Fálkinn


Fálkinn - 27.11.1959, Page 12

Fálkinn - 27.11.1959, Page 12
12 FALKINN FRAMHALDSSAGA Htfehkatarihh * * Þegar Sonja kom heim lil sín sat Brenda þar og beið eftir henni. Hún var komin úr suður- hafseyjabúningnum i venjuleg föt og sat nú og teygði úr sér í hægindastólnum. „Þvílíkur dagur!“ andvarpaði hún. „Tveir af strákunum vildu fá mig með sér til að dansa, en lappirnar neituðu. Ég hef gengið að minnsta kosti þingmannaleið í dag. Baukurinn minn er hér um bil fullur. Ég er viss um að það eru ein fjögur pund í honum.“ „Það var ágætt, Brenda,“ sagði Sonja og hengdi kápuna hennar. „Hvað gengur að þér, Sonja? Mér sýnist þú vera svo æst. Hefur yfirlæknirinn nú verið að angra þig, rétt einu sinni?“ Sonja hristi höiuðið. Hún vildi fyrir alla muni ekki segja Brendu frá brekum Max. Brenda gat aldrei þagað yfir neinu, og sagan mundi ekki verða hálftíma að berast um sjúkrahúsið, ef húrí frétti hana. „Nei, ég er bara hálfþreytt,“ svaraði hún. „Viltu ekki doka við og borða hjá mér, Bren? Og svo held ég að ég hátti á eftir.“ „Jú, þakka þér kærlega fyrir, það vil ég,“ sagði Brenda. „Hún Annie býr til svo einstaklega góð- an mat. Það er ekki nærri eins gott, sem við fá- um heima.“ Þegar Brenda var farin fór Sonja beint í rúm- ið, en hún var svo ofþreytt og óróleg að langur tími leið þangað til hún sofnaði. Þó hún hefði sagt sér hvað eftir annað, að skoðanir MacDon- alds á henni skiptu engu máli, hélt fyrirlitning- arsvipurinn á honum áfram að dansa fyrir aug- unum á henni alla nóttina. Nú hef ég fengið nýj- an nagla í líkkistuna mína, hugsaði hún með sér angurvær. Það er líkast og forlögin hafi gert þennan mann út til að gera mér lífið sem óbæri- legast. Þegar Sonja sat yfir morgunmatnum kom Max inn eins og eldibrandur, með rauðar rósir í vendi. Andlitið var mjög fölt og augun blóðhlaupin. „Æ, Sonja! Geturðu fyrirgefið mér að ég hag- aði mér svona? Þegar ég vaknaði í morgun í litla herberginu á spítalanum, með Evelyn O’Hara bograndi yfir mér, mundi ég ekki eftir neir.u. Skelfing varstu nærgætin, að koma mér undan. Hún sagði að enginn hefði séð mig. „Það var aðeins einn sem sá þig — MacDon- ald yfirlæknir.“ „Hvert í heitasta!“ sagði hann. „Þá rekur hann mig auðvitað af spítalanum, fyrir að láta sjá mig þar í svona ástandi.“ „Æ-nei, hann gerir varla neitt veður útaf því. Hann sá ekki hvernig þú varst,“ sagði Sonja með beiskjubrosi á vörunum. „Hann hélt — að við værum saman í ástarævintýri.“ FÖgnuðurinn ljómaði á andlitinu á Max. „Ertu viss um það? Mikil hundaheppni!“ sagði hann. „Það var lítil heppni fyrir mig,“ svaraði Sonja alvarleg. „Það er alls ekki skemmtilegt fyrir mig að yfirlæknirinn haldi að ég sé í ástarævintýr- um með stúdentunum í spítalagöngunum.“ „Elskan mín, hvað heldurðu að það geri til? Allir vita að ég ætla að giftast þér. Það er eng- inn blettur á þér, þó að þú sjáist í faðmlögum við mig.“ Sonja horfði á ungæðislegt andlitið og hafði ekki geð í sér til að andmæla honum. Það mátti finna honum margt til foráttu og hann hafði van- ist of miklu eftirlæti hgá hinum ríka föður sín- um, en það voru ekki svik né flærð til í honum. „Æ,segðu að þú hafir fyrirgefið mér, Sonja,“ sagði hann biðjandi og tók um úlfnliðinn á henni. „Ég kom með rósir til þess að afplána afbrot mitt.