Fálkinn


Fálkinn - 06.11.1959, Blaðsíða 4

Fálkinn - 06.11.1959, Blaðsíða 4
4 FALKINN ☆ MONBEHG: VIÐ hristum höfuðið yiir einfeldni liðinna kynslóða sem trúðu á galdra, huldu- fólk og nykra. En erum við nokkru betri sjálfir, þrátt fyrir alla menningu og skóla- göngur og auknar framfarir vísindanna? Vill lesandinn neita því, að hann hafi ekki ótrú á sumu, sem minnzt er á í þessari grein? Strákurinn glápti á læknirinn, sem málaði stóran rauðan hring — krignum vörtuna á hendinni á hon- um. Það voru að minnsta kosti tólf vörtur á lúkunum á honum, en læknirinn virtist ekki sjá nema þessa einu. — Þetta er móðurvartan, sagði læknirinn alvarlegur, — þegar hún deyr, deyja öll börnin hennar líka. Og eftir hálfan mánuð voru allar vörturnar horfnar. Lækningin? Hver var hún? Læknirinn hló. — Ég hef reynt ýmiskonar vísindaráð við þessu, árangurslaust. En töfra- hringurinn dugir. Vitanlega barði ég í borðið líka, sagði hann og brosti. Það er vandi að segja, hve margs- konar töfralækningar, þesssari lík- ar, tíðkast enn í lækningastofum víðsvegar um heim. Hindúi mundi ekki einu sinni láta sér detta í hug að fara til læknis. Hann mundi bíða þangað til nýtt tungl kæmi næst, rýna á það, strjúka ryk undan vinstri ilinni á sér og rjóða því á vörtuna. Ef þú trúir þessu ekki, þá spurðu einhvern Hindú- ann. Á þeirri upplýsingaöld, sem við lifum á, er furðu mikill áhugi á Hjátrú er lífseig ýmsum dulrænum fyrirbærum. Það er ekkert út á það að setja, þó að okkur létti í skapi ef við upplif- um eitthvað, sem við teljum gæfu- boða. Og ef við hættum við að framkvæma eitthvað vegna þess að við teljum að við höfum fengið slæman fyrirboða, gerum við kann- ske í rauninni einmitt það, sem við vildum helzt. Og það borgar sig að öllum jafnaði. Flest okkar glötum aldrei þeirri hjátrú, sem við höfðum í barnæsku að öllu leyti. Æskan, sem fer út á lífsbrautina, hefur alizt upp við ævintýri. Og hún sér að eldra fólk- ið tekur mark á ýmsum teiknum og fyrirboðum, og þannig bætist hlekkur við hlekk í þeirri festi, sem aldrei slitnar með öllu. ÞAÐ SPILLIR ENGU. Hve margir trúa enn á kerlinga- bækur, á þessari öld tækninnar, sem kastar myndum óravegu til sjón- varpstækjanna og skýtur gerfihnött- um út í himingeiminn? Columbia- háskólinn í New Yorkríki gerði fyr- ir skömmu skoðanakönnun á þessu, og það kom á daginn, að 98 af hverj- um 100 sem svöruðu, gerðu ýmis- legt, sem þeir töldu að færði þeim gæfu eða afstýrði ógæfu. Og flestir sögðu sem svo: „Það spillir engu að gera það.“ Þeir vildu ekki játa, að þeir væru hjátrúarfullir! Nei, svo vitlausir voru þeir ekki! En það var engum til miska að fleygja peningi í heilla- tjörn eða reyna að slökkva á öllum kertum á afmælisköku í einu . . . Það gat haft eitthvað gott í för með sér! Véfréttir og spákonur eru ekki í eins miklum metum nú, og forð- um var. Þó er í flestum borgum allmikið af kerlingum, sem lifir af að spá fyrir fólki í kaffikorg eða spil og lesa í lófa. En heillagripir hafa aldrei verið meira í tízku en nú meðal siðmenntra þjóða, enda eru alltaf uppgangstímar fyrir þá í styrjaldar og volæðisárum. Þess eru dæmi, að menn græða of fjár á því að selja heillagripi. Hrafns- klær voru fyrrum heillagripir hér á landi. Héralappir eru heillagripir um allan heim. Síðustu tólf árin hefur firma í New York selt úr landi 40 milljón hérafætur, til svo að segja allra landa í veröldinni. Sumsstaðar eru þær notaðar til að gefa skólabörnum í verðlaun fyrir góða frammistöðu. Firmað kaupir þær úr suðvesturfylkjunum