Fálkinn


Fálkinn - 13.11.1959, Blaðsíða 12

Fálkinn - 13.11.1959, Blaðsíða 12
12 FALKINN FRAMHALDSSAGA Húenkatai'inH -x >f vænt um. „Elsku dóttir mín! stóð þar. Hann hafði notað þetta gamla ávarp eins og hann var van- ur. Hann kallaði hana aldrei Sonju, í bréfunum, en alltaf „elsku dóttir mín." „Það er raunalegt þetta með sir James. En þessa erfiðleika við MacDonald sigrarðu væntan- lega bráðlega. Ég man eftir líku tilfelli fyrir 40 árum og ég held að ég viti hvernig þú átt að haga þér við þennan unga mann. Þegar maður verður fyrir barðinu á jafn miklu karlmenni og MacDonald læknir er ..." Þarna hafði bréfritarinn hætt. Sonja mundi aldrei fá að vita, hvaða ráð faðir hennar hafði ætlað að gefa henni, ráðin, sem hún þurfti svo mjög á að halda. Hún kraup á kné við hliðina á föður sínum og þrýsti bréfinu hans að vörum sér. Og grátur hennar bergmálaði í litlu skrif- stofunni. „Ó, elsku pabbi! Hvað verður nú um mig? Hvernig á ég að lifa án þín?" Það var lítið af þessa heims auði, sem Ro- bert Harrison lét dóttur sinni eftir í arf. Hann hafði ávallt verið hjartagóður og ör á fé og aldrei hirt um að spara. Hann hafði vonað að dóttir hans mundi taka við læknisstörfunum eftir hans dag, og geta lifað af þeim. En'nú var hann dáinn, áður en hún hafð'i lokið náminu, og Sonja sá fram á að hún yrði að selja húsið og lækn- ingaleyfið hans, svo að hún gæti lokið síðasta námsárinu. Læknisleyfi dáins manns er aldrei mikils virði, og þegar útfararkostnaðurinn var greiddur hafði hún ekki afgangs nema það sem svaraði kostnaðinum við námið, þangað til hún gæti farið að vinna fyrir sér sjálf. „Og hvað hefurðu hugsað þér að gera við inn- búið, Sonja?" spurði ráðskonan, Annie, sem hafði verið á heimilinu síðan Sonja fæddist. Hefurðu nokkurn stað í London, sem þú gætir geymt það á?" „Ég verð að flytja," sagði Sonja lágt. „Úr því að pabbi er dáinn get ég ekki hugsað til þess að eiga heima hérna. Endurminningarnar mundu verða svo sárar. Ég ætla að leigja mér ofurlitla íbúð og hafa með mér það af húsgögnunum, sem mér þykir vænzt um, og selja hitt. Ég er of trygg í mér til þess að geta skilið sumt af því sem hérna er, við mig. Fyrst og fremst ætla ég að taka gamla rannsóknarborðið hans föður míns." Hún benti á gamalt og slitið borð. Margar ungar konur frá Marley höfðu staðið upp frá því borði og fengið að vita að þær ættu barn í von- um. Sonja sá föður sinn í huganum, er hún leit á borðið, álútan og gráhærðan. Þegar hún hefði náð lokaprófi mundi hún kannske sjálf rannsaka tilvonandi mæður við þetta sama borð. „Má ég ekki koma með þér til London og sjá um heimilið fyrir þig, Sonja?" spurði Annie gamla. „Ég býst ekki við að ég hafi efni á því að hafa stúlku, Annie," „Guð blessi þig, barnið mitt, ég vil ekki hafa einn eyri fyrir það," svaraði hún um hæl. Lækn- irinn var alltaf svo góður og nærgætinn við mig. Ég hef ekki nema gaman af að vinna fyrir þig, Sonja. Æ, taktu mig með þér. Þú verður einmana á kvöldin." „Þú ert einstök manneskja, Annie," sagði Sonja og þrýsti gömlu konunni að sér. „Þú