Fálkinn


Fálkinn - 27.11.1959, Blaðsíða 9

Fálkinn - 27.11.1959, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 búvélum, húsgögnum og allri áhöfn. Hún mundi, að Alan hafði dáðst að þessum stað, og að hann hafði dreymt um að eignast hann ein- hverntíma. Hún las í auglýsingunni að hægt væri að skoða húsin í dag og að uppboðið færi fram á morg- un. Slæðingur af fólki var á leið- inni upp að húsinu. Hvers vegna gat hún ekki labbað þarna upp eftir og litið á eignina, hugsaði hún með sér. Hún hafði oft komið í heimsókn á þennan stað, en nú mundi hún aldrei koma þang- að aftur, er eignin kæmist á nýj- ar hendur. Hún fór með hundinn heim og fór svo til baka upp að Víðigerði. Hún gekk herbergi úr herbergi. í borðstofunni staðnæmdist hún við gluggann og horfði yfir heimreið- ina. Gljáandi, grár bíll var að aka upp að húsinu og staðnæmdist rétt fyrir neðan gluggann, sem hún stóð við. Rut varð máttlaus af undrun er hún sá hver steig út úr bílnum. Hún flýtti sér að fela sig fyrir inn- an gluggatjaldið. Alan ■—■ eftir öll þessi ár! Hún hefði þekkt hann aftur, hvar sem hún hefði séð hann. Hún teygði sig til þess að sjá hinn háa, þrek- vaxna mann betur, og þetta sólbak- aða, brosandi andlit . . . Já, hann brosti, en ekki til hennar. Hann brosti til fallegu, ljóshærðu stúlk- unnar, sem stóð við hliðina á hon- um. Þau skoðuðu húsið með miklum áhuga og virtust áköf og hrifin, er þau sneru sér hvort að öðru og fóru að tala saman. — Ósjálfrátt stakk stúlkan hendinni í handarkrikann á Alan og togaði hann með sér að dyrunum. Þau voru síhlæjandi og masandi. Rut leit vandræðalega kringum sig, til að athuga hvar hún gæti skotizt burt. Hún vildi fyrir hvern mun ekki hitta þau. Hún vildi ekki verða á vegi þessa nýja, ríka og örugga Alans, og alls ekki kynnast þessari laglegu vinkonu hans — eða kannske var hún konan hans? Þau voru eins og nýgift hjón í leit að heimili og hlökkuðu til . . . Rut gekk hratt til dyra en þá varð fyrir henni stór hópur, sem var á leið inn, og hún komst ekki framhjá honum. Þegar hún heyrði rödd Al- ans, leit hún við og lét sem hún væri að horfa á forna skápinn, sem þar stóð. En upp úr skvaldrinu í fólkinu heyrði hún ungu stúlkuna segja með bjartri og skýrri rödd: — Líttu á þessa stofu, Alan. Er hún ekki falleg? Alan hló ánægjulega. — Að því er húsið snertir þá verður þú að ráða — aðalatriðið er, hvernig þér lízt á það. En ég ætla að líta á jarð- næðið. Mér er nær að halda, að jörð- in hafi ekki gengið úr sér síðustu tíu árin. Þau komu nær Rut. Hún sá fram á að sér væri ekki fært að fara í felur, úr því sem komið var. Hún sagði við sjálfa sig, að hún mætti ekki haga sér eins og kjáni, og sneri sér snöggt við, svo að hún stóð andspænis Alan. — Rut! Hann varð forviða og glaður. Tók í hönd hennar og hristi hana og brosti út undir eyru. — Rut! En hvað ég var heppinn að hitta þig! Ég hafði ekki hugmynd um, að þú ættir enn heima á þess- um slóðum . . . Eitt augnablik var eins og allt fólk- ið kringum þau hyrfi og þau horfðu fast í augun hvort á öðru og gleymdu bæði stund og stað. Svo mundu þau hvar þau voru stödd. Rut dró að sér höndina, og Alan sneri sér að ungu stúlkunni, sem var með honum. — Joy, þetta er gömul og góð vinkona mín, Rut Trentham. Rut — Joy Varney . . . Þau voru þá ekki gift — ennþá. Fallega stúlkan ljóshærða brosti til Rut og renndi augunum um stofuna um leið. -— Þið megið ekki láta mig tefja ykkur, sagði Rut og ætlaði að draga sig í hlé. Alan leit á þær á víxl og sagði, hálfvandræðalega: — Það er svo margt, sem mig langar til að segja við þig, en ég veit ekki hvar ég á að byrja. Rut! Hvernig líður þeim, öllum hinum, eftir öll þessi ár? Þú munt ekki eiga heima hérna í bænum ennþá? — Jú, það geri ég, svaraði hún. ■—- Ertu alkominn heim, Alan? — Já, nú er ég alkominn . . . Joy Varney studdi létt á hand- legginn á honum. Stór dementur glitraði á fingri hennar. Hún sagði, hálf-afsakandi: — Ég er ekki að reka eftir þér, Alan, en hérna er svo margt, sem mig langar til að skoða, og við verðum að athuga það allt eins rækilega og unnt er . . . Hún brosti við Rut. — Þér skiljið mig vafalaust. — Já, vitanlega, sagði Rut. —^ Vertu sæll, Alan. Og til hamingju. ■— En ég hef ekkert getað talað við þig, sagði hann. — Þú hefur ekkert getað sagt mér. Hvernig líð- ur — Terry? Rut leit rólega á hann og sagði hægt: — Terry . . . líður bara vel . . . Stuttri stundu síðar gekk hún nið- ur veginn, og henni var margt