Fálkinn


Fálkinn - 06.11.1959, Blaðsíða 11

Fálkinn - 06.11.1959, Blaðsíða 11
FALKINN 11 ☆☆☆ litla sagan ☆☆☆ IVIyndin af konunni kans ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ Er ekki vægast sagt ónotalegt að koma inn til annars manns og sjá mynd af konunni sinni á náttborð- inu hans? Og svo er meira að segja skrifað á myndina: „Til elskunnar minnar“. Þetta er eins og að fá hnefahögg neðan við bringukollinn, eða svo fannst Ferris Darney þenn- an laugardag. Darney var ráðunautur vatns- virkjananna við Victoríufossa. Hann var fölur, magur og með gleraugu, og líkari skólakennara en verkfræð- ingi. En umgengnisgóður var hann og samvizkusamur. Hann var suður-afríkani og hafði skilið konuna sína eftir í Johannes- burg. Barbara hafði verið með hon- um þarna árið áður, en hún þoldi ekki loftslagið. Þau höfðu verið gift í tíu ár, og það var gott hjónaband. Hún var tíu árum eldri en hann — falleg, dökkhærð og broshýs. Hún var fallegri en nokkuð ann- að eða nokkur önnur, sem hann hafði séð. Þoldi allan samanburð. Og nú var hún þarna á náttborði annars manns. Ný mynd af henni. Honum leið illa. — Æ, Barbara, hvíslaði hann. — Hvað hefur þú gert? Ljósmyndin var eign annars manns, svo að hann lét hana vera. Hann lokaði á eftir sér og fór nið- ur að stíflunni í Hvítu-Níl. Hann var eins og í leiðslu. Gat ekki ráðið þessa gátu. Honum fannst eðlilegast, að þetta væri honum sjálfum að kenna. — Ég hefði ekki átt að skilja þig eftir eina, Barbara, muldraði hann. — Sex mánuðir eru of löng einvera, ekki sízt í Johannesburg. Hvar gat hún hafa kynnzt Stan- ton? — Það var nýi verkfræðing- urinn, sem hann hafði komið til og séð mynd Barböru hjá. Skrítið, að hún skyldi aldrei hafa minnzt á hann í bréfunum sínum. Jæja, þó ekki skrítið, úr því að svona var á milli þeirra. Hann þekkti Staunton af afspurn. Þetta var dulegur maður, sem hon- um hafði þótt gott að fá til aðstoð- ar. En það mundi verða erfitt að vinna með friðli konu sinnar. Hann hélt til skrifstofunnar, þó að þetta væri eftir vinnutíma á laugardegi. Hann ætlaði að reyna að gleyma raununum með því að sökkva sér niður í vinnuna. Herðabreiður maður stóð í dyr- unum. — Staunton heiti ég, sagði hann og rétti fram höndina. — Ég labb- aði niður eftir til að lita á stífluna og sá þá að þér voruð hérna. Þess vegna datt mér í hug að kynna mig fyrir yður. Ég vona, að ég trufli ekki? Darney stóð upp og tók af sér gleraugun. — Nei, sagði hann eftir nokkrar sekúndur. — Þér truflið mig ekki. Gaman að kynnast yður. Þeir heilsuðust með handabandi. Stauton var myndarlegur maður. Blá augu, fallegt bros. Minni ald- ursmuur á honum og Barböru en henni og mér, hugsaði hann með sér. Þeir fóru að tala saman um ýmis- legt viðvíkjandi stíflunni. En svo sagði Darney: — Við getum ekki farið nánar út í þetta núna. Við látum það bíða þangað til á mánu- daginn! Þeir urðu samferða úr skrifstof- unni. — Vel á minnst, sagði Staunton og leit á yfirboðara sinn, — ég hitti konuna yðar hjá Dawley, rétt áður en ég fór frá Johannesburg. Sjö te-bollar á dag Það fyrsta, sem EnglencLingn- X. um dettur í hug, þegar hann vaknar að morgninum, er TE. Venjulega haja ensk hjón litla X te-hitunarvél í svefnherberginu X og húsbóndinn skríður að jafnaði fram af rúmstokknum þegar x hann vaknar og hitar tebolla X handa sér og kerlu sinni, til að •:• dreypa á meðan þau eru að baða X sig. Með þessum fyrsta tebolla X eta þau ekki neitt. •:• En undir eins og þau eru X „klœdd og komin á ról“, er sezt ;•: að árbítnum. Þar bíður þeirra •:• egg og steikt flesk, soðinn fisk- ur, nýr eða reyktur, og kannske X eitthvað fleira heitt, en að lokum •:• glóðað braUð og marmelaði og ý því fylgir te, stundum margir X bollar. Þetta te sér húsmóðirinn •:• um sjálf og skammtar eina te- X skeið í hvern bolla og eina í te- X könnuna. Það er gömul og góð ;j: regla. Þetta te verður sterkt og •:• ilmandi, en hver um sig göslar X í það mjólk og sykri, eftir engin :j; geðþótta. Það er enginn, sem •:• hugsar um hitaeiningafjölda í X sambandi við sykurinn og mjólk- X ina í teinu. •:• Næsta tedrykkja hefst kl. 11, X þegar húsmóðirin hefur lokið X uppþvottinum og öðrum morgun- •:• verkum. Þá fœr hún sér tebolla ::: og tyllir sér og hvílir lúin bein. X En með þessum tebolla notar hún •:• ekkert nema skraufþurrt kex. X Hádegisverðurinn er mjög ó- brotinn í enskum heimahúsum; þá er aðeins einn heitur réttur. x En klukkan 16.30 kemur aðal- X. teið — „the high tea“, og það er stundum