Fálkinn


Fálkinn - 06.11.1959, Blaðsíða 2

Fálkinn - 06.11.1959, Blaðsíða 2
2 FALKINN DANNY NAGAR. — Þessi gráð- ugi náungi, sem er í þann veginn að höggva tönnunum í liráan ananas, er enginn annar en gárungurinn Danny Kaye, sem hefur gaman af að gera að gamni sínu þó hann sé ekki að lcika í kvikmynd. Hann var staddur í Sidney í Ástralíu þegar myndin var tekin. KJÖRBARN. — Bóndi nokkur í smáþorpi í Frakklandi vaknaði ný- Iega við að einn af hundunum hans fór að gelta úti í skóginum. Hann snaraðist á fætur og fór inn í skóg- inn, o° þar fann hann veikt dádýr, sem hann bar heim. Kona bóndans hjúkraði dýrinu og það hresstist, og síðan er dýrið orðið húsdýr hjón- anna. RADÍÓ-HJÁLMUR. — Svona líta nýjustu hjálmar í Bandaríkja- hernum út. f þeim er útbúnaður til að taka á móti orku frá sólinni, nægilegri til að starfrækja viðtæki og senditæki. í hjálminum er líka rafhlaða svo hægt sé að nota tækið þegar sólar nýtur ekki. £itt atf ktietju ALLT f LAGI segir kvendið hérna á myndinni. Það er ameríska kaftakerlingin Elsa Maxwell, al- ræmd fyrir sögurnar sem hún segir, og fyrir hattanna, sem hún gengur með. Hún er alltaf á ferðalagi og eys út peningum, því að blöðin borga vel fyrir slúðursögur henn- ar. Myndin er tekin á kvikmynda- hátíðinni í Venezia, — og vitanlega var hún sjálfsagður gestur þar. HEIT MUNNFYLLI. — Okkur dauðlegum manneskjum finnst vandi að drekka kaffið, ef það er sjóðandi, og finnst ótrúlegt að' nokkur maður geti étið eld. En þessi eldgleypir frá Jamaice gerir sér það að leik. Hann hefur verið að sýna þessa list í London undanfarið. GAPTU NÚ! — Það er ekki á allra meðfæri að mata krókódíla. En Ann Bertram, 21 árs, hefur þetta að daglegri iðju, enda er hún starf- andi í dýragarði í Englandi. En til vonar og vara notar hún gaffal til að mata kostgangara sína með, til þess að hafa ekki of „náið“ sam- band við þá. Syngur og selur stúlkur Það hefur vakið mikla athygli, að lögreglan hefur handtekið hinn vin- sæla útvarpssögnvara LucianoBene- vene, og er hann sakaðar um hvíta þrælaverzlun. Kona hans er gersam- lega horfin, og mun líklega ekki hafa haft hreint í pokanum heldur. Er lögreglan nú að leita hennar. Benevene hefur lengi sungið í nátt- klúbb í Aþenu og ráðið til sín ung- ar stúlkur í ballett, sem hann kall- aði „Silfurstjörnurnar". Þegar stúlkurnar komu til Aþenu fengu þær sultarkaup hjá Benevene og urðu að afla sér ,,aukatekna“ á annan hátt. Þær unnu í nátt- klúbbnum frá kl. 16 til kl. 4. Áður en klúbbnum var lokað á nóttunni kom Benevene fram á leiksviðið og tilkynnti að sá gesturinn, sem pant- aði flestar kampavínsflöskur, gæti valið sér hverja stúlkuna úr hópn- um, sem hann vildi, og haft hana hjá sér til morguns. Stúlkurnar segja, að söngvarinn hafi „pressað þær eins og sítrónur11. Hann fór líka með þær í sýningar- ferðir til Tyrklands. Flestar þeirra voru yngri en 16 ára og verða af- leiðingarnar þeim mun alvarlegri fyrir Luciano Benevene. ★ Rainier Monaco-fursti rak nýlega einn af sínum gömlu, trúu þjónum úr vistinni. Þjónninn hafði komizt yfir afganginn af boffsbréffunum, sem prentuð voru þegar Rainier og Grace Kelly giftust, og seldi þau minjagripasjúkum Ameríkönum fyrir 25 dollara hvert. Hún át manninn sinn Elizabeth Mudimba heitir kona af musoga-kynstofninum í Uganda. Hún hefur verið fangelsuð ásamt þremur karlmönnum fyrir fáheyrð- an glæp. Er hún sökuð um að hafa étið manninn sinn. Við yfirheyrsl- urnar yfir þessum fjórum hefur það sannazt, að hinn myrti og étni eigin- maður hennar kom að henni og mönnunum þremur undir mjög ó- þægilegum kringumstæðum. Dólg- arnir þrír réðust á manninn og drápu hann og átu svo. Frúin tók þátt í þessari sóðalegu átveizlu. í FYRSTA SINN HJÁ NEHRU. — Dalai Lama, hinn land- flótta allsvaldur og hálfguð Tíbetbúa, flýði land sitt eftir að kínverska kommúnistastjórnin sendi þangað her til að kúga það undir sig og skipaði Tíbetingum nýjan guð: Pansjen Lama, sem er lús milli naglanna á kínversku stjórninni. Dalai Lama komst undan og yfir landamærin, og hefur síðan hafst við í Mussorie, einu nyrsta héraði Indlands. — En nýlega gerði hann sér ferð til höfuðborgarinnar, Nýju Delhi. Og þar er myndin’tekin, í bústað Nehru forsætisráðherra, af Dalai Lama, sem er alveg eins og mennskur maður í útliti þó Tíbetingar segi hann guð, og Nehru forsætisráðherra og Indiru dóttur hans.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.