Fálkinn


Fálkinn - 27.11.1959, Blaðsíða 15

Fálkinn - 27.11.1959, Blaðsíða 15
FÁLKINN 15 tÍuÉ'Mtisáiytt — Framh. af 7. síðu. til útlanda. Sumarið 1954 fór hann til ítalíu og svo til Spánar nokkr- um árum síðar. Hann vann sjálfur fyrir peningunum, sem hann þurfti í þessar ferðir, því að. hann var næturvörður á K.F.U.M.-gistihús- inu. Stig var fálátur, þegar hann var harn, en hann varð mannblendn- ari með aldrinum og aldrei þegj- andalegur eða stuttur í spuna. — Hann var alltaf kurteis og vin- gjarnlegur, líka hérna heima. Hann í-eifst aldrei við neinn og kunni illa við fautalegt fólk. — Hvernig sýndi hann ykkur al- úð hérna heima? Gældi hann við ykkur? — Nei, honum var illa við gælur. En hann hrinti mér ekki frá sér þó ég klappaði honum eða kyssti hann á kinnina. En það var líkast og hann legði kapp á að vera harð- ur. Samt gældi hann við Ingu — unnustuna sína — líka þó að við værum nærstödd. Kannske var hann enn ^blíðari við hana síðasta missirið. — Var honum grátgjarnt? — Ég man ekki til að ég hafi nokkurn tíma séð hann gráta, síð- an hann var smákrakki. En hann tók sér nærri og varð daufur í dálk- inn, þegar eitthvað gekk honum á móti. — Dagbókin? — Já, Stig hélt dagbók í mörg ár, en svo eyðilagði hann hana. Hann var mjög vanafastur í öllu, sem hann tók sér fyrir hendur — jafn- vel of nákvæmur. Auðvitað fengum við aldrei að sjá dagbókina hans. — Tókuð þér eftir að hann breyttist snögglega — allt í einu? — Ekki get ég sagt það. Hann var alltaf í jafnvægi. Hann hafði stundað laganám í tvö ár, en ekki tekið próf nema í heimspekinni og félagsfræði. Hann vann hjá mála- flutningsmanni tvo tima á dag, og á sumrin tók hann að sér vinnu á hótelum. Hann kynntist útlending- um á K.F.U.M.-hótelinu og stóð í bréfaskiptum við marga þeirra . .. ik ROKBLÁSTUR. — „Varlega!“ stendur á kassanum, en hin unga þýzka dansmær, Maria, fer alls ekki varlega. Hún blæs í stóra lúðurinn af svo miklum krafti, að nóturnar hjá hljómsveit- inni þyrlast eins og í ofsaroki. SVISS I WALL STREET. — I kauphallargötunni Wall Street í New YORK heyrðust fyrir nokkru sjaldgæfir tónar. Þar var kominn svissneskur kvartett, sem blés í alpahorn og jóðlaði. Stjórnaði honum „Miss Bergmál 1959“ og þátttakendurnir voru sonur henn- ar, faðir og afi. Hún er meistari í söngli'st þeirri, sem nefnist jóðl, en hinir blása alpahorn. Kvart- ettinn var fenginn til Ameríku til að láta sjá sigogheyraí sjónvarpi. Keisarinn er blankur Hirohita Japanskeisari er blank- ur og hefur áhyggjur af því. Sam- kvœmt breytingunum, sem gerðar voru á ýmsu, honum viðvíkjandi eftir stríðið —• þar á meðal keisara- mötunni — fœr hann ekki nema sem svarar 2.5 milljón íslenzkum krón- um á ári. Nú hefur hann beðið um launaviðbót, sem svarar 40% af þessum launum. — Fyrir stríðið fékk hann sem svarar 5 milljón dollurum í árslaun. ;! S Ertu góöur í þefuri j* | Svokölluð ilmvatnssamkvœmi 5 eru nú komin í tízku í New York. 1 Hver stúlka, sem kemur í sam- í kvœmið hefur með sér glas með i lögg af ilmvatninu, sem hún hef- >| ur notað, þegar hún var að búa 5 sig, og afhendir glasið húsfreyj- Í unni í samkvcéminu. Hún útbýtir i svo glösunum meðal piltanna, i I> sem koma, og þeir eiga að „þefa S ;! sig fram“ til stúlkunnar, sem 5 ;! glasið á. Mikil er smekkvísin! v VVWUWJV^JWWJ^^V^JWWwi FYRSTIATÖMKAFBÁTUR ENG- LANDS. Nýlega var hafin smíði fyrsta atómkafbáts Englands og lagði Philip prins hönd að því verki'. Myndin sýnir hluta úr kaf- báti þessum, um 10 m. í þvermál. Trúlofunarhringir ljósir, rauðir. — Steinhringar fyrir dömur og herra. — Hálsmen, armbönd, gull og silfur. — Borðbúnaður, silfur, plett. — Úr fyrir dömur og herra, gull og stál. Tegundir: Marvin, Dames, Tissot, Gertina, Eterna. Laugavegi 50. — Reykjavík. Biá.t 0M0 skilar yður HVÍTASTA ÞVOTTI í HEIIHI — CiHHty bejt fyrit4 \niAlitaH

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.