Fálkinn


Fálkinn - 13.11.1959, Page 8

Fálkinn - 13.11.1959, Page 8
8 FÁLKINN Á hverjum morgni er sama þraut- in að koma mér fram úr bælinu. Hann Andy, elsku maðurinn minn, er vanur að bylta sér fram á rúm- stokkinn undir eins og vekjara- klukkan byrjar að gjalla, en á laug- ardögum liggur hann eins og dauð skata. Laugardagana átti ég frí frá skrif- stofunni. En hins vegar var þá allt- af nóg að gera heima. Fimm daga vikunnar stjórnaði ég hóp af skrif- stofufólki og sölumönnum — og laugardaga, þegar skrifstofan var lokuð, var ég stjórnandi á mínu eigin heimili. Á laugardagskvöldum var ég oftast svo uppgefin, að ég þurfti allan sunnudaginn til að hvíla mig, svo ég yrði vinnufær á mánu- dagsmorgni. Þennan laugardag, sem um er að ræða, hringdi vekjaraklukkan stundvíslega klukkan átta. Ég neri stýrurnar úr augunum og gægðist til Andy, sem sneri sér og deplaði augunum hálfsofandi. — Góðan daginn, Susie, umlaði hann loðmæltur. — Komdu hérna og kysstu mig. Andy er skolli laglegur maður, en í dag var ólund í mér. Honum veitti ekki af að raka sig fyrst, og hárið hékk í flyksum niður á augu á honum. — Nei, sagði ég og dragnaðist fram úr. — Ég hef þúsund aðra hluti að hugsa um. Fyrst setti ég upp ketilinn. Svo hellti ég óhreina fatnaðinum úr körfunni á gólfið í baðklefanum og fór að tína það úr, sem átti að sjóða. Andy þykir gott að fara í hreina skyrtu á hverjum morgni. Honum þykir gott að skipta um náttföt vikulega. Og ég hef aldrei vitað nokkurn mann nota jafn mörg hand- klæði, þegar hann baðar sig. Þetta er aumi nostrarinn, hugsaði ég með mér, þegar ég rogaðist með allan þvottinn niður í kjallara. Ég gerði áætlun fyrir daginn meðan ég beið eftir þvottavélinni. Maturinn var erfiðasta viðfangsefn- ið. Það var ekki ætur biti til í hús- inu, og við höfðum boðið Price- hjónunum í kvöldverð. Ég varð að finna eitthvað, sem auðveit var að framreiða — kótelettur eða bjúgu — kannske. Ég skrifaði lista yfir það, sem ég þyrfti að kaupa. Svo þurfti ég að fara með langbrókina mina í hreinsun og fötin hans Andy þurftu pressun. Ég gat skroppið í þvottalaugina á leiðinni til tann- læknisins. steikta hænsnalifur? Eða krams- fugl í rjómasósu? Við átum graut og brauð með osti og ég sagði honum frá áætlun- inni, sem ég hafði samið fyrir dag- inn. — Og meðan ég er úti gerir þú kannske svo vel að þvo gólfin, sagði ég undurblíð. — Kemur Margaret ekki eða Vio- let eða hvað hún nú heitir, þessi, sem er vön að koma og skúra gólfin? —• Góði minn, skelfing ertu minn- islaus! Violet hefur ekki komið hing- að síðan hún fékk inflúenzuna og Margaret hætti um páskana. Og ég hef ekki getað náð í neina aðra síðan. —• Mér líkar ekki þetta laugar- dagsannríki. — Hlustaðu nú á mig, sagði ég. —• Ég vinn ekki minna en þú alla vikuna, og vafalaust tífalt meira en þú á laugardögum . .. — Jú-jú, — húsverkin eru þræl- dómur, ég veit það . . . — Það var alltaf áform okkar að við skiptum á okkur húsverkunum. Nú er bezt að þú takir þinn hluta. Það var farið að síga í mig. — Þó að það sé kvenfólksvinna, sem kall- að er, þá verður þú að muna, að ég vinn karlmannavinnu fimm daga vikunnar. — Þú gætir hætt, sagði hann. Það skall í bollanum, þegar ég setti hann frá mér, og svo náði ég í netpokann, sem ég hafði með mér í búðirnar. Andy kveikti sér í vindlingi og hallaði sér aftur í stólnum. — Hvað mig snertir .. . hann blés reykhring- um upp í loftið, — þá líður mér einstaklega vel í þessu rólega and- rúmslofti. Ég skellti á eftir mér hurðinni. Ég skilaði mér í biðröðina í kjör- búðinni. Ég hef komizt að þeirri nið- urstöðu að því meira sem maður hefur að