Fálkinn


Fálkinn - 20.11.1959, Blaðsíða 5

Fálkinn - 20.11.1959, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 betur þegar hann fór að reyna að selja kaffi. Síðan fór hann að kenna tungumál — einkum frönsku. Culbertson datt aldrei í hug að kenna bridge þessi árin. Hann var alls ekki neinn afreksspilari sjálfur — eiginlega var hann hálfgerður klaufi. Hann las bækur, en þær rugluðu hann meira en hann gat lært af þeim. Svo fór hann að skrifa um bridge sjálfur, en handritin af fjórum fyrstu greinum hans voru svo léleg, að hann reif þau í tætlur í stað þess að fara með þau til for- leggjara. En Culbertson hafði lært að taka mótlætinu sem meðlæti. Hann hélt áfram við bridge-iðkanir sínar, og loks tókst honum að búa til kerfi, sem náði meiri útbreiðslu í heim- inum en nokkurt bridgekerfi annað. Sjálfum datt honum aldrei í hug, að bridge gæti náð þeirri útbreiðslu sem það náði eftir að kerfi hans varð kunnugt, og í dag eru bridge- bækur hans þýddar á öll eða flest menningarmál veraldar. Nú fór hann að græða peninga á bridgekerfi sínu, og það kom sér vel. Eignir föður hans voru allar í opinberum rússneskum ríkis- skuldabréfum og í olíunámunum í Kákasus, en eftir að zar-veldinu lauk, varð allt þetta einskis virði. Einn skemmtilegasti kaflinn í bók Culbertsons er sá, sem segir frá því, er hann var að ná sér í konuna. Hann fer þessum orðum um það: Oft hafði mig undrað, hve glæfra- lega margir fara að ráði sínu, þeg- ar þeir eru að velja sér lífsförunaut. Oftast nær er það tilviljunin sem ræður — þeir hitta þá útvöldu á dansleik eða í samkvæmi hjá kunn- ingjunum eða fyrir beina tilviljun. Ég fann, að ég varð að fara miklu skynsamlegar að ráði mínu í þessu mikilvæga vali, og eftir að mér hafði borizt til eyrna, að í Piedmont- héraði á Ítalíu væru sérstaklega fallegar stúlkur, axlaði ég mín skinn og hélt beina leið þangað. Aðferðin mín var jafn einföld og hún var áhrifamikil. Ég auglýsti eftir fyrir jætu í blöðunum og sagð- ist vera amerískur málari. Vitan- lega gerði ég ítarlegri grein fyrir kröfum mínum, bæði hvað snerti augnalit, hörundið, aldur, hæð, þyngd og þess háttar. Þetta varð sannarlega rómantískt. Þær voru ekki færri en þrjú hundruð, blóma- rósirnar í Piedmont, sem svöruðu auglýsingunni minni, — og í þeim hóp var eitthvað fyrir allskonar smekk. Ég skrifaði þeim öllum, þó að margar þeirra fullnægðu ekki skil- yrðunum hvað aldur og fleira snerti. Stúlkurnar áttu að vera 18 —21 árs, en margar af þessum voru komnar yfir fertugt. Ég setti þeim stefnumót á torginu í bænum. Þetta varð erfitt. Ég átti að ganga milli hornanna á torginu og hitta nýja stúlku með kortérs millibili, og segja álit mitt á hverri og einni. Oftast sagði ég að heita mátti undir eins: „Nei, því miður, signorita, ég er búinn að ráða stúlkuna.“ Svona gekk það dag eftir dag, viku eftir viku. „Nei, signoríta .... nei, signorita,“ en einn góðan veður- dag kom svo stúlkan, sem mig hafði dreymt um að mundi koma. Nítján ára. Ljómandi falleg. Dá- samleg augu. Persónulegur yndis- þokki. Ég afréð að reyna að koma mér í mjúkinn hjá henni með því að biðja hana um að segja mér til í ítölsku, og nú hófust beztu kennslu- stundirnar, sem ég hef lifað um ævina. En úr þessum ástaleik varð allt í einu gamanleikur — eða harm- leikur. Lögreglunni þótti það grun- samlegt, að amerískur málari, sem í þokkabót talaði með rússneskum hreim, hefði haft viðtal við þrjú hundruð blómarósir nágrennisins, meira að segja á sjálfu borgartorg- inu. Þetta var í fyrri heimsstyrjöld- inni og lögreglan hafði auga á