Fálkinn


Fálkinn - 27.11.1959, Blaðsíða 6

Fálkinn - 27.11.1959, Blaðsíða 6
FALKINN JÓLAVIÐBÚNAÐUR í BODEN. í hinu vistlega gistihúsi Central Hotel eru húsráðendurnir að leggja síðustu hönd á jólaundirbúninginn. Þarna eru engir gestir aðrir en ungi Norðmaðurinn í nr. 7. Hús- móðirin, frú Edlund, kennir í brjósti um þennan laglega pilt, sem á að verða einn síns liðs þarna á jólunum. Hún nefnir við manninn sinn, að þau gætu boðið honum að borða jólamatinn með sér. Þeim kemur saman um að grennslast eft- ir því fyrst hvenær hann ætli að fara, og hringja upp í herbergið. Klukkan er 16. — Afsakið þér, hr. Johannessen, má senda upp og láta taka til hjá yður hvað líður? — Það er engin þörf á því, frú, því að ég fer kringum kl. átta í kvöld. Vilduð þér senda mér te og nokkur stykki af smurðu brauði? — Já, en . . . Það smellur í tæk- inu, sambandinu er slitið. — Ég botna ekkert í þessum unga manni. Þetta er þriðja skipt- ið, sem hann biður um te og smurt brauð, segir frú Edlund. Klukkan 18.20 kemur gesturinn út úr nr. 7. Hann er með ílangan böggul undir hendinni og segir við frú Edlund að hann þurfi að fara á járnbrautarstöðina. Edlund lítur inn í herbergið, þegar hann er far- inn, Á óumbúnu rúminu liggu)’r handtaska og mikið af samanvöðl- uðum blöðum í pappírskörfunni. — Edlund fer niður og er hinn róleg- asti út af gestinum. Kl. 18.23 sér Bo Lindman mjólk- urfræðingur ungan mann fá leigu- bíl Karl-Gustafs Strandin í Kongs- götunni. Ungi maðurinn er í svört- um vetrarfrakka og með langan böggul undir hendinni. Bíllinn ek- ur í áttina til Vittjarvi. Kl. 18.40 sér maður, sem er á leið í bíl frá Vittijarvi til Boden, bíl Strandins. Hann stendur kyrr á vegarbrún- inni. Þegar sami maðurinn ekur til baka er billinn horfinn. Kl. 18.41 sér fólk í húsi einu bílinn aka inn á hliðarveginn til Ágardan. — Kl. 18.45 gengur fjórtán ára drengur framhjá bílnum. Hann reynir að gægjast inn, en séí- ekkert gegnum hrimaða rúðuna. Kl. 18.48 ekur símaviðgerðarmaður um Ágárdan- veginn, Axel Thuman að nafni, en verður að nema staðar, því að hann kemst ekki framhjá bíl Strandins. Hann blæs nokkrum sinnum. Ekk- ert svar. Þá fer hann út og að bíln- um og opnar hann. Lík Strandins dettur út úr dyrunum, beint í fang- ið á honum. Símamaðurinn gerir lögreglunni aðvart og það kemur á daginn, að Strandin hefur verið skotinn í hnakkann og auk þess orðið fyrir fjórum hörðum högg- um í höfuðið. Og peningar hans eru horfnir. Það tekst ekki að koma bílnum af stað — kveikjan reynist vera biluð. Kl. 20.00 yfirgefur Erik Jóhann- éssen herbergi sitt á Central Hotel og biður um reikninginn sinn. Ein- kennilegt að ég skyldi ekki taka eftir honum, þegar hann kom inn, hugsar Edlund gestgjafi með sér. En upphátt segir hann: — Þetta verða 22.40, þökk fyrir. Johannes- sen borgar. Hann virðist mjög ró- legur, en talsvert alvarlegur. Hann lítur einu sinni enn á ferðaáætlun- ina, óskar gestgjafanum gleðilegra jóla og fer. Kl. 20.10 sést ungi mað- urinn fyrir utan Central Hotel. Svo hverfur hann. En nú er leitin byrjuð að bíl- stjóramorðingjanum og allir spyrja: Hvert fór hann? Fjórar lest- ir fóru frá brautarstöðinni í Boden skömmu eftir klukkan 20: Austur til Luleá kl. 20.25, til Haparanda kl. 20.30, til Kiruna kl. 20.35 og suður til Alvsby kl. 20.35. „HÉÐAN í FRÁ ER EG BÓFI“. Sporin, sem rakin urðu eftir hann og upplýsingarnar, sem lög- reglunni bárust, bentu helzt til þess, að maðurinn hefði farið í lest- inni til Haparanda,landamærastöðv- arinnar við Finnland. Á jóladaginn lét Jerker Andersson, eigandi Grand Hotel, sem Stig Karon hafði fyrst gist á, lögregluna vita, að þar hefði verið peningalaus Norðmaður, Gunnar Solberg. Nú var rithönd hans borin saman við rithönd Eriks Johannessen hjá Edlund á Centr'al Hotel. Rithöndin var sú sama á báðum stöðunum, og sömuleiðis sami fæðingardagur og staða. Svo mundi Edlund eftir, að hann hefði séð bréfatætlur í pappírskörfunni á nr. 7, eftir Erik Johannessen. lifa heiðarlegu lífi. Héðan í frá er ég bófi.“ Á öðrum miða, sem tókst að raða saman, var eins konar ferðaáætlun: Leigubíll Boden Ágár- dan. 2. borgaði gistihúsreikning, 3. Boden Álvsby. 