Fálkinn


Fálkinn - 16.10.1959, Blaðsíða 13

Fálkinn - 16.10.1959, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 Dízl? avi SMEKKVISI. Virkilega fallegur k lœðaburður byggist alltaf á tvennu: góðum smekk og góðu efni. Sem dœmi um þetta má nefna vetrardragt úr shet- landsull (eða öllu fremur íslenzkri ull, sem er engu síðri en mfög lík), í turkisbláum lit og með kraga og hatt úr gráu loðskinni. Takið eftir línunum í jakkanum! rM-38 TH 38 KJOLL, SEM GRENNIR YÐUR. Hausttízkan fyrirskipar breiðar og afrenndar herðar, en — guði sé lof — ekkert vatt á öxlunum. AIGO — einn af síðustu tízkusköpurunum í París — hefur reynt að ná þessu marki með því að láta kragann á kjólnum ná út á axlirnar — og enda í stórri slaufu fyrir neðan beltið. og lagði áherzlu á hvert atkvæði. „Ég veit að Anna . . .. “ „Hlustaðu á mig, Gordon,“ sagði Nicolas. „Eins og þú skilur er þetta ekkert gaman fyrir mig. En ég get sagt þér, að mér var orðið ljóst hvernig allt var milli Aline og mín, löngu áður en ég sá Önnu. Ég var farinn að linast í listasókninni þá. Að vísu þótti ég góður og blöðin skrifuðu með hrifningu um mig og minn persónulega stíl, sem þau kölluðu svo. En ég vissi sjálfur að ég var að verða einhæfur. Einmitt á því augnabliki kynntist ég Önnu. Ég varð ástfanginn af henni, Gordon, ég meðgeng það. Og þegar ég málaði myndina af henni fann ég sjálfan mig aftur.“ „Þá er ekkert meira um það að segja,“ sagði Gordon án þess að líta á Nicolas. „Jú, aðeins það, að framvegis verð ég að kom- ast af án þess að fá innblástur frá Önnu,“ sagði Nicolas lágt. „Hún vill ekki líta við mér. Og hún mundi hafa andstyggð á mér ef hún vissi að ég sit hérna og segi þér að hún elskar þig af öllu hjarta, en einhverra hluta vegna virðist þú ekki skilja það, svo að þess vegna tel ég mér skylt að fræða þig um sannleikann. Ég missi ekki neins í þó að þú fáir að vita þetta. En það sem ég ekki skil, er að þú skulir vera svo heimskur að sjá þetta ekki sjálfur.“ „Ég hélt að það væri þakklæti fyrir að ég — nú jæja. Ég hjálpaði henni einu sinni, þegar hún þurfti á því að halda. Og ég er helmingi eldri en hún. Eða því sem næst.“ „Það vantar nú talsvert á það,“ sagði Nicolas þurrlega. í sömu svifum kom brytinn inn með bakka, sem hann setti á lágt borð við arininn. „Þú hefur líklega gleymt því, að þú ert skrambi myndarlegur maður ennþá,“ sagði Nicolas. „Vilj- ið þér svo biðja bílstíórann að hafa bílinn til taks nú þegar. Herra Westwood þarf að komast til San Francisco undir eins,“ sagði hann svo og horfði á brytann, sem botnaði ekki í neinu. „Já — biðjið þér hann um að flýta sér,“ sagði Gordon og stóð upp. Hann virtist allt í einu lifna við aftur. Hann hafði verið lengi að skilja það, sem Nicolas var að segja. En nú varð hann að heyra Önnu sjálfa segja, að það væri satt. „Þú afsakar vonandi að ég drekk ekki þér til sam- lætis, Nicolas," sagði hann. „Það er allt í lagi,“ svaraði del Monte en hon- um mistókst þegar hann reyndi að brosa. „Ég get vel hugsað mér að drekka glas af whisky án þín. En láttu mig fá flugmiðann þinn áður en þú ferð. Ég ætla mér að nota hann.“ „Þú skalt fá hann gefins,“ sagði Gordon hlæj- andi. „Og segðu mér svo hve mikið ég skulda þér fyrir myndina af Önnu. Ég vil endilega eignast hana.“ „Þú færð hana ekki keypta,“ svaraði Nicolas alvarlegur. „Ég ætla mér að gefa Önnu hana. Þú mátt ekki neita mér um það.