Fálkinn


Fálkinn - 06.11.1959, Blaðsíða 9

Fálkinn - 06.11.1959, Blaðsíða 9
FALKINN 9 Hann þagnaði og ók áfram um stund án þess að segja nokkuð. Ljósin frá bílnum rufu myrkrið í kring og gáfu blöðunum á trján- um ónáttúrlega dökkgrænan lit. Penny hélt, að .þann ætlaði ekki að segja meira, en nú hélt hann áfram: — Penny, reyndu aldrei að grípa lukkuna. Ef þú reynir það, þá hverfur hún milli fingranna á þér og þú stendur eftir með kramið hjarta. Lukkan er svo brothætt, það verður að fara varlega með hana. Og mundu annað: þú.getur aldrei orðið hamingjusöm á annara kostn- að. — Ég skal muna það, pabbi, sagði hún og kæfði niðri í sér geipsa. — Nú hef ég talað nóg um lífs- reglur í kvöld, en mér er fyrir svo miklu, að þú verðir hamingju- söm. Ég hef víst farið að hugsa um þetta vegna þess hve fólkinu leizt vel á þig í kvöld. Ég hafði ekki uppgötvað fyrr, að þú varst orðin uppkomin stúlka. Þriðja skiptið sem Colin fór út að ganga með Penny, kyssti hann hana. Þetta var fagur maídagur og himininn kristallsblár og blöðin á trjánum ljósgræn. Þau gengur yfir skógarholt og þar gægðust bláklukkurnar fram upp úr grasinu. Sólargeislarnir smeygðu sér niður á mili blaðanna á ungu björkunum, og bjuggu til lifandi skuggamyndir i grasinu. Þau námu staðar við grind, þar sem stígurinn lá inn í skóginn. Framundan þeim var vítt, grænt engi, sem náði alveg niður að ánni. Meðan þau voru að horfa yíir land- ið, flaug lævirki upp úr grasinu og sveif syngjandi og stefndi i sólarátt. Það var eins og öll þessi fegurð örfaði Collin og hann dró Penny að sér. Tók báðum höndum um höf- uð henni og kyssti hana. Penny hreyfði hvorki legg né lið og lokaði augunum. Hún óskaði, að þetta augnablik tæki aldrei enda. Þetta augnablik, sem hana hafði oft dreymt um, en allt í einu var orðin staðreynd. Hún varð undrandi yfir öllum þeim tilfinnigum, sem brutust fram í henni, en sterkasta tilfinningin var ástin til Colins. — Ég hef þráð að gera þetta síð- an ég sá þig í fyrsta skipti, sagði hann loksins og horfði fast í augu henni. Þau gengu niður að ánni pg sett- ust undir pílviðartré. Þau horfðu á vatnið, sem rann eins og blágrænt band fram hjá þeim. Allt í einu sagði Penny: — Hefur nokkur verið á undan mér, Colin? Hann sneri sér og horfði inn í hreinskilin augu hennar. Svo svar- aði hann stutt: — Já, það hafa ver- ið tvær stúlkur á undan þér. Hún varð alvarleg og hann sá að það var líkast og ljós hefði slokknað innra með henni. — Ég hefði getað sagt nei, sagði hann, — en þér þykir eflaust betra að ég sagði þér sannleikann. Meðan hann sagði þetta, laut hann fram og strauk fingurgómunum var- lega um lófa hennar. Það fór hitastraumur um hana við snertinguna og hún tók hönd hans og fór að skoða hana. Það var undursamlegt að finna þessa sterku fingur hans, fannst henni. Hann spurði aftur: — Vildir þú síður, að ég segði þér sannleikann? Hún hafði jafnað sig eftir áfallið og svaraði: — Jú, ég get ekki hugs- að til þess að þú segðir mér ósatt. — Ég er orðinn tuttugu og átta ára, sagði hann, — svo að það er eðlilegt, að ég hafi kynnzt fleiri stúlkum en þér. — En þú hefur ekki elskað þær? — Við getum sagt, að ég hafi verið ástfanginn af þeim. — Annars skiptir það engu máli núna, sagði Penny, og andlit henn- ar ljómaði af fögnuði. Allt í einu stóð Collin upp. — Það er líklega bezt, að við förum heim, hann faðir þinn vonast eftir okkur í te-ið. Þegar Penny var að drekka kaff- ið eftir miðdegisverðinn með föður sínum, sagði hann: — Ég fékk bréf frá Larry í dag. Hann er að spyrja hvort þú sért veik, því að þú hafir ekki svarað tveim síðustu bréfun- um hans. Hún sýndist hafa samvizkubit, er hún svaraði: — Nei, ég hef ekki skrifað honum. Ég ætlaði mér að gera það, en ég hef ekki haft döng- un í mér til þess. Hún sá, að svipurinn á föður hennar var spyrjandi og álasandi í senn, er hann sagði: — Þú mátt ekki bregðast gömlum og góðum vinum. Þið Larry hafið verið mikl- ir mátar síðan þið vorum börn. Móðir hans var bezta vinkona móð- ur þinnar, eins og þú veizt. Mér mundi lika miður, ef þú særðir hann. — Ég skal skrifa honum í kvöld, pabbi, sagði hún stutt. Og svo fóru þau að tala um, að bráðum mundi Larry koma í heimsókn. Hún settist við litla skrifborðið sitt og tók fram skrifpappír áður en hún fór að hátta. Hún horfði á hvítt blaðið og velti fyrir sér, hvað hún ætti að skrifa. Larry var alltaf svo ljúfur og nærgætinn, hugsaði