Fálkinn


Fálkinn - 27.11.1959, Page 7

Fálkinn - 27.11.1959, Page 7
FÁLKINN 7 ZZZr annáíum Frá Páli biskupi Jónssyni HANDTAKAN í TAMPERE. Lögreglumennirnir Mikkonen og Lehtisaari standa á brautarstéttinni i Tampere þegar hraðlestin suður á bóginn brunar inn á stöðina. Allt í einu segir annar: „Þarna er mað- ur, sem lýsingin getur átt við!“ — Mikkonen flýtir sér að ungum manni í svörtum frakka, sem er á leiðinni inn í lestina. — Hvert eruð þér að fara? spyr Mikkonen og grípur í öxlina á unga manninum. En hann snýr sér rólega við og horfir fast í augun á honum. — Talið þér sænsku? Mikkonen hristir höfuðið. — Helsinki! Helsinki! segir ungi mað- urinn og bendir á hraðlestina. Lög- reglumaðurinn tekur um handlegg- inn á honum og ætlar að toga hann með sér inn í varðklefann á járn- brautarstöðinni. — Útlendingurinn tekur þessu brosandi. Hann er allt- af að reyna að útskýra eitthvað, bendir og patar, en virðist alls ekki órólegur. „Þetta getur ekki verið rétti maðurinn,“ segir Mikkonen við sjálfan sig og linar á takinu. Lehtisaari er fyrir aftan þá, þegar þeir nema staðar við varðklefa- dyrnar. Mikkonen stingur lyklin- um í skráargatið, en heyrir um leið hreyfingu bak við sig. Útlendingur- inn hefur fleygt töskunni sinni og hleypur sem fætur toga á burt og um leið reynir hann að ná ein- hverju upp úr jakkavasa sínum innri. — Farðu varlega! hrópar Mikk- onen. — Hann er vopnaður! — Stopp! hrópar hann til manns- ins, sem er að flýja. Stig Karon er kominn í kring- um tuttugu skrefa fjarlægð. Nú hef- ur hann náð byssunni, snýr sér ró- lega að lögreglumönnunum og stingur byssuhlaupinu upp í munn- inn. — Smellur — ungi maðurinn kiknar í hnjánum og dettur svo aftur fyrir sig. Flótta Stigs Karons er lokið. HJÁ HARMANDI FORELDRUM. Ég þrýsti á hnapp hjá gljáandi messingplötu, sem segir, að hér eigi Grant Karon heima. — Ferjumað- urinn yfir Styx-fljótið í gi'ísku goð- sögninni hét líka Karon. — Ég hugsa með mér: Geta foreldrarnir hjálpað til að ráða þessa undarlegu gátu með Stig, og kemur það að nokkru haldi að finna skýringu á henni? En hver veit nema þeim finnist, að það gæti orðið þúsund- um foreldra stoð, ef skýring fengizt á gátunni. Hurðinni er lokið upp og ég kem inn í stofuna og fer að tala við mið- aldra konu, svartklædda. — Afsakið þér spurninguna. En — hvers vegna haldið þér, að Stig hafi gert þetta? — Ja, hvers vegna gerði hann þetta? Ég er hrædd um að enginn geti svarað því. Frú Karon sýnir mér margar myndir af Stig á ýms- um aldri. — Lítið þér á! Er hann ekki góðlegur? Allir segja, að and- litið á honum hafi verið svo opin- skátt og augun svo góðleg. Hún er með tárin í augunum, þegar hún réttir mér mynd af ung- um, brosandi dreng. — Öllum þótti vænt um hann. Hann var svo háttprúður. Og hon- um var svo illa við ofbeldi — í allri mynd. Ég verð þögull, þegar ég heyri hana tala. Spui’ningarnar, sem ég hef ætlað að spyrja, eru fastar í hálsinum á mér. Þetta er 3-herbergja, falleg íbúð — vistlegt heimili, sem ber það með sér, að þarna er nóg að bíta og brenna. Frú Karon vill gjarnan tala; það er ömurlegt að sitja ein heima, þegar maðurinn er í prent- smiðjunni. — Getið þér sagt mér