skilur að mér þykir ósköp vænt um að fá að hafa þig hjá mér." Viku síðar hafði Sonju tekizt að fá hæfilega íbú'ð og þær íluttu þangað, Annie og hún. Þegar hún fór á ajúkrahúsið á mánudagsmorguninn var hún þreytt og dauf í dálkinn. Hún hafði haft svo margt að hugsa og nú kom afturkastið. Hún mætti Brendu Rich í hliðinu. Brenda tók fast í höndina á henni. „Ég samhryggist þér — skelfing var þetta sorg- legt með Robert frænda. Mig hefði langað til að koma í jarðarförina, en mér var ómögulegt að losna," sagði hún og nærsýnu augun voru full af tárum. „Þakka þér kærlega fyrir það," svaraði Sonja. „Þú sendir svo falleg blóm. Hefurðu heyrt nokk- uð um hvernig gengur með MacDonald yfirlækni á sjúkrahúsinu?" • Brenda hnyklaði fölar og sléttar brúnirnar. „Þeir segja að hann hafi haft allt á hornum sér allan laugardagihn. Hann vildi koma þér burt. Allir hinir læknarnir mótmæltu vitanlega, því að þeir hafa alltaf haldið fram jafnrétti kven- fólksins hérna. Þetta hlýtur að vera skelfing erfitt fyrir þig, — hann kvað vera ofstækisfullur kvenhatari. En þú ert svo dugleg, að von bráð- ar finnst honum að hann geti ekki án þín verið." Sonja efaðist um að honum mundi finnast það nokkurn tíma. Hún tók bækurnar sínar og fór inn í kennslustofuna, en þar átti MacDonald að halda sinn vikulega fyrirlestur fyrir stúdent- ana. Hún var varla sezt þegar MacDonald kom inn. Áður en hann tók til máls renndi hann aug- unum yfir salinn, og það var auðséð, að honum gramdist, er hann kom auga á Sonju. Svo sneri hann sér að töflunni og rissaði teikningu með krítinni. Þegar Sonja hafði hlustað á hann í tíu mín- útur var hún sannfærð um að hann væri ágæt- asti skurðlæknirinn, sem hún hefði nokkurn- tíma haft kynni af. Viðhorf hennar til máls, sem hann var að tala um, breyttist, og hún hreifst með. Kannske yrði það ekki eins erfitt og hún hélt, að vinna með honum í framtíðinni. Þegar fyrirlestrinum lauk og stúdentarnir fóru út, kom MacDonald til hennar. Hún var enn að hugsa um þetta nýja sjónarmið til málsins, er hann hafði bent á, og gekk á móti honum. „Ég hef gert það sem ég hef getað til að fá nýjan aðstoðarlækni, ungfrú Harrison," sagði hann þurrlega, „en hinir læknarnir hafa ekki viljað taka í mál að taka starfið af yður. Þess- vegna neyðumst við til að vinna saman fyrst um sinn, en ég vil að þér vitið að þessi tilhögun er mér þvert um geð, og að mér er mjög illa við hana. Eftir hálftíma á ég að taka botnlanga á skurðstofu II. Viljið þér búa allt undir það." Þegar Sonju varð litið á hryssingskalt andlitið á honum sárlangaði hana til að berja hann. Hvern- ig gat hann fengið af sér að tala svona við hana, aðeins fáum dögum eftir dauða föður hennar? Hún vissi ekki ao MacDonald haíði verið ókunn- ugt um ástæðuna til þess að hún hafði verið f jar- verandi fyrir helgina, og af því að hún var í hvíta sloppnum utanyfir, sá hann ekki að hún var sorgarklædd. Allt sem hún vissi var, að ef hún átt'i að ljúka fullnaðarprófi og byrja að starfa sem sjálfstæður læknir, varð hún að berj- ast við þennan mann til síðustu