Fálkinn


Fálkinn - 20.11.1959, Blaðsíða 14

Fálkinn - 20.11.1959, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN ÍEurwnsaga - Framh. af 7. síðu. Ég fæ á þeim að halda, uppdrátt- unum, sem ég keypti í Gavle. Nú eru peningarnir á þrotum, og þá verö ég að verða mér út um meira. Ég ætla að ná mér í bíl og aka vestur á bóginn. Ég ætla mér að ræna einhvern smábankann og kom- ast svo vestur yfir fjöll til Noregs gandandi. Sannast að segja getur þetta virzt fáránleg hugmynd, en eins og nú er ástatt fyrir mér, er hún alls ekki afleit. Þetta ætti að geta tekizt, ef maður er snöggur upp á lagið og notar riffilinn. Á upp- drættinum er hægt að sjá alla vegi, hús og sæluhús. Þetta er líklega bezta leiðin til að hverfa — út í veður og vind. Það er talsvert erfitt á þessum tíma árs, en þeim mun erfiðara er það fyrir þá, sem ætla að veita mér eftirför. Öll spor hverfa algerlega. Þegar til Noregs kemur, fer ég til Kautokeino og þaðan til Finnlands. Og svo til Tam- pere, þar á ég góðan vin, E. K. Önnur leiðin er sú, að fara til Þránd- heims. Ég ætla að finna mér ein- hvern vetraríþróttastað, sem ég gæti dvalið á nokkra mánuði, þangað til fer að vora. Þá verður vonandi allt farið að róast, svo að ég kemst fyrirhafnarlaust til Skotlands eða Englands. Þaðan ætla ég til Ítalíu og síðan til Nýja-Sjálands. 20. desember. Ég fór með lestinni norður. Þar var fullt af dátum, sem voru að fara í jólaleyfi. Svíarnir hérna norð- urfrá eru einstaklega viðkunnan- legir, miklu betri en syðra. Þeir líkjast villimönnunum í Finnlandi eða Norðmönnum. Ég kom til Bo- den um kvöldið og fékk herbergi á Grand Hotel, undir nafninu Gun- nar Solberg frá Noregi. 21. desember. Ég er hálf áhyggjufullur út af því að fólkið hérna er svo tortrygg- ið. Ég geri ráð fyrir að Boden sé mikilvægur staður, hernaðarlega, því að hér er litið á alla ókunnuga sem njósnara. Ég bað um góðan miðdegisverð og fékk ekta, gott danskt öl, Gold Carlsberg. Það var ljómandi. 23. desember. Hafði ekki peninga til að borga gistihúsreikninginn. Vantaði 2 krón- ur, en var látinn sleppa með það. Ég labbaði af stað til Álvsby og reyndi að fá að sitja í hjá þeim, sem fram hjá fóru, en enginn bauð mér það. Þeir spurðu, hvort ég væri innansveitarmaður, og þegar ég neit- aði því, óku þeir áfram. Mér datt í hug að hóa í leigubíl og ræna svo bílstjórann bæði peningunum hans og bílnum. Ég gat sent hann til annars og væntanlega betra lífs. En ég sneri aftur til Boden og bað um herbergi á Central Hotel, undir nafninu Erik Johannessen frá Osló. Þetta gistihús verður nú miðstöð mín, meðan ég tek mér ýmislegt smávegis fyrir hendur. Það verður sannarlega ekkert smávegis, þegar fram í sækir. í ársalnum hangir mikið af vopnum, en þau eru öll gömul og ónothæf. Mér er ekki ofbeldi og hermdarverk að skapi, en ef því skiptir, get ég gripið til þess líka. Ég er dauðans matur, ef ég verð bljúgur og iðrast. Annað- hvort þú eða ég! Sú regla gildir bæði í stríði og friði. 