Fálkinn


Fálkinn - 13.11.1959, Blaðsíða 4

Fálkinn - 13.11.1959, Blaðsíða 4
FALKINN „Hann Lauris er fimur með flug- una," sagði gamli bóndinn, sem horfði á Norstad yfirhershöfðingja veiða silung í norskri á fyrir nokkr- um árum. Og Lauris líður aldrei eins vel og þegar hann er í veiði; þá gleymir hann öllum áhyggjunum, sem fylgja því að vera yfirhershöfð- ingi allra þjóðanna í NATO. Því að þeirri vegsemd fylgir vandi. Og að loknum frídögunum í Nor- egi þýtur Norstad til Parísar og býð- ur aðmírálum og hershöfðingjum úpp á silung, sem hann hefur veitt sjálfur. NORSKA ÆTTIN Það er sagt, að Lauris Norstad hafi orðið hissa, þegar hann steig fyrst fæti á norska grund, 10. sept- ember 1951. Hann kom til Sola með Eisenhower þáverandi yfirhershöfð- ingja til þess að afhenda norsku her- stjórninni fyrstu fimm þoturnar, sem Norðmenn fengu frá Banda- ríkjunum. Norski flughershöfðing- inn Finn Lambrechts hafði hugsað sér að taka vel á móti þessum norsk- ættaða manni, og safnaði saman nær hundrað ættingjum haris víðs- vegar af Rogalandi. Þeir stóðu í hóp YFIRMAÐUR FIMMTÁN ÞJÚÐA inni á flugvellinum, þegar Norstad kom út úr vélinni. — Hvað er nú þetta, sagði hers- höfðinginn, — er allt þetta fólk frændfólk mitt? Hef ég verið aug- lýstur í Lögbirtingablaðinu eins og arfur frá Ameríku? Berta gamla Samuelsen úr Minne- gate 86 í Stavanger var sú elzta í frændliðshópnum, 74 ára, og lét ekki standa á sér að segja meiningu sína um drenginn frá Ameríku. — Þú ert líkur henni ömmu þinni, sagði hún. Og svo heilsaði Norstad öllum ættingjunum með handa- bandi, en um nánari skipti við þau var ekki að ræða fyrr en árið eftir, þegar hann fór í frí til Noregs. Og Veiðimaður — Goifkappi — Ætiermaður — A.tnorskur é föðuraiitina oa háifsainskur í móðurtvtiina — síðan hafa þessar heimsóknir orðið svo að segja árlega. Silungsveiði og heimsóknir hjá frændfólki. Inni í firði, um tveggja tíma leið á bát norður af Stavanger er bær, sem heitir Nárstad í Ambo. Þar ólst föðurfaðir Norstads upp, Lars Nár- stad — hann var eitt af sjö fóstur- börnum, sem hjónin Anna og Jo- hannes Nárstad höfðu tekið. Hann var 8 ára, þegar hann var tekinn í Norstadfjölskyldan í garðinum í Fontainebleau. Kristín, tvitug dóttirin, er að hella í bollana. fóstur. Ólst hann svo upp í Nárstad og leið vel. En þarna voru litlir framtíðarmöguleikar í þá daga. Lars kynntist Ingibjörgu Loyning frá Sauda og þau trúlofuðust og fóru strax að spara í fargjald til Amer- íku. En það varð ekki fyrr en Lars var orðinn þrítugur, árið 1873, að þau komust vestur í fyrirheitna landið og giftust þar, og settust að í Eagle Grove í Iowa. Rósamálaða kistu með svörtu ártali höfðu þau haft með sér að heiman, og svo vitanlega biblíu og sálmabók, eins og flestir útflytjendur. Þau eignuð- ust sjö börn, og var Martin elztur. Hann varð prestur í lúthersku kirkj- unni í St. Paul í Minnesota. Giftist sænsk-amerískri stúlku. Og elzti honur þeirra varð Lauris (Lars) Norstad hershöfðingi. Ingibjörg föðurmóðir Norstads var dóttir Kolbeins og Mari Löyn- ing frá Sauda og er það fjölmenn ætt. Mari fór til Minnesota 73 ára gomul og lagðist þá Löyningbærinn í eyði, en rústirnar sjást ennþá. Á þriðja hundrað manns eru á lífi af þessari ætt víðsvegar á Rogalandi. Á ættingjamóti í Stavanger 1948 komu 150 af þeim saman þar, og eins og áður segir komu nær hundr- aði til að taka á móti Lauris Nor- stad frá Ambo, 67 ára. Hann var nánasti ættinginn. En þeim nöfnun- um gekk illa að tala saman. — Ég gat talað norsku, þegar ég var strák- ur, sagði hershöfðinginn, en þegar ég var orðinn 12—13 ára hafði ensk- an útrýmt norskunni. — í uppvext- inum hafði hann þó verið hjá afa sínum, Lars Nárstad í Red Wing, sem er alnorsk byggð. Lauris Norstad fæddist 24. marz 1907 í Minneapolis og gekk í skóla í Red Wing og var duglegur nem- andi, en mest kvað þó að honum í íþróttum. Hann var á öllum íþrótta- mótum, sem hann komst. Síðan gekk hann á herskólann í West Point og lauk prófi þar 12. júní 1930 og nú hófst hermannsferill hans. Meðal annars var hann 4—5 ár í herþjón- ustu í Hawaij og bjó í Schefield Barracks, sem síðar urðu frægir vegna skáldsögunnar og kvikmynd- arinnar „Héðan til eilífðarinnar". Hann hækkaði fljótt í tigninni, tók ágæt próf og var orðinn kapteinn, þegar heimsstyrjöldin hófst árið 1939. í stríðinu sýndi hann frábæra herkænskuhæfileika og varð gener- almajór miklu yngri en lög og regl- ur standa til, svo að þingið varð að samþykkja sérstök lög til þess að Norstad gæti fengið þessa stöðu, jafn ungur og hann var. Norstad átti þátt í skipulagningu

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.