Fálkinn


Fálkinn - 23.10.1959, Blaðsíða 13

Fálkinn - 23.10.1959, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 yður við undirbúningsrannsóknina. En hann má heldur ekki vita, að bak við þetta leynist neitt — neitt — eigum við að segja: óhugnanlegt? Síðan höfðu dagar, vikur og mánuðir liðið, með sífelldum ferðalögum, grúski í rykföllnum málsskjölum, rannsóknum viðvíkjandi horfnu fólki og allskonar samanburðum og tilgátum, svo að þolinmæði Faros var á þrotum. Hvað var þetta óhugnanlega? Og hverjir voru „við“? Hugmyndaflug? hafði húsbóndi hans sagt. En hér þurfti röntgengeisla til að gegnumlýsa þenn- an gráa, kalda múrvegg, sem umkringdi hann á alla vegu. Með hverjum deginum sem leið fannst Faro málið verða óviðráðanlegra. En nú kom Jorking fulltrúi til hans þarna á milli gulu tjarnanna hjá Holley, og leit út eins og hann hefði stórtíðindi. Faro bað Windrush að hafa auga á tvíbur- unum og gekk á móti Jorking, sem sagði for- málalaust: — Nú höfum við einn af þeim, Sir. Og í þetta skipti er hann nýr. Veiddist í ánni, -fast við Westmister-brúna. — Velkomin til Holley! hélt gjallarhornið á- fram. — Skoðið jólasýningarnar! Allir fara til Holley! . . . Það var dimmt og grátt desemberkvöld, þegar Faro gekk inn í lága húsið á árbakkanum. Og þeir, sem biðu hans, voru órólegir og kvíðnir. Einn þeirra gerði sér ekki far um að leyna því: — Hvað á þetta eiginlega að þýða? sagði hann reiður. — Nú hafið þið látið mig bíða hérna í klukkutíma. Hafið þið nokkuð við mig að gera, eða hafið þið það ekki? — Afsakið, að við látum yður bíða, læknir. — Afsaka og afsaka! . . . Segið mér heldur, hvað allt þetta leynimakk á að þýða! — Þér skiljið, að þegar gömlu aðferðirnar reynast árangurslausar, verður maður að reyna nýjar, svaraði Faro. — Quigley læknir var gamall maður með gler- augu og grátt, strítt hár. Hann ætlaði að halda áfram að malda í móinn, en tók sig á og fór með Faro inn í stofu, sem steingólf var í. Þar lá nakið lík á stálborði og sterkt rafmagnsljós yfir. — Aðalatriðið er að finna hvaða maður þetta er, sagði Faro. — Þá er hægara að finna á eftir hvernig hann hefur dáið. Faro sneri sér að Jorking: — Hve mikið vit- um við? spurði hann. — Það er lítið, Sir. Á að gizka 35 ára, rétt innan við 6 fet, fallega vaxinn, dökkhærður. Engin föt, enginn hringur, engin ör eða hörunds- flúr — og engar tannaðgerðir, sem geta gefið vísbendingu. En svo eru það þessi merki á höfð- inu . . . — Já, þarna hefur verið gerður heilaupp- skurður, sagði læknirinn. — Ef ég mætti . . . — Hve lengi haldið þér að líkið hafi legið í ánni, læknir? spurði Faro. — Eftir lauslega athugun, sýnist mér að hann muni hafa legið um þrjá sólarhringa í vatni. En hann getur hafa verið dauður miklu lengur. Faro leit hvasst á hann, en sagði ekkert. í staðinn gekk hann að borðinu og lyfti upp lak- inu, sem breitt var yfir líkið. Svo lét hann það falla aftur og sagði við nokkra menn í sam- festingum og gúmmístígvélum, sem stóðu fyrir innan dyrnar: — Jæja, klæðið þið manninn og látið okkur vita, þegar þið eruð búnir að því. Við bíðum þarna inni. Quigley læknir gat ekki verið í rónni lengi: — Mér finnst þér