Fálkinn


Fálkinn - 06.11.1959, Blaðsíða 8

Fálkinn - 06.11.1959, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN Penny leiddi föður sinn inn í danssalinn. Eftirvænting 17 ára stúlku skein úr augunum, daufur roði kom á andlitið og undrunar- bros lék um opnar varirnar. James Calthorp leit á dóttur sína og fékk sting fyrir hjartað. Hún minnti hann svo glöggt á hana móð- ur hennar, sem nú var dáin fyrir tíu árum. Hann langaði til að vernda dóttur sína og vera henni góður á þessum fyrsta dansleik fullorðins fólks, sem hún kom á. — Þú lofar mér vonandi að dansa við þið fyrsta dansinn, Penny? sagði hann og brosti. — Vitanlega, pabbi, hver ætti fremur að gera það, sagði hún og brosti innilega til hans. Já, hver annar, hugsaði hún með sér. Hún þekkti engan mann á þessum vel- gerðardanssleik, því að þau áttu heima alllangt frá bænum. fór um hana alla í hvert skipti sem hann leit á hana. Þegar dansleiknum lauk, sá hún að hann hafði yfirgefið stúlkuna, sem hann var að dansa við. Hann var að tala við roskna konu, alvar- legur á svip — konu með fjölda af steinum, sem voru of stórir til þess að þeir gætu verið ekta. Penny settist hjá föður sínum. James Calthorp var hreykinn og glaður yfir því, að dóttir hans hafði vakið aðdáun hjá hinum gestunum. — Þessi kona þarna, sem lítur út eins og skreytt jólatré, sagði hann og brosti, — er lafði Pepper. Það er hún, sem stendur fyrir þessum dansleik. Nú er hún að koma til að tala við okkur. Lafði Pepper hafði ungan mann í eftirdragi. — Herra Calthorp, sagði hún. — Má ég kynna fræda minn, Bankes Mér finnst ég vera eins og persóna í ævintýri, já, nútíma ævintýri, vit- anlega, sagði hann, — og þér eruð prinsessan, sem bíður eftir því að prinsinn komi og veki hana. Hann hafði fallega rödd, og augu hans voru viðkvæm og glettnisleg í senn, er hann horfði á hana. — Eruð þér skáld? spurði hún. Hann skellihló. — Nei, fjarri fer því! Ég er heima í fríi frá kaffi- ekrunum mínum á Java. — Kunnið þér vel við yður þar eystra, Bankes kapteinn? — Þér megið ekki kalla mig Bankes kaptein, sagði hnan, — þá fer ég að hugsa um skrifstofur og annað álíka leiðinlegt. Kallið mig Colin. Við skulum vera góðir vinir, skilurðu, svo að ég hef hugsað mér að segja Penny við þig. Það er skemmtilegt nafn. Hann beið ekki eftir svara, en TÖFRARINIIR hafði verið að dansa við áðan. Og allt í einu varð hún hrædd um, að hann hefði tekið eftir hve mikil áhrif orð hans höfðu haft á hana. Eftir þetta talaði Colin um dag- inn og veginn, spurði hvar hún ætti heima og hvað hún hefði fyrir stafni, og hún fann fljótt, að það var auðvelt að tala við hann. Þau dönsuðu oft saman um kvöld- ið, og þegar þau voru að fara, bað hann föður hennar leyfis að mega heimsækja þau. Hún var í sjöunda himni, er hún fór heim með föður sínum. Þegar hún var sezt í bílinn, hall- aði hún sér aftur og andvarpaði. — Ertu þreytt? spurði faðir henn- ar. — Æ-nei, — bara svolítið í fót- unum. — Hefurðu skemmt þér? — Þetta hefur verið skemmtileg- asta kvöldið á ævi minnh — Ég held, að Colin Bankes hafi verið hrifinn af þér. —- Hann var einstaklega þægileg- ur, sagði hún. En einhverra hluta vegna langaði hana ekki til að tala um Colin, ekki einu sinni við föð- ur sinn. — Þú ert bráðum uppkomin, byrjaði faðir hennar hægt, — og ég veit ekki hvort ég hef gert allt fyrir þig, sem móðir þín mundi hafa gert, til að búa þig undir lífið. Penny grunaði ekki, að þáttaskipti yrðu í lífi hennar á fyrsta dansleiknum — Spurðu mig aldrei hvers vegna ég hafi verið ag