Fálkinn


Fálkinn - 20.11.1959, Blaðsíða 12

Fálkinn - 20.11.1959, Blaðsíða 12
12 FALKINN FRAMHALDS5AGA HfienkatariHH * >f 4- „Já, man eftir honum,“ sagði Brenda. „Ég vona að við lendum ekki í neinu þess háttar i nótt.“ Son ja vonaði það sama þegar þær námu st.aðar fyrir utan óhreint, niðurnítt hús. Það var synd að segja, að Maple Grove væri falleg gata, og nr. 19 virtist vera bágasta húsið í allri götunni. Ólundariegur rauðeygður maður opnaði dyrn- ar. Hann glápti sem snöggvast tortryggnislega á ungu síúlkurnar og virtist ekki ætla að hleypa þeim inn. „Eruð þér herra Finch'!" spurði Sonja ákveð- in. „Það komu boð á St. Cuthberts-sjúkrahúsið um að senda ljósmóður til konunnar yðar.“ „Alveg rétt,“ sagði Finch, „afsakið þið að ég hleypti ykkur ekki inn strax, ég hélt að svona ungar stúlkur ...“ Hann lét þær koma innfyrir og benti þeim á gamlan stiga. Þær urðu hræddari og hræddari með hvcrju þrepinu, sem þær stigu. í húsakynn- unum á spítalanum var lítill vandi að gegna ljós- móðurstörfum. Þar var allt sem þurfti við hönd- ina, og ef eitthvað kom fyrir var alltaf hægt að ráðfæra sig við yfirljósmóðurina „Þetta er óviðfeldið, finnst þér það ekki?“ sagði Brenda. „Að hugsa sér að þurfa að byrja á svona stað.“ Er þær höfðu gengið upp marga stiga, opnaði Finch dyr fyrir þeim. Þær komu inn í kvisther- bergi. Þar var ekki annað húsgagna en eldhús- borð og tvö rúm. Konan lá í öðru og þrjú org- andi börn í hinu. „Nú koma þær, Flo,“ sagði Finch glaðlega. „Börnin verða að fara út áður en við förum að fást við konuna yðar,“ sagði Sonja. „Þau eldri tvö — það yngsta má vera hérna.“ „Hvar ætti ég að láta þau,“ sagði maðurinn önugur. „Þau verða að vera hérna.“ „Þér getið farið með börnin til hinna leigj- endanna hérna,“ sagði Sonja. Hún rétti úr sér. „Ungfrú Richman hjálpar yður til að flytja þau.“ Hún tók eitt barnið upp úr rúminu og rétti Brendu það og ýtti svo henni og Finch út að dyrunum. Brenda korn von bráðar aftur. „Gömul kona í kjallaranum tók að sér að hýsa þau, en vingjarnleg var hún ekki. Á ég ekki að hita vatn?“ Sonja kinkaði kolli og næstu tvo tímana sögðu stúlkurnar fátt, en voru önnum kafnar við ljós- móðurstarfið. Klukkan eitt um nóttina stóð Br.enda skjálfhent og var að lauga ofurlítið mey- barn. Barnið var hraustlegt í samanburði við móður sína. Hrjúf og kreppt vinnuhönd tók um úlfnliðinn á Sonju og frú Finch horfði þakkaraugum á hana. „Þakka yður fyrir allt sem þér haíið gert fyr- ir mig,“ hvíslaði konan. „Þér og hin unga stúlk- an eruð svo nærgætnar. Þegar ég sá ykkur koma inn úr dyrunum reiddist ég sjúkrahúsinu fyrir að senda svona krakka til mín, en þið voruð betri en nokkur önnur Ijósmóðir, sem ég hef haft.“ „Ungfrú Harrison á heiðurinn af því,“ sagði Brenda og lagði hvítvoðunginn við brjóst móður sinnar. „Hún verður frægur læknir.“ „Það er ég viss um,“ sagði konan hlýlega. „Þegar ég kein á læknastofuna ætla ég að segja hinum frá henr,i.“ „Nú er spurningin hvernig við eigum að kom- ast heim?