Fálkinn


Fálkinn - 13.11.1959, Blaðsíða 13

Fálkinn - 13.11.1959, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 andlitinu. „Hvað heitir þú, barnið mitt?" spurði hún. „Ég heiti Jael Higgins," svaraði telpan hrædd. „Mamma og pabbi eru zigaunar. Sjúkrabíllinn kom með stórt rúm og tók mig frá þeim. Og nú á að skera mig með stórum hníf og drepa mig." „Nei-nei, Jael, það á ekki að drepa þig, heldur vonda orminn, sem er í maganum á þér," sagði Sonja glaðlega. „Vondan orm?" Tárvot augun störðu forvitin og spyrjandi á Sonju. „Já, ljóta, vonda orminn, sem lætur þér verða illt í maganum," sagði Sonja. Hún varð glöð, er hún fann að hjartaslög barnsins fóru að verða rólegri. „Læknirinn sem kemur bráðum er svo góður, og hann ætlar að reka slæma orminn burt, svo að hann komi aldrei aftur og meiði Þig." í sömu svifum kom Max Brenton með _svæf- ingargrímuna, en Sonja benti honum að fara frá. Eitt af því sem faðir hennar hafði innprent- að henni var, að það væri áríðandi að sjúkling- urinn yæri algerlega rólegur þegar byrjað væri að svæfa hann. „En verður það ekki skelfing sárt," hixtaði ¦barnið. „Nei, ekki verður það, því að þú sofnar á meðan og dreymir um eitthvað f allegt. Og þegar þú kemur heim aftur, öfunda hinir krakkarnir þig, því að þú hefur verið svæfð en ekki þéir." Augun í Jael ljómuðu af ánægju. „Já, það verða þau. Ég verð sú eina. ÖU hin segja að þau séu með orm í maganum." „Er sjúklingurinn tilbúinn, systir?" Róleg og skær rödd Philips MacDonalds heyrð- ist bak vio hana. „Telpan er því miður ekki til taks," sagði Elsie smeðjulega. „TJngfrú Harrison er áð segja henni ævintýri." „Ævintýri? Hvaða bull er þetta, ungfrú Harri- son?" spurði MacDonald og' snaraðist að henni. Sonja leit á hryssingslegt andlitið og brosti „Barnið hafði fengið hræðslukast," sagði hún. „Það hefði veriS fásinna að svæfa það í því á- standi. Telpan er zigauni, eins og þér vitið, og það er auðséð að þetta er í fyrsta skipti, sem hún er í almennilegu húsi. Hún hefur flakkað úti og legið í tjaldi alla sína ævi. Zigaunum líð- ur aldrei vel innan húsveggja. Og þá getur mað- ur hugsað sér hvernig zigaunabarni líður, þegar það kemur á sjúkrahús." „Hvaða bull er þetta?" sagði MacDonald ön- ugur. „Hafi sjúklingurinn ekki verið til taks undir uppskurðinn átti systir Elsie að láta mig vita um það. Þetta er í fyrsta skipti, sem ég hef orðið að bíða með uppskurð. Ég er sérfræð- ingur, ungfrú Harrison, og tími minn er dýr- mætur." Sonja fölnaði. „Það dugar ekki að skella skollaeyrum við líð- an sjúklingsins," stundi hún upp úr sér, en svo færði hún sig frá, svo að Max Brentford kæmist að með deyfigrímuna. „Ef ég hefði ekki róað hana mundi hafa verið úti um hana núna, doktor MacDonald. Uppskurðurinn verður nógu erfið- ur samt. Langabúturinn er gróinn f astur við mag- ann, ég veit það, því að ég tók á honum áðan." MacDonald svaraði ekki einu orði. Það var óhugnanlega hljótt meðan uppskurðurinn fór fram. „Systir Elsie, þér verðið að hafa nánar gætur á sjúklingnum fyrstu tvo 'sólarhringana, og látið mig fylgjast með hvernig honum líður," sagði hann stutt. Hann lét sem hann vissi ekki af að- stoðarlækninum. Þegar þau voru komin útúr skurðstofunni fann Sonja, að Max Brentford tók undir hand- legginn á henni. „Komdu með mér upp og fáðu