gætuð sagt mér, hvað þetta á að þýða, sagði hann við Faro. — En ef þér þurfið ekki á mér að halda þá . . . Faro var að rífa blöð úr vasabókinni sinni, þrjú alls. Það var kominn þreytusvipur á skarpt andlitið, eins og á manni, sem hefur fálmað í myrkri lengi. En röddin var róleg, er hann sagði: — Ég þarf sjálfsagt hjálpar yðar, herra lækn- ir. Jú, mér er bráð nauðsyn á henni. En þér verðið að lofa mér að hafa mitt lag á þessu. Hann brosti og bætti við: — Ég hef talsvert hug- myndaflug. Eða svo segja þeir að minnsta kosti. O nú er ég að reyna að koma skipulagi á þetta hugmyndaflug. Það er allt og sumt . . . Lítið þér á — takið þið nú sinn miðann hver. Quigley læknir blés og dæsti: — Á maður að skilja yður þannið, að þessir náungar þarna inni . . . Æ, þetta er fásinna! Hvað ætli þér vinnið við það? — Kannske ekki nokkurn skapaðan hlut, en við reynum nú samt. Þér skiljið, læknir, að við Jorking erum ekki aðeins að gera rannsóknir viðvíkjandi þessu eina líki. Þau eru orðin sex alls. í öllum hinum tilfellunum komum við of seint til að geta gert nokkuð annað en að spyrja spurninga, gramsa í skýrslum og lesa dánarvott- orð. Við komumst ekki þumlungi nær ráðning- unni. Hann gekk út að glugganum og starrði út í myrkrið. Vonleysið fór um hann eins og hrollur. Sex lík alls! Það var eitthvað óskiljanlegt og kynlegt við þetta. Nú skildi hann hvers vegna Sir Leonard hafði notað orðið „óhugnanlegt". Það var ýmislegt sameiginlegt við öll þessi tilfelli. Allir sex höfðu verið milli þrítugt og fertugs, allir virtust hafa drukknað án þess að hægt væri að skera úr hvenær þeir hefðu drukkn- að. Allir höfðu fengið læknisaðgerð á heilan- um, en enginn þeirra hafði þekkzt. Ekki ein einasta manneskja hafði komið og sagt: — Þetta er maðurinn minn, bróðir minn eða faðir minn. — Þau gætu eins vel getað verið komin ofan úr skýjunum, þessi lík, hugsaði Faro með sér. Og hérna var eitt líkið enn, sem hvergi átti heima. Hvergi heima? Hann smjattaði á þessu. Það var einhver keimur að því. Hann ætlaði að at- huga það betur seinna. Svo sneri hann sér að hinum: — Ef við héldum áfram með sama laginu og venjulega mundum við komast að alls konar nið- urstöðum — en aðeins ekki þeirri, sem við ósk- um helzt. Þess vegna er það sem ég ætla að gera þessa óviðfelldnu tilraun. Þegar við komum inn aftur, þangað sem líkið er, vil ég að þið skrifið á blaðið upp það, sem ykkur dettur fyrst í hug. Ég ætla að gera það sjálfur líka. Svo stóðu þeir þegjandi í nokkrar mínútur, en þá kom einn af mönnunum inn og benti þeim. Þeir gengu þegjandi fram ganginn. Faro tók eftir að hann hélt niðri í sér andanum. Þegar inn kom sáu þeir mann í dökkgráum fötum, hvítri skyrtu og vandlega hnýtt háls- bindi sitja með krosslagða fæturna, í hæginda- stól við borðið. Andlitið sneri til hliðar og niður á við, eins og maðurinn hefði tekið eftir ein- hverju, sem vakti athygli hans. — Valdimar! Þeir eru hérna meö nýja baðkerið! Það var nærri því ótrúlegt, að þessi maður skyldi ekki líta við, að þarna skyldi ekki vera nokkur lífsneisti framar. Faro skrifaði samstund- is eitthvað á blaðið sitt. — Takið þið ljósmynd af honum! sagði hann