Fálkinn


Fálkinn - 20.11.1959, Blaðsíða 8

Fálkinn - 20.11.1959, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN Ungur maður kemur einn gang- andi niður eina þröngu götuna við höfnina. Hann gengur hægt og lítur til beggja handa. Á aðra hlið sér hann gráa gafla lágra verbúða, og þaðan leggur lykt af fiski. Á hina hliðina eru smá, vistleg íbúöarhús. Og í einu þeirra, sem sker dálítið úr vegna þess að það er tvílyft og málað gult, er líka bakarabúð. Ungi maðurinn þekkir götuna frá fornu fari, því að þetta er bernskugatan hans. En hann er orðinn ókunnugur hérna núna, eftir þrettán ára fjar- veru. Enginn þekkir hann, ekkert af fólkinu í tilveru hans á heima hérna núna. Þetta er snemma vors, og hann man, að einmitt á svona degi flutt- ist hann héðan með foreldrum sín- um fyrir þrettán árum. Hann var fjórtán ára þá — þegar faðir hans seldi gula húsið með bakarabúðinni og keypti sér annað stærra brauð- gerðarhús i öðrum landshluta. En nú sér hann að allt er eins og það var. Gatan með hnullungaflórnum, verbúðirnar, luktin og Zitlu húsin. Og í gula húsinu er bakarabúð á neðri hæðinni — alveg eins og áður. Hann nemur staðar um stund fyr- ir utan gula húsiö. Stendur kyrr og horfir á fólkið, sem fer inn í bak- arabúðina og kemur út úr henni. Allt ókunnugt fólk. Hann lítur upp í gluggana á 'efri hæðinni. Honum finnst nærri því að þarna séu sömu gluggatjöldin og sömu blómapott- arnir, — en það er annað fólk, sem á heima þarna núna. Já, allt er eins og áður í bernsku- götunni hans, það er bara annað fólk þar. Hann heldur áfram og kemur að eina garðinum, sem er við götuna. Það er líkast eins og litlu húsin hafi vikið til hliðar, til þess. að rýma Georg Tveits — Nei, Erna, hann Monte varð ekki óvinur þinn œvilangt.. . aleigu sína til guðsþakkar. Sumt til barnaheimilisins og allt hitt ýmsum trúboðsfélögum. Og það mun vera fyrir dánarbúið, sem málaflutnings- maðurinn er að koma húseigninni hennar í peninga. Þegar hann hefur fengið að vita það sem hann þurfti fer hann aftur inn í herbergið sitt. Situr lengi og hugsar. Hann man hvað faðir hans sagði við hann þegar hann frétti að hann hefði fengið góða stöðu í fæðingar- bæ sínum, og að hann ætlaði að flytjast þangað. — Ef svo kynni að fara, að þú þyrftir að kaupa þér hús, hafði faðir hans sagt, — þá þarftu ekki að vera í vandræðum þó að þú þurftir pen- inga, umfram það, sem þú átt sjálf- ur. Þú þarft ekki annað en hnippa í mig. Já, nú var þannig komið, að hann þurfti í rauninni að kaupa hús. Það varð tímabært áður en hann byrj- aði í nýja embættinu sínu. Það byrj- aði þegar hann stóð andspænis lag- legu stúlkunni, einkaritara forstjór- ans, og hún kynnti hann sem nýja deildarstjórann, Carlo Jensen. — Hann fann, að eitthvað skeði í sál hans þegar hann tók í höndina á henni og horfði í fallegu augun á (jata berhAkuHHar fyrir stóra garðinum hennar frú Lindtner. Garðinum hallar niður að götunni, og efst stendur fallega, hvíta húsið í gömlum farmannastíl, eins og það gerði í gamla daga. Hann man, að það var kallað Kap- teinshúsið, og að það var sagt að Lidtner kapteinn hefði keypt það þegar hann hætti á sjónum og gerð- ist meðeigandi i skipaútgerðinni, sem hann hafði siglt fyrir í fjölda mörg ár. Og það var sagt, að unga konan hans hefði erft stórfé eftir hann, þegar hann dó. Hann stendur um stund og hallar sér upp að hvítmálaðri girðingunni og horfir inn í garðinn og á fallega húsið. Stóra kirsiberjatréð neðst í garðinum er að springa út, og það minnir hann á dálítið. Oftar en einu sinni lyftu þeir strákarir hver öðr- um upp að greininni, sem teygðist út fyrir girðinguna, og svo klifruðu sínum tíma, því að frú Lindtner var barnlaus og átti ekki lífserfingja. En Janna greyið mundi líklega verða fyrir vonbrigðum. Ef þau hjónin þekktu frú Lindtner rétt, mundi hún arfleiða einhverja stofn- un að eigum sínum, en ganga alveg fram hjá ættingjum sínum. Svo að Janna á kvistinum mundi verða von- svikin, þá, vafalaust. Hann mundi að það hlakkaði í honum er hann