hverjum fingri. Ég var sóttur og mér var stungið i svartholið, — hinir ágætu einkatímar mínir urðu að hætta, og ég varð að gegna skip- un lögreglunnar: að hverfa sem skjótast burt af Ítalíu. Þannig lauk hinum rómantiska ástadraum mín- um á mjög leiðinlegan hátt, og ég var enn piparsveinn og spilamaður. — Mörgum árum síðar fann Cul- bertson sína útvöldu í New Yrok. Hann auglýsti að vísu ekki í blöð- unurn þá, en samt varð ekki betur séð en hann hefði verið heppinn. Hjónabandið gekk prýðilega. — Culbertson telur árin, sem hann var að vinna að friðarbók sinni, skemmtilegustu ár ævi sinn- ar. Og hann taldi sig hafa unnið þarft verk með þessari bók. Ely Culbertson og konan hans við spilaborðið. * ^kritlur Það hafði kviknað í bifreiðinm þefarans, er hann var í einni her- ferð sinni gegn heimabrugginu vest- ur í Kyllisvík. Fólkið í þorpinu þyrptist að með fullar vatnsfötur, en sumir báru sýru og bland, eins og í Njálsbrennu. Loks ber þar að Sigga gotu, aðalróna þorpsins, með flugnasprautu í hendinni. Hann fer sem óðast að úða bílinn. — Heldurðu að þetta komi að nokkru gagni, Siggi minn? spyr kunningi hans. — Víst kemur það að gagni, láttu ekki svona, maður (hvílar): — Það er bensín í flugnaeitrinu. —o— Nýliðinn hafði tekið við einkenn- isbúningnum og göngustígvélunum, en þau reynast of lítil og hann fer til yfirmannsins og kvartar. — Kemurðu sokkunum fyrir í stígvélunum? — Já. — En háleistunum? — Já. — Yfir hverju ertu þá að kvarta? •— Ég vil helzt geta komið fót- unum fyrir þar líka. Tumi kom hlaupandi heim til sín með tíu króna seðil, sem hann hafði fundið á götunni. En af því að Tumi var dálítið hnuplgefinn, spyr móðir hans hann: — Ertu nú alveg viss um, að einhver hafi týnt þessu? — Já, ég er handviss um það. — Ég sá manninn, sem var að leita að seðlinum. í stofu fríherrans von Löwen- hjelm var úttroðið elgshöfuð á þil- inu, en snoppan sneri upp. Gestun- um þótti þetta einkennilegt og einn þeirra spurði frúna um ástæðuna. — Það stendur svoleiðis á því, skal ég segja yður, að maðurinn minn lá á bakinu þegar hann skaut þennan elg. „Hugsaðu þér, — maðurinn henn- ar Nanette kom heim í gær, og hvern helduður að hann hafi hitt nema friðilinn hennar, hann Jean! Og vitanlega komst allt í uppnám. . . — Ég get ímyndað mér það. Hvernig fór? — Hræðilega. Þeir fóru að pexa um varnarbandalag Vestur-Evrópu- þjóðanna og urðu svo æstir, að ann- ar fékk glóðarauga en í hinum brotnaði tönn. Ágúst Skoti kom til hestaeigand- ans og bað hann um að leigja sér hest’. — Alveg sjálfsagt. Hverskonar hest viltu, latan eða viljugan? — Það kemur út á eitt, svaraði Ágúst, ■—■ en hann verður bara að vera langur. Við erum átta í fjöl- skyldunni. HAFFÆR „CATAMARAN“. — Þetta 3 lesta far hefur nýlega verið sett á flot í Southend í Englandi og heitir „Flamingo“. „Catamaran“ er nafnið á tveimur flotholtum, sem tengd eru saman og klefinn er ofan á samtengingunni. SAMBANDSHERINN AUSTUR- RÍSKI hefur fengið nýtt vopn, létta hríðskotabyssu, sem bunar úr sér 700 skotum á mínútu, en hlaup- víddin er 7,62 mm. — Hermenn- irnir, sem sjást hér með bessu nýja skotvopn, eru í búningum, sem gagndrepnir hafa verið efni, sem hefur þann eiginleika að ekki er hægt að sjá þá með innrauðum geislatækjum. MEÐ ÍTÖLSKUM AUGUM. — Þannig lítur Benito Mussolini fyrrum harðstjóri ítala út í augum ítalska myndhöggvarans Bruno Morini. Myndin er gerð úr terra- kotta-leir, en efnið er ekki hald- gott og getur sprungið þegar minnst varir — eins og veldi Mussolinis.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.