Fálkinn


Fálkinn - 23.10.1959, Blaðsíða 3

Fálkinn - 23.10.1959, Blaðsíða 3
FALKINN 3 I* jóðleikluisið: BLÚÐBRIJLLAUP eítir Federico Gareiá Lorca Leikstjóri: Gí§Ii llalldórsson Þýðandi: Haimes Sigfns§on Fyrir nokkrum árum kom út í íslenzkri þýðingu vögguþula úr heimsfrægu leikriti Bodas du sangre eða Blóðbrullaupi eftir spænska ljóðskáldið og leikritahöfundinn Federico Garcia Lorca, sem heims- frægur er af skáldverkum sínum svo og dapurlegum örlögum, því að hann var veginn í spænsku borgara- styrjöldinni löngu fyrir miðjan ald- ur og þar með misstu Spánverjar eitt sitt unaðslegasta ljóðskáld og frumlegasta leikritahöfund. Vöggu- þulan birtist í þýðingu Magnúsar heitins Ásgeirssonar og er ef til vill snilldarlegasta þýðing hans af mörg- um meistaralegum. Ekki veit ég um nákvæmni hennar, en hitt er víst, að Magnúsi hefur tekizt að ná hin- um dularfulla seið, sem einkennir kveðskap þessa mikla töframanns í heimi ljóðlistarinnar og sveipa hann glitvefnaði fegurstu orða ís- lenzkrar tungu. Hér er ef til vill tímabært að vitna í nokkrar ljóð- línur úr þessari meistaralegu þýð- ingu, sem sennilega verða íslenzkri tungu samferða til leiðarenda: „Hér skal hjartaljúfur heyra um Stóra Faxa, hestinn úti í ánni. Áin svöl og skyggð rennur gegnum gljúfur grænrökkvaðra skóga, byltist undir brúnni barmafull af hryggð. Aldrei drenginn dreymir dul, sem áin geymir, hálf í undirheimum, hálf í mannabyggð. Sof þú, baldursbrá, því mannlaus bíður hestur úti í á.“ Og nú er allt þetta unaðslega leikrit komið í íslenzkri þýðingu á svið Þjóðleikhússins, og þykir mér ósýnt, að nokkurn tíma hafi feg- urri og mergslungnari leikbók- menntir komið á íslenzkt leiksvið. Að sjálfsögðu er þýðing Magnúsar Ásgeirsonar á vöggu þulunni not- uð, því þar verður naumast um bætt, en leikritið að öðru leyti hef- ur Hannes skáld Sigfússon þýtt og sloppið vel frá þeim vanda. Eru þar margar glitrandi ljóðlínur, þótt hvergi nái hann slíku risi, sem er á þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar á vögguþulu. Leikritið er dapurlegt drama, slungið þeirri dul, sem einkennir skáldskap Lorca. Það gerist hálft í undirheimum tilfinninganna og hálft í mannabyggð veruleikans. Undirstraumur þess er svo þungur og sár tregi, að það er eins og allar æðar höfundarins hafi staðið opnar Helgi Skúlason og Guðrún Ásmunds- dóttir. í þeirri kvöl. Leikurinn er hljóðlát- ur á ytra borði, en bak við þann hjúp berjast blossandi ástríður og blóð svellur í æðum. Það þarf mikla og þjálfaða leikhæfileika og djúpa innsýn leikstjóra til að sýna þetta leikrit svo, að öllu sé til skila hald- ið. í þessu efni er sýningu Þjóðleik- hússins nokkuð áfátt, þrátt fyrir góðan vilja. Leikstjórinn, Gísli Hall- dórsson, sem þó er meðal okkar efni- legustu leikstjóra, virðist ekki hafa getað kynt nægilegan ástríðueld í brjósti persónanna. Undirleikurinn er ekki nógu sterkur. Og í leikriti sem Blóðbrullaupi, sem er hinar fegurstu bókmenntir, er höfuðnauð- syn að framsögn sé góð, en á því var mikill skortur á frumsýning- unni, svo að jafnvel meistaraverk- ið, vögguþulan, datt að miklu leyti niður milli dægra í framsögn leik- endanna. Þó eiga ekki allir þar ó- skilið mál. Framsögn Lárusar Páls- sonar í hlutverki föður brúðarinnar var með ágætum og leikur hans fágaður. Aðalhlutverkið, móðurina, leikur Arndís Björnsdóttir af mik- illi reisn undir lokin og talsverð- um ástríðuhita. Son hennar, brúð- gumann, leikur Valur Gíslason. Hann er snoturmenni, en leikur hans dauflegur. Brúðina lék Guðrún Ásmundsdóttir. Framsögn hennar var góð, en ástríðueldinn vantaði. Leonardo lék Helgi Skúlason rösk- lega, en ekki að sama skapi sann- færandi. Konu Leonards lék Helga Valtýsdóttir vel og trúlega. Um önnur hlutverk er ekki þörf að fjöl- yrða. I heild var sýningin á þessu afburðaleikriti fremur daufur. Ástríðuþunginn í leiknum á að vera eins og sá eldur, sem í þurru limi er kveiktur, en ekki eins og sá, sem í eikistokkinn er lagður. Af þessari orsök var frumsýning Þjóðleikhúss- ins á Blóðbrullaupi Lorca eins og það brauð, sem í ofninn er lagt, en hefast ekki. Við vonum að þetta lagist við fleiri sýningar. Leikritið verðskuldar það. Karl ísfeld. Vélarnar sem „hugsay/ Árið 1950 komu hingað til lands- ins fyrstu bókhalds- og skýrsluvél- arnar sem „hugsa“. Hafði Hagstofa íslands fengið þær leigðar og voru þær fyrst notaðar við úrvinnzlu verzlunarskýrslna ársins 1949 og síðan manntalsins 1950. Tveimur árum síðar var svo stafnað hér í bænum fyrirtæki er nefnist Skýrslu- vélar ríkisins og Reykjavíkurbæjar. Rafmagnsveitan og Hagstofan höfðu fyrst samvinnu um þetta, en síðan hefur starfsemin aukizt ár frá ári og er nú unnið fyrir eftirtalin fyrir- tæki: Brunabótafélag íslands, Bæj- arútgerð Reykjavíkur, Hagstofu ís- lands, Bæjarsíma Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, Raforkumálastjóra, Samband íslenzkra samvinnufélaga, Skattstofu Reykjavíkur, Tollstjóra- skrifstofuna, Veðurstofuna, Þjóð- skrána, Fjármálaráðuneytið og Rafmagnsveitu Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Skýrsluvélar þessar spara mjög mikið mannahald, auk þess sem þær eru mjög nákvæmar. Eitt merkasta verkefnið, sem með vélunum er unnið, er Þjóðskráin. Hvert einasta mannsbarn á landinu á þar sitt spjald og á þessu spjaldi eru hinar margvíslegustu upplýsingar um þegninn uns frá fæðingu til dauða. Hjá Skýrsluvélum starfa 7 manns. Miðað við þau verkefni, sem nú liggja fyrir er vélakostur nógur, en húsnæðið er full þröngt og starfs- menn of fáir ef ætti að fullnýta þær. Eru þessar skýrsluvélar enn eitt dæmi um það hvernig vélamenning- in losar manninn við margháttuð störf. Lárus Pálsson og Arndís Björnsdót tir í Blóðbrullaupi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.