Fálkinn


Fálkinn - 27.11.1959, Blaðsíða 5

Fálkinn - 27.11.1959, Blaðsíða 5
FALKINN 5 KOSNINGARNAR í BRETLANDI í byrjun október, gáju íhaldsmönnum sigur, og kann hann meðfram að stafa af því, að talsvert sundurlyndi og tvídrœgni hefur verið innan verkamanna- flokksins undanfarin ár. Hér sést Hugh Gaitskill verkamannaforingi vera að sýna, að hann og verkalýðurinn enski séu óaðskiljanlegir. Vitanlega er símstöð í Thule og símaskrá líka. En nafn hjúkrunar- kvennanna er ekki í skránni. Þær hafa leyninúmer! Og hinar þrjár þokkagyðjur í Thule fara nær aldrei út fyrir sjúkrahúsið einar síns liðs, nema í bíl. Einstöku sinnum fá þær að dansa, en það eru aðeins „fáir útvaldir", sem fá að koma á þá ,,dansleiki“. En þær mega ekki dufla við pilt- ana. „Maður egnir ekki börn, með því að hampa súkkulaði framan í þau,“ segir ein hjúkrunarkonan. En þrátt fyrir það fór nú svo, að Lillian Herczeg trúlofaðist einum flugmanninum. En þau fengu ekki að vera í Thule sem hjón, og hafa nú bæði verið flutt til Bandaríkj- anna. ☆ MÞiui nffutftnt «/i( r Heima hjá James Barman og konu hans á Long Island gerast dularfull fyrirbrigði: Tappar og hettur springa þar af öllum flöskum, án þess að snert sé við þeim. Þetta byrjaði með því að tappi hrökk úr flösku með vígðu vatni og gusaðist vatnið upp úr flöskunni. Var fengið annað vatn sömu tegundar á flösk- una, en það fór sömu leiðina. Tíu daga samfleytt gerðist það sama með allar flöskur á heimilinu. Jafn- vel ilmvatnsglös frúarinnar voru undir sömu sökina seld. Enginn get- ur gefið skýringu á þessu, en gizk- að hefur verið á, að það geti stafað af geislaverkun eða þá af titringi frá flugvélum, sem oft fljúga yfir húsið. Nora Petruzzi og Marie Bcuregard í sól og sumri í Thule. skóla. Hún hefur áður starfað í Carolina, Philadelphia og Texas og bauð sig fram til þjónustu erlendis án þess að detta Grænland í hug. En eftir árs dvöl í Thule sagði hún: — Ef ég ætti að velja mér stað sjálf mundi ég velja Thule. Lillian Herczeg kom til Thule haustið 1956. Hún kom þangað kl. 3 að morgni og þótti aðkoman ein- kennileg. Svartamyrkur og mikill snjór. Nokkur rafmagnsljós vörp- uðu birtu á aluminiumsklædda her- skálana, svo að þeir voru líkastir sardínudósum í tunglsljósi. Hún fór að hátta og vaknaði ekki fyrr en um hádegi. En þá var allt eins -— sama myrkrið. Hinar stúlkurnar höfðu komið áður en nóttin lagðist að. En svo kom sumar og þá var engin nótt. En hjúkrunarkonurnar vöndust fljótt á að sofa í birtu. En þeim þótti skrítið að geta tekið myndir um hánótt. Og í Thule er margt fallegt til að taka myndir af, ekki sízt hafísjakarnir, sem endur- spegla ótrúlegustu liti, skriðjöklar og hengiflug. Weaselbílar aka um jöklana með langa lest af sleðum í togi. í sjúkrahúsinu voru sjö læknar auk tannlækna. Það kvað hafa ko'st- að kringum tíu milljón dollara. Þar eru 50 rúm, en hægt að bæta öðrum 50 við, ef þörf gerist. Allt er þar af fullkomnustu gerð, svo að vinnu- skilyrði hjúkrunarkvennanna eru góð. Þær verða líka að kenna. Ungir hermenn eru látnir læra hjúkrun og hjálparstörf. Þarna eru öll hugsanleg þægindi, sem enginn skyldi búast við að sjá á 76. breiddarstigi. Vitanlega er þar bæði útvarp og sjónvarp. Þar eru liðsforingjaklúbbar og eru hjúkrun- arkonurnar auðvitað í honum, því að þær eru allar liðsforingjar. Þar eru haldnar skemmtanir ákveðna daga vikunnar, og eitt „Bingo- kvöld" er í viku. Tvö kvikmynda- hús, og eru þar góðar myndir. Stórt og fjölþætt bókasafn er líka í Thule. Nora Petruzzi kapteinn er sálfræð- ingur, og í bókasafninu getur hún fengið úrval af bókum um þau efni. En vitanlega eru ýmsar skugga- hliðar á verunni í Thule. Fyrst og fremst einangrunin. Þarna er ekki hægt að „skreppa til næsta bæjar“ í tómstundum sínum. Næsta eski- móabyggðin er í 60 mílna fjarlægð og ekki hægt að komast þangað nema fljúgandi, því að setuliðsmenn- irnir nota ekki hundasleða eins og Eskimóar. Tvær af hjúkrunarkon- unum fóru þangað einu sinni, og þá tók á móti þeim ,,konugurinn“ Odaq, sá, sem á sínum tíma var fylgdarmaður Pearys og Knuds Ras- mussens í leiðangrum þeirra. Ung- frú Herczek segir, að hann hafi ver- ið höfðinglegur maður, þrátt fyrir umhverfið, sem hann bjó í. í verzluninni í Thule er hægt að fá margt keypt, jafnvel svissnesk úr og þýzkar ljósmyndavélar. En af skiljanlegum ástæðum fæst ekk- ert þar af því, sem kvenfólk sér- staklega má ekki án vera, svo sem kvenfatnaður eða fegrunarlyf. Þeg- ar kona, sem starfar í annarri her- stöð, kemur við í Thule, hefur hún með sér plögg handa meðsystrum sínum þar. En allan skjólfatnað: vattfóðraðar bússur og stakka, hné- há stígvél, fóðruð með loðnu lamb- skinni og því um líkt, leggur her- inn til. SPRENGJA I KIRKJUNNI. — í einum turni hiiinar frægu Ge- dáchtniskirkju í Berlín, sem eyði- lagðist í styrjöldinni, hefur fund- ist ósködduð sprengja, sem varp- að hefur verið úr flugvél. IÞarna hefur hún dúsað í 14 ár, en nú er verið að koma henni burt. Svn- ir örin hvar sprengjan er í turn- inum. Hann verður látinn standa sem minnismerki um ófriðinn. Leikarinn og leikritahöfundurinn Peter Ustinov, var rétt að segja orð- inn 64.000 dollurum ríkari í get- raunakeppni amerísks sjónvarps, „Allt eða ekkert“. Síðasta spurning- in var: „Hvað er SHALIMAR?“ Það vissi Ustinov ekki, og er það varla láandi. El shalimar kvað vera heiti á garðyrkjumönnum, sem Japans- keisari setti árið 267 til að starfa hjá sér.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.