhdin. — Er það víst? Hún hélt niðri í sér andanum augnablik. — Við sjáum ofur vel, að þér hafið gert yðar besta fyrir tengdafaðir minn, og með því að styðja málaleitun okkar gerið þér í rauninni ekki annað en vilja hans. Og við erum reiðubúin til að borga yður fyrir aðstoð yðar í málinu. Hún tók umslag upp úr tóskunni og rétti honum. Hann rétti hikandi fram höndina og tók við því. Svo opnaði hann GILBERT SCHECHTMAN: ERFOASKRAIN Cantwell. — En peningafólkið •lendir oft í ýmsu líka. — Ég vildi vinna það til að eiga peninga, að lenda í ýmsu misjöfnu, það veit sá sem allt veit, sagði frú Epperson. Þegar Lydia Peacock hafði lokað hurðinni eftir sér varð hún enn órólegri en áður. Jerry hefði átt að fara hingað sjálfur, hugsaði hún með sér. Þetta er hans mál en ekki mitt. Hún settist og reyndi að hugsa um eitthvað annað. Það var best að hugsa sem minnst um þetta, sem hún neyddist til að gera. Það hafði gerst svo margt upp á síðkastið, og hún hafði haft svo mörgu að sinna ,— símskeyti, skyldufólkið, allir — Ég bið yður að afsaka að ég ryðst hingað inn til yðar án þess að hafa gert boð á undan mér, sagði hún. — Ég veit að þér hafið naum- an tíma. Málið sem ég hafði hugsað mér að tala um við yður, ætti að vera hentugt fyrir yður. Hún virt- ist eiga erfitt með að koma orðun- um út úr sér. Hann settist og beið þegjandi en hún hélt áfram: — Tengdafaðir minn dó fyrir þremur dögum. Þér hafið vafalaust lesið um það í blöðunum. Það hefði verið vandi að komast hjá því að sjá látið, því að blöðin höfðu skrifað mikið. „Einn af okk- ar kunnustu mönnum, kannske sá eftirtektarverðasti og áhrifamesti maður, sem nokkurntíma hefur lif- ímyndun. Hún minntist ekki. á að breytingarnar voru þess eðlis, að gamli maðurinn var sviftur öllum völdum í firmanu. —¦ Herra Bartman, hélt hún áfram, — erfðaskráin er ekki gild og verður aldrei viðurkennd af rétt- inum. Þó að þér hafið kannske ekki tekið eftir því sjálfur þá var tengdafaðir minn ekki með öllum mjalla þegar hann gerði þessa erfðaskrá. Það geta Stella og Tom, sem voru heimilisfólk hans þá og sem skrifuðu undir erfðaskrána sem vitunadarvottar, sagt yður. Þau sögðu okkur frá öllu saman eftir á, en þá var orðið um seinan að ná sáttum. Ef þessi erfðaskrá verður lögð fram, verður málið látið fara fyrir dómstólana, herra Bartman. umslagið, sem ekki var límt aftur og tók út seðlanna. Hann hélt á þeim í hendinni og horfði á þá, en ekki sýndi hann á sér snið til að telja peningana, og nú leið löng stund. Frúin fór að örvænta — var öll von úti? — Þetta eru tíu þúsund dollarar, sagði hún hægt. — í hundrað doll- ara seðlum. Allt í lagi, sagði hann hugsandi og gekk út að glugganum. — Allt í lagi! Hann tók við peningunum! Jerry hafði haft rétt fyrir sér. En nú var eitt eftir, sem varð að koma í lag. Herra Bartman, sagði hún. Það var talsvert meira sjálftraust í rödd hennar núna. — Og svo vildi ég gjarnan fá þessa erfðaskrá.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.