í Banda- ríkjunum, því að þar er mest étið af hérum, og litar þær með öllum regnbogans litum til að gera þær útgengilegri. Það er vinstri aftur- löpp hérans, sem er happagripur, en ekki er grunlaust um, að sú hægri slæðist stundum með hjá kaupmönnunum! Það er auðvitað hættulaust, að gera sér vonir um að heillagyðjan verði náðug, ef maður tilbiður hana. En hitt getur verið hættulegt, að treysta svokölluðum óheillaboðum um of, eins og greind og vel mennt- uð kona gerði, ekki alls fyrir löngu. Hún fyrirfór sér vegna þess, að henni varð það á að brjóta spegil' Hún hafði brotið spegil einu sinni áður, en eftir það lagði ólánið hana í einelti, árum saman. Og þegar hún braut síðari spegilinn, treysti hún sér ekki til að lifa, því að nú mundu ný og enn verri óhöpp steðja að henni. FÁVÍSINNI KENNT UM. Enginn alvarlega hugsandi vís- indamaður trúir á þetta. Og sum trúarbrögð banna svona hjátrú. Ef konan hefði vitað hvernig hjátrúin um speglabrot varð til, mundi hún alls ekki hafa talið neitt samband milli brotna spegilsins og ófara sinna. Frumstæðar þjóðir höfðu þá trú, að spegilmyndin — og síðar ljós- myndin — væri hluti af sál þeirra. Að eyðileggja spegilmyndina var það sama og vekja illa atburði úr dái. Þess vegna hata ýmsar þjóðir enn að láta taka af sér myndir, og börnin leggja á flótta þegar þau sjá ljósmyndavél. En jafnvel þó að vísindin hafi fært sönnur á, að margt af þvi, sem fólk trúir, sé rangt, heldur fólk samt fast við hjátrúna. Þrettán hundruð manns voru spurð, hvort menn mundu finna þegar einhver horfði á bakið á þeim. Af hverjum hundrað svöruðu 84 konur og 72 karlmenn spurningunni játandi. Svo gerðar þúsund tilraunir með þetta. Eftir líkum hefði helmingur- inn af tilraununum átt að vera já- kvæður og helmingurinn neikvæð- ur. Það fór líka nærri. Því að 502 svöruðu rétt um, hvort horft hefði verið á þá eða ekki. Hversvegna trúir maður þessu? Ef maður fer að ókyrrast í sæti sínu, t. d. þegar maður er á hljóm- leikum og hlustar á leiðinlega tón- list, fer maður að líta um öxl og athuga hvort nokkur horfi á mann. Og að jafnaði horfir maður þá í augun á einhverjum, og þá festir maður það í minni. En ef enginn horfir þá gleymist það. Óteljandi tegundir eru til af sak- lausri hjátrú. Hversu margir eru ekki eins og Franklin Roosevelt, sem ekki þoldi að þrír kveiktu í vindlingi með sömu eldspýtunni? Florenz Ziegfield safnaði fílamynd- um úr fílabeini og íbenholti, vegna þess að hún trúði því að þetta væru heillagrpir. Ernestine Schumann Heink notaði þrjá hárkamba úr tré í þrjátíu ár og George M. Cohan fékkst ekki til að skrifa nema á gulan pappír. í Japan má sá, sem fer í ferða- lag, ekki klippa neglurnar, því ann- ars verður hann fyrir slysi í ferð- inni. Og sá, sem klippir neglur sín- ar að nóttu til, fær kattarklær í stað- inn. Afríkunegrar trúa því, að ef barn á fyrsta ári er látið nota bjór af nöðru til fata, sé því óhætt fyrir nöðrubiti. í eyðimörkum Arabíu er víða sú trú, að maður geti stytt sandbylji með því að hrópa „járn!“ móti veðr- inu. Þjóðverjar telja lukkumerki, að könguló spinni vef sinn niður að þeim. Ensk húsmóðir sópar ekki ruslinu beint út úr dyrunum, því að þá sópast gæfan burt af heim- ilinu um leið. Ef rauðbrystingur villist inn í hús í írlandi að haust- inu, er það fyrirboði um harðan vetur. Franskur fjármálaráðherra tók eftir að hann var að setjast að há- Kona jyrirjór sér aj angist, eftir að hún hajði brotið spegil í annað sinn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.