við mennina í samfestingunum. — Og látið okk- ur vita, þegar næsti maður er tilbúinn. Fimm sinnum komu þeir inn enn, og skrifuðu það, sem þeim datt fyrst í hug. Þeir sáu hvert líkið uppáklætt eftir annað: — liðsforingja, múr- ara, sjómann, íþróttamann og lögregluþjón. Faro tók við öllum blöðunum. — Það var nú það, sagði hann. — Nú getið þér tekið við mann- inum, læknir. Það er bezt að þér verðið hérna líka, Jorking. Faro las ekki blöðin fyrr en hann var kominn inn í bílinn aftur og á leið til Scotland Yard. Fyrst það, sem læknirinn hafði skrifað, — hann las það vandlega og líka síðustu athugasemdina, sem Quigley hafði ekki verið beðinn um: „Eftir minni meiningu er þetta skelfingar bull!“ Faro brosti og fór að lesa það, sem aðstoðar- maður hans hafði skrifað, og loks það, sem hann hafði skrifað sjálfur. Það var ekki sjáanlegt, að neitt vit væri í því. En bíðum nú við! Jú, það var þó dálítið einkennilegt við fyrstu áhrifin — vegna þess, að þau voru sterkust þá. Jorking hafði skrifað: „Dálítið hátíðlegur. Málskrafsmikill! Minnir mig á Mark Windrush í þinginu ...“ Og Quigley læknir: „Helli. .. Sjálfstraust. .. Eins og maður, sem oft lætur á sér bera í sjón- varpi.“ Sjálfur hafði hann ekki skrifað annað en: „Neðri málstofan.“ Það hlaut að vera tilviljun, að allir miðarnir minntu hann á Mark Windrush, hugsaði Faro með sér, er hann fór út úr bílnum. En Windrush var lifandi og í fullu fjöri. .. Hvernig gat þessi látni maður yfirleitt haía verið þingmaður. Ýmsir gátu horfið án þess að þeirra væri saknað, en alls ekki þingmenn. Ef að þá vantaði einn dag, mundi það verða hljóð- bært. Faro var þess vegna fremur daufur í dálkinn, þegar hann gekk fyrir sir Leonard Gild. En hann varð hissa, þegar húsbóndinn hallaði sér aftur í stólnum og sagði: — Jæja, þetta var þó alltaf nokkuð. Ég á við þetta með hugmyndaflugið, Faro! — Ég skil ekki almennilega .. . — Ekki ég heldur — að minnsta kosti ekki vel. En ég held, að okkur hafi þokað skref áfram. Hann tók símann: — Látið þér mig fá Kavill majór! N — Kavill! sagði Faro hissa. — Er M15 í þessu líka? Hann hafði hitt Kavill áður, en vildi helzt forðast hann. Ekki svo að skilja, að þeir rifist á almanna færi, en báðum var ljóst, að þeim var hollast að sem lengst væri á milli þeirra. Kavill var lágur maður vexti, með tinnuskalla lafandi kinnar og grá augu. Hann hoppaði við fór, þegar hann gekk, líkt og þúfutittlingur. — Hefur yður orðið nokkuð ágengt? spurði hann, og Faro sagði þeim, hvernig hefði farið með tilraunirnar. — Windrush . . . Kavill hugsaði sig um. — Ég veit ekki. Það gœti hugsast. Faro sagði: — Hans hefur ekki verið saknað. Ég þekki hann. Talaði við hann seinast í gær. Hann er lifandi og . ., — Maðurinn, sem þér töluðuð við, þarf ekki að hafa verið Windrush. — Hvað er þetta! Ætli ég þekki hann ekki! Ég hef þekkt hann í mörg ár! Kavill starði á hann: — En samt . . . Ég endurtek: Þetta þarf ekki að hafa verið hann! FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Afgreiðsla: Vesturgötu 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og iy2— 6. Sími 12210. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.