heyrði að óvinur hans mundi aldrei fá að eiga heima í fallega húsinu í stórgarðinum, og að hún mundi aldrei eignast kirsi- berjatréð .. . • Hann hefur gengið götuna á enda og snýr nú við og gengur í hægðum sínum til baka. Og á leiðinni í mat- söluna, sem hann hafði vistað sig hjá, er hann kom í bæinn um morg- uninn er hann að hugsa um að alla EN draumurinn varð í rauninni allt annar en hann hafði hugsáð sér. Nú hefur hann verið fjóra mánuði í stöðunni, án þess að aðrir en hún matmóðir hans, frú Stange gamla, hafi fengið að vita að hann er fædd- ur og uppalinn þarna í bænum, og sonur Jensens bakara í Sjóbúða- kleyf. Það er fyrst núna, eftir að hann er kominn aftur á bernsku- slóðirnar, að hann hefur uppgötvað hve lítil og óásjáleg bernskugatan er, og að gamla húsahverfið niður við höfnina er ekki talið neinn fyrirmyndarstaður. Þess vegna þagði hann lengi vel yfir því að hann væri fæddur í gula húsinu, en gerði gys að sjálfum sér fyrir hve teprulegur hann væri. En þó huggaði hann sig við, að af öllum götunum í bænum var það þó Sjó- búðakleyfin, sem skipaði heiðurs- sessinn í huga hans. Og eitt kvöldið þeir upp í tréð. Þar sátu þeir stund- um í myrkrinu á kvöldin og ráku upp ýlfur og allskonar óhljóð og hræddu fólkið, sem gekk um göt- una. Og eitt kvöld síðsumars minn- ist hann að þeir gerðu annað, sem var enn verra. Þeir klifruðu upp í kirsuberjatréð og sátu þar og hám- uðu í sig ber. En þá kom lítil telpa hlaupandi, hún stanzaði við hliðið og kallaði til þeirra: —- Þið ættuð að skammast ykkar! Hvað eruð þið að gera? — Átt þú þetta kirsiberjatré? kallaði hann storkandi til hennar ofan úr trénu. — Já, ■— nærri því! kallaði hún á móti. — Ég eignast þetta tré síðar. Ég ætla að eiga heima í stóra hús- inu einhvern tima. En nú hoppaði hann ofan úr trénu, tók í jörpu fléttuna á henni og hárreytti hana dálítið af því að hún var svona borginmannleg. —• Þetta skaltu fá borgað! hróp- aði hún til hans um öxl sér um leið og hún hljóp niður götuna. Og þetta var orðheldin telpa. Morguninn eftir stóð skrifað með krít á gulan vegginn við dyrnar á bakarabúðinni: Monte hefur stolið kirsiberjum. Hann skiidi strax, hver hafði skrifað þetta, og við fyrsta tækifæri hárreytti hann hana aftur. Þá sagði hún, að hann væri versti strákurinn í allri götunni, og frá þeim degi voru þau svarnir fénd- ur, hún og hann. En síðar skildi hann hvers vegna Nötta hafði staðið við hliðið og gert sér svo háar hugmyndir um húsið og garðinn. Það var eftir að hann hafði setið í stofunni eitt kvöldið og heyrt foreldra sína tala um Jönnu á kvistinum. Hún var bróð- urdóttir frú Lindtner, og mun hafa gert sér vonir um að erfa hana á tíð síðan hann fór héðan fjórtán ára hafði hann þráð að fá að koma hing- að aftur. En hann gekk í skóla þang- að til hann varð nítján ára. Og þeg- ar hann hafði lokið verzlunarskól- anum fékk hann stöðu í banka í höf- uðborginni, og þar var hann tvö ár. Svo kom eitt ár í verzlunarskrif- stofu í London, og þegar hann kom heim fór hann í banka aftur. En allt- af dreymdi hann um að fá stöðu á bernskuslóðunum — siglingabæn- um, sem átti svo margvíslega mögu- leika. Og þegar sjóvátryggingafélag- ið í bænum auglýsti eftir deildar- stjóra sótti hann um stöðuna og fékk hana. Hann á að byrja að starfa á morgun, svo að nú hefur draumur- inn rætzt. . . trúði hann frú Stange fyrir öllu saman. Sagði henni hver hann eigin- lega var. Og gamla konan tók þessu eins og hann hafði búizt við — hún varð enn alúðlegri við hann en áður. Einn daginn, þegar hann kemur heim úr skrifstofunni sér hann í blaðinu, að einn af málaflutnings- mönnum bæjarins er að auglýsa húseign frú Lindtner til sölu. Hann les auglýsinguna aftur og aftur. Og svo situr hann hugsandi um stund. Svo tekur hann blaðið og fer inn í stofuna til frú Stange. Hann sýnir henni auglýsinguna. — Hefur frú Lindner lifað fram að þessu? spyr hann. — Hún dó fyrir einu misseri, seg- ir frú Stange. — Og hún hefur gefið

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.