Fálkinn


Fálkinn - 20.11.1959, Blaðsíða 15

Fálkinn - 20.11.1959, Blaðsíða 15
FÁLKINN 15 Þegar skepnur voru dæmdar til dauða Á torginu í Zúrich fór fram ein- kennilegt réttarhald árið 1442. Á palli fyrir framan ráðstofuna sátu yfirvöldin í víðum kápum. Gamall réttarþjónn veifaði svarta prikinu, sem var embættistákn hans og kall- aði hárri röddu: „Leiðið ákærða fram!“ Var þá stórt grindabúr dreg- ið fram að pallinum. I því var stór úlfur — hann var ákærður fyrir að þafa drepið tvær smátelpur, og nú átti hann að svara til sakar. Opinberi ákærandinn, lærður lög- fræðingur, tók til máls. Svo flutti verjandi úlfsins ræðu sína. Var beitt öllum lagakrókum og vitni leidd. Loks var ákærði dæmdur til lífláts; hann skyldi hengdur í gálga bæjar- ins. Og svo var dómnum fullnægt í viðurvist mannfjöldans, sem hrópaði húrra. Málssóknir gegn skepnum voru ekki fátíðar á miðöldum. Lærðum manni telst svo til, að um 200 slík mál hafi verið rekin á einni öld. í Falaise í Normandí var mál höfðað 1386, gegn grís, sem hafði drepið barn. Réttarhaldið varð um leið eins konar þjóðhátíð og allir mættu, sem vetlingi gátu valdið. Dómurinn varð á þá leið, að grísinn skyldi hálshöggvinn. Var grísinn færður í föt og pyntaður og laminn áður en hann kom á höggstokkinn. Grísirnir voru hættulegastir allra glæpahunda, því að þeir drápu oft börn. Þeir léku 'lausum hala í þorp- unum og héldu sig á sorphaugunum og hreinsuðu þar til. En réðust á börn líka. í Sévigny var gylta ásamt sex grísum sínum sökuð um að hafa drepið barn, árið 1547. Verjandinn hélt snjalla ræðu, svo að grísirnir SKEMMTILEG FRÆÐSLA. — Queensmeod-skólinn í Surrey, Englandi, notar sérstakar aðferðir til að kenna nemenadum sínum ganginn í opinberum stjórnar- athöfnum. Bækurnar eru lagðar á hilluna og börnin eru látin setjast í hreppsnefnd, með oddvita og öllu tilheyrandi. Hér sést „oddvitinn" með einkennismerkjum sínum ganga út úr skólanum, að aflokn- um „hreppsnefndarfundi“. voru sýknaðir vegna þess að þeir þóttu vera undir lögaldri saka- manna, en gyltan var líflátin. En þrem vikum síðar voru grísirnir fyrir rétti á ný. Eigandinn vildi nefnilega ekki setja tryggingu fyr- ir því að þeir höguðu sér vel í fram- tíðinni — hann óttaðist, að þeir hefðu erft glæpahneigð móðurinnar. Þann 5. sept. 1370 drápu þrjár gyltur grísahirði — þær hafa líklega verið hræddar um afkvæmin sín. Allur svínahópurinn var handtek- inn, en eigandinn krafðist sýknu fyrir grísina. Dómurinn var á þá leið að gylturnar þrjár skyldu líflátast, en grísirnir sleppa, „þó þeir hefðu horft á piltinn drepinn, án þess að verja hann.“ Mannýg naut lentu líka í greipum réttvísinnar. Maður í Moissy var stangaður til bana 1314. Var nautið sett í fangelsi bæjarins. Síðan var það dæmt til dauða fyrir morð og 1694 var meri brennd á báli. Rétt- urinn taldi sannað, að þessar skepn- ur væri á valdi illra anda og morðin verið framin af ásettu ráði. Það voru klerkadómar, sem dæmdu nagdýr og skordýr, sem gerðu' skaða. Var talið, að verslegir dómstólar væru áhrifalausir gegn þess konar óféti. Nokkrar mýs og flugur voru drepnar en allt kyn þeirra bannfært! Alls konar lagakrókum var beitt í málum þessum, og franski lögmað- urinn Bartholomæus Chassenée varð frægur af einu þeirra. Honum var falið að vera verjandi rottuhóps, sem hafði eyðilagt kornbirgðir í Autun-héraði. Rottunum var stefnt lögformlega — en þær mættu ekki. Chassenée hélt því fram, að stefnan hefði ekki verið nógu víðtæk; málið snerti nefnilega allar rottur í bisk- upsdæminu. Rétturinn féllst á þetta