Fálkinn


Fálkinn - 13.11.1959, Blaðsíða 14

Fálkinn - 13.11.1959, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN Adamson vökvar garðinn sinn. I I Copyrighi P. I. B. Box 6 Copenhogen — 99Batlets: IT.S.A." Framh. af bls. 3. vel þann aga og þá þjálfun, sem flokkurinn hefur fengið hjá meist- ara sínum. Næsta atriði, „Síðdegi skógarpúkans", við tónverk eftir Debussy, var unaðslegt, þótt ekki féngi það beztar undirtektir leik- húsgesta. Ballett þessi er á mörkum draums og veruleika og býr yfir töfrandi dul og lokkandi seið. Dans- endur voru tveir, Wilma Curley og John Jones, og skiluðu hlutverkum sínum á minnlegan hátt. Að viti undirritaðs var þessi ballett hátind- ur sýningarinnar. Þriðja atriði sýningar, New York Export op. jazz, hefur ef til vill vak- ið mesta hrifningu áhorfenda. Við fljóta yfirsýn minnir þessi ballett einna mest á leikfimisæfingu, en sé betur að gáð, sést tilgangur meist- arans og markmið. Hann er að sýna rótleysi og glundroða þess fallvalta tíma, sem við lifum á, og sveigir hverjá hreyfingu dansendanna und- ir miskunnarlaust lögmál listarinn- ar. Tónlistin við þennan ballett er eftir Robert Prince. Síðasti ballettinn heitir „Tónleik- arnir" eða „Hættuspil hvers manns" við unaðslega tónlist Chopins var. í senn broslegur, alvarlegur og jafn- vel hátíðlegur og komu þar ef til vill bezt í ljós hæfileikar og fjöl- hæfni leikendanna að geta gert þessu öllu jafngóð skil. Það skal enn tekið fram, að þessi ameríski ballettflokkur „kom, sá og sigraði". Og sá sigur var verðskuld- aður. Tjöld, búningar og ljós var sem bezt varð á kosið, en megin- heiðurinn af þessari sýningu á að sjálfsögðu meistarinn sjálfur, Jer- ome Robbins. Ég hef aldrei heyrt jafninnileg fagnaðarlæti leikhúsgesta Þjóðleik- hússins og að þessu sinni. Þeir kunnu sannarlega gott að meta. Karl ísfeld. — • — Giftu konurnar á St. Kilda gengu með hvítt band um hárið í gamla daga, svo að hœgt vœri að sjá, að þœr væru öðrum bundnar. Svo að siðurinn með bandið tíðkaðist víðar en hjá Eskimóakonunum, sem Sig- urður Breiðfjörð segir frá í „Græn- landsvísum". o Elzta lyfjabúð í heimi er Tranc- iscanalyfjabúðin í Ragusa í Júgó- slavíu. Hún hefur aldrei verið lok- uð síðustu 650 árin. -Al vea HISSA í Manzanillo í Mexico bar það einu sinni við, að fljót eitt flóði yf- ir járnbrautarteina og bar með sér mörg þúsund krabba. Vafð svo mik- il hálka af þeim á teinunum, að hjólin „spóluðu" án þess að lestin kœmist úr sporunum. o Kvennakapellan í St. Bartholome- usarkirkjunni í London hefur bœði verið knipplingagerð, prentsmiðja og hesthús um dagana. Hún var ekki vígð sem kirkja fyrr en 1889, en hafði þá verið notuð sem hesthús og verkstæði í 350 ár. o í Spörtu hinni fornu höfðu yfir- völdin gamlan dólg í sinni þjónustu, sem hafði það embœtti á hendi að slangra blindfullur um göturnar á hverjum degi, œskulýðnum til við- vörunar. Hinn 22. sept. 1935 brann verk- smiðja í Rue Croix-Nivert í París til kaldra kola. Það