Fálkinn


Fálkinn - 13.11.1959, Blaðsíða 7

Fálkinn - 13.11.1959, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 móðir hennar enn kennari í einum skólanum. Kathy fékk von bráðar samning- inn við Paramount og skrifaði blöð- um í Dallas og Houston kvikmynda- fréttir. Crosby var einn af þeim, sem hún skrifaði viðtal við, og hann bauð henni með sér á veitingastað -á eftir. Hún var aðeins tvítug og hann var Bing Crosby. En þann dag í dag man hún að þetta gerðist 24. júní og að þá var rigning, og að jhún var í kjól úr rauðgulu tafti. Árið 1955 fóru blöðin að tala um þ>au og orða þau saman einkum eftir að Bing hafði boðið henni með sér í eitt meiriháttar samkvæmi. Og árið 1956 tók hún þaþólska trú (Bing er kaþólskur), keypti sér brúðarkjól og flaug til Hayden Lake. Og svo var lýst til hjónabands —en Kathy kom ein síns liðs til Hollywood aftur. Þau hafa hvorugt vilja gefa skýringu á hvernig á því stóð. En svo giftust þau allt í einu í október 1957. Crosby hefur jafnan verið orðfár um sjálfan sig. En það hefur vitn- ast gegnum Kathy, að hann er góð- ur heimilisfaðir þó hann sé nokkuð strangur. Einu sinni fór Kathy með hann heim til foreldra sinna í West Col- umbia. Þangað kom fjöldi fólks til að sjá hann og tala við hann, segir hún. — Mamma varð að fara í skólann á hverjum degi, svo að nágrannarnir undirbjuggu að öllu leyti móttök- urnar heima. Bing varð að standa og taka í höndina á fólki tímanum saman, og hann fór í skólann og söng fyrir nemendur móður minn- ar. Einu sinni keypti hún þröngar buxur handa sér. — Karlmennirnir hafa allt aðra skoðun á fötum en við kvenfólkið, segir hún. — Ég keypti mér nær- skornar toreadorbrækur, en mann- inum mínum líkuðu þær ekki. Hann sagði að þær gætu komið til mála eg ég sæti og væri að skrifa bréf inni í herberginu mínu, en alls ekki hæfar til að koma í þeim út fyrir dyrnar. Honum finnst sjálfsagt líka, að „shorts“ nái að minnsta kosti niður á hnén. Bing er ennþá lítið um öll blaða- skrif. Fyrir nokkru voru hjónin viðstödd golfkeppni í Palm Springs. Bing sagði við áfjáðan ljósmynd- ara: — Ég vil alls ekki láta taka mynd af mér! En konan hans tók þessu öðru vísi. Hún benti ljós- myndaranum og sagði: — Hann skipar mér að fara heim, ef þér haldið áfram að reyna að ná mynd af okkur. Viljið þér ekki lofa mér að sjá keppnina? — ★ — George Morgan, 31 árs, frá Lan- caster í New Yorkríki komst nýlega í blöðin. Það var bílasali nokkur, sem hafði kœrt hann fyrir lögregl- unni fyrir að hafa stolið frá sér bíl. Loks kom Morgan í leitirnar. Hann hafði þá ekið bílnum 8000 kíló- metra. Fyrir rétti neitaði hann að játa sig sekan. Hann sagði, að bíla- salinn hefði boðið sér að reyna bíl- inn áður en hann keypti hann, en ekkert minnzt á, hve langt hann mœtti aka honum % þessari prófun- arferð. Frá Páli biskupi Jónssyni Páll Jónsson, Loftsson í Odda, og Ragnheiður systur Þorláks biskups helga, Þórhallarsonar, vra uppi 1155 —1211 og biskup í Skálholti frá 1195 til dauðadags. Fyrir nokkrum árum fannst steinkista hans með beinum hans og bagli er verið var að grafa fyrir hinni nýju Skálholts- kirkju. Hér fer á eftir hrafl úr sögu hans; tekið eftir Biskupasögum: PALL var sonur Jóns, ins göfug- asta manns, Loftssonar, Sæmundar- sonar hins fróða. Móðir Jóns var Þóra, dóttir Magnúss konungs ber- fætts, en móðir Páls var Ragnheiður Þórhallsdóttir,systir Þorláks bisk- ups ins helga. Páll var fæddur upp í Odda með Jóni, föður sínum, ok lagði hann sjálfr ok svo aðrir því meiri virðing á hann sem hann varð eldri. Páll var vænn áliti, fagreygur ok fasteygr, hrokkinhárr ok fagrhárr, limaðr vel ok