Fálkinn


Fálkinn - 13.11.1959, Side 14

Fálkinn - 13.11.1959, Side 14
14 FÁLKINN — 99MSallets: ILS.jX.'* Framh. af bls. 3. vel þann aga og þá þjálfun, sem flokkurinn hefur fengið hjá meist- ara sínum. Næsta atriði, „Síðdegi skógarpúkans“, við tónverk eftir Debussy, var unaðslegt, þótt ekki fengi það beztar undirtektir leik- húsgesta. Ballett þessi er á mörkum draums og veruleika og býr yfir töfrandi dul og lokkandi seið. Dans- endur voru tveir, Wilma Curley og John Jones, og skiluðu hlutverkum sínum á minnlegan hátt. Að viti undirritaðs var þessi ballett hátind- ur sýningarinnar. Þriöja atriði sýningar, New York Export op. jazz, hefur ef til vill vak- ið mesta hrifningu áhorfenda. Við fljóta yfirsýn minnir þessi ballett einna mest á leikfimisæfingu, en sé betur að gáð, sést tilgangur meist- arans og markmið. Hann er að sýna rótleysi og glundroða þess fallvalta tíma, sem við lifum á, og sveigir hverja hreyfingu dansendanna und- ir miskunnarlaust lögmál listarinn- ar. Tónlistin við þennan ballett er eftir Robert Prince. Síðasti ballettinn heitir „Tónleik- arnir“ eða „Hættuspil hvers manns“ við unaöslega tónlist Chopins var í senn broslegur, alvarlegur og jafn- vel hátíðlegur og komu þar ef til vill bezt í ljós hæfileikar og fjöl- hæfni leikendanna að geta gert þessu öllu jafngóð skil. Það skal enn tekið fram, að þessi ameríski ballettflokkur „kom, sá og sigraði“. Og sá sigur var verðskuld- aður. Tjöld, búningar og ljós var sem bezt varð á kosið, en megin- heiðurinn af þessari sýningu á að sjálfsögðu meistarinn sjálfur, Jer- ome Robbins. Ég hef aldrei heyrt jafninnileg fagnaðarlæti leikhúsgesta Þjóðleik- hússins og að þessu sinni. Þeir kunnu sannarlega gott að meta. Karl ísfeld. — ★ — Giftu konurnar á St. Kilda gengu með hvítt band um hárið í gamla daga, svo að hœgt vœri að sjá, að þær væru öðrum bundnar. Svo að siðurinn með bandið tíðkaðist víðar en hjá Eskimóakonunum, sem Sig- urður Breiðfjörð segir frá í „Græn- landsvísum“. o Elzta lyfjabúð í heimi er Tranc- iscanalyfjabúðin í Ragusa í Júgó- slavíu. Hún hefur aldrei verið lok- uð síðustu 650 árin. -AL uecf HISSA- Hinn 22. sept. 1935 brann verk- smiðja í Rue Croix-Nivert í París til kaldra kola. Það eina, sem bjarg- aðist úr eldinum, var skáldsaga eft- ir d’Annunzio, sem heitir „Eldur- inn“. o í Manzanillo í Mexico bar það einu sinni við, að fljót eitt flóði yf- ir járnbrautarteina og bar með sér mörg þúsund krabba. Varð svo mik- il hálka af þeim á teinunum, að hjólin „spóluðu“ án þess að lestin kœmist úr sporunum. o Við Chepstow-óðalið í Englandi er 21 metra hæðarmunur flóðs og fjöru. Nýja stundataflan — -K FRAMH. AF 9. SÍÐU Kvennakapellan í St. Bartholome- usarkirkjunni í London hefur bæði verið knipplingagerð, prentsmiðja og hesthús um