Fálkinn


Fálkinn - 13.11.1959, Blaðsíða 9

Fálkinn - 13.11.1959, Blaðsíða 9
FÁLKINN ég biðjandi. — Ég verð að fara að hugsa um matinn fyrir kvöldið. — Ég er ekkert svangur. Komdu og seztu hérna og talaðu við mig dálitla stund. — Nei, ég verð að fara að hugsa um matinn, Andy. Manstu ekki, að við höfum boðið Betty og Ralph Price hingað í kvöld? Og ég sem vonaði, að við gætum átt rólegt kvöld saman, og ég gæti orðið einn með þér. Ég hellti úr grænmetispokanum í vaskinn og skrúfaði kranann frá. — Mér finnst þú ættir að hlakka til. Ralph Price er bezti vinur þinn. Hann hristi höfuðið. — Bezti vin- ur mannsins er móðir hans — þú veizt það. Ég gat ekki stillt mig um að hlæja. Og það var það, sem hann hafði beðið eftir. — Komdu nú og sittu hjá mér svolitla stund, sagði hann biðjandi. — Ég skal hita kaffi eða te ¦— eða hvað sem þú vilt. . . — Ég hef ekki tíma til þess. — Engan tíma, ekki einu sinni handa mér? Hann stóð fyrir aftan mig, hélt utan um mig og kyssti mig á hálsinn. — Hvað er orðið af gömlu, yndislegu laugardögunum og sunnudögunum? Hjónabandið ætti að vera ánægjuleg tilstofnun — ekki sífelldur erill frá morgni til kvölds. — Ég fór að flysja lauk. — Ef ég geng ekki frá matnum fáum við ekkert að borða. — Við getum étið sardínur úr dós, sagði hann. — Eða flesk með eggi — eða soðnar baunir — mér er alveg sama. — Ha? Ef ég kæmi með baunir i kvöldverð mundi ég fá að heyra það alla mína æfi. — Þú gætir reynt einu sinni og séð hvernig íæri. Ég beygði mig í þráa yfir græn- metið. Hann horfði þegjandi á mig dálitla stund. — Jæja, sagði hann og yppti öxl- um. — Ég sé ekki betur en þú takir grænmetishrúgu fram yfir ástúðleg- an en skammsýnan eiginmann. Það var talsverður belgingur í röddinni. — Æ, Andi, gerðu nú svo vel að lofa mér að ganga frá þessu. Svo getum við rabbað saman á eftir. Klukkan hálfsjö var öllu lokið og ég var að hníga niður af þreytu. Andy kom út úr baðklefanum, ný- rakaður og í nýrri skyrtu, sem ég hafði keypt handa honum. — Ljómandi! sagði ég. — Þú ert eins og greifi! En bak við hann sá ég inn í bað- klefann, fullan af gufu og hand- klæðin eins og hráviði á gólfinu. Og — þó var það verst, að hattur og regnhlíf Andys lágu enn á snyrti- borðinu í svefnherberginu. — Nú fæ ég líklega að kyssa þig? Hann rétti fram báðar hendurnar móti mér. Bíddu augnablik. Ég verð að taka til í baðklefanum áður en þau koma. Ég strunsaði framhjá honum og fór að þurrka af gólfinu. Hann rétti úr sér með hönd á síðu: — Hvenær færðu eiginlega tíma til að skipta þér af mér. Á ég að aftala tíma, eins og þú gerir hjá tannlækninum? -^ Andy, ég reyni að gera skyldu mína, eftir megni... Sem betur fór var dyrabjöllunni hringt og Betty og Ralph komu vað- andi inn. Mér þótti vænt um að þetta voru gamlir vinir, sem létu sem þau tæki ekki eftir, að það var að sjóða upp úr hjá mér. Kvöldið heppnaðist vel. Þegar ég var ekki að bera fram veitingai; stóð ég frammi í eldhúsi og var að þvo upp. Við átum kvöldverð. Og ég þvoði upp. Ralph og Andy voru þyrstir og langaði í öl. Betty var líka þyrst, en hún vildi ekki öl, svo ég varð að blanda sítrónusafa handa henni. Ég bar fram kex með sítrónu- safanum og ölinu. Svo vildi Andy fá ost ofan á kex- ið og í hléinu milli veitinganna hlustuðum við á útvarp og spiluð- um canasta. Allt í einu var klukk- an orðin tólf og mál að drekka kaffi. Ralph drekkur ekki kaffi, en fékk mjólk í staðinn. Og nú kom ný bollahrúga til að þvo. Betty og Ralph eru einstaklega viðfeldið fólk, en þau vita aldrei hvenær þau eiga að f ara heim. Andy varð að geispa hátt hvað eftir ann- að áður en hann kom þeim út. MIG verkjaði í allan skrokkinn af þreytu, en ég varð að taka til í stofunni, tæma öskubakkana og þurrka af borðunum. Allt í einu datt mér nokkuð í hug. — Þvotturinn, Andy! Hann hang- ir ennþá uppi á húsþaki. —! Láttu hann bara hanga. Ég skal sækja hann fyrir þig á morgun. — Kemur ekki til mála. Ég get ekki látið þvottinn hanga uppi á þaki í alla nótt. Mér mundi ekki koma dúr á auga. Svo fór ég í jakka og tók körfuna. — Heyrðu nú, heillin mín, sagði hann. — Vertu ekki að hugsa úm þetta þvottrægsni. Ég skal ná í hann á morgun. Vitanlega hafði hann rétt fyrir sér. Ég vissi það. En