lítt fættr, tilbjartr ok hörundsljóss, meðalmaðr at vexti ok manna kurteisastr. Hann var næmr ok vel lærðr þegar á unga aldri ok hagr at hvívetna, því er hann gerði, bæði at riti ok at öðru. Hann kvángaðist ungr ok fekk Her- dísar Ketilsdóttur, vænnar konu ok vel að sér át hvívetna, því er kven- menn mátti prýða. En er þau höfðu fá vetr saman verit, þá fór Páll utan ok var á hendi Haraldi jarli í Orkneyjum, ok lagði hann mikla virðing á hann. En síðan fór hann suður til Eng- lands ok var þar í skóla ok nam þar svá mikið nám, at trautt váru dæmi til at nökkur maðr hefði jafnmikit nám numit né þvílíkt á jafnlangri stund. Ok þá er hann kom út til ís- lands, þá var hann fyrir öllum mönnum öðrum at kurteisi lærdóms síns, versagerð ok bókalist. Hann var ok svá mikill raddmaðr ok söng- maðr, at af bar söngr hans ok rödd af öðrum mönnum, þeim er þá váru honum samtíða. Hann fór þá enn til vistar í Odda ok hafði þá enn gott yfirlæti, sem vert var. En litlu síðar gerði Páll bú í Skarði, ok var margs til fyrst fátt, þess er hafa þurfti, en svá kom skör- ungsskapr þeira beggja hjóna ok góðvild vina í hald, at þau áttu ærit hvervetna skamms bragðs, ok urðu þau þó fyrir inum stærstum fjár- sköðum, ok báru þau hann vel ok prúðlega, enda var svá sem ekki gerði af því, og þá óxu fé þeirra, sem sær gengi á land. Páll var raun- góðr ok fályndr ok þýðr við alla vini sína ok alla góða menn, en hann var stirðlyndr við vánda menn, þjófa ok illmenni. Stjórnar- maðr mikill var hann um alla hluti í sinni sveit ok örr tilfara alls stað- ar þar, er þurfa þótti til tilkvámu. Páll var goðorðsmaðr, ok helt hann svá alla sína þingmenn til allra réttra mála, at hvergi varð þeira hlutr undir. Páll átti fjögur börn, þau er ór barnæsku kómust, við Herdísi, konu sinni, sonu tvá ok dætr tvær. Synir hans hétu Loftr en Ketill, en dætr hétu Halla og Þóra. Þau váru öll væn at áliti ok vel at sér, þegar þau óxu upp. Þorlákr biskup, móðurbróðir Páls, lagði á hann mikla virðing ok unni honum mikit ok bauð honum oft til sín. En þótt nökkurir höfðingjar væri andstreymir Þorláki biskupi, þá var Páll honum því traustari frændi ok fulltrúi sem aðrir gengu meir undan. En þá Þorlákr biskup andaðist, þá sýndi Páll enn sína ást- ligri frændsemi en flestir allir hans göfgir vinir. ☆ Ungur maður var að leita sér at- vinnu og talar við stjórann í ein- hverju stórfyrirtækinu. — Reykið þér? — Nei. — Drekkið þér? — Nei-Nei. Þá heldur stjórinn áfram í spaugi: — En þér hafið kannske gaman af að vera með stúlkum? Ungi maðurinn hristir höfuðiö: — Nei-nei-nei. — Ætlið þér að segja mér, að þér hafið engan löst? — Ojú, segir ungi maðurinn. — Ég er lyginn. —o— Gamli maðurinn hafði setið lengi í biðstofu lœknisins og var orðinn óþolinmóður. Loks stendur hann upp, gengur til dyra og segir: — Ég held ég verði fremur að fara heim og deyja eðlilegum dauðdaga. £kritlur Læknirinn var að tala við leik- konuna frægu og sagði henni að hún mætti ekki taka svefnpillur á hverju kvöldi, því að það gæti kom- izt upp í vana. — Hvaða bull er þetta, sagði hún. — Ég hef tekið þessar pillur á hverju kvöldi í tólf ár og það er ekki komið upp í vana ennþá. •—- Tókstu eftir, hvernig þessi kvenmanngála deplaði augunum framan í þig? Svíakonungur var á elgsveiðum ásamt fríðu föruneyti. Lars Erik skrifar kunningja sínum um þetta: „Kongurinn kom og margir fínir menn með honum, og kongurinn skaut tvo . . .“ Afríkönsk útilega. — Hvað verður hann sonur yðar svo, þegar hann hefur lokið nám- inu? — Það eru mestar horfur á, að hann verði gamall maður.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.