þér tebolla," sagði hann. ,.Já, þökk fyrir. Mér þykir gott að fá eitthvað heitt, mér er svo skrambi kalt í dag." Þegar þau voru sezt við borð úti í horni, tók Max um hendurnar á henni. , „Hvað er að, Max?" spurði hún úti á þekju. Hugur hennar var enn hjá Jael litlu Higgins. „Ó, þú verður að vita það. Elsku Sonfla — get- urðu hugsað þér að giftast mér?" „Að giftast þér?" -)<--)< --k^<^<-X^<^<* *--><-* ^Jízk FLAUEL í FYRIRRÚMI. an >f >f >f >f >f >f >f >f Ef þér haldið upp á flauel, þá getið þér hlakkað til, því að bœði í París, Róm og London er þetta efni í miklum metum núna. í ítalíu nota þœr röndótt flauel í dragtir og frakka. Hérna sést frakki á unga stúlku frá tízkuverzlun Fabians í Róm, úr rauðu flaueli, með breiðum kraga, víðum 3/4 löngum ermum og breiðu belti. ¦¦¦ ¦¦¦¦¦-*¦'-:•:¦:¦:•:•:¦ ¦ ENSK HÁTÍSKA. Það er NORMAN HART- NELL — tízkuteiknari Breta- drottningar — sem ber ábyrgð- ina á þessum kvöldkjól. Hann er hvítur,úrþykkualsilki.Blúss- an og ermarnar alsett mislitum perlum og gljáandi steinum og jakkinn fóðraður með bjórfeldi. -X^-K^^^^^^-K^^-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K Sonja varð vandræðaleg og sterkur roði kom í kinnar hennar. „Æ, Max! Nei — þessa stundina get ég ekki hugsað mér að giftast neinum. Það eru ekki nema tíu dagar síðan hann faðir minn dc." „Elsku Sonja — ég veit það," svaraði stúdent- inn. Glaðvær æskurödd hans varð allt í einu al- varleg. „Það er þess vegna sem ég sting upp á að við giftumst strax, því að þú stendur ein uppi í veröldinni. síðan hann faðir þinn dó. Þú verð- ur hræðilega einmana." „Ef til vill verð ég það, Max, en ég get ekki gifst þér samt." „Ertu ástfangin af einhverjum öðium?" spurði Max órólegur. „Ég hef aldrei elskað neinn -pilt, Max. Strfið er mér fyrir öllu. Mér þykir leitt að baka þér vonbrigði, en getum við ekki orðið félagar og vinir áfram? Nú skulum við ekki tala meir um giftingar." „Æ-nei, Sonja — ég get biðið," sagði Max og brosti. En Sonja sá vott af gremju undir brosinu. Engin hafði hingað til vísað Max Brentford á bug, og hann var staðráðinn í að Sonja skyldi verða konan hans fyrr eða síðar. „Æ, Sonja, ertu ekki hrædd? Ég er svo hrædd, að ég skelf frá hvirfli til ilja við tilhugsunina um að eiga að taka á mót barni upp á eigin spýtur." Brenda setti á sig ódýru ullarvettlingana sína og hneppti að sér óvandaðri regnkápunni. Það verður ekki eins erfitt og þú heldur," svaraði Sonja og tók við ljósmóðurtöskunni. „Ég tók á móti tvíburum fyrir hann pabba sáluga fyrir nokkrum vikum, og allt fór að óskum." Stúlkurnar tvær áttu að æfa sig í ljósmóður- störfum. Þær áttu að vera ljósmæður í tuttugu tilfellum hér og hvar í umdæminu, sem taldist tíl spítalans, áður en þær gætu fengið endan- legt skírteini sem læknar. Klukkan var um hálf- tíu að kvöldi er þær fóru af sjúkrahúsinu. Úða- rigning var úti. „Ratarðu leiðina, Sonja?" spurði Brenda. „Já," svaraði Sonja stutt, „við erum í Maple Grove núna. Það var hérna sem drukkni maður- inn datt í stiganum og fótbrotnaði. Sá sem kom á sjúkrahúsið fyrra föstudag." Framh. FALKINN VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Afgreiðsla: Vesturgötu 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og iy2—6. Sími 12210. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.