gera, því meiri tími fer í að bíða. Maður bíður eftir strætis- vagninum, maður bíður í búðunum, og þegar maður býr á fimmtu hæð í fjölbýlishúsi, eins og ég, verður maður alltaf að bíða lengi eftir lyft- unni. Ég var í undirtyllustöð í sex ár áður en ég fékk stöðuna, sem ég hef núna. Ég hækkaði í tigninni skömmu áður en ég giftist Andy. ið virðist ófullnægjandi. Það reynd- ist til dæmis svo þennan laugardag. ÉG kom valhoppandi heim með burðarnetið í eftirdragi. Ég lagði það frá mér í anddyrinu og kallaði til Andy úr dyrunum: — Hérna kemur maturinn! Settu mjólkina og smérið í kæliskápinn. Ég verð að fara til tannlæknisins. Andy rak hausinn fram úr eld- húsdyrunum. — Sjálfsagt, frú. Ég verð bara að ljúka við uppþvottinn fyrst, sagði hann glottandi. Ég varð samstundis að sméri. — Þú ert indæll, sagði ég. — Komdu þá og kysstu mig, sagði hann til að leita fyrir sér. — Get það ekki. Má ekki vera að því. Andlitið á honum slokknaði og ég fékk samvizkubit. Ég ætti ekki að vera svona, hugsaði ég með mér. Það er rangt af mér og mér þykir \ — Vertu róleg, sagði Andy. — Ég hef sópað gólfið og ég get gert það- aftur. Ég svaraði honum ekki. Lét böggl- ana, sem ég var með, detta niður á stól og kastaði mæðinni. — Til hvers er að reyna svona mikið á sig? sagði Andy. — Einhver verður að gera það. — Gera hvað? — Ég fór að telja á fingrunum: Ég þvoði þvott, ég fór í búðir, ég fór .. . — Bíddu snöggvast, tók hann fram í. — Þú kysstir mig aldrei í morgun — þú kyssir mig ekki há- degiskossinn og í kvöld verðurðu svo þreytt að þú getur ekki kysst mig til að bjóða mér góða nótt. Þú gleymdir að segja mér hve heitt þú elskar góða, lipra, ljúfa og hrífandi manninn þinn. — Þú mátt ekki erta mig núna, Andy. Þetta hefur verið erfiður dag- ur og ég á margt ógert enn. Ég hef LENORE GOLDSTEIIM: Ég fór með haug af nýþvegnum þvotti upp á loft, en þar hafði hús- vörðurinn komið fyrir snúrum og af hugulsemi látið þær vera alveg við reykháfinn. Þegar ég hafði hengt upp þvottinn var Andy ný- skriðinn á fætur. — Hér er ekki ögn af fleski eftir, sagði hann og beygði sig til að kyssa mig, um leið og ég snaraðist fram- hjá. — Hæ, hvað ósköp liggur þér á? spurði hann. — Ég verð að fara út til að verzla, sagði ég. Hann andvarpaði. — Hvað fáum við í morgunverð í dag? — Hafrágraut og brauð með osti. Hann hristi höfuðið. — Áttu ekki annað handa okkur? — Kannske bita af köldum kjúk- ligi? sagði ég smeðjulega. — Eða stundataflan Nýja Það kom ekki til mála að hafna því. Andy var þá að stofna málaflutn- ingsskrifstofu, og um að gera að verða sér út um peninga. Núna — þrem árum seinna — var hann bú- inn að koma sér vel á laggirnar, en kaupið mitt kom sarnt alltaf í góð- ar þarfir. Andy var hreykinn yfir að ég skyldi hafa svona góða stöðu, og okkur leið vel. En eftir þrjú ár vill stundum fara svo, að skipulag- vænt um hann. Ég leit á klukkuna. Ég var orðin of sein. Ég sendi honum koss á fingrin- um og hljóp. Hljóp alla leið og tókst að kom- ast stundvíslega til tannlæknisins. Andy var að éta kökur og drekka mjólk, þegar ég’ kom aftur. Það voru kökurnar, sem ég ætlaði að nota handa gestunum um kvöldið, og kökumylsnan var út um allt gólf. engan tíma til að hlusta á bull núna. — Ofurlítið bull gæti hjálpað upp á sakirnar núna. Þessi íbúð er álíka vistleg og saltnáma austur í Síberíu. — Þegiðu. Ég hef margt að gera. — Margt að gera . . . margt að gera, hermdi hann eftir henni, — Ég vildi óska að þú gerðir hlé svo sem einn klukkutíma og gerðir ekki nokkurn skapaðan hlut. — Andy, hættu nú þessu, sagði

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.