Fálkinn


Fálkinn - 20.11.1959, Blaðsíða 4

Fálkinn - 20.11.1959, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN [|j Cillertm — Spiiuni íbdurfn n, sena fómtBÖi scr fyrir örciyana ^ Ely Culbertson, fri'ðarvinur og spilamaður. Ely Culbertson hefur átt upptök- in að mörgu pexi. Beztu vinir geta orðið ósáttir út af því, sem þessi maður hefur breitt út um heim- inn. Það hafa jafnvel orðið hjóna- skilnaðir út af því. Því að það er Ely Culbertson sem bjó til Kontrakt-bridge-kerfið, og sá, sem þetta les, hefur kannske sjálfur lent í stælu út af því, hvort þetta eða hitt væri rétt eða ekki, samkvæmt kenningum Culbertsons. Hvort átt hefði að segja grand á þessi spil, og svo framvegis. Og þó er Ely Culbertson friðar- ins maður. Já, hann var svo frið- samur, að hann taldi það mikils- verðast af öllu í veröldinni, að mennirnir sýndu hverir öðrum alúð og vinsemd. Og hann varði mörg- um árum ævi sinnar til að flytja þennan boðskap. Á stríðsárunum kom út bók, sem vakti mikla athygli. Nafnið á henni var: „Alger friður. — Af hverju stafar stríð, og hvernig getum við haldið friðinn?" Og höfundurinn var enginn annar en bridge-fræðingur- inn Ely Culbertson. Hann hafði varið mörgum árum til að semja þessa bók, og hann hafði rist svo djúpt í hugleiðingum sinum um málið, að bókin vakti mikla athygli. Vitanlega var það góð auglýsing fyrir bókinni, að höf- undurinn var maður, sem allir könn- uðust við. Hann leit raunsæisaugum á frið- armálin, — þar voru engar hugar- smíðar eða draumórar. Og bókin vakti nýjar vonir hjá lesandanum. Nafnið Ely Culbertson hefur flog- ið um alla veröldina, hann er kunn- ur í öllum heimsálfum, — en það er sem bridgemaður og höfundur kontrakt-bridge. En sjálfur lítur Culbertson á bridge sem aukaatriði í tilverunni. Hjá honum var bridge ekkert markmið í sjálfu sér, en hann fénaðist svo á því, að hann gat keppt að öðru marki. Aðaláhuga- mál hans var að kynna sér múg- áhrifin, — geta gert sér grein fyrir hversvegna fólk hagar sér öðruvisi en það er vant, ef það er statt í fjölmenni. Ely Culbertson skrifaði ævisögu sína. Það er 700 blaðsíða bók, og segir frá „Mismunandi lífum manns- ins“. Og Culbertson kann frá ýmsu ótrúlegu að segja. Dale Carnegie segir um bókina: „Þetta er sagan af syni amerísks milljónamærings, sem gerðist rúss- neskur byltingamaður. Hann stofn- aði leynilega byltingarnefnd meðal námsfélaga sinna, og smyglaði bol- sévikaritum, sem Lenin gaf út í Sviss, inn í Rússland. Þetta er saga ungs manns, sem yfirgaf auð og allsnægtir á heimili foreldra sinna til þess að lifa meðal öreiga — og betla sér fyrir mat á götunum. Þetta er saga manns, sem ólst upp hjá guðhræddum skozkum föður, sem taldi að spil væru djöfulsins verk. — Samt varð sonur þessa guðhrædda manns allra spilamanna frægastur. Það er frásaga amerísks borgara, sem var fæddur í Rússlandi, amer- ísks manns, sem talar átta tungu- mál, en kunni ekki nema hundrað' orð í ensku, þegar hann var 18 ára. Hann komst ekki inn í Yale-háskól- ann fyrr en hann hafði lært ensku lengi. — Hann var í sex háskólum og í sex ár hafði hann ofan af fyrir sér sem atvinnu-spilari. Þetta er sagan af snillingi, sem mánuðum saman flakkaði og betl- aði mat hjá fólki, sem nokkrum árum seinna hefði viljað borga stór- fé fyrir eiginhandaráritun hans.