“ „Jæja, Max,“ sagði Sonja glaðlega, „við gleym- um því þá. En nú verð ég að fara. Ég ætla að líta inn til Jael Higgins, litlu sigaunatelpunnar, manstu. Henni leið alls ekki vel í gær.“ Þegar Philip MacDonald gekk heim kvöldið eftir sjúkrahússdag læknastúdentanna, var hann frekar hryggur en reiður. Atvikið sem hann hafði séð í sjúkrahúsganginum styrkti hann í þeirri trú að það væri rangt að hafa samskóla fyrir karla og konur. Það þýddi ekki að loka augunum fyrir því, að lífið var svona eins og það var. Þegar ungir menn og konur starfa sam- an ár eftir ár, getur ekki hjá því farið að veik- geðja fólk standist ekki ástarþrána — og þá er fjandinn laus. Ekkert tefur jafn mikið fyrir ungum lækna- stúdent, sem er að menntast, eins og það að verða ástfanginn. Ef ungur læknir á að eignast nokkra framtíð í starfi sínu, verður hann að út- rýma öllum hugsunum um kvenfólk, þangað til hann hefur komið fyrir sig fótunum sem læknir. Hvert skipti sem bifreið Philips MacDonalds staðnæmdist fyrir utan stórhýsið í Harley Street fór metnaðartilfinning um hinn unga lækni. Það hafði verið löng leið að þessu húsi, frá því að hann var fátækur smali uppi í Hálöndum, en hann hafði stigið hvert spor á þeirri leið einn, án hjálpar eða stuðnings úr nokkurri átt. Eina raun hans var sú, að faðir hans skyldi ekki lifa nógu lengi til að sjá hve mikill maður var orðinn úr honum. En ein manneskja lifði enn, sem gat notið ávaxtanna af striti hans, mann- eskja sem hann gat aldrei lagt of mikið á sig fyr- ir. Það var móðir MacDonalds læknis. Meðan hún lifði skyldi engin önnur kona fá rúm í hjarta hins fræga skurðlæknis. MacDonald stakk lyklinum í skráargatið og gekk inn í húsið með ánægjubros á vörunum. „Hérna er ég, mamma,“ kallaði hann. „Hvar ertu?“ „Frúin er í eldhúsinu,“ sagði þjónninn og tók við yfirhöfn læknisins. „í eldhúsinu, Rogers?“ Rogers ræskti sig áður en hann svaraði. „Já, sir. Hún er að baka — hm — bollur — held ég.“ — Alma, vissir þú að Olsenshjónin hérna við hliðina á okkur, eru farin í ferðalag? MacDonald hnyklaði brúnirnar og flýtti sér í eldhúsið, sem var í kjallaranum. Eina skýið á himni hans var það, að móðir hans hafði svo mikla ánægju af að vera í eldhúsinu. Það stóð á sama hve margt vinnufólk hann hafði — hún hélt áfram að búa til matinn og vinna innan- hússverkin, alveg eins og hún ætti enn heima í kotinu sínu uppi í Hálöndum. Jú, stóð hún ekki þarna við eldhúsborðið með mél í hvítu hárinu og bláköflótta svuntu. „Ertu þarna, drengurinn minn?“ kallaði hún glöð. Nú hef ég bakað fulla skál af bollum og heilmikið af kökum með teinu á morgun. Ég var að taka þær útúr ofninum. Villtu smakka?“ „Kökurnar þínar eru gersemi, mamma," svar- aði MacDonald, en það var áhygg|jusvipur á and- litinu. „En er nokkur þörf á að þú bakir þær sjálf? Ég er viss um að eldakonan getur bakað góðar kökur líka.