“ „Nei. Og þakka þér fyrir, Nicolas." sagði Gord- on og rétti honum höndina og Nicolas tók fast í hana. „Mér skilst betur og betur að þessi klessu- málari, sem einu sinni stal unnustunni frá mér, er mesti sómamaður.“ Nicolas glotti. „Ég held að ég sé búinn að borga þá skuld núna,“ svaraði hann. „En flýttu þér nú að komast af stað.“ „Alveg rétt.“ Nicolas del Monte stóð við opinn gluggann og sá Gordon flýta sér út og setjast inn í bílinn. Þegar bíllinn var kominn í hvarf steig hann upp á stól og tók ofan myndina af hinni fyrri frú Westwood, sem hékk ennþá yfir arninum. Hann hélt henni handleggslengd frá sér og virti hana fyrir sér. Svo gretti hann sig. ,,Ég hef alltaf haft andúð á þessari mynd,“ sagði hann við sjálfan sig. „Gordon er ekki séð- ur í kvennamálum.“ Nicolas fleygði málverkinu á gólfið og stakk fætinum gegnum léreftið. Svo sótti hann mynd- ina sína af Önnu og hengdi hana á sama stað sem hin myndin hafði verið á. Hann horfði á hana hátíðlegur á svipinn og saup út úr glasinu um leið. Svo stakk hann flugmiða Gordons í veskið sitt og fór. í aftursætið á bílnum setti hann skemmdu myndina af fyrirrennara Önnu West- wood sem húsfreyju í Westwood House. Anna lá í rúminu og horfði á fallegu blómin, sem Nicolas hafði fært henni. Þjáningarnar í höfðinu voru farnar að linast, og brotni úlnlið- urinn var betri eftir að gips hafði verið sett um hann. Vænst þótti henni þó að Gordon skyldi hafa sloppið ómeiddur úr árekstrinum. Undir eins og hún lokaði augunum sá hún atburðinn ljóst fyrir sér. Hún sá ókunna bílinn nálgast •— strika — verða stjórnlausan. Hún heyrði brak- ið er þeir rákust á. Og þjáningarsvipur kom á andlitið á henni. Sjúkrastofudyrnar opnuðust. „Gordon!“ Öll ást hennar fólst í þessu eina orði. Hún rétti fram báðar hendurnar á móti honum. Gordon settist á rúmstokkinn. Án þess að segja orð faðm- aði hann hana og þrýsti henni fast að sér. Og Anna lagði höfuðið að öxlinni á honum. „Ég er svo óumræðilega glaður yfir því að þú skulir hafa lifað þetta af, Anna,“ hvíslaði hann. „Þetta hefur verið hræðilegt. Ég elska þig, ástin mín. Elska þig heitar en allt annað í veröldinni." Anna lyfti höfðinu og leit upp. Hún starði í augu hans eins og hún tryði honum ekki. og hún þyrfti að fá staðfestingu á þessum orðum. Gord- on laut niður að henni. Hann kyssti hana og nú var hún ekki í vafa framar. Og nú var ekkert til í veröldinni nema hún sjálf og maðurinn sem þrýsti henni að sér. „Þú verður að flýta þér að láta þér batna, Anna,“ sagði Gordon loksins. „Ég hef þráð þig svo lengi. Og nú verðum við að byrja hjóna- bandið okkar að ný]ju.“ „Já, við verðum að byrja frá upphafi,“ svaraði Anna hugsandi. „Ég veit ekki hvort nokkur hef- ur sagt þér það, en líttu á — nóttina eftir bil- slysið missti ég litla barnið mitt. Það var þess vegna sem ég varð svona veik. En kannske var bezt að það fór svona. Nú er ekkert hjá mér, sem ekki tilheyrir þér, Gordon. Og eignist ég nokk- urntíma barn aftur þá verður það þitt barn.“ Gordon Westwood horfði á hana og það var óumræðileg blíða í augnaráðinu. • Þegar hann beygði sig niður að henni og kyssti hana enn einu sinni, skildi hann að lífið hafði gefið hon- um betri gjöf en hann hafði nokkurntíma þorað að gera sér von um að eignast. ENDIR. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Afgreiðsla: Vesturgötu 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og 11/2—6. Sími 12210. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.