og var nú gefin út ný stefna, en rotturnar gengdu ekki heldur! — Chassenée hélt því fram, að rott- urnar þyrðu ekki að mæta vegna „illviljaðra katta saksóknaranna“. Þær ættu heimtingu á vernd og yrði rétturinn að setja tryggingu fyrir að þeim væri óhætt að koma. Rétturinn féllst á að saksóknararnir settu tryggingu, en þeir neituðu og féll málið niður, Stundum voru skepnur teknar gildar sem vitni. Maður, sem sak- aður var um morð, fór með hund og kött og hana í réttinn og sór að hann væri saklaus. Og af því að ,,vitnin“ þögðu var maðurinn sýkn- aður! — ★ — Drési litli er að aka litla bróður sínum úti á götu í barnavagnit en sá litli er óánægður og grenjar í sífellu. Gamall maður stöðvar Drésa og segir: „Skelfing er heyra, hvað hann bró'ðir þinn grœtur!“ En Drési tekur upp þykkjuna fyrir bróður sinn og svarar: „Ef þú hefðir ekki hár, ef þú hefð- ir ekki tennur, ef þú gætir ekki talað og ekki gengið, þá hugsa ég að þú mundir grenja líka!“ * Skrítlur „Konan mín er svo nett í hönd- unum. Hún býr til allra fallegustu hálsbindi handa mér úr gömlu kjól- unum sínum.“ „Hvað er það á móti konunm minni. Hún saumar sér kjóla úr gömlu hálsbindunum mínum.“ — Við systir mín erum í rauninni ekki einstæðingar, því að við getum talað saman. En það sem okkur vantar tilfinnalegast, er einhver stúlka, sem við getum talað um. ^< „Hvað gafstu manninum þínum í afmælisgjöf?“ „Ég gaf honum dagbók með lát- únsspenslum og hengilás. „Og hvað gafstu sjálfri þér?“ „Lykla að hengilásnum.“ * Gamall enskur piparsveinn lét eftir sig rúmar milljón krónur. Alla þessa peninga hafði hann ánafnað — í þakkar skyni — stúlkunni, sem hann hafði langað að eiga, en alltaf hafði hryggbrotið hann. * Hann: „Ef ég hefði þekkt þig svolítið betur, þá hefði ég kysst þig.“ Hún: „Hefðirðu kysst mig, þá hefðirðu þekkt mig betur á eftir.“ 7* Sá leiðinlegi í klúbbnum og var að segja frá Indlandsferðinni sinni, að minnsta kosti í tuttugasta skipti. „Þið ráðið hvort þið trúið því, en fakírinn kastaði kaðli beint upp í loftið og svo las hann sig eftir kaðlinum, þangað til við sáum hann ekki framar. Eftir langa þögn segir geispandi áheyrandi: „Eru nokkur líkindi til að þér getið gert þetta sama?“ "X Hann var allt kvöldið hjá ung- frúnni, en varð ekkert ágengt með bónorðið. Loks kemur hundur heimasætunnar inn í stofuna og bið- illinn spyr: „Kann hann nokkrar listir, hvolpurinn?" „Já, ef þú blístrar, þá kemur hann með hattinn þinn.“ tK Mamma: —Nú verðurðu að hætta að toga í rófuna á kettinum, Óli litli. Óli: — Ég toga aldrei í rófuna á honum. Ég held bara í rófuna, en það er kötturinn, sem togar. * — Þér börðuð manninn yðar með staf, segir dómarinn. — Hversvegna gerðuð þér það? — Af því að járnkarlinn var of þungur fyrir mig. GÓÐ VINÁTTA. — Hjá öpunum má oft sjá góða vináttu. Lítið á þessa ungu sjimpansa hvað þeim kemur vel saman. ERFIÐ SMÍÐI. — Það er ekki á hvers manns færi að smíða góða lútu, en það getur T. G. Gogg, kunnur cembalo-smiður í London. Hér er hann að leggja síðustu hönd á 24-strengja lútu, smíðaðri eftir fyrirmynd frá 19. öld. HJÁLMURINN PRÓFAÐUR. — Þó að hjálmkúfurinn sé ekki fallegt höfuðfat þykir hann orðinn svo ómissandi öllum þeim, sem setjast á mótorhjól, að í flestum löndum er orðið sjaldgæft að sjá mann á bifhjóli án hans. Það er sem sé sannreynt að hann hefur bjargað fjölda mannslífa í árekstrum og kollhnýsum. — Hér er verið að prófa hver áhrif bað hefur á mann- inn begar 4 kílóa stálkúla fellur á lijálminn úr mismunandi hæð.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.