Fálkinn


Fálkinn - 13.11.1959, Page 3

Fálkinn - 13.11.1959, Page 3
FALKINN 3 Leikfélag Reykjavíkur: Sex persónur leita höfundar eftir Luigi Pirandello Þýðandi Sverrir Thoroddsen Leikstjóri Jón Sigurbjörnsson Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi þriðjudagskvöldið 3. nóv. s.l. leik- ritið Sex persónur leita höfundar, eftir ítalska skáldið og rithöfund- inn Luigi Pirandello í þýðingu Sverris Thoroddsen og undir stjórn Jóns Sigurbjörnssonar,hins fjölhæfa leikhúsmanns. Leikfélag Reykjavíkur hefur áður tekið þetta verkefni til meðferðar. Var það árið 1926, og hét þá í þýð- ingunni „Sex verur leita höfundar“. Þá þýðingu gerði Guðbrandur pró- fessor Jónssori, en leikstjóri var Ind- riði Waage. Höfundur þessa leikrits^ Luigi Pirandello, hlaut Nóbelsverðlaun árið 1934, svo að ekki er slakur nauturinn að þessu leikriti. Þess ber ekki að dyljast, að höf- undurinn fer um margt ótroðnar slóðir í þessu leikriti. Og þó að lið- in séu um fjörutíu ár síðan hann samdi það, er það ennþá á ýmsan hátt sérstætt í leikbókmenntum heimsins, enda olli það á sínum tíma mikilli byltingu í heimi leik- listarinnar. Þetta leikrit er marg- slugið, bæði sem bókmenntir og sýningarleikur, en höfundurinn missir aldrei sjónar á megintilgangi sínum og lokatakmarki. Þó er hætt við, að þetta leikrit fari að ýmsu leyti fyrir ofan garð og neðan hjá þeim leikhúsgestum, sem eru ekki því ratvísari í völundarhúsi Thalíu, svo launslungið sem það er, en veki það mönnum heilabrot, er vissulega betur farið en heima setið. Raunar er vikið að tilgangi höfundar með leikritinu í grein í leikskránni, og verður það að sjálfsögðu ekki rakið hér. Það lætur að líkum, að leikrit sem þetta á mikið undir meðferð leikenda og leikstjóra. Ég get ekki borið saman meðferð L. R. á þessu leikriti nú og árið 1926, því á þeim árum mun ég hafa verið tiltölu- lega meinlaus götustrákur á Akur- eyri undir viðurnefninu „mennta- skólanemi" og hafði því löglega af- sökun fyrir fjarveru minni. En leik- endur og leikstjóri, sem nú færa þetta leikrit á svið, skila verkefnum sínum með fullum sóma. Reynir þar mest á persónur hins ósamda leik- rits svo og leikstjóra þann, sem er ein af persónum leikritsins. Af leik- endum í persónum hins ósamda leik- rits báru þau Gísli Halldórsson og Þóra Friðriksdóttir af, enda veitist þeim mest svigrúm til að koma hæfileikum sínum á framfæri. Leik- ur Gísla var sannur og látlaus, enda er hann cultiveraður leikhúsmaður og vinnur af alúð að verkefnum sín- um. Leikur Þóru var mjög tilþrifa- mikill og hún lék af sannri tilfinn- ingu hjartans. Mér býður í grun, að þetta sé bezti leikur hennar til þessa. Hin ágæta leikkona Aurora Halldórsdóttir fékk ekkert tækifæri til að láta gamminn geisa í hlutverki hinnar marghrjáðu og hörmum þrúguðu móður. Hún sýndi holdi klædda, hina mannlegu þjáning, svo sem hún getur sárust orðið og átak- anlegust. Slíkur ofurtregi er borinn í hljóðleika þagnarinnar. Leikur Steindórs Hjörleifssonar var einnig að mestu þagnarleikur, en loks, þeg- ar hann kom á framsviðið, lék hann af tilþrifum og sannfærandi skap- brigðum. Frú Pace lék Þóra Borg prýðilega, og gervi hennar var á- gætt. Hlutverk leikstjórans var í hönd- um Guðmundar Pálssonar og hef ég ekki séð hann betri á leiksviði áður. Er vissulega óhætt að bjóða honum hann brattan hér eftir. Leikstjóri er, eins og áður er sagt, Jón Sigurbjörnsson og hefur hann sett þetta erviða verk á svið af nærfærni og skilningi. Karl ísfeld. * Þóra Friðriksdóttir, Steindór Hjörleifsson og Áróra Halldórsdóttir í hlutv. Þjóðleikhúsið: 99 Ballets: l.S.A.“ Eftir JEROME ROBBINS Þjóðleikhúsið hefur fengið mikla aufúsugesti þar sem var ballett- flokkur hins ameríska meistara Jer- ome Robbins „Ballets: U.S.A.“ En sá ballettflokkur „kom, sá og sigr- aði“ ekki síður en Cesar sálugi forð- um tíð, að vísu ekki með bardaga og blóðsúthellingum, heldur yndi og unaði, sem er snöggtum skemmti- legra. Ballettflokkur hins fjölhæfa snillings mr. Robbins hefur farið óslitna sigurför um meginlandið undanfarið og er það engin furða, því að hann flytur tæra list. I leikskránni stendur, að Jerome Robbins sé „fjölgáfaður listamaður, balletthöfundur, leikstjóri og dans- ari“. Sýning Balletts: U.S.A. tekur af öll tvímæli um, að þetta sé satt. Síðan er rakið lífshlaup þessa mikla meistara og hirðum vér ekki um að skýra frá því nánar. í ballettflokki þessum eru um tuttugu dansendur og ber það gott vitni stjórnenda, að enginn virðist skara sérstaklega framúr, en allir skila hlutverkum sínum framúrskarandi vel. Fyrsta atriðið, Ballett í þögn, var, eins og nafnið bendir til, flutt án tónlistar og er það mikill vandi, því að tón- listin lyftir jafnan undir dansendur, allt um skilaði flokkurinn þessu at- riði með afbrigðum vel. Sýnir það Framh. á 14. síðu. Sviðmynd úr „Tónleik- unum“.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.