Fálkinn


Fálkinn - 16.10.1959, Qupperneq 9

Fálkinn - 16.10.1959, Qupperneq 9
FÁLKINN 9 NÝIR FLÓTTAMENN Á ASÍU-VEGUM. — Kommúnistar í Laos hafa með stuðningi Norður- Vietnam gert árás á stjórnarherinn í Laos, sem á í vök að verjast. Á bardagasvæðinu flýr fólkið undan, til að bjarga lífinu. Myndin sýnir heimilisföður, sem hefur bundið búsmuni sína á skepnurnar til þess að komast undan á einhvern óhultan stað. MISS UNIVERSE. Akito Kojim hin japanska, sem var kjörin Miss Universe þessa ár er 22 ára og „foto-model“ í Tokíó. Þó hún sé lagleg og tarosi fallega mun vesturlandabúum þó yfirleitt finnast, að ýmsar af hinum stúlkun- um hefðu verið betur að tigninni komnar en sú japanska. ♦ DEBBIE REYNOLDS er að leika í kvikmynd núna á móti þýzka leik- aranum Curt Júrgens. Þegar hún kom á kvikmyndastöðina einn morg- uninn, í ausandi rigningu, var stœð- ið, sem hún var vön að nota fyrir bílinn sinn, ekki laust, og varð hún að leggja bílnum spölkorn frá, svo að á leiðinni frá bílnum og inn í húsið varð hún rennblaut. Var nú farið dð þurrka hana og greiða henni áður en hún tæki til starfa. En þeg- ar því var lokið kom það upp úr dúrnum, að atriðið, sem nœst var fyrir, átti hún að leika rennblaut, eða í líku ástandi og hún hafði kom- ið inn í húsið. Varð hún því að fara undir steypu aftur til þess að verða leikhœf. NOELLE ADAM GIFTIST. — Hin unga franska dansmær Noelle Ad- am skemmti fólki í náttklúbb á Montmartra áður en hún var valin til að dansa aðalhlutverkið í ballett- inum „Vanrækta stefnumótið“ eftir frönsku skáldpíuna Sagan. Þá varð hún fræg og trúlofaðist síðan Sidn- ey, syni Charlie Chaplin og varð enn frægari fyrir það. Og nú munu þau vera gift. Hver veit nema þau skilji bráðum — og verði enn fræg- ari fyrir það. ❖ — Já, einmitt, erfðaskrána, sagði hann. — Viljið þér bíða eitt augna- blik. Hann stóð upp og gekk út og aflæsti dyrunum á eftir sér. Að hugsa sér að Jerry skyldi geta sér rétt til um þetta, hugsaði hún með sér. Flestir eru sjálfum sér líkir þegar peningarnir eru annars vegar. — Ó, sagði ungfrú Cantwell þeg- ar hann kom inn til hennar. — Ætl- ið þér að fara strax? Málaflutnings- maðurinn kemur sjálfur á hverri stundu. Hann ætlaði bara að fá sér bita í leiðinni. -—- Nei, við verðum að sleppa þessu, svaraði maðurinn. — Eg get ekki biðið lengur. Hann deplaði augunum til frú Epperson og slangraði út. — Hvað sagðir þú að hann seldi? spurði frú Epperson. — Æ, ég man það ekki — háls- bindi eða eitthvað þess háttar — eða póstkort, sagði ungfrú Cant- well. — Já, því segi ég það — þessir sölumenn eru ekki allir þar sem þeir eru séðir, sagði frú Epperson. — Sástu ekki að hann ,,blikkaði“ mig um leið og hann fór út? Meiri frekja! MISS W.C. Salernaverksmiðjurnar í Ameríku vilja ekki vera eftirbátar annara í því að kjósa sér drottningu, og hafa fyrir skömmu kjörið „Miss W.C.“ og mun einni slíkri verða ungað út á hverju ári framvegis. Hin fyrsta Miss W. C. veraldarinnar heitir Edna Brough og er 21 árs. Nafn- bótinni fylgir lítill og fallegur kamarslykill — auðvitað úr gulli! >f ^krítlur — Og hvernig viljið þér hafa hár- ið klippt? — Eins og hann bróðir minn. — Og hvernig hefur hann bróðir yðar það? ■—- Ágœtt. * Viveka litla situr hjá ömmu sinni. Mamma hennar hafði lofað að koma og sœkja hana klukkan sjö, en svo varð hún sjö og hún varð átta og níu, og engin mamma kom. Þeim fór báðum að verða órótt og voru að geta sér til, hvað gæti hafa taf- ið hana svona lengi. Eftir að hafa hugsað lengi og rœkilega, segir Vi- veka litla: — Hún hefur þó varla farið að gifta sig svona fljótt aftur? * 803' & Skyndiheimsókn hjá ávaxtasalanum. 802 Rétta awgnabliJcið. * . Kennarinn: — Það er skylda allra, að gera einhvem glaðan í hverri viku, og helzt á hverjum degi. Hvernig hefur þú hagað þér síðustu vikuna, Óli litli? — Vel. — Það er gott. Hvern hefur þú glatt í vikunni sem leið? — Eg fór til hennar frœnku minn- ar, og hún sagði á eftir, að hún hefði aldrei verið eins glöð og þeg- ar ég fór. Gamall maður dó í sœnskri járn- brautarlest og líkið var borið út á næstu stöð, þar sem forvitinn múg- ur og margmenni safnaðist kring- um það. Allir þurftu að spyrja — sérstaklega um það, hvernig og hve- nær maðurinn hefði dáið. Loks spyr einn: —• Skyldi hann hafa verið dáinn þegar hann fór inn í lestina? *

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.