Fálkinn


Fálkinn - 16.10.1959, Blaðsíða 11

Fálkinn - 16.10.1959, Blaðsíða 11
FALKINN 11 *•&# LITLA SAGAN *** Tízkusýningin '&•&&•&'&•&&&&&&&'&&'& Konan mín, hún Begga, er mikil hannyrðasteinka, hún skapar, sníð- ur og saumar undursamleg plögg, og skrítnast er aS þau fara henni vel þegar hún er komin í þau. Þegar aðrir fara að lesa vikublað eða bók gleypir Begga í sig nýjustu tízkublöðin með áhuga, sem mér finndist betur kominn annars stað- ar. Að maður ekki tali um öll kvöld- in, sem hún er samvistum við aldur- urhnigna saumavélina. Þá bylti ég mér í bólinu, vankaður af öllu glamrinu, og hugsa óhlýtt til Maju frænku, sem gaf henni þennan grip einhvern tíma í fornöld. í maí í fyrra hafði Begga tekið það í sig að sýna eitthvað af þessum fataplöggum sínum. Verzlun ein efndi til saumakeppni húsmæðra, og Begga mun hafa gefið sig fram fyrst. Hún var sannfærð um sigur og fór strax að teikna, klippa og sauma. Hún sagðist ætla að sauma kokk- teilkjól, en ég átti erfitt með að skilja hana þegar hún var að tala „rysjur, volang, skinkuermar og vöflusaum." Mér leist ískyggilega á þetta. — Nú leið óðum að sýningunni, en mér sýndist undragripnum miða lítið áfram. En Begga sagði: „Hann skal verða búinn, þó ég svo verði að vinna alla nóttina. En Beggu var alvara. Síðustu þrjár næturnar ham- aðist hún alla nóttina, eins og hún væri með þrýstiloftsbor milli hand- anna. Þetta var hræðilegt. Og Begga var orðin taugaveikluð og geðvond. Þriðju nóttina datt mér í hug að leigja mér herbergi í gistihúsi til að fá næturfrið. Loksins var kjóllinn búinn. Eg hafði sofnað þegar saumavélin hætti, en nú vakti Begga mig til að sýna mér furðuverkið .Ég leit geisp- andi á hana en sofnaði áður en ég gat sagt álit mitt. „Þú sást ekki einu sinni fallega hattinn, sem ég saumaði," heyrði ég rödd Beggu segja einhvers stað- ar í fjarska. Eftir klukkutíma vakti hún mig aftur. „Sýningin byrjar eftir hálftíma, þú verður að skussa mér út í Tivoli. Ég er að deyja af eftirvæntingu!" Mér var óskiljanlegt hvernig Begga lafði uppi eftir þriggja sólar- hringa vöku, en hún var furðanlega brött. Sjálfur slagaði ég af þreytu er ég fór út í trogið. Ég reyni ekki að lýsa handverki Beggu, en verð þó að segja að hún leit furðanlega út. Hattinn leist mér ekki á, hann var líkur gamaldags ostakúpu og með fjöður upp úr, svo Begga varð að sitja í keng. Vitanlega komum við á síðustu stundu og Begga vatt sér úr bílnum áður en hann stanzaði. Hún hljóp að dyrunum. Nú fyrst sá ég slysið sem orðið hafði. Fjöðrin var brotin og beygluð og stórt stykki vantaði í kjólpilsið að aftan. Það hékk á húninum á bílhurðinni. Það var of seint að stöðva Beggu, hún var komin inn. Ég þorði ekki að elta hana; þetta varð að drasla svona — ómögulegt að afstýra því. Ég sat kyrr í bílnum og svitnaði. Begga var lengi. Ég bjóst við að hún kæmi um hæl, grátandi og hefði verið rekin út, fyrir ósæmi- legan klæðaburð. Þegar ég hafði biðið klukkutíma læddist ég inn. Ég átti bágt með að trúa mínum eigin augum er ég sá Beggu koma labbandi niður af pall- inum, með leirker í fanginu, á stærð við pappírskörfu. Hún tók eftir mér og stefndi beint til mín, með brotnu fjöðrina blaktandi eins og hænu- rass í úrsynningi. „Ég fékk fyrstu verðlaun," sagði hún eins og það hefði verið sjálf- sagt. „Það var sérstaklega tvennt, sem dómararnir voru hrifnir af: skrautið á hattinum og hvað pilsið var „djarflegt". Ég skil ekki hvers vegna þeim fannst það." „Hefurðu litið í spegil? spurði ég. „Ég gerði það áður.en við fórum að heiman." „Þú getur hlakkað til að spegla þig þegar þú kemur heim," sagði ég En kventízkan verður mér alltaf óleyst gáta. Vitið þér ...? -k £itt afí ktierju * Tarzan-líf í Ástralíu Bob Norman var í vetur á flugi yflr North Queensland í Ástralíu, að leita að sjúkraflugvél sem var saknað. Lenti hann þá í snarpri vindhviðu og vélin kastaðist til jarðar og kom niður í kjarrvaxið mýrlendi. Bob og fórunautar hans sluppu ómeiddir. Innan skamms sáu þeir mann koma fyrir handan árósinn, sem þeir höfðu lent við, og óð maðurinn yfir ána, þó að þar væri krökt af krókódílum. Maðurinn var mik- ill vexti og krafta hafði hann í köflum, því að þaö fyrsta sem hann gerði, þegar hann kom til flugmannanna var að lyfta vél- inni