Fálkinn


Fálkinn - 20.11.1959, Blaðsíða 9

Fálkinn - 20.11.1959, Blaðsíða 9
FALKINN 9 henni. Og síðan hafði allt gengið svo hratt að þau voru bæði farin að tala um að setja bú. Seinast í gær hafði Erna talað um þetta, hún var engu þolinmóðari en hann sjálfur. Daginn eftir fer hann til mála- flutningsmannsins og fer að spyrja hann um húseignina í Sjóbúðakleyf- inni. Jú, hún er föl ennþá. En hún kost- ar peninga, þetta er falleg húseign og hefur verið haldið vel við. Mála- flutningsmaðurinn nefnir upphæð. Og hann nefnir líka upphæðina, sem hann geti útvegað sem lán gegn veði í húseigninni. Mismuninn verður að greiða í peningum. Hann fær forkaupsrétt á eigninni til morguns, og þegar hann kemur í skrifstofuna aftur, sendir hann föð- ur sínum símskeyti. Og sama kvöld- ið fær hann svar. Daginn eftir fer hann aftur til málaflutningsmannsins og þegar hann kemur út þaðan aftur eftir tvo tíma, hefur hann skrifað undir kaupsamning á húsi og garði frú Lindtner í Sjóbúðakleyfinni. Hann lætur nokkra daga líða þangað til hann segir Ernu frá því að hann hafi keypt hús. Hún ræður sér ekki fyrir kæti og spyr hvar það sé. — Komdu með mér í kvöld, þá .skal ég sýna þér húsið, segir hann. Það liggur við að hann sé hræddur við að segja henni, að það sé í Sjó- búðakleyfinni. Sumarkvöldið er hlýtt og unaðs- legt og þau ganga um göturnar og leiðast. Nú má allur bærinn gjarn- an sjá, að eitthvað er á milli þeirra. En þegar þau beygja niður í gamla hverfið við höfnina, liggur við að Erna spyrni á móti. — Það er þó vonandi ekki þarna? spyr hún. — Jú, það er þarna niðurfrá, svar- ar hann rólega. En Erna þegir, þegar þau ganga niður Sjóbúðakleyf. Það er líkast og hún hafi gefið upþ alla vörn. Þegar þau koma að girðingunni nemur hann staðar og bendir á fal- lega, hvíta húsið. — Þarna sérðu húsið okkar, Erna, segir hann. Hún svarar ekki einu orði, en hann opnar hliðið og dregur hana inn með sér í garðinn. — Ég hef ekki fengið lyklana ennþá, segir hann. — En við skul- um setjast hérna á bekkinn dálitla stund. Það var ekki fyrr en þau voru sezt, að Erna tók til máls. — Heyrðu, Carlo, ég hef átt heima í þessari götu, einu sinni. Það var líkast og hún væri að játa á sig glæp. Hann horfir forviða á hana. — Hefurðu það? spyr hann. — Ég átti heima í þessari götu þangað tii ég var nærri því upp komin, og hún móðir mín dó. Nú situr hann enn um stund og horfir á hann, og það er hljótt á bekknum. Eftir drykklanga stund segir E'rna: -— Ég man, að það var gaman hérna í götunni, þegar ég var stelpa. En sumir strákarnir hérna voru mestu prakkarar. Einn þeirra, sem hát Monte — eða var kallaður það — varð óvinur minn ævilangt. Það líður löng stund, þangað til hann kemur sér að því að svara. En svo tekur hann utan um hana og dregur hana að sér. — Nei, Erna, hann Monte varð ekki óvinur þinn, segir hann, — Og það var bara af því að ég hét Carlo, sem þeir kölluðu mig Monte — það verður samtals Monte Carlo. En hvers vegna kölluðu þeir þig Nöttu, Erna? Fyrst situr hún lengi og starir á hann. Svo reynir hún að slíta sig af honum, en hann heldur henni fastri. — Carlo! hrópar hún og það ligg- ur við að reiði sé í röddinni. En hann heldur henni enn fastri á bekknum og segir ofur rólega: — Manstu, Erna, eitt sumarkvöld, þegar ég og nokkrir fleiri strákar klifruðum upp í stóra kirsiberjatréð þarna og fórum að éta ber. Þá komst þú og skammaðir okkur, og ég spurði þig, hvort þú ættir tréð. Þú svaraðir, að þú mundir eignast það seinna, og að þú ætlaðir að eiga heima í stóra húsinu þarna. — Carlo! — Já, en þú sagðir það satt. Bráð- um flytjum við þarna inn í stóra húsið. Við eigum það, skilurðu! Hún hafði grúft andlitið að brjósti hans. En nú rétti hún úr sér og horfði á hann byrstum augum, sem minntu hann á eitthvað, sem hann hafði séð fyrr — fyrir mörgum ár- um. En allt í einu varð andlitið eitt bros. — Já, segir hún, — þetta er þá satt. En mér finnst það öllu líkara draumi . . . Þær mjólka betur við Strauss-valsa Walther Faeth heitir bóndi skammt frá St. Louis í Missouri. Hann hefur gert ítarlegar tilraunir með áhrif tónlistar á kýrnar. Hann setti upp gjallarhorn í fjósinu og lét Straussvalsa dilla þar dag eftir dag. Eftir mánuð hafði nytin hœkkað um 150 kíló á kú til jafnaðar, sam- anborið við sama árið áður. Ná- granni bóndans gerði líka tónlistar- tilraun með beljurnar sínar, en þœr fengu ékki að heyra annað en rokk’n roll. Rokki'ð hafði engin áhrif á mjólkurmagnið, en sumar beiddu upp. Svo gerðu báðir bœndurnir hlé á músíkinni í eina viku. Það hafði engin áhrif á kýr nágrannans, en meðalnytin hjá Eaeth-kúnum lœkkaði um 25 kíló eftir að þœr misstu Strauss-valsana. o Victoría gamla Bretadrottning hefur ástœðu til að brosa út í betra munnvikið, ef hún fréttir það þang- að sem hún er núna, að fyrir skömmu var haldið uppboð á tvenn- um, dökkum flúnelsnœrbrókum, sem fullyrt var, að hún hefði átt. Þœr seldust á 75 sterlingspund! HÆG VINNA. — Það hefur löng- um þótt erfið vinna að bóna gólf, þegar það er gert með klút og stofustúlkan þarf að liggja á linján- um á gólfinu. Nú eru bónvélar orðnar algengar en flestum þeirra verður þó að fylgja eftir. Þessi bón- stúlka verður því að teljast öfunds- verð. Hún hallar sér út af en með tæki, sem er á borðinu fyrir fram- an hana. Hún getur stýrt bónvél- inni í hvert krók og kima í stof- unni með því að þrýsta á hnappa á tækinu. SVÍNA-TAMNING. — Hurley lieitir bóndi einn í Peters Corners í Ontario. Hann sést oft akandi og beitir svínum fyrir vagninn sinn. Hann hefur stundað svínarækt í 20 ár, og segir að svínin liafi gott af því að hreyfa sig mikið, þau þrífist betur og verði rólegri. Hann segir líka, að þau verði hlýðin ef þeim er beitt fyrir vagn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.