eitthvað frá bernsku Stigs? — Hann var fimm ára, þegar við fluttum hingað. Hann var fálátur í bernsku og átti fáa leikfélaga. Ég held, að það hafi stafað af því að honum var illa við áflog, og strák- arnir ertu hann oft fyrir það. Og hann þoldi ekki að sjá blóð. Þá varð honum óglatt. Þegar hann fór til Spánar í sumarleyfinu varð hann að fara burt af nautaati í miðjum klíðum, því að hann þoldi ekki að horfa á það. — Átti hann við nokkra örðug- leika að stríða á barnsaldri, svona yfirleitt? — Ekki held ég það. Hann fékk það, sem flest börn fá. Ég varð aldrei vör við að hann væri leiður á lífinu. Stundum höfðum við á- hyggjur af að hann var svo mikið einn. Hann var opinskárri við mig en pabba sinn. Maðurinn minn var strangur við hann, en samt held ég, að þeir hafi verið góðir vinir. Stig var einn af þeim duglegustu í barnaskólanum, og í gagnfræða- skólanum var hann betri en í með- allagi. Hann var í einum' bezta skólanum í Kaupmannahöfn, „Metropolitan-skolen“, en þar eru mörg „heldri manna börn“. En Stig eignaðist ekki marga vini þar. For- eldrar hinna barnanna voru efnaðri en við. En sumir piltarnir komu þó stundum heim til okkar. — Hann hafði ekkert gaman af útilífi eða íþróttum. Hann las mik- ið, en hafði mest gaman af klass- iskri músík. Þegar á leið varð hann sólginn í að aka bíl og fara ferðir Frh. á bls. 15. GEGNUM BRIMRÓTIÐ. — Ro- berto Rosselini á í mæSu, — fær ekki að giftast hinnii indversku Sonali das Gupta, því að ítalskir dómstólar segja, að hann sé enn giftur Ingrid Bergman, þó hún sé nú harðgift nýjum manni. En það hefur orðið Rosselini til hugg- unar, að Indlandskvikmynd hans hefur hlotið mikið lof og fékk viðurkenningu í Cannes. Hefur hann nú fengið ýmis ginnandi tilboð, meðal annars frá Holly- wood. Hér sést hann á Miðjarð- arhafsströnd ásamt Guptu sinni. PÁLL BYSKUP KOM TIL STÓLS í SKÁLHOLTI. Páll byskup fór þá út til íslands it sama sumar sem hann hafði vígð- ur verit til byskups ok kom í Eyja- fjörð, ok veitti hann þá þegar dýr- liga veizlu Brandi byskupi ok öðr- um sínum vinum, þeim er þar var við kostr, vín at drekka ok öll önn- ur þau atföng, sem mest máttu verða. Sýndist þat þá þegar í fyrstu sem oft urðu síðan raunir at, at hann unndi þá ávallt bezt, er hann gladdi sína vini sem flesta ok vandamenn í veizlum virðuligum með ástúð og skörungskap. Hann hafði þá út með sér tvá glerglugga at færa kirkjunni í Skálholti, fest- armeyju sinni andligri, ok sýndi hann þá þegar, þat er síðar kom enn meir fram, hvat honum bjó í hug, hversu mjök hann vildi prýða þá kirkju um þat fram, sem áður var, er hann var til vígður, þótt hún væri áðr gervilegri ok dýrligri en hver annarra, er á íslandi váru. Sú var in fyrsta virðing, er Páll byskup gerði til síns stóls ok sinnar kirkju um þat fram, sem né einn byskup hafði gert áðr, at hann söng enga messu, áðr hann kom til stóls í Skálholti. En í öllum löndum er sú virðing á, at ekki sé minna vert at hlýða prestsmessu nývígðri, inni fyrstu, heldr en byskupsmessu ein- hverri, en þetta mátti því meira sem þá var bæði senn at hlýða prestsmessu ok byskups, ok dreif þá síðan fjöldi manna í Skálholt til þeira fagnaðartíðenda að