dagana. Hún var ekki vígð sem kirkja fyrr en 1889, en hafði þá verið notuð sem hesthús og verkstœði í 350 ár. o í Spörtu hinni fornu höfðu yfir- völdin gamlan dólg í sinni þjónustu, sem hafði það embætti á hendi að slangra blindfullur um göturnar á hverjum degi, œskulýðnum til við- vörunar. yfirleitt alls ekki þvott fyrr en við höfum notað allt, sem við eigum hreint. Meðan ég lét móðan mása varð mér ljóst, hvað nýja ákvörðunin mín hafði í för með sér. — Ó, elsk- an mín, ég segi upp stöðunni minni. Ég vil lifa eðlilegu lífi. Ég ætla að gera mér nýja stundatöflu. Ég ætla að þvo á mánudögum, strjúka á þriðjudögum, gera hreint á miðviku- dögum, baka á fimmtudögum ... Hann tók utan um mig og þrýsti mér svo fast að sér, að ég gat að- eins hvíslað síðustu setninguna: — ... og kyssa þig á laugardögum! tírcAAgáta 'JálkanA LÁRÉTT SKÝRING: 1. Ávíta, 5. Óskunda, 10. Fól, 12. Föl, 14. Staupið, 15. Fornafn, 17. Súlu, 19. Kvenheiti, 20. Líflaus, 23. Á fugli, 24. Urmull, 26. Óþef, 27. Grannur, 28. Höfuðborg, 30. Angan, 31. Rómversk gyðja, 32. Eftir grát, 34. Sjávargróður, 35. Ýrði, 36. Ó- frjálsir, 38. Lokka, 40. Fjær, 42. Tjóni, 44. Vörumerki, 46. Gróði, 48. íláta, 49. Vífið, 51. Peninga, 52. Tímabil, 53. Áletrun, 55. Sker, 56. Ávöxtur, 58. Tónn, 59. Ræðið, 61. Angraði, 63. Snæddur, 64. Þjóð- flokkur, 65. Stjórnina. LDÐRÉTT SKÝRING: 1. Dómsúrskurði, 2. Karlmanns- nafn, 3. Aga, 4. Samhljóðar, 6. Sam- hljóðar, 7. Kvenheiti, 8. Hold, 9. Hvíldarstaðurinn, 10. Fant, 11. Karl- mannsnafn, 13. Greinarmerki, 14. Grafa, 15. Prestsetur, 16. Nagla, 18. í kirkjum, 21. Fangamark, 22. Tveir eins, 25. Dánarminning 27. Brask- ara, 29. Byggingu, 31. Fanta, 33. Straumur, 34. Fornafn, 37. Firn, 39. Samansaumaðir, 41. Heimting, 43. Kerling, 44. Fornafn, 45. Korn, 47. Eyddur, 49. Fangamark, 50. Tveir eins, 53. Orm, 54. Heilabrot, 57. Ambátt, 60. Fljót, 62. Hljóðst., 63. Fornafn. cyCauón d Iroiógdtu í iúaita lla&i LÁRÉTT RÁÐNING: 1. Hlýri, 5. Ósköp, 10. Svola, 1L Lúrir, 13. ÁE, 14. Fikt, 16. Lóga, 17. Og, 19. Byr, 21. Fló, 22. Órar, 23. Hnakk, 26. Gálu, 27. Tau, 28. Rangala, 30. Gan, 31. Svala, 32. Senna, 33. Ul, 34. KN, 36. Vesæl, 38. Ákafi, 41. Frí, 43. Trússið, 45. RRR, 47. Sómi, 48. Iðnir, 49. Spói, 50. Ama, 53. Ann, 54. La, 55. Sker, 57. Næla, 60. AD, 61. Rúnir, 63. Kátar, 65. Rýrna, 66. Birta. LGÐRÉTT RÁÐNINB: 1. HV, 2. Lof, 3. Ýlir, 4. Rak, 6. Sló, 7. Kúga, 8. Öra, 9. PÍ, 10. Seyra, 12. Rolla, 13. Ábóta, 15. Tunna, 16. Lúkas, 18. Góuna, 20. Raus, 21. Fága, 23. Hallæri, 24. AG, 25. Klekk- ir, 28. Raust, 29. Annað, 35. Afsal, 36. Víma, 37. Lúður, 38. Ásinn, 39. Irpa, 40. Grind, 42. Rómar, 44. SN, 46. Rónar, 51. Ýkir, 52. Blár, 55. Sný, 56. Ern, 58. Æki, 59. Att, 62. Úr, 64. AA.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.