Fálkinn


Fálkinn - 13.11.1959, Qupperneq 5

Fálkinn - 13.11.1959, Qupperneq 5
FALKINN 5 Norstad er fimur golfmaður. Mynd- in er tekin á golfvelli í Esteril, Portugal, fyrir nokkrum árum. loftárásanna á Norður-Afríku árið 1942 og innrásarinnar á Sikiley og meginland ítalíu. Varð hann yfir- maður allra hernaðaraðgerða við Miðjarðarhaf í janúar 1944 og síðan má segja, að hann hafi verið einn af atkvæðamestu mönnunum í herstjórn Bandaríkjanna. — Þegar taka skyldi mikilvægar ákvarðanir viðvíkjandi flughernum var jafnan farið til Lauris Norstad. Hann varð einn af hinum svonefndu „Hap’s Boys“, sem hinn frægi hershöfðingi H. H. „Hap“ Arnold safnaði að sér. Arnold þurfti á Norstad að halda „til þess að hjálpa sér til að hugsa“, eins og hann orðaði það. Og síðar- tók hver vandastaðan við af ann- arri. Hann varð næstæðsti foringi hernaðaraðgerðanna í Kyrrahafi og lokaviðureignarinnar við Japana 1945, og er talinn einn af þeim níu mönnum, sem ráða mestu um hern- aðarskipun framtíðarinnar. Fjórir af þessum níu eru Bandaríkjamenn, Mountbatten aðmíráll er eini Bret- inn; ennfremur eru í hópnum tveir Rússar og einn Vestur-Þjóðverji og loks Peng The-huai frá Kína. Eisenhower hefur tröllatrú á þess- um eftirmanni sínum í NATO-her- stjórastöðunni í París. En auk þess að vera mikill hernaðarfræðingur er Norstad talinn hafa þá kosti til að bera, sem nauðsynlegir eru her- stjóra, sem á jafn marga húsbænd- ur og Lauris Norstad. Þeir eru fimmtán og sumir þeirra baldnir, ekki sízt landsdrottinn NATO, de Gaulle hershöfðingi og forseti. En Norstad hefur reynzt lipurmenni og hefur furðanlega tekizt að sigla milli skers og báru þessi ár, sem hann hefur stjórnað hernaðarfram- kvæmdum NATO. Það er vandasöm staða. Enda er hár hershöfðingjans farið að grána. Það reynir á manninn, að þurfa að taka jafn margar og mikilvægar á- kvarðanir og NATO-hershöfðinginn þarf að gera. Hann er litlu betur staddur en Dag Hammarskjöld. Norstad er lítill samkvæmismað- ur og hefur ekkert gaman af tildri og prjáli. Beztu stundir hans eru þær, er hann fær að sitja heima hjá sér í ró og næði með pípuna í munn- inum. Frú Isabella jagast aldrei út af því að gluggatjöldin vilja reyk- litast, en stundum lokkar hún hann út á blettinn við húsið þeirra í Fon- tainebleau við París, og fær hann til að spila krokket við sig. En Nor- stad er líka góður golfspilari. Og svo veiðir hann silung, þegar hann kemur til Noregs. Hann les mikið, „vegna þess, að það er áríðandi að maður endurnýi menntaforða sinn við og við“, eins og hann segir. Hann unir sér bezt heima hjá Isabellu konu sinni. Þau giftust 1935 og eiga eina dóttur, sem heitir Kristín ... Berta gamla Samúel- sen var elzti œtting- inn, sem tók á móti Lauris Norstad, er hann kom í fyrsta sinn til Noregs, 1051. KRUSTSJOV FORSÆTISRÁÐHERRA réðst með skömmum á Nixon varaforseta er hann kom í heimsókn austur, en Nixon lét hart mæta hörðu. Rússar segja að það „hreinsi loftið“ að nota óþvegin orð. Svo mikið er víst að nú hafa Eisenhower og Krustsjov boðið hvor öðrum heim. — Hér sjást þeir Krustsjov og Nixon vera að rífast. * Skrítlur Brandur gerði sér ferð til sýslu- mannsins til þess að kœra Gúnda nágranna sinn, fyrir tjón og skemmdir, sem hann hefði valdið, og heimtaði að hann borgaði sekt fyrir verknaðinn. Sýslumaðurinn var sammála Brandi um, að Gúndi hefði unnið til sekta, en sagði: „Maðurinn er bláfátœkur, svo að það er þýðingar- laust að sekta hann ■—- hann getur ekki borgað.“ Þá segir Brandur reiður: „sekt skal hann fá, helv.... að tarna, jafnvel þó ég verði að borga hana sjálfur!“ -X Hraðlestin brunaði áfram með hundrað kílómetra hraða og í klefa- horninu sat Zakarías og svaf svefni hinna réttlátu. En svo vaknar hann við að annar farþegi rumskar við honum. — Afsakið, segir farþeginn. — Er konan yðar ekki nokkuð feitlag- in, gráklœdd og með rauðan hatt? — Já, víst er hún það, — en er nokkur ástœða til að vekja mig til að spyrja um þetta? segir Zakarí- as. Og hvers vegna gengur svona mikið á fyrir yður? — Konan yðar datt út úr lest- inni. — Hver skrambinn, segir Zakar- ías. — Það var nú verra. Þér verð- ið að taka í hemilinn undir eins, því að hún er með báða farmiðana okkar. -K Frú Brands (eftir óstöðvandi kjaftavaðal): — Af hverju horfir þú svona á mig, naglinn þinn? Brands: — Ég var bara að hugsa um, hve falleg þú mundir vera með lokaðan munninn, elskan mín. * — Það var dáti hjá yður í herberg- inu yðar í gærkvöldi, María litla, sagði síra Jóhannes við vinnustúlk- una. — Það var bróðir minn, síra Jó- hannes, svarar María. — En þér hafið sagt mér, að þér œttuð ekki neinn bróður? — Já, ég vissi ekki til þess fyrr en á sunnudaginn var, að ég heyrði yður segja i stólrœðunni, að við vœrum öll brœður og systur. -K Eldri systirin er að segja Gvendi litla, að það sé synd að vinna á sunnudögum, og það megi enginn gera. — En lögreglan vinnur á sunnu- dögum. Kemur hún þá ekki til himnaríkis? spyr Gvendur. — Nei, líklega ekki, svarar syst- irin. — Það er heldur engin þörf fyrir lögreglu í himnaríki.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.