Fálkinn


Fálkinn - 27.11.1959, Blaðsíða 13

Fálkinn - 27.11.1959, Blaðsíða 13
FALKINN 13 hef svo margt annað að hugsa um. Þegar maður fer að verða með ungri stúlku, verður maður að b/jóða henni út að dansa, fara í leikhús og þess háttar, og það rekst á það, sem maður þarf að hiigsa um. Ég hef helgað skurðlækningunum beztu árin af ævi minni, og ég ætla mér að láta ekki neitt draga hug minn frá starfinu fyrr en ég er kominn á efsta þrepið. Varla langar þig til að ég hætti á læknisbrautinni núna, er ég er kominn svona nærri markinu?" „Auðvitað ekki, dregur minn. Ég veit bara, aff ef þú verður einhvern tima ástf anginn, þá gleym- ir þú öllu þessu, sem þú varst að segja viðvíkj- andi framanum. Því lengur sem maður dregur að hugsa um hjónabandið, því rækilegar verður maður ástfanginn, þá loksins að það kemur." Þrátt fyrir einbeitnina í röddinni var Mac- Donald einkennilega eirðarlaus er hann fór að hátta um kvöldið. Að vissu leyti kvaldi það hann að hugsa um þetta, sem hann hafði séð í dag, — Sonju Harrison og Max Brentford vera að faðmast í ganginum. Auðvitað stóð honum alveg á sama um Sonju Harrison. Samkvæmt þeim hugmyndum, sem hann gerði sér um kven- lega fegurð fór því fjarri að hún væri lagleg, og því síður var hún kvenleg. Þegar kona var með manni, átti hún að vera ljúf og góð og beygja sig fyrir honum — en ekki þurr og kuldaleg og láta bera á þekkingu sinni. Að Sonja Harrison hafði orðið efst í prófinu hlaut að stafa af því að hún hlaut að hafa villt kennar- anum sýn. Aldrei skyldi hann hafa látið hana verða efsta. Og að auki — háttalagið sem hún hafði sýnt með Brentford og að hún hafði verið alein á götunni um miðja nótt, sýndi glöggt að hún hafði ekki réttan skilning á köllun sinni. Nei, hann ætlaði að taka þetta mál fyrir á fyrsta fundi, sem haldinn yrði í sjúkrahússtjórn- inni. Hann gat eins og á stóð ekki komið sér nið- ur á hvaða tökum hann ætti að taka á málinu, en hann ætlaði að gera allt, sem honum væri unnt til þess að ungfrú Harrison yrði að fara á burt úr sjúkrahúsinu. Þegar Sonja gekk upp þrepin að sjúkrahúsinu eftir að Max Brentford hafði heimsótt hana til að biðja fyrirgefningar, kom hún auga á af- káralega klædda konu, sem gekk fram og aftur fyrir utan sjúkrahúsið. Fyrst hélt hún að þetta væri betlari, en þegar hún gætti betur að sá hún að þetta var falleg kona um þrítugt, með svört augu og gullhringi í eyrunum. ,Afsakið þér, ungfrú," safði konan með djúpri rödd, „er þetta St. Cuthberts-sjúkrahúsið?" „Já, það er það," svaraði Sonja. „Á að leggja yður inn hér?" „Nei," svaraði konan, „ég er ekki veik. Ég kom hingað til að heimsækja telpuna mína, sem liggur hérna, Jael Higgins. Það kom sjúkrabíll og sótti hana fyrir þremur dögum, og nú langar rhig til að sjá hana. Vitið þér hvar hún liggur?" „Ég held a* þér verðið að spyrjast fyrir í af~ greiðslunni þarna til vinstri i aðalinngangin- um, svaraði Sonja vingjarnlega. „Foreldrar fá ekki að koma inn í barnadeildina á þessum tíma dags, nema eitthvað alvarlegt sé að." „Eins og ég megi ekki fá að sjá hana Jael eftir að hafa gengið aila þessa leið," sagði móðirin. ,,Ég verð að fá að sjá hana, ég fer ekki fet héðan fyrr en mér