4. Álvsby-Arvids- jaur. Sennilega hefur það verið áform Stigs að aka bíl Strandins til Ar- vidsjau, en það farið út um þúfur því að kveikjan var biluð. HÚSFREYJAN Á JÁRN- BRAUTARHÓTELINU í Haparanda, frú S. Galenius, hlustaði á síðustu útvarpsfréttirnar kl. 23.00 á aðfangadagskvöld. Hún heyrði sagt frá hinu andstyggilega morði í Boden og hlustaði á lýsingu þulsins af Norðmanninum, sem grunaður var. Þegar lestin frá Bo- den kom inn á stöðina kl. 23.39, fór hún út og athugaði farþegana, sem fóru úr lestinni. Þeir voru aðeins þrír. Meðal þeirra ungur piltur með handtösku. En hún var ekki merkt SAS, eins og sagt hafði verið í út- varpinu, og henni fannst lýsingin á manninum ekki eiga við heldur. Hún sagði hlægjandi við stöðvar- þjóninn: ,,Það er áreiðanlega eng- HARMSAGA 2. G R E I N Eftir margra tíma tilraunir tókst að raða þessum snifsum saman, og reyndist þetta vera upphaf að bréfi til stúlku í Kaupmannahöfn. Stig var að kveðja stúlkuna sína og seg- ir meðal annars: „Ég hef fyrirgert öllum möguleikum mínum á því að Karl Gustaf-Strandin, leigubílstjór- inn, sem Stig Karon myrti til fjár á aðfangadagskvöldið. inn morðingi þetta, heldur allra laglegasti maður.“ Ungi maðurinn hafði lagt af stað frá stöðinni, en kom aftur eftir dá- litla stund og innritaði sig í gesta- bókina hjá frú Galenius sem Egil Busch, frá Færeyjum. Þetta virtist einstaklega trúverðugur og mynd- arlegur piltur. Hann fór hinn róleg- asti upp í herbergið sitt og læsti að sér. Jólamorguninn færir frú Galeni- us Agli Busch kaffi og kleinur. — Gistihúsið er í sjálfri járnbrautar- stöðinni og eftir morgunverð fer Egil Bucsh niður í farmiðasöluna og kaupir sér miða til Kemi í Finn- landi eftir að hafa spurzt fyrir um hvort hann þurfi vegabréf til að komast þangað. Nei, vegabréfa- skyldan er afnumin. Kl. 13.15 kem- ur Egil Bucsh til Kemi og þar týn- ir hann buddunni sinni. Hann kem- ur hvað eftir annað í farmiðasöl- una til að spyrja, hvort hún muni hafa fundizt og er alltaf jafn stillt- ur og rólegur. Loks finnst buddan og Egil þakkar fyrir og spyr um, hvar apótekið sé. Hann fer þang- að og kaupir hóstadropa. SUÐUR í FINNLAND. Kl. 23.30 kemur myndarlegur, ungur maður inn í gistihús í Gamla Karleby — Kokkola — og skrifar sig þar sem gest undir nafninu Bertil Paulsen, skrifstofumaður frá Osló. Hann er alls ekki órólegur eða fumandi, nokkuð alvarlegur en afar kurteis. Hann vekur sérstaka athygli. Daginn eftir borgar hann reikninginn sinn undir kvöld og segist ætla með lestinni til Tam- pere — Tammerfors. Sama mann- inum skýtur upp á Hotel Emaus í Tampere 27. desember, og nú heitir hann Bo Lindström, stúdent, á heima í Malmö. Þvottakonan tekur eftir, að mikið af meðalaglösum er í herberginu hans. Hann virðist vera mikið kvefaður. Á skrifborð- inu liggja pappírsblöð og uppdrætt- ir. Hann fær kálfakótellettu og Harch eggjaköku í miðdegisverð, og borð- ar í herberginu sínu. Klukkan 19.00 er símað í gistihúsið frá lögreglu- stöðinni. Lögreglan vill vita, hvort þar búi Dani, Egil Busch að nafni, en fær það svar, að þar séu ekki aðrir útlendingar en Svíi, sem heiti Bo Lindström. Ármanninum í gisti- húsinu finnst lýsingin koma heim við Bo Lindström, en hugsar ekki meira um það. Þessi Lindström er svo einstaklega prúður piltur ... Klukkan 13.10 laugardag 28. des- ember kemur Lindström niður með töskuna sína í hendinni. Hann er ekkert að flýta sér, því að hann hjálpar þvottakonunni til að bera dótið hennar inn í lyftuna. Hann borgar með 5000 marka seðli og þakkar brosandi fyrir sig. Kl. 15.40 kemur ungur maður í svörtum vetr- arfrakka inn í verzlun eina og spyr um leiðina á járnbrautarstöðina, og kl. 16.00 er hann við farmiðasöluna og kaupir miða til Helsinki. Hann talar lengi við Nikkanen afgreiðslu- mann og stöðvarstjórann, Öhman. Þetta er lítil brautarstöð, sem heitir Vehmainen og er fyrir utan Tamp- ere, og þar þarf enginn að flýta sér. Nikkanen býður manninum heim til sín upp á kaffi, og nú heitir hann Andersson og er frá Malmö. Þeir skiljast sem beztu vinir og Andersson fer með lestinni kl. 17.32. Fyrsta viðkoma er í Tampere og Þar á „Andersson“ að skipta um lest.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.