og koma henni á réttan kjöl. Hann var rauðhœrður og al- skeggjaður, á að giska um þrítugt. Fremur var hann fátalaður, en sagði þeim þó að hann héti Frank Carey og byggi með konu sinni fyrir handan ána. Hann bauð þeim heim með sér upp á villisvínasteik, en þeir afþökkuðu, því að þeim hraus hugur við að eiga að vaða yfir ána, innan um alla krókódílana. Daginn eftir tókst þeim að fljúga til stöðva sinna. Lundúnablaðið „Sunday Pict- orial" sagði frá þessum atburði, og von bráðar símaði Collett nokkur í Gosport til blaðsins. — Dóttir þeirra hafði horfið í North Queensland. Var hugsanlegt að hún vœri kona þessa Tarzans, sem flugmennirnir höfðu hitt? Og nú var Bob Norman falið að komast að þessu og nú flaug hann aftur norður að krókódila- ánni. Tarzan kom og hafði með sé r veiðihunda sína og konuna sina. Hún var lítil vexti, í treyju og stuttbrók og með ilskó. Hún var með gleraugu og armbands- úr, sem sýndi að hún hafði ein- hverntíma verið i sambúð við siðmenninguna. Þetta reyndist vera Grace Collett, dóttir hjón- anna í Gosport. Tarzan náði í bát, því Bob Nor- man fékkst ekki til að vaða yfir ána, frekar en áður. En hund- arnir syntu yfir ána innan um krókódílana. Kofi Tarzans var úr kassafjölum og bárujárni og stóð á háum tréstólpum. Kjarrskógur var á þrjár hliðar en sú fjórða vissi út að sjó. Frank Carey og Grace höfðu fundið þennan kofa er þau voru í brúðkaupsferðinni og slegið eign sinni á hann. — Gamall gullgrafari hafði sagt þeim, að tveir ítalir hefðu byggt hann. Þeir höfðu sest þarna að með konur og börn til að leita að tin-námum. En pýþon-naðra hafði drepið tvö börnin og síðar drukknaði annar maðurinn. Og þá hurfu hin á burt. Og saga Franks og Grace var þannig: Hún hafði lœrt hjúkrun í Portsmouth og fengið stöðu i Ástralíu 1954. Þremur árum síð- ar fór hún í bilferð í sumarleyf- inu til Norður Ástralíu með tveimur vinkonum sínum. Billinn bilaði langt frá öllum manna- byggðum. En svo vel vildi til að þarna bar að vörubíl. Þar sat Frank Carey við stýrið. Hann ók 300 kílómetra leið til að sœkja varahluti i bíl stúlknahna og gat gert við hann. En Grace og hann urðu ást- fangin við fyrstu sýn og giftust í september 1957. Og í brúðkaups- feroinuni rákust þau á þennan eyðikofa ítalanna. Og þá datt þeim í hug að gaman vœri að freista gœfunnar sem einbúar, frjáls og óháð öðru fólki. Og þau settust að i kofanum, lifðu á villi- svínaveiðum og fiski oa kalkúna- eggjum, því að þarna verpti fjöldi villi-kálkúna. Norman flugmaður var sann- fœrður um að þessi hjón hefðu aldrei iðrast eftir þessa ráðagerð sína. Grace var hrifin af manni sinum og tilverunni. Flugmaður- inn tók myndir af þeim og Grace sendi með honum bréf til for- eldra sinna í Gosport, svo að þau sannfœrðust um hve 'vel henni liði. En það er samt vafamál hvort gömlu hjónin í Gosport eru alls- kostar ánœgð með tilveru dóttur sinnar þarna syðra, innan um 'crókódíla og pýþon-nöðrur. að landbúnaðarframleiðslan í Kv- rópu 1958 óx meira en neyzlan? Afleiðing þessa er sú, að Evrópa hefur orðið að draga úr innflutningi landbúnaðarafurða úr öðrum heims- álfum, en reynir samtímis að auka útflutning sinn. M. a. hefur af þessu leitt, að smjörverð lækkaði mikið í Evrópu í byrjun ársins. að hægt er að mölva vínglas með söng? Hver hlutur hefur sína ákveðnu sveiflutölu og syngi maður tón, sem hefur sömu sveiflutölu og hlut- urinn, fer hann að sveiflast. — Það eru ekki allir söngvarar, sem geta mölvað glas með röddinni. Caruso gat það. Þegar hann söng þrístyrk- að C, tókst honum oft að vekja sveiflur í þunnum vínglösum, svo að þau fóru í mél. Velja sér óskyld störí Þegar hnefakappar draga sig í hlé vegna aldurs, velja þeir sér sjaldnast starf, sem nokkuð er í ætt við íþróttir, og ekki sama starf- ið og þeir höfðu áður en þeir gerð- ust hnefakappar. Flestir þeirra ger- ast gestgjafar á bjórknæpum, dyra- verðir í gistihúsum eða kvikmynda- húsum. í enskumælandi löndum kemur það stundum fyrir, að hnefa- kappar gerast leikprédikarar og halda vakningarræður á sápukassa. En ítalski Evrópumeistarinn Ermi- nio Spalla varð óperusöngvari og síðan söngkennari, og austurríski kappinn Heinz Lazzek stofnaði sýni- stúlknaskóla í Wien.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.