hlýða messu Páls byskups inni fyrstu. Þar váru þá margir göfgir menn viðstaddir: Jón Loftsson, faðir hans, Sæmundur ok Ormur, bræðr hans, ok Gizur Hallsson, ok var þar þá mikit fjölmenni. Byskup mælti þá mál ok fagurt ok hét þá þegar því, sem flestir urðu fagnastir, at hann mundi öll boð þau bjóða, sem Þorlákr byskup hafði boðit. Þat mátti ok þegar brátt sjá, er hann tók yfirför um sýslu sína, hversu blíðr ok þekkr hann var við alla sína undirmenn ok hversu óvant hann lét gera við sik öllum, er hon- um skyldi beina vinna eða aðra hluti, þá er skylt var hann at tigna. Varð hann við þat svá ást- sæll við alla alþýðu, at allir unnu honum hugástum náliga um allt land bæði í sinni sýslu ok svá ann- ari sýslu eigi síður. Þat var ok auð- sýnt, hve mikill fémaður hann mundi vera fyrir sakir umsjá ok skörungsskapar ávallt í sífellu. Páll byskup hafði einn vetr setit í Skálholti, áðr Herdís, kona hans, kom þangað til umsýslu fyrir inn- an stokk, ok var hon svo mikil stoð ok' styrkur at, bæði staðnum ok honum sjálfum, sem engi varð önn- ur slík af mönnum, meðan hann var at stóli. Svá var skörungsskapur hennar mikill ok umsýsla, at hon hafði fá vetr þar verit, áðr þar var hvervetna ærit nóg, þat er hafa þurfti, ok einskis þurfti í bú at biðja, þótt hundrað manna væri á búi, en sjautigi eða áttatigi heima- manna. STÖPULSMÍÐ í SKÁLAHOLTI. Páll byskup sá þat brátt, er hann kom til stóls í Skálaholti, at honum þótti þat skylt at styðja ok styrkja ok til loks færa þat, er inn heilagi Þorlákr byskup hafði sinn vilja sýndan ok hann lét kaupa til, en þat var at búa um klukkur þær, er váru beztar á öllu íslandi, ok hann hafði ok fjögur tré haft út með klukkunum, tvítug at hæð álnum að mæla. Páll byskup fékk til síðan þann mann, er hagastr var á öllu íslandi, tré, er Ámundi Árnason hét, ok lét gera stöpul svá mjök vandaðan at efnum og smíði, at hann bar eigi miður af öllum trésmíðum á ís- landi en áður kirkjan sjálf. Hann lét gera kirkju uppi í stöplinum ok rið upp at ganga, ok vígði hann þá kirkju inum heilaga Þorláki bisk- upi inn tíunda dag í jólum ok bjó þá kirkju at öllu fagrliga ok fekk þar hvervetna til, þat er hafa þurfti. Hann lét Atla prest skrifara penta allt ræfr innan í stöplinum ok svá bjórinn ok tjalda allan it neðra þrennum tjöldum vel ok fagr- liga, ok svá lét hann skrifa yfir sér- hvers leiði þeira niðursetning, hvers þeira er þar hvíla í stöplin- um. Hann eigi minna fé til stöpul- smíðar, at því er honum hugðist sjálfum at, en fjögur hundruð hundraða eða þaðan af meira. Hann keypti klukkur þær í stöpulinn, er inar mestu gersemar voru jafnmiklar, at manni þeim norrænum, er Kalr hét. Hann keypti enn fleiri klukkur til stöp- ulsins ok svá samhringjuf tvær uppi í kirkjunni, ok prýddi hann í hvívetna, þat er hugum mátti hyggja, bæði kirkju ok stöpul í búningi öllum, í bríkum ok kross- um, í skriftum, líkneskjum ok lömpum ok glergluggum ok bysk- upsskrúði alls kyns. Hann lét stein- þró höggva ágæta hagliga, þá er hann var í lagðr eftir andlát sitt, ok hann lét búa gröf virðuliga í stöplinum þeira manna, er honum þótti mestr vandi á.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.