Fálkinn


Fálkinn - 16.10.1959, Blaðsíða 10

Fálkinn - 16.10.1959, Blaðsíða 10
10 FALKINN BANGSI KLUMPITR HtjiBiltisteejti iugt'it' börn 163 — Hægðu á þér, Púðurkarl, nú sé ég möstrin á skipinu okkar. En hvað það verður gaman að sjá skipið sitt aftur! — Eigið þið þetta fallega skip? Ég hef aldrei séð skip áður. Viltu ekki hafa skipti á járnbrautinni minni og skipinu þínu? — Eigum við ekki að gera svolítinn reyk að skilaði. Ég tek gamla hattinn og set hann á strompinn og þá byrjar reyk- ingin. — Skilurðu Klumpur, að nokkur vilji eiga járnbraut, sem ekki rýkur úr? — Nei, það skil ég ekki, en settu nú hattinn á. — Þið verðið dálítið krímóttir af réykn- um, en það gerir ekkert til, því að þið eigið ekki að fara heim til mömmu í kvöld. — Já, hnerrið þið eins og þið getið. Mig vantar einn hnerra enn, — það hlýt- ur að vera hnerrinn hans Pela. — Nú held ég að þið verðið að koma út, reykurinn er svo mikill, að ég er hrædd- ur um að þið verðið að hangiketi annars. — Skelfing eruð þið orðnir svartir. Það er hálf leiðinlegt, að við skulum vera orðnir allir eins, áður en við skiljum. — Þú ert eins og púki, Klumpur. Og þú ert eins og sótari, Pingo litli. Heldurðu að hún mamma þekki okkur þegar við kom- um heim? ¦jc Skritiur -K Þegar konur sheiksins gerðu upp- reisn. — Hvers vegna viltu endilega skilja? ¦— Af því að ég er giftur. -ír Auglýsing í amerísku blaði: „Ung- ur maður óskast á veitingáhús. -—¦ Verður að kunna að fara með frammistöðustúlkur." Það var kalt á milli prestsins og stöðvarstjórans. ¦—¦ Einu sinni kem- ur presturinn inn i biðsalinn á stöð- inni og sér fullan mann sofandi á békknum, og í sama bili kemur stöðvarstjórinn inn og presturinn spyr í vandlœtingartón: — Er virkilega leyfilegt að haf- ast við drukkinn hérna i biðsaln- um? Stöðvarstjórinn lítur hvasst á prestinn: Já, ef þér setjizt þarna við hliðina á hinum og hafið ekki hátt, þá leyfir maður það. •ár Til sölu: Fallegur, lítið notaður legsteinn. Hentugur hahda manni, sem heitir Árni Jónsson. — Ég œtla að senda hann Dolla minn og lofa honum að leika sér við hann Viggó yðar. Öll leikföngin hans Dolla eru nefnilega mölbrotin!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.