“ ,.Já, víst get ég það,“ sagði stúlkan. „En frúin vill endilega baka sjálf „Hvað finnst þér gamall konugarmur geti tek- ið sér fyrir hendur allan liðlangan daginn, drengur minn?“ spurði frú MacDonald og lét sem hún heyrði ekki gremjuna, sem var í rödd elda- konunnar. „Þú hefur gefið mér svo dásamlegt eld- hús að ég verð blátt áfram að nota það sjálf. Og hvað það snertir að ég þreyti mig á þessu, þá er það að segja, að þessir blessaðir rafmagnsofnar gera manni svo létt um verk, að það er bein- línis skemmtun að baka í þeim. Farðu nú upp og þvoðu þér, Philip, og hafðu fataskipti áður en við borðum. Þú veizt að mér er svo illa við sjúkrahússlyktina.“ Hjúkrunarkonurnar og stúdentarnir, sem á tæpum mánuði höfðu lært að skjálfa hvenær sem hinn fræga skurðlækni bar fyrir augu þeirra mundu hafa orðið forviða ef þau hefðu séð hve auðsveipur og þögull MacDonald hlýddi móður sinni og þrammaði upp í baðklefann. Þó að Jean MacDonald væri þrútin af stolti yfir hinum gáf- aða syni sínum, fór hún ennþá með hann eins og hann væri sami föli strákurinn, sem sat yfir fé föður síns og var flengdur ef hann týndi kind. „Sjúkrahúsdagur stúdentanna mun hafa verið í dag?“ sagði frú MacDonald. Hún kom og hlamm- aði sér í svefnherbergi sonar síns meðan hann var að raka sig. „Ég sá hóp af þeim koma organdi og beljandi og baða öllum öngum eins og vit- lausir menn.“ „Já, þeir eru fyrir neðan allar hellur,“ muldr- aði MacDonald. „Ég skil ekki hvað þessi ólæti eiga að þýða. Þeir mundu geta safnað peningum án allra þessara óláta.“ „Heyrðu nú, drengurinn minn. Þú mátt ekki vera strangur við unglingana,“ sagði frú Mac- Donald og brosti. „Mundu að þetta eru varla nema börn ennþá. þrátt fyrir allt sem þeir hafa lært og lesið. Þeim veitir ekki af að fá að létta sér upp við og við. Hefurðu gleymt markaðsdög- unum heima? Manstu ekki að þá var nú blásin belgpípan og dansað þangað til í sólarupprás.“ „Þú mátt ekki líkja dansinum heima við þetta,“ sagði læknirinn og hvesti brúnirnar í spegilinn. „Skotar eru iðnir og seigir. Þeir eru guð- hræddir menn, sem vita hvaða takmörk má ekki fara út fyrir. En í dag sá ég ungfrú Harrison, aðstoðarlæknirinn minn, sem ég hef minnst á við þig, koma slagandi í spítalaganginum með hand - legginn um hálsinn á Max Brentford. Það er skömm fyrir sjúkrahúsið.“ „Æ, þegar maður er á þeim aldri og ástfang- inn, gleymir maður stundum hvar maður er,“ sagði gamia konan. „Hann pabbi þinn stalst oft til að kyssa mig í kivkjunni, og ekki reiddist ég honum fyrir það. Ég skal segja þér nokkuð: Það væri mál til kqmið að þú eignaðist stúlku sjálfur, drengur minn. Þú ert bráðum orðinn þrjátíu og fimm. Mig fer að langa til að sjá barnabörnin kringum mig, áður en ég fer héðan. Okkur vantar lítil börn hér í húsinu, sem gætu lífgað upp heimilið og gert það dálítið mann- eskjulegra.“ „Guði sé lof að þú gerir heimilið manneskju- legt, móðir mín,“ sagði hann og strauk gamla hrukkótta höndina á stólbakinu. Hvað hef ég við annað kvenfólk að gera þegar ég hef þig? Ef þú villt endilega eignast barnabörn þá skal ég giftast eftir eitt eða tvö ár, en ekki núna. Ég

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.