24. desember. Nú er aðfangadagskvöld jóla. Þrjár vikur liðnar síðan ég fór frá Danmörku. Hér er allsstaðar svo hljótt og nærri því engin umferð. Allar verzlanir loka klukkan 16. Svona kvöld, þegar allir eru að halda jól, er hentugt fyrir áform mín. Þá er umferðin minnst og að- eins fáir utanhúss. Ég ætla mér að ná í peninga og síðan fer ég til Ar- vidsjaur. Og þaðan kemst ég yfir fjallið til Noregs .... — Hér lýkur dagbók Stigs Karon. Eftir morðið hefur hann ekki skrif- að eina línu í bókina. Eins og sjá má hér að framan, hefur hann ekki keypti bókina fyrr en 15. desember í Gávle. Hann hefur því skrifað það sem undan var gengið eftir á. * BÚKTAL AF PRÉDIKUNAR- STÓL. — í Derby var jyrir nokkru haldin barnaguðsþjónusta, og það var brúðan Jimmy — sem er eins konar „Konni“ þeirra þar í Derby — sem talaði til barnanna. Prestur kirkjunnar, Philip Schofield, er nefnilega ágœtur búktalari, eins og Baldur, og fannst líklegt að börnin tœki betur eftir, ef hann léti Jimmy tala við þau. Þetta tókst mjög vel: börnin mundu eftir á miklu betur það, sem Jimmy hafði sagt við þau, en það sem þau heyrðu prestinn segja á barnaguðsþjónustunum. HtoAAcfáta JálkanÁ LÁRÉTT 5KÝRING: 54. Sambandsríki, 57. Á flugi, 60. Samhljóðar, 62. Fangamark, 63. Hljóðst. 1. Glóra, 5. Kvensnift, 10. Skógar- dýr, 11. í tafli (ef.), 14. Stirða, 15. Hvíldist, 17. Hafrót, 19. Þrír eins, 20. Sundraður, 23. Sunda, 24. Am- báttar, 26. Heimting, 27. Á fiski, 28. Ættarnafn, 30. Fæða, 31. Grískt skáld, 32. Veiðarfæri, 34. Dana, 35. Græðgi, 36. Rusli, 38. Land (þf.), 40. Láð, 42. Krafturinn, 44. Kaup- félag, 46. Félaus, 48. Karlmanns- nafn, 49. Þjóðflokk, 51. Eyða, 52. Kjúka, 53. Trufluðu, 55. Þrír eins, 56. Lengdarmál, 58. Náttúrufar, 59. Plagg, 61. Vondur, 63. Karlmanns- nafn, 64. Veiðarfæri, 65. Þurbrjósta. LQÐRÉTT SKÝRING: 1. Naumur, 2. Biblíunafn, 3. Land í Asíu, 4. Samhljóðar, 6. Samhljóð- ar, 7. Karlmannsnafn, 8. IJættu- merki, 9. Stórfljót, 10. Veitt, 11. Úr- 13. Spekingur, 14. Trylltar, 15. Úr- gang, 16. Trítla, 18. Sjaldgæfir, 21. Samhljóðar, 22. Átt, 25. Hálir, 27. Hægindanna, 29. Dreift, 31. Grískt skáld, 33. Atviksorð, 34. Samliggj- andi, 37. Borg í Afríku, 39. Hrausta, 41. Herrastétt, 43. Keðja, 44. Hrúga, 45. Stafn, 47. Tautar, 49. Fanga- mark, 50. Forsetning, 53. Á litinn, czCauón d hroiiydtu. í iíÍaita bla&i LÁRÉTT RÁÐNING : 1. Hasta, 5. Hnekk, 10. Færir, 12. Bleik, 14. Gasið, 15. Oss, 17. Strók, 19. Rut, 20. Andvana, 23. Kló, 24. Ótal, 26. Ódaun, 27. Mjór, 28. París, 30. Ilm, 31. Fauna, 32. Ekki, 34. Þang, 35. Stráði, 36. Fangar, 38. Tæla, 40. Utar, 42. Skaða, 44. Vim, 46. Arður, 48. Kera, 49. Konan, 51. Aura, 52. Öld, 53. Merking, 55. Rif, 56. Plóma, 58. Ais, 59. Árina, 61. Amaði, 63. Étinn, 64. Inkar, 65. Ag- ánn. LGÐRÉTT RÁÐNING: 1. Hæstaréttardómur, 21. Ari, 3. Siða, 4. TR, 6. NB, 7. Elsa, 8. Ket, 9. Kirkjugarðurinn, 10. Fauta, 11. Ósvald, 13. Kólon, 14. Grópa, 15. Oddi, 16. Saum, 18. Kórar, 21. NÓ, 22. NN, 25. Líkræða, 27. Mangara, 29. Skála, 31. Fanta, 33. Iða, 34. Þau, 37. Ósköp, 39. Sinkir, 41. Krafa, 43, Kella, 44. Vora, 45. Mais, 47. Urinn, 49. KE, 50. NN, 53. Maðk, 54. Gáta, 57. Man, 60. Rin, 62. IA, 63. Ég.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.