“ sagði Brenda, er þær komu út á göt- una. „Ég get komizt með nætursporvagni mest- an hluta leiðarinnar, en það er lakara með þig, Sonja.“ „Ég fer gangandi. Það er gott að fá hreint loft.“ „Þá skal ég' taka töskuna. Hún er of þung til að bera hana. Ertu ekki hrædd við að ganga svona langa leið ein? Ég hugsa að ég geti útveg- að þér rúm heima hjá mér.“ „Ég er engir. skólatelpa og ekki myrkfælin," sagði Sonja og hló. „Ég hugsa að ég verði komin heim á undan þér. Sporvagninn fer svo lötur- hægt.“ í þessum svifum kom. sporvagninn, sem Brenda átti að fara í, og Sonja stóð ein eftir á götunni. Hún gekk hægt af stað. Hún hafði um svo margt að hugsa. Fyrst var það uppskurður Jael litlu Higgins um morguninn. Svo var það þessi fæð- ing í þrönga, fátæklega kvistherberginu. Það var hin ómannúðlega framkoma MacDonalds, sem hún gat ekki varizt að hugsa um, en þó var bónorð Max Brentfords ríkara í hug hennar. Allt í einu fann hún að einhver kippti í tösk- una hennar. Hún leit snöggt við og sá þjófinn bak við sig. Hann hafði auðvitað elt hana frá því að hún skildi við Brendu í Maple Grove. „Sr.autið þér burt! Snautið þér burt undir eins:“ hrópaði Sonja hrædd og reið. „Annars kalla ég á lögregluna." „Haltu kjafti!“ svaraði maðurinn. „Hér er eng- in lögregla nærri.“ Hann tók fastar um tösk- una og nú fór Sonja að hugsa um að hún mundi missa peningana, sem hún átti að lifa af alla næstu viku, og mánaðar húsaleigu fyrir herberg- in þrjú, sem hún leigði með Annie. Hún reyndi að slíta töskuna af manninum en hann ríghélt í hana. Sonja vissi ekki sitt rjúkandi ráð. En er hún var í þann veginn að gefast upp, kom bifreið á íleygiferð og hár, dökkhærður maður í smoking kom hlaupandi út. Eitt hnefahögg var nóg til þess að bófinn lyppaðist niður á götuhellurnar. „Ég vona að hann hafi ekki fengið ráðrúm til að gera yður mein, ungfrú.“ Sonja sperrti eyrun er hún heyrði hinn ró- lega Hálendingaframburð á því sem maðurinn sagði. Hún varð mállaus af undrun. Maðurinn sem hafði komið þegar mest lá á, var enginn annar en MacDonald yfirlæknir. Þegar hann sá hver hún var hvarf vingjarnlegi svipurinn fljót- lega af honum, en hrukkur komu í ennið í stað- inn. — Ég held. að það séu allar þess- ar tilraunir þeirra með nýja hog- ann, sem valda þessari einkennilegu veðráttu . . . „Jæja, það voruð þá þér, ungfrú Harrison,“ sagði hann kuldalega. Hvað eruð þér að gera ein úti á götu um miðja nótt? Þér munuð koma úr einhverju samkvæminu, get ég hugsað mér.“ „Nei,“ svaraði Sonja fljótt. Hún stokkroðnaði. „Ég var að taka á móti barni.“ „Einmitt það? Og hvar er þá ljósmóðurtaskan yðar?“ Sonja beit á vörina. Það mundi vafalaust ekk- ert stoða þó að hún segði honum að Brenda hefði tekið við töskunni. MacDonald yfirlæknir mundi ekki trúa því. Hann skildi þögn hennar sem vott um að hún væri sek og opnaði dyrnar á bílnum og sletti hendinni. „Úr því að ég er hérna verð ég líklega að aka yður heim, ungfrú Harrison? Á kvenstúdenta- garðinn." „Ég á ekki heima þar lengur. Ég hef fengið mér íbúð.“ „Eruð þér ein í íbúð útaf fyrir yður, ekki eldri stúlka?