Fálkinn


Fálkinn - 04.12.1959, Blaðsíða 3

Fálkinn - 04.12.1959, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 ★ Kvikmyndaleikarinn Edward Rob- inson, heimsfrœgur úr mörgum bófa- hlutverkum, skildi fyrir nokkru viO konuna, og þess vegna varð hann að selja, hið ágœta málverkasafn sitt. Listverzlunin Knoedler & Co. í New York annaðist söluna og voru málverkin virt á 4 milljón dollara, en þegar til kom tímdi Robinson ekki að sjá af öllum myndunum ag hélt eftir þriðjungi. En hitt key-pti skipakóngurinn Niarchos — 58 mál- verk — fyrir 2.500.000 dollara. Niar- chos er nú einn mesti listaverka- eigandi heimsins og málverk hans eru á víð og dreif í stórhýsum hans í París, Aþenu, New York, Long Is- land og á Bermudaeyjum. Oa lika er mikið veggrúm í „Crole“, stœrstu skemmtisnekkjunni, sem er í eigu einstaks manns í veröldinni. Véla- og raftækjaverzlunin, í endurbættnm húsakynnum Síðastliðinn laugardag onaði Véla- og Raftækjaverzlunin h.f. sölubúð sína í Bankastræti 10 eftir gagngerð- ar breytingar. Það var árið 1947, að Raldur Jóns- son stofnaði fyrirtækið Véla- og Raf- tækjaverzlunina h.f. í Tryggvagötu 23 og verzlaði þar með alls konar efni til raflagna og þ. u. 1., en árið 1949 opnaði hann sölubúð að Banka- stræti 10 og hefur verzlað þar með fjölbreytt úrval heimilistækja, og ljósbúnað auk annarra rafmagns- vara. Nú fyrir skemmstu varð sú breyting á rekstrinum, að Baldur Jónsson gekk úr fyrirtækinu og aðr- ir eigendur tóku við. Hafa þeir kapp- kostað að gera verzlunina sem bezt úr garði og fært hana í nýtízkulegt snið, enda er búðin öll hin vistleg- asta. Mun verzlunin leggja sig fram um að hafa alltaf á boðstólum beztu fáanlegar rafmagnsvörur. Davíð Haraldsson skipulagði og sá um innréttingar. Benedikt Ey- þórsson annaðist tréverk. Guðni Helgason sá um raflagnir allar. Pétur Hjaltested valdi liti og málaði. Ragnar Björnsson er forstjóri fyrir- tækisins en verzlunarstjóri er Berg- ur Kristinsson. ★ í Bandaríkjunum er það mjög tíðkað að unglingar gæti barna á heimilunum, þegar foreldrarnir þurfa að bregða sér frá. Telst til, að unglingar vinni sér samtals inn um milljarð dollara á ári með þessum „yfirsetum“. Um síðastliðna helgi átti verzlunin Brynja í Reykjavík 40 ára afmæli, og eru þau fá fyrirtækin á íslandi, sem eiga svo langan feril að baki. í nóv- ember 1919 stofnaði Guðmund- ur kaupmaður Jónsson verzlun- ina Brynju, og var hún þá til húsa að Laugavegi 24, en flutt- ist síðar yfir götuna að Lauga veg 29 og hefur verið þar alla tíð síðan. Rak Guðmundur verzlunina af mikilli atorku í tæplega 20 ár, en þá tóku aðrir við og er núverandi eigandi hennar Björn Guðmundsson. Verzlunin Brynja hefur aðal- lega fengizt við sölu á alls konar byggingarvörum og verkfærum, og raunar einnig innflutning þeirra vara beint frá verksmiðj- um og framleiðendum ytra, að svo miklu leyti sem innflutn- ingsákvæði hafa leyft hverju sinni. Árið 1943 var svo stofnuð glerslípun og speglagerð í tengslum við verzlunina, og hef- ur sú iðja blómgazt vel, enda þótt eigandi harmi það, að geta ekki boðið þær gerðir glerja, sem hann vildi, vegna vöru- skiptaverzlunarinnar. Að staðaldri vinna 14 til 15 menn við verzlunina Brynju og verzlunarstjóri er Marinó Helgason. UIVI RÁÐHIJ8 REVKJAVIKUR Verzlunin Brynja 40 ára EFTIR stúdentafélagsfundinn 8. nóvember s.l., þar sem ráðhúsmál Reykjavíkur var rætt, virðist, góðu heilli, girt fyrir, að hin fyrirhugaða ráðhúsbygging verði reist við norð-' urenda tjarnarinnar, — ekki beint vegna sjálfrar byggingarinnar, sem ekki mundi fara illa á þessum stað, heldur vegna tjarnarinnar. Of margir hinna spakvitru manna, er eitthvað hafa fengizt við ráð- húsmálið, virðast hafa gleymt, að opna svæðið, sem borgarbúar gætu safnazt saman á á hátíðis- og tylli- dögum til að hlýða á menn og sjá aðra, þarf að vera sólarmegin við bygginguna, en ekki í skugga henn- ar þann tíma dags, er mannfundir færu þar fram. Þess vegna yrði ekki hjá því kom- izt að fylla upp í tjörnina, að minnsta kosti suður á móts við varp- hólmann gamla, kæra, eða jafnvel suður á móts við Fríkirkju, til þess að mynda slíkt sólarsvæði; — jafn- vel enn lengra síðar meir, eftir því sem Reykjavík stækkaði og búast mætti við fjölmennari mannfundum þar, því vonandi mundi sólskin á íslandi ekki verða úr sögunni, þó takast mætti að byggja ráðhúsið. Því hefur verið haldið fram, að þegar hugmyndasamkeppnin fór fram um ráðhúsið 1946, hefðu allir þátttakendur keppninnar verið sam- mála um staðarval norðan tjarnar- innar. Hér er ekki rétt með farið. Til- laga, sem undirritaður sendi í keppnina, og sýnd var opinberlega, var miðuð við svæðið austan tjarn- arinnar og Fríkirkjuvegar, (sem, eftir byggingu ráðhússins á þeim stað, mundi að sjálfsögðu heita Ráðhússtræti eða Ráðhúsvegur) milli Bókhlöðustígs að norðan og Skothúsvegar að sunnan. Tillaga þessi gerði, eins og fyrri tillaga Einars Sveinssonar húsa- meistara Reykjavíkurbæjar, ráð fyr- ir, að núverandi byggingar á þessu svæði yrðu fjarlægðar. Meðfylgjandi útlitsmynd, sem fylgdi tillögu minni 1946, er hugsuð séð út um glugga Oddfellow-hallar- innar við Vonarstræti. Freymóður Jóhannsson.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.