aðalmáltíð dagsins. •:• Þá er enginn dúkur lagður á borð. En tedrykkjubotðið á að :j: vera nýstrokið og gljáandi, og á •:• því stendur tebakkinn með boll- X um og tekönnunni á sprittlampa, :•; vatnskönnu með sjóðandi vatni, •:• mjólkurkönnu, sykurkeri og dá- X lítilli skál, sem tekorgnum er X hellt í eftir hvern bolla, sem •:• tœmdur er. X Enn fremur er á borðinu smurt :j: brauð og ensk tekaka. Þegar hús- X móðirin kemst til þess sjálf, bak- •:• ar hún tekökuna, sem er mest- Hún bað mig að skila kveðju til yðar. — Þökk fyrir. Hún bað yður ekki fyrir nein skilaboð? Staunton hikaði augnablik. — Nei, svaraði hann svo. Darney vissi, að hann var að ljúga. Sunnudag fór Darney út að ljós- mynda fugla. Hann hafði vonað að finna frið úti í náttúrunni, og lang- aði heldur ekkert til að hitta Staun- ton. Þeir unnu saman allan mánudag- inn. Staunton var duglegur Þriðjudagsmorgun fór Darney seint á fætur, eftir andvökunótt. — megnis rúsínur og niðursoðnir ávextir. En annars kaupir hún kökuna í nœsta bakaríi. Svo rað- ar fólkið sér kringum borðið, hver með sinn bolla milli hand- anna, því að það þykir ekki fínt að borðið sé svo stórt, að hœgt sé að láta bollana standa á því. Þar sem minna er haft við er þessi tedrykkja sameinuð mið- degisverðinum. Þá verður úr þessu stærðar át, og maður treð- ur í sig heilum réttum og alls konar kökum og brauði, og þamb- ar te með, til þess að allt renni greiðar ofan í magann. En þá er líka ekki meira étið þann daginn. En í „fínum“ húsum drekkur fólk te með ofurlitlum kökubita kl. 17 og fœr miðdegisverð kl. 20. — Fyrir stríð þótti það kurteysi að skilja eftir dálítinn kökubita á diskinum sínum til þess að sýna að maður stæði á blístri. En á stríðsárunum lagðist sá dárasið- ur niður. Englendingar drekka nœr ein- göngu Ceylon-te, sem er talið bragðbezt, og hægt að hafa þctð sterkt án þess að það verði ramt. Te sést fyrst nefnt á prenti í Englandi í blaðinu „Mercurius Politicus“ frá 1658, en það var Anna hertogafrú af Bedford, sem fyrst tók upp þann sið að drekka te með kökum. Hún var í miklu áliti, og þessi siður breiddist óð- fluga út meðal tildursfólksins. Og svo var farið að metast um hver hefði bezt te og hvar vœri smekklegust framleiðslan. Þá fór fólk að sœkjast eftir sem falleg- ustu kínversku og japönsku postulíni, sem komst í geypiverð. Tedrykkjan hefur hvergi í ver- öldinni komizt á hálfkvisti við það, sem hún er í Englandi. Þar eru notuð 3.8 kiló af tei á hvert mannsbarn á ári, en í Hollandi, sem gengur nœst, aðeins 0.8 kíló. En á Norðurlöndum er teneyzlan ekki nema 200—400 grömm á mann. Hins vegar er kaffinotk- unin ekki nema 800 gr. á mann í Bretlandi en hér á landi er hún um 5.8 kíló á mann, en teneyzl- an hins vegar aðeins 120 grömm. Um 2/5 af öllu tei á heimsmark- aðnum kemur frá Indlandi, en 28% frá Ceylon, en aðeins 9% frá Kína. X- ST/fí œtf htJerju Xr í dag er afmælið mitt, sagði hann í hálfum hljóðum og gekk að spegl- inum. Ég er 36 ára, en lít út eins og 40 — minnst. Skyldi hann fá bréf frá Barböru í dag? Staunton kom inn, er hann sat yfir morgunverðinum. — Má ég óska yður til ham- ingju, sagði hann og rétti fram bögg- ul. — Frúin yðar bað mig um að afhenda yður þetta í dag. En því miður hefur þjóns-kjáninn haldið að ég ætti þetta og tekið af því um- búðirnar, svo ég varð að ganga frá myndinni aftur. Nú kom bros á varir Darney, hægt og hægt. Hann opnaði böggulinn. Og þar var nýja myndin af Barböru. — ★ —- Vitið þér ...? VÞJ-X að nýtízku farþegaþota notar eins mikið eldsneyti á klukkutíma og venjulegur bíll gerir á heilu ári? Góður og benzínspar bíll, sem kemst 10 km. á benzínlítranum, eyðir sjaldnast meiru en 4000 lítr- um á ári. — En þegar stórar farþega þotur fljúga á fullri ferð, 950 km. á klukkustund, eyða þær 8000 lítrum á klukkustund. Þegar svona vél stendur á flugvellinum, með hreyfl- ana í gangi, notar hún 6000 lítra — eða 100 lítra á mínútu. vo 9*'® hvers vegna fínu nýtízkubíl- arnir eru með stélum? Því fullkomnari sem lögun bíls- ins er því minni er mótstaða vinds- ins gegn honum, en hins vegar verð- ur hann næmari fyrir hliðarvindi. Vindurinn mæðir jafnan meir á framhelmingi bílsins en minna á straumlínulöguðum afturhelmingn- um. — Þegar stélin koma á bílinn, mæðir vindurinn líka á afturhelm- ingnum, svo að hliðarþrýstingur- inn á bílinn verður nokkurn veginn jafn aftan og framan. — Stélin hafa lengi verið notuð á kappakst- ursbílum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.