hún með sér, en hann mudi ekki verða glaður þegar hún segði honum að hún væri hrifin af Colin. Þegar Larry kom í heimsókn, voru þau alltaf saman allan daginn. Þau veiddu silung í ánni, þau gengu langar leiðir, og þau óku í bílnum hans út með sjó og syntu og sól- bökuðu sig. En nú mundi allt verða með öðr- um svip, því að hún mundi verða með Colin í staðinn. Hún hafði gef- ið föður sínum í skyn yfir miðdegis- verðinum, að hún vildi ógjarnan særa Larry, en hún vissi að hann mundi taka sér nærri, þegar hún segði honum af Colin. En hvað gat hún gert? Vinátta hennar og Larrys var ekki sambæri- leg við hinar heitu tilfinningar hennar til Colins. Hún stóð upp og gekk út að glugganum. Nóttin var óumræðilega fögur, og augu Penny fylltust tárum við til- hugsunina um hve hamingjusöm hún væri. Penny tók hendinni um hálsinn og fann hvernig blóðið svall í æð- unum, undir fingurgómunum á henni. Æ, Colin, þú mátt aldrei hætta að elska mig. Ég mundi ekki afbera það. Hún settist við skrifborðið og fór að skrifa Larry, þó að hún væri alls ekki upplögð til þess. Larry gat ekki skilið breyting- una, sem orðin var á Penny, fyrr en hann hitti Collin. Það var auð- séð, að hún hafði þroskazt mikið. En hann var mest hissa á því, að það var einhverskonar eldhugur í henni, sem hann kannaðist ekki við. Hún var fálátari við hann en áður, en hann hélt að það stafaði af því, að hún var orðin þroskaðri. En hann varð fyrst alvarlega for- viða, þegar hún vildi ekki vera með honum allan daginn, eins og áður var venjan. Svo kom Colin einn daginn, og eftir þrjár mínútur hafði Larry skil- ið, hvernig í öllu lá. Hún var ást- fangin af þessum ókunnuga manni. Larry reyndi að láta ekki á því bera, hve hann tók sér þetta nærri, en hann skildi brátt að þess þurfti ekki með. Hún var svo gagn- tekin af sínum eigin tilfinningum, að hún tók ekkert eftir hvað Larry leið. Hann varð stúrinn og alvarlegur, en sagði ekkert. Hafi Calthorp tek- ið eftir því, þá hafði hann að minnsta kosti ekki orð á því. Sumt er bezt að láta sem maður sjái ekki, hugsaði Calthorp með sér. Síðdegis einn daginn nokkru síð- ar gekk Penny ein síns liðs yfir skógarholtið og niður að ánni. Hún hafði ekki séð Colin í tvo daga og var alveg eirðarlaus. Henni datt í hug, að hún mundi kannske róast, ef hún gengi sig þreytta. Henni tókst að forðast Larry. Ef hann hefði séð, að hún ætlaði út að ganga, mundi hann eflaust hafa viljað fara með henni. Þegar hún kom inn í skóginn, settist hún á fúinn trjábol, sem lá eins og krókódíll í grasinu. Hún mundi, að það var þarna, sem Colin hafði kysst hana í fyrsta sinn. Hún sat þarna án þess að taka eftir nokkru kringum sig, og var að hugsa um' Colin. Þess vegna hrökk hún við, þegar hún heyrði mannamál skammt frá sér, og hún fékk hjartslátt, er hún heyrði að önnur röddin var Colins. Hann virt- ist vera gramur, er hann sagði — Ég hef sagt þér það áður, að það er flónska af þér að vera afbrýði- söm. Uppvæg kvenrödd svaraði: — Ég get ekki að því gert, Colin. Þú hef- ur verið eins og annar maður síðan þarna á velgerðardansleiknum. Ég veit nákvæmlega, hve oft þú hefur verið með Penny Calthorp síðan. En það er barnarán! — Ég hef sagt þér að það skiptir engu máli, sagði Colin hvasst. — Hún er einstaklega viðfeldin, en þú ættir að vita, að eina mann- eskjan, sem mér er alvarlega með, ert þú. — Ég verð að segja, að þú sýnir það á einkennilegan hátt, sagði stúlkan og hló þurrahlátur. Penny var farin að ná sér eftir fyrsta áfallið, og það eina sem hana langaði til var að hlaupa á burt sem skjótast. En hún þorði ekki að hreyfa sig, svo að þau yrðu henn- ar vör. Nú var kominn annar hreimur í rödd Colins. — Þú verður að taka mig eins og ég er, sagði hann. — Þú veizt, að ég stenzt ekki laglegar stúlkur, og Penny er mjög hrífandi. En það skiptir engu máli. Vertu ekki svona stúrin, góða, ég fullvissa þig um að þú hefur enga ástæðu til þess. Svo varð þögn um sinn, og Penny þóttist vita, að þau væru að kyss- ast. GÖMUL HEFÐ. — Margt hefur breyst í Kína á þeirri breyt- ingaöld, sem liðið hefur yfir landið síðan keisaraættinni gömlu var hrundið lir valdasessi árið 1912. En listiðnaður Kínverja er þó í fullum blóma, ekki síst leirsmíðin. — Hér sjást tveir kínverskir leirsmiðir við ker, sem þeir hafa lagt síðustu hönd á. Kerið er 173 sm. á hæð. Framh. á 14. siðu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.