eina, sem bjarg- aðist úr eldinum, var skáldsaga eft- ir d'Annunzio, sem heitir „Eldur- o Við Chepstow-óðalið í Englandi er 21 metra hœðarmunur flóðs og* fjöru. Nýja stundataflan — * FRAMH. AF 9. SIÐU yfirleitt alls ekki þvott fyrr en við höfum notað allt, sem við eigum hreint. Meðan ég lét móðan mása varð mér ljóst, hvað nýja ákvörðunin mín hafði í för með sér. — Ó, elsk- an mín, ég segi upp stöðunni minni. Ég vil lifa eðlilegu lífi. Ég ætla að gera mér nýja stundatöflu. Ég ætla að þvo á mánudögum, strjúka á þriðjudögum, gera hreint á miðviku- dögum, baka á fimmtudögum ... Hann tók utan um mig og þrýsti mér svo fast að sér, að ég gat að- eins hvíslað síðustu setninguna: — ... og kyssa þig á laugardögum! HnAAqáta JálUabA 7~ 1 é-1 r 3..... 4 S 6 7 8 ' m m /o / 11 11 " i 14 /9 24 M2o M/s 21 /ö B ¦// 22 M23 'a 25 26 m30 B?7 2B ?9 BJ/ m32 33 ¦ m:u, ii ¦ 55 M3b W 37 38 ijfig ' ¦ Mío " 42 43 H'-'' ¦4-í i ¦'-<• í,y 46 sa sé l&Æ*? ÍO ! 5/ i ~~fM5J b'f '¦->Mss Sf ¦L " 60 éi ii m 1 sT r 65 m LARETT SKYRINE: 1. Ávíta, 5. Óskunda, 10. Fól, 12. Föl, 14. Staupið, 15. Fornafn, 17. Súlu, 19. Kvenheiti, 20. Líflaus, 23. Á fugli, 24. Urmull, 26. Óþef, 27. Grannur, 28. Höfuðborg, 30. Angan, 31. Rómversk gyðja, 32. Eftir grát, 34. Sjávargróður, 35. Ýrði, 36. Ó- frjálsir, 38. Lokka, 40. Fjær, 42. Tjóni, 44. Vörumerki, 46. Gróði, 48. íláta, 49. Vífið, 51. Peninga, 52. Tímabil, 53. Áletrun, 55. Sker, 56. Ávöxtur, 58. Tónn, 59. Ræðið, 61. Angraði, 63. Snæddur, 64. Þjóð- flokkur, 65. Stjórnina. LDÐRÉTT SKÝRING: 1. Dómsúrskurði, 2. Karlmanns- nafn, 3. Aga, 4. Samhljóðar, 6. Sam- hljóðar, 7. Kvenheiti, 8. Hold, 9. Hvíldarstaðurinn, 10. Fant, 11. Karl- mannsnafn, 13. Greinarmerki, 14. Grafa, 15. Prestsetur, 16. Nagla, 18. í kirkjum, 21. Fangamark, 22. Tveir eins, 25. Dánarminning 27. Brask- ara, 29. Byggingu, 31. Fanta, 33. Straumur, 34. Fornafn, 37. Firn, 39. Samansaumaðir, 41. Heimting, 43. Kerling, 44. Fornafn, 45. Korn, 47. Eyddur, 49. Fangamark, 50. Tveir eins, 53. Orm, 54. Heilabrot, 57. Ambátt, 60. Fljót, 62. Hljóðst, 63. Fornafn. cU.au.an d hroióaátu L iíoaita biaoi LARETT RA£3NING: 1. Hlýri, 5. Ósköp, 10. Svola, 11. Lúrir, 13. ÁE, 14. Fikt, 16. Lóga, 17. Og, 19. Byr, 21. Fló, 22. Órar, 23. Hnakk, 26. Gálu, 27. Tau, 28. Rangala, 30. Gan, 31. Svala, 32. Senna, 33. Ul, 34. KN, 36. VesæL 38. Ákafi, 41. Frí, 43. Trússið, 45. RRR, 47. Sómi, 48. Iðnir, 49. Spói, 50. Ama, 53. Ann, 54. La, 55. Sker, 57. Næla, 60. AD, 61. Rúnir, 63. Kátar, 65. Rýrna, 66. Birta. LDÐRETT RAÐNING: 1. HV, 2. Lof, 3. Ýlir 4. Rak, 6. Sló, 7. Kúga, 8. Öra, 9. PÍ, 10. Seyra, 12. Rolla, 13. Ábóta, 15. Tunna, 16. Lúkas, 18. Góuna, 20. Raus, 21. Fága, 23. Hallæri, 24. AG, 25. Klekk- ir, 28. Raust, 29. Annað, 35. Afsal, 36. Víma, 37. Lúður, 38. Ásinn, 39. Irpa, 40. Grind, 42. Rómar, 44. SN, 46. Rónar, 51. Ýkir, 52. Blár, 55. Sný, 56. Ern, 58. Æki, 59. Att, 62. Úr, 64. AA.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.