Fálkinn


Fálkinn - 27.11.1959, Blaðsíða 2

Fálkinn - 27.11.1959, Blaðsíða 2
FALKINN Sindra húsgúgn Sindri h.f. opnar nýja verzlun að Hverfisgötu 42 „Einar í Sindra" er orðið svo þekkt nafn hér í Reykjavík og víð- ar, að það þarf naumast að skýr- greina nánar. Það var árið 1924 að Einar Ás- mundsson hóf smiðjurekstur sinn í Lækjargötunni og hefur hann geng- ið óslitna sigurgöngu allar götur til þessa. Hefur fyrirtæki hans, Vél- smiðjan Sindri, verið brautryðjandi á mörgum sviðum járn og stáliðn- aðar, t. d. mun Sindri h.f. vera eina íslenzka fyrirtækið, sem flytur inn járn og stál í svo stórum mæli, að það hefur ávallt góðar birgðir þeirra efna. Einnig hefur Vélsmiðjan Sindri beitt sér ötullega fyrir út- flutningi brotajárns og verið þar í fylkingarbrjósti. Þá má geta þess, að Vélsmiðjan Sindri rækir stál- herzlu, sem er einstæð í Reykjavík. Fyrir um það bil tveim árum byrjaði svo Einar í Sindra, fyrir forgöngu Ásgeirs sonar síns, að framleiða stálstóla, sérstaklega smekklega, enda var höfundurinn enginn annar en Sveinn Kjarval, og hafa þeir síðan hagnýtt sér stálið á margan hátt, t. d. búið til allskonar borð, ýmist innlögð með mósaik eða plasti eður annarri dægilegri áferð, auk grinda fyrir bókahillur, kjafta- stóla og fleiri hægindi. Og líður nú skammt stórra högga í millum, því að föstudaginn 20. þ. m. opnaði Sindri h.f. nýja verzlun að Hverfisgötu 42, þar sem húsgögn þeirra eru til sýnis og sölu. Er þar skemmst frá að segja, að þetta er furðulega fallegt húsnæði. Sveinn Kjarval hefur teiknað og séð um húsbúnað allan af listrænni smekk- vísi. Er verzlunin öll þiljuð innan með olíuborinni furu, blómskreyting miðsvæðis, lýsing óbein úr lofti og síðast en ekki sízt, er hluti af gólf- inu lagður íslenzkum hellum, komn- um úr Hálsasveit í Borgarfirði. Tréverk annaðist Anton Sigurðs- son, húsasm. Múrverk: Sigurður Helgason, múraram. Verzlunrstjóri er Ásgeir Einars- son. E. * Pehingóperan Því verður ekki á móti mælt, að óvenjulega og góða gesti bar að garði Þjóðleikhússins, þar sem Pek- ingóperan var, enda þótt ýmislegt væri sem „kínverska" í skynjun leikhúsgesta. Þessi óperusýning var okkur mjög framandi, þar sem lítið var um söng en meira um hreyfing- ar handa og líkama og hver hreyf- ing táknar eitthvað sérstakt og hætt er við, að merking þessa táknmáls hafi að einhverju leyti farið ofan garðs og neðan hjá sumum leikhús- gesta En hitt duldist engum, að í þeim atriðum, sem leikarar Pek- ingóperunnar sýndi var fólginn djúpur og fagur skáldskapur, þar sem „hugann grunar fleira en nem- ur taugin". Og þessi djúpi og fagri skáldskapur var túlkaður af töfr- andi innsæi, tækni og þjálfun, hvort sem um var að ræða hljóðan leik eða svimandi loftfimleika, sem voru svo hnitmiðaðir og þaulþjálfaðir, að aðra eins akróbatík hefur maður aldrei áður séð, þótt víða hafi far- ið og margt séð í þeirri grein. A8 baki þessarar listsýningar liggur auðsjáanlega aldatuga menningar- erfð og túlkunarþjálfun, því að tæknin var vægast sagt furðuleg, nærri því yfirnáttúrleg. Hafi hinir ágætu og langt að komnu gestir beztu þakkir fyrir komuna, svo og þjóðleikhúsið fyrir að geta lokkað þá hingað til að stytta okkur leiði- gjarnar stundir myrkra skammdeg- iskvölda norðurhjarans. Karl ísfeld. —o— BLESSUN HEITIN SKEPNUNUM. — A heitdegi hins heilaga Farns af Assisi er það siður í Belgíu að leggja blessun yfir allar skepnurnar á bænum, og í landinu. Hér sést hvernig sú athÖfn fer fram í Bruxelles. Litli apinn á myndinni sýnitet vera í vandræðum með sjálfan sig, meðan presturinn er að skvetta vígðu vatni á hausinn á honum. £krítlur — Jú, auðvitað er ég hamingju- samur í hjónabandinu, en þó vildi ég óska, að konan mín talaði ekki alveg eins mikið um fyrri mann- inn sin og hún gerir. — Ég kalla þig heppinn. Konan mín er alltaf að tala um næsta manninn sinn. Ungi maðurinn kom til gullsmiðs- ins með hring og bað hann um að grafa tvö nöfn á hann. — Hvað á að standa á honum? spurði gullsmiðurinn. — Til Gunnu frá Gvendi, svar- aði pilturinn. Gullsmiðurinn klappaði honum á öxlina og sagði: — Hafið þér mitt ráð. Látið þér duga að grafa „Frá Gvendi". —o— — Ég giftist ekkju eftir mann, sem var hengdur, og þóttist viss um, að þá mundi hún aldrei líkja mér við. fyrri manninn sinn. En mér skjátlaðist illa þar. — Jæja. Talar hún vel um þann hengda? — Það get ég ekki sagt. En hún segir, að henging væri langt um of góður dauðdagi handa mér. Frú Olsen lagði það í vana sinn að minna manni sinn á að það væri hún, sem ætti alla silfurmunina, málverkin og kjörgripina í stofunni. Eina nóttina vakti hún manninn og sagði æst: „Vertu nú fljótur að kom- ast á fætur! Eg held það sé inn- brotsþjófur í stofunni." „Ætli mér standi ekki á sama," sagði Olsen og velti sér á hina hlið- ina. „Ég á ekkert í stofunni hvort eð er." —o— Óli í Hábæ hafði misþyrmt Petri í Lambhaga, svo að hann lá rúm- fastur lengi á eftir. Presturinn kom til Péturs og fór að tala við hann. — Ég vona þú fyrirgefir honum Óla í hjarta þínu, og ég skal biðja fyrir þér, að þú fáir kristilegt hugarfar. — Nei, láttu bíða að biðja nokk- uð þangað til ég er kominn á fætur, hagði Pétur. ¦— En þá skaltu biðja fyrir honum Óla. Bankastjórinn hringdi til Skotans og sagði: „Við sjáum að þér hafið yfirdregið hlaupareikninginn yðar með 25 pundum, hr. MacGregor. — Viljið þér gera svo vel að segja mér hvernig reikningarnir stóðu fyr- ir einum mánuði, bankastjóri? Bankastjórinn flettir í bókunum og svarar: — Þá hafið þér átt inni 50 pund. — Alveg rétt En var ég hringja til yðar út af því? —o— — Hérna er peysa, sem ég hugsa að þér verðið ánægð með, ungfrú. Hún er víst mátulega mikið of lítil.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.