þvotturinn var eins og álög á mér. — Ef þú sækir ekki þvottinn núna, þá geri ég það sjálf. — Jæja, sæktu þá þvottinn þinn. Ég ætla að labba út dálitla stund. Þetta gerir mann vitlausan. Ég var eins og lömuð, en aðeins stutta stund. Svo flýtti ég mér út. Það var niðamyrkur uppi á þakinu og vindurinn vældi í loftnetunum og reykháfunum. Þvotturinn flögr- aði eins og vofur í myrkrinu og ég varð að hafa mig alla við að standa í rokinu meðan ég var að ná klemm- unum af. Ég talaði upphátt við sjálfa mig meðan ég var að þessu. Þetta var vitleysa — maður átti aldrei að taka inn þvott nema með- an sól var á lofti — ekki um miðja nótt í myrkri og roki. Hvers vegna gerði ég þetta? Hvers vegna lifði ég svona? Ekki varð Andy ham- ingjusamari fyrir það, svo mikið var víst. Ég kippti í eina klemm- una, hún sat föst. Ég kippti aftur — og þá slitnaði snúran og allur þvotturinn datt niður í svart þakið. Ég stóð þarna eins og ég væri negld niður og horfði á viðurstygg- ing eyðileggingarinnar. Svo glúpn- aði ég. Og fór að gráta af gremju. Nú yrði ég að þvo allan þvottinn upp aftur — hengja hann upp aftur og taka hann niður aftur. Og hve- nær fékk ég tíma til þess? í fyrra- málið? Eða seint annað kvöld? Ég tíndi þvottinn saman og stakk honum í körfuna. Svo hypjaði ég mig niður aftur, og enn runnu tár- in niður kinnarnar. íbúðin var svo undarlega tóm, þegar Andy var ekki heima. Ég gekk hægt um stofurnar og horfði VATNSFLOÐIN I AUSTURRÍKI í sumar urðu 5 manns að bana og eyðilögðu hús og önnur mannvirki. Bíll varð fyrir flóðinu og rann ofan í skurð, en bílstjórinn komst af. Hér eru slökkviliðsmenn að bjarga bílnum. kringum mig — með nýjum augum. Þetta var sannkallað óskaheimili ungra hjóna — allt á sínum stað — allt hreint og fallegt og skipulegt. En allt í einu fékk ég andstyggð á því öllu saman. í eldhúsinu gljáði á ryðlaust stál og gljáandi flísar, í baðherberginu hengu hrein handklæði í röð á þil- inu við þvottaskálina, í stofunni voru svæflarnir á sínum stað í horn- unum á sófanum, hver öskubakki var á sínum ákveðna stað og blöð og vikublöð á réttum stað í hillun- um. Allt var svo fágað og gljáandi og fallegt. Og innantómt! Karfan með þvottinum stóð í and- dyrinu. Þar voru einu blettirnir í sótthreinsaðri íbúðinni minni og mér fór að þykja vænt um körfuna. Ég hvolfdi úr henni á stofugólfið. Inni í svefnherberginu tók ég á- breiðurnar af rúmunum og horfði gagnrýnandi á þau. Þetta var svo skorðað og einstrengingslegt allt saman — alveg eins og ég. Svona er ég sjálf, og þess vegna vill Andy ekki ve'ra hjá mér. Þess vegna geng- ur hann út einn. Ég var skelfing einmana. Ég leit á hatt og regnhlíf Andys, sem enn lágu á snyrtiborðinu, og nú þráði ég heitt að hann væri nærri mér og faðmaði mig. Ég hugsaði margt meðan ég var að hátta. Ég var blátt áfram að byggja manninum mínum út úr húsinu, og eitthvað varð ég að gera til þess að afstýra því. Hér þurfti gerbreytingar við. Allt varð að breytast. Ég slökkti ljósið og hjúfraði mig undir yfirsængina. Loks heyrði ég að gangdyrunum var lokið upp og læst. Andy! Ég settist upp í rúminu með ákafan hjartslátt. Ég gat heyrt að hann læddist inn í stofuna. Svo varð allt hljótt — lengi. Ég heyrði, að einhver læddist að svefnherbergisdyrunum og á næsta augnabliki stóð hann í dyrunum. — Susie! hvíslaði hann. Ég hélt niðri í mér andanum. — Hvað hefur komið fyrir? spurði hann lágt. —¦ Hvers vegna hefurðu látið allan þvottinn á stofugólfið? Ég reyndi að tala eðlilega, en það var kökkur í hálsinum á mér. — Snúran slitnaði og þvottur- inn datt og varð óhreinn aftur, og þess vegna kom ég með hann inn og mér fannst stofan allt of fín . . . nei • . . ég get ekki skýrt þetta núna, Andy ... kom og' lagðist á hnén við rúmstokkinn. Hann strauk mér um hárið. — Vertu ekki að gráta, Susie! Ég skal þvo þvottinn fyrir þig á morgun. Og ég skal strjúka hann líka. — Nei! sagði ég hróðug. — Nei. þú mátt ekki gera það! Og ég ekki heldur. Ekki á morgun. Ég hló uppvæg. — Ég þvæ hann á mánudaginn, ef ég verð upplögð til þess. Kannske þvæ ég ekki fyrr en á fimmtudaginn. Nú ætla ég að lifa i andvaraleysi! Kannske þvæ ég Framh. á 14. síðu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.