hefur verið hleypt inn." „Farið þér og setjist inn í biðstofuna á meðan, þá skal ég spyrja hvort hjúkrunarkonan vilji hleypa yður inn dálitla stund," sagði Sonja. „Þér skuluð ekki vera óróleg. Telpunni yðar líður vel." Þráinn skein úr augum zigaunakonunnar er hún gekk inn í biðstofuna. Það fyrsta sem Sonja heyrði er hún kom inn í barnadeildina var að Jael Higgins hágrét. „Mamma! Mamma! Ég vil að hún mamma komi hingað!" Sonja fór að rúminu hennar og horfði óróleg á barnið. Kinnarnar voru heitar og andardrátt- urinn tíður, svo að auðséð var að barnið hafði mikinn hita. Hún sneri sér við og leit á systur Elsie, sem sat afskiptalaus við gluggann og var að prjóna peysu. „Komið þér hérna, systir," sagði Sorýa hvasst. „Hvað er að, ungfrú Harrison?" spurði Elsie teprulega. ^^^^***** X ** ^Jízk an >f >f >f >f >f >f >f >f NÝ TÍZKA. Fljótt á litið virðist þetta venju- legur unglingakjóll, en við nán- ari athugun sést ýmislegt, sem bendir í áttina til vetrartízkunn- ar: ermarnar eru með smáfell- ingum, við breiðar axlirnar, beltið er breitt, með skrítinni spennu og rós úr sama efni og kjóllinn. FÍNN FRAKKI MEÐ HETTU. Þessi tvíhneppti frakki úr dökk- gráu ullarefni, er frá frönsku verzluninni BASTA. Hann er œtlaður stúlkum á aldrinum 25 —25 ára. Stóra hettan, sem er föst við frakkann, er skjólgó'ð % vetrarkuldanum, en sómir sér lika vel, þegar hún hangir nið- ur á bakið. * .-* -)< *• .-K. -K -jc- * * * * -K -* -X -k -K -K -X ^ -K ~K * -K* ¦* -X. * .-^ „Mér fellur ekki hvernig nr. 14 lítur út," svaraði Sonja. „Ég sé að hitinn hefur verið 39,6 í morgun. Þér vitið hve hættulegt það getur verið þegar hitinn hækkar eftir uppskurð. Hvers vegna hafið þér ekki gefið telpunni eitthvað róandi?" „Af því að ég tel enga þörf á því," svaraði Elsie snúðugt. „Krakkinn er bara óþægur. En það er varla hægt að búast við öðru af' þessu zigaunahyski. Hún hefur alist upp sem villi- maður." „Zigaunar eru ekki villimenn!" æpti Jael og baðaði höndunum. Hún horfði með vanþóknun- arsvip á Sonju. „Þú sagðir að Jæknirinn ætlaði að taka orniinn úr maganum á mér, en hann er þar ennþá. Hvers vegna kemur hún mamma ekki? Hún getur læknað mig." Sonja horfði um stund hugsandi á aumingja barnið. Hún hafði lært það af langri reynslu föður síns. að mæðurnar eru gæddar sérstök- um hæfileikum til að varðveita lífsneistann í börnunum, þegar allt annað bregst. Hún hafði sjálf verið vottur að því að fátæk kona gekk með barnið sitt deyjandi í faðminum heila nótt og bókstaflega bægði dauðanum frá því með móð- urástinni. „Móðir telpunnar situr frammi í biðstofunni, Elsie," hvíslaði Sonja. „Ég held að við verðum að hleypa henni inn, úr því að svona stendur á." „Við getum ekki gert það án þess að yfir- hjúkrunarkonan leyfi," svaraði Elsie Smith hróðug. Og hún er ekki í sjúkrahúsinu núna og barnið er ekki í lífshættu," bætti hún við, ,,svo að ekki er hægt að gera þetta." ,,Ef yfirhjúkrunarkonan er úti fer ég til yfir- læknisins sjálf." Framh. FALKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Afgreiðsla: Vesturgötu 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og iy2—6. Sími 12210. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.