“ Munnurinn á MacDonald varð mjór eins og strik. „Það hefði vafalaust verið öruggara fyrir yður að vera á stúdentaheimilinu. Þar lær- ir inaður líka betur að hafa gát á klukkunni. Hvernig naldið þér að yður gangi með lokapróf- ið ef þér eruð úti fram á nætur og drekkið og dansið við unga menn? Setjist þér nú í bílinn.“ Sonju var innanbi'jósts eins og glæpamanni, er hún settist í vagninn. Hann virti lrana ekki einu sinni svo mikils að bjóða henni að sitja fram í hjá sér. Hún sagði honum til vegar og bráðlega komu þau að húsinu ,sem hún átti heima í. Mac- Donald steig út og flýtti sér að opna hurðina fyr- ir henni op; hneigði sig með kurteysissvip, sem meiri ákæra fólst í en þó hann hefði gefið henni stranga áminningu. „Þakka yður fyrir að þér hjálpuðuð mér,“ sagði Sonja kuldalega. „Ekkert að þakka, ungfrú Harrison,“ svaraði hann stutt. „Ég mundi hafa gert þetta, hver sem í hlut hefði átt.“ Tunglið gægðist allt í einu fram úr skýja- þykkninu, og augu þeirra mættust. Á einhvern óskiljanlegan hátt varð hún hugfangin af hinu harða, ískalda augnaráði. Einkennileg tilfinning greip hana - samband sársauka, reiði og ótta — og svo eitthvað sem hún gat ekki gert sér grein fyrir. Það var ekki hægt að neita því, að Philip Mac- Donald var glæsilegur maður, hugsaði Sonja með sér. Á næsta augnabliki var hann kominn inn í bílinn og ók hurt. Sonja stóð kyrr, höfuðið var innantómt. Hún var ósegjanlega þreytt. Hún vai ósegjanlega þreytt. Hún staulaðist upp stig- ann, háttaði og lagðist þunglamalega upp í rúm- ið. „Ó, pabbi,“ hvíslaði hún. „Ég er svo einmana, pabbi — og ég er svo þreytt. Hvernig á ég að heyja þetta stríð? Mér er það ofviða, það er of erfitt. Æ, hvers vegna þurftir þú að fara frá mér, svo að ég yrði ein eftir og enginn til að verja mig. Enginn er til að verja mig gegn þessum hræðiiega manni.“ Sonja svaf vel um. nóttina og vaknaði miklu hughraustari en hún hafði sofnað kvöldið áður. Hún sat við opinn gluggann og var að blaða í minnisgreinum sínum frá fyrirlestrunum, er hópur af ungu fólki í fáránlegum búningum kom dansandi og æpandi niður götuna. Hópurinn nam staðar við hliðið á húsinu sem hún bjó í, og hringdi bjöllunni. Nú mundi Sonja að aðal „spítaladagurinn“ var í dag. Allt starfslið spítalanna átti frí nokkra klukkutíma og fyrirlestrar voru látnir falla nið- ur. Og svo fór allur söfnuðurinn á stjá og safn- aði inn peningum handa qiúkrahúsunum. Ana kamla fór niður og opnaði, og að vörmu spori kom Max Brentford hlaupandi inn í her- bergið, og á eftir honum Brenda í mjög stuttu suðurhafseyjapilsi úr strái. Handleggir og fæt- ur voru farðaðir brúnir og hún var með svarta hárkollu á höfðinu. „Þú kemur með okkur, Sonja?“ kallaði Max og deplaði til liennar augunum undir blóðug- um reifum, sem hann hafði um ennið. Hann átti að sýna mann ,sem hefði orðið fyrir slysi. „Ég get það sjálfsagt ekki,“ sagði Sonja al- varleg. „Þú veizt að ég er í sorg ennþá. Það eru aðeins þrjár vikur síðan hann pabbi minn dó.“ Max varð vandræðalegur. ,Æ, já, auðvitað. Ég

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.