“ Ævi Ely Culbertsons var eintóm' ar andstæður. Hann var ekki kom- inn af barnsaldri, þegar fólk þóttist sjá, að hann yrði ekki eins og fólk er flest, en enginn mun hafa búizt við að hann yrði það, sem hann varð. Fólk hafði haldið, að hann yrði ævintýramaður, sem aðeins mundi hugsa um að gera líf sitt þægilegt og viðburðaríkt. Þetta líf varð viðburðaríkt — en alls ekki þægilegt. Hann líktist föður sínum. Faðir hans var Skoti, og hafði yndi af öllu ævintýralegu og stórfnnglegu. Hann fór til Rússlands fyrir tilvilj- un og fann eina af ríkustu olíulind- unum í Kákasus. Nú var fjárhag hans borgið og hann græddi millj- ónir dollara á þessum olíulindum. Hann kvæntist rússneskri stúlku, — dóttur kósakka-hershöfðingja — og þau eignuðust soninn Ely. Svo að bæði Rússa- og Skotablóð er í æðum Ely Culbertsons, og kann- ske eru það andstæður þessara þjóða, sem gert hafa Ely að þeim manni, sem hann varð. Faðir hans sendi hann til Ameríku til þess að láta hann menntast, eins og siður var í Austur-Evrópu í þá daga, hjá þeim, sem höfðu úr nógu að spila. Og svo fór Ely Culbertson til Ameríku, til að kynna sér Vestur- álfumenninguna, en það fór svona: Hann innritaðist í Yale-háskólann og lagði aðallega stund á tungumál fyrst í stað. Ást hans til Rússlands var kulnuð og hann hafði drukkið í sig hatur til rússnesku zar-stjórn- arinnar, enda hafði hann orðið fyr- ir barðinu á rússneska réttarfarinu sjálfur. Hann hafði setið í fangelsi fyrir byltingaruppþot, og heitasta ósk hans var sú, að geta orðið hin- um kúgaða almúga í Rússlandi að liði. Hann fékk peninga fyrir dvalar- kostnaði og skólagjaldi að heiman, en eftir nokkra stund ávísaði hann bróður sínum námsstyrk sinn, sem var 125 dollarar á mánuði. Sjálfur ætlaði hann að flytja sig í öreiga- hverfið í New York! „Mig langaði til að kynna mér, hvernig þeir allra bágstöddustu í New York fleyttu sér fram,“ sagði hann. „Og búa við sömu kjör og þeir.“ Og nú liíði hann næstu þrjú árin í óumræðilegri eymd og volæði. Orð geta ekki lýst því, — til þess að gera sér hugmynd um, hvernig þetta líf er, þarf maður að lifa því sjálf- ur. Það skildi Culbertson, og þess vegna tók hann þennan kost. Hann ætlaði sér að verða rithöfudur og hann ætlaði að kynna sér til hlítar baráttu aumingjanna fyrir lífinu, þó að það kostaði hann þrjú beztu æskuár hans. — Hann hafnaði auði og allsnægtum til þess að lifa í ör- birgð og eymd. Hafnaði áhygggju- lausri tilveru, til þess að geta tekið á sig raunir og áhyggjur annarra. Hann seldi blóð og skóreimar. Hann þvoði upp borðbúnað 1 veitingahús og hann var vinnutímaskrifari hjá verkamannaflokki. Hann vann fyrir svo miklu, að hann gat keypt sér baunadisk og tebolla á dag, og með húsnæðið gekk upp og niður. — Hann kynntist glæpalýðnum, um- gekkst daglega þjófa og hylmara og eiturlyfjaneytendur, — þeir voru aumastir allra. Þetta var umhverfi, sem fáir milljónamæringasynir telja mögulegt að lifa í. En Ely Culbert- son taldi það skyldu sína. Hann skipulagði verkfall hjá vinnuflokknum, sem hann var tíma- skrifari fyrir, og kom því til leiðar, að þeir fengu kauphækkun, — en sjálfur var hann rekinn. Næst freist- aði hann gæfunnar sem sölumaður. Hann reyndi að selja kol, en það tókst ekki. Og ekki gekk honum Úr fátœkrahverfinu í New York, þar sem Culbertson hélt sig í þrjú ár til þess að kynnast cevi öreiganna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.