í hug. Það lá við að hún gengi fram hjá frú Brown — verstu skrafskjóðu bæjarins — án þess að taka eftir henni, en frú Brown gekk í veginn fyrir hana og spurði: — Hvar hafið þér verið? Voruð þér kannske að skoða eignina þarna? Ég er að fara þangað líka. Ekki svo að skilja, að ég ætli að kaupa neitt, en það getur verið gaman að skoða skranið fyrir því. Er eiginlega nokkuð að sjá þarna? Jú, hugsaði Rut með sér. — Alan! Forvitnu augun í þér munu rang- hvolfast í tóptunum þegar þú sérð hann! Það verður komið út um all- an bæ eftir klukkutíma. Litla húsið virtist tómlegt og hljótt, þegar Rut opnaði það. — Hljótt — tómlegra en nokkurntíma áður. Hún settist í uppáhaldsstólinn sinn og hundurinn kom og lagði hausinn í keltuna á henni. Hún klappaði honum en barðist við grát- inn. Eftir dálitla stund gafst hún upp við það og nú runnu tárin nið- ur kinnarnar. Nú skildist henni loks til fulls, hve innantóm þessi tíu ár höfðu verið. Nú vissi hún hvers hún hafði saknað og hve miklu hún hafði fleygt frá sér. Hve oft hafði hún ekki hugsað um, hvort hún mundi nokkurntíma sjá Alan aftur! Og nú var hann kominn. Hann var kominn aftur, og eitt stutt augnablik höfðu þau verið í námunda hvort við ann- að. En það var of seint. Hann ætl- aði að giftast fallegu, ljóshærðu stúlkunni, og þau mundu kaupa Víðigerðið. Rut mundi sjá honum bregða fyrir við og við, er hann brunaði framhjá í gráa bílnum sín- um með konunni sinni. Þau mundu verða sæl, og þau mundu eignast falleg börn — dökkhærðan dreng, sem líktist Alan, og litla stúlku með ljóst, hrokkið hár. Hugórarnir fóru með Rut í gönur. Hún tók báðum höndum fyrir and- litið og grét sáran. Hún rankaði við sér, er hún heyrði hundinn urra. Hann stóð við dyrnar, og einhver var að berja — hart og með ákefð. Rut stóð upp og fór að leita sér að vasaklút. En henni gafst ekki tími til að leyna ummerkjunum eftir tárin —- dyrn- ar opnuðust og einhver kom inn — Alan! Hún sneri sér undan í ofboði, en hann gekk til hennar og tók í hönd hennar og sagði: — Rut, líttu á mig — ég veit alla söguna — frú Brown kom upp í húsið, og hún sagði mér allt . . . Rut brosti. — Já, það var líkt henni. Nú veiztu þá . . . — Að þú giftist ekki Terry; sagði Alan. Hann hélt fast um hendurnar á henni. — Og þú sagðir mér það ekki! Öll þessi ár hef ég hugsað mér þig sem konu Terrys — sem móður barna hans. Einhver skrifaði mér og sagði mér frá giftingunni. Nú sérðu, hvernig missagnirnar geta komizt á kreik. — Já, það var auðvelt að mis- skilja það, sagði Rut. -— Því að Terry giftist Jill systur minni. — Hverig atvikaðist það? spurði Alan lágt. Eða vilt þú helzt ekki tala um það? 'Hún brosti. -— Mér er sama þó ég tali um það núna. Það er svo langt síðan það gerðist og ég hef þroskazt síðan, skilurðu. Mér fannst sárt, þegar Terry hætti að elska mig, — Það gerðist jafn fljótlega og hann varð ástfanginn af mér. Og þá var það Jill, sem hann vildi ná í. Hún leit niður á hendurnar, sem héldu enn um hendur hennar, og Framh. á 14. síðu. LEÓPARÐINN VER STAÐINN. Sirkusfólk í London hélt fyrir nokkru samkvæmi í einum gilda- skálanum þar, og höfðu sumir með sér dýrin, sem þeir sýna á leiksviðinu. En leóparðanum var ekki hleypt inn. Eigandinn átti ekki annars úrkostar en að binda hann við staur með aug- lýsingu á: „Bílstæði bönnuð!“ Og það má telja víst, að enginn hafi dirfzt að leggja bíl sínum þarna meðan leóparðinn var bundinn. * Skrítlur — Heyrið þér, þjónn, er þetta hálfu kjúklingur? — Já, það á það að vera. -—• Viljið þér ekki láta mig fá hinn helminginn af honum í stað- inn? -K — Jœja, ég rœS ySur þá sem „konung vasaþjófanna“. Og skilið mér svo giftingarhringnum mínum, tönnunum úr mér, sokkaböndunum og úrinu! — Nú, það er þá ekkert númer á þessari mynd? * Hann hafði verið heyrnarlaus að kalla í mörg herrans ár, þegar hann keypti sér nýtízku heyrnartól. Það var svo lítið, að það sást ekki fyrir hárunum kringum eyrun á honum. Eftir nokkrar vikur kom hann aft- ur til verzlunarinnar, sem selt hafði tækið, og var hinn ánægðasti. — Fólkið yðar er líklega hrifið af því að þér hafið fengið heyrnina aftur, sagði kaupmaðurinn. — Ég hef alls ekki látið fólkið vita af því, að ég heyri hvað það segir. En síðan ég fékk tólið, hef ég breytt erfðaskránni minni þrisvar sinnum. * — Hvað kom til þess að þú giftist henni mömmu, pabbi? — Sjáum til. Þú ert farínn að furða þig á því, þó þú sért ekki stór„

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.