gráta, Larry. Viltu lofa mér því? Hljómsveitin lék dillandi lag, og þegar Penny var að dana við föður sinn, fannst henni hún aldrei hafa verið jafnsæl á æfi sinni. Hún hafði ekki hugmynd um, að hún vakti athygli í salnum fyrir æsku sína og yndisþokka. Hún var svo saklaus og sæl þarna sem hún sveif um dansgólfið. Mjúk- ar fellingarnar í kjólnum gengu 1 öldum um grannan líkamann og hárið ljómaði eins og gull í birt- unni í salnum. Hún hafði gagntek- izt af danslaginu. En smámsaman fór hún að taka eftir ókunnu and- litunum í kringum sig og ljósleitu kvenkjólunum, sem voru eins og blóm innan um svörtu karlmanna- fötin. Það var ekki fyrr en að loknum dansinum, að Penny tók eftir að ákveðinn maður gaf henni sérstak- lega miklar gætur. Hann var hár og grannur og dansaði við stúlku í litsterkum kjól, — laglega, unga stúlku, sem sí og æ horfði aðdá- unaraugum á dansherrann sinn. Penny og faðir hennar dönsuðu fram hjá þeim hvað eftir annað, og í hvert skipti starði ungi maðurinn beint í augun á henni. En Penny var fyrst í stað svo hugfanin af öllu umhverfinu, að hún sinnti ekki þessum augnskeyt- um unga mannsins. Það var ekki fyrr en síðar, sem hún fór að hugsa um þessi augu. Hann er ekki beinlínis laglegur, hugsaði hún með sér, en hann hafði einhverskonar aðdráttarafl, sem olli því, að hún gat ekki stillt sig um að líta á hann. Hún skildi ekki hversvegna hún var alltaf að líta á hann. Þetta var fyrsta skipti, sem hún varð vör einhvers titrings, sem kaptein, fyrir yður? Hann langar svo mikið til að fá að dansa við hana dóttur yðar. — Alveg sjálfsagt, lafði Pepper, svaraði hann, og bætti svo bros- andi við: — Við þekkjum ekki marga hérna, svo að Penny þykir vafalaust vænt um að fá að dansa við aðra en gamla pabbann sinn. Er það ekki, væna mín, — þig lang- ar til að dansa. — Jú, ég vil gjarnan dansa, sagði hún og leit á háa unga manninn, sem hún hafði orðið svo snortin af áður. Hann dansaði eins og engill, en það var ekki dansinn einn, sem veitti henni unun. Hann talaði við hana á annan hátt en nokkur mað- ur hafði gert áður, talaði þannig, að hún fann að hún var orðin full- vaxta . . . og aðlaðandi. Henni varð allt í einu hugsað til þess, að eini maðurinn, sem hún hafði talað við í alvöru áður, auk föður síns, var Larry, og hann var aðeins tveim árum eldri en hún sjálf. — Ég held að þér vitið ekki hvað þér hafið gert fyrir mig, sagði Colin Bankes. — Ég? Penny varð svo forviða, að það lá við að henni yrði fóta- skortur. — Já, þér. Síðan ég sá yður koma inn í salinn, hefur mér fundizt eitt- hvað sérstakt vera við þennan dans- leik. — Hvað eigið þér við? spurði Penny og roðnaði um leið. Var hann að skopast að henni? En þegar hann hélt áfram, heyrði hún á rödd hans að honum var al- vara um það sem hann sagði. — hélt áfram: -— Hefur nokkur sagt þér, hve falleg þú ert? Röddin var mjúk og heit og hún hreifst af því, hve kunnuglega hann talaði við hana. Hún svaraði í hrein- skilni: Nei, enginn. Af einhverri ástæðu, sem Penny ekki skildi, fór hún að hlæja. Hún leit á hann án þess að vita, að nú var alveg sama hrifningin í augum hennar og stúlkunnar, sem hann — Þú hefur verið mér svo góð- ur, sagði Penny og hún fann hve innilega vænt henni þótti um föð- ur sinn. — En hef ég alið þannig upp, að þú vitir hvað hefur raunveruleg verðmæti í lífinu? Ástin ein er ekki nóg til þess að tvær manneskjur geti lifað saman. Það er eitt af því sem þú verður að muna, til þess að geta orðið hamingjusöm.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.