stundar. Faðir hennar var dáinn. Brenda var á förum suður á Gullströnd til að hjálpa Jim sínum, og að frá- taldri Annie gömlu átti hún ekki nokkurn vin í London. En hún ætlaÖi að berjast til sigurs. Húix. hafði helgað líf sitt starfinu fyrir líðandi kohur og böin, og hvernlg serri yeítist ætlaði hún að halda trútt við það heit. < „Já, dcktcr MacDonald," svaraði hún og beit á vörina til að halda táiunum tilbaka, sem leit- uðu á. Með hin hörðu orð yfirlæknisins kliðandi í eyrum sér gekk Sonja hægt útúr kennslustof- unni. Þegar hún kom út á ganginn sá hún að stúdentahópurinn var horfinn. Aðeins einn mað- ur var eftir í hvítmáluðum ganginum, auk henn— ar sjálfrar. Hár og snyrtilega klæddur maður, sem þrammaði fram og aftur. Það var Max Brent- ford og hann kom undir eins á móti henni. „Þú varst lengi inni hjá skurðlækninum," sagði. hann. „Ég þori að veðja um að hann hefur reynt i að dufla við þig." „Alls ekki, Max. Þú veizt eins vel og ég, að doktor MacDonald duflar aldrei. En þú mátt ekki tefja mig núna, því að ég verða að fara að undirbúa botnlangauppskurð á stofu nr.II" „Ég veit það. Ég á að svæfa stúlkuna. Þetta. er létt tilfelli og smákrakki. Þess vegna fannst mér ég geta talað svolítið við þig fyrst. Það þarf ekki að taka svona uppskurð alvarlega." „Tilfelhð er alls ekki einfalt, annars hefðir þú- vafalaust getað gert uppskurðinn sjálfur," svar- aði Sonja. ,,Ég er viss um að þeir hefðu ekki beð- ið MacDonald um að gera uppskurðinn. ef hann væri auðveldur." „Elsie sagði að minnsta kosti að tilfellið væri einfalt," muldraði Max. Sonja opnaði munninn til að segja eitthvað,, en stillti sig. Hún hafði sínar skoðanir á læknis- fræðiþekkingu Elsie ,en taldi réttast að halda þeim skoðunum fyrir sjálfa sig. Skömmu síðar fóru þau bæði inn í svæfingarklefann. „Mamma, mamma! Hvar er mamma. Ég vil fara heim til mömmu." Það var svo nístandi örvænting í gráti aum- ingja barnsins, að Sonja flýtti sér þangað. Þetta var telpa, á að gizka sjö ára. sem lá þarna og. grét af kvölum. Hún hafði sparkað af sér ábreið- unni, og á mögrum dökkum kroppnum var ekki annað en ein skyrta og hvitir ullarsokkar. Sonja sá strax að þetta var zigaunabarn. „Hættu að öskra, ormurinn þinn. Annars verð- urðu barin." Elsie hafði reitt höndina og ógnaði barninu, en áður en hún gat slegið, hafði Sonja þrifið í hönd- ina á henni. „Kyrr, systir!" sagði hún hvasst en þó rólega. „Ætlið þér að drepa barnið? Sjáið þér ekki að það er örvita af hræðsluV" „Hvað kemur yður þetta við, ungfrú Harri- son?" svaraði Elsie Smith. „Þetta er óþekktar- angi og flökkuba/n. Hún hefur ekki linað á org- inu síðan hún kom hingað." „Barnið er ofsahrætt," sagði Sonja. „Og þér ættuð að vita það eins vel og ég, að það er harð- bannað að svæfa sjúkling í þessu ástandi. Það er nógu oft sem hjartalömun verður á skurðarborð- inu, þó að ekki sé flýtt fyrir henni með því að beita harðneskju. Látið þér mig um barhið. Ég skal róa telpuna." Svo strauk Sonja hárið á barninu frá útgrátnu

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.