Fálkinn


Fálkinn - 04.12.1959, Blaðsíða 4

Fálkinn - 04.12.1959, Blaðsíða 4
FALKINN HÉR á árunum var um fáa meira talað en Carol Rúmenakonung, jyrst fyrir kvennamál hans og ástarœfin- týr, síðan í sambandi við konung- dóm hans og valdaafsal. Nú hefur sonur hans, sem árum saman lifði við sult og seyru í París, allt í einu dottið i lukkupottinn. Þeir hafa end- urheimt eignir föður síns, hann og Michael bróðir hans, sem skamma stund varð konungur í Rúmeníu, og Carol hefur gifzt amerískri blaða- stúlku, sem nú hefur skráð œfisógu hans. Og œfisagan byrjar svona: Einu sinni var fríður prins, en hann var einmana og ógæfusamur. En svo hitti hann ástina eitt að- fangadagskvöld. Við dönsuðum sam- an vínarvals í stóra salnum. Allir hinir hættu að dansa og horfðu á okkur, því að þeim sýndist við vera svo hamingjusöm . . . Þetta eru fyrstu línurnar í bók Jeanne Williams um Mircea Carol rúmenaprins, elzta son Carols II. Jeanne gíftist honum í febrúar í fyrra, í grísk-kaþólsku kirkjunni í París, og nú eru hjónin í tveggja ára brúðkaupsferð kringum hnött- inn. Jeanne byrjaði á bókinni löngu áður en hún trúlofaðist prinsinum. Allt hafði gengið þversum fyrir Mircea Carol, þangað til hann kynntist Jeanne. Hann var sonur Carols II. af fyrra hjönabandi; móð- ir hans var Jeanne eða ,,Zizi" Lam- brino. Þetta hjónaband var gert ó- gilt og María drottning, móðir Car- ols II. vildi aldrei sjá Lambrino og son hennar eða heyra. Hún dó fyrir sex árum í fátækraspítala í París. En hann baslaði áfram í tveggja her- bergja íbúð í Auteuil-hverfinu við París, og varð að hugsa um son sinn, tveggja ára, því að konan hans, ó- kunn frönsk söngmær, sem hét Lena Jeanne Williams, amerískur fréttaritari, og Mircea Carol prins, eru nú hjón. Pastor, hafði farið frá honum. Á kvöldin sauð hann ofan í sig mat- inn, staglaði fötin sín og þvoði af sér garmana. Á daginn vann hann að bókbandi. En á aðfangadagskvöldið 1955 urðu skjót umskipti í æfi hans. Rík- ur ameríkumaður, sem hét Wood- land Kahler bauð honum heim í ríkmannlegan bústað sinn við Sven- ue Henri Martin. Meðal gestanna var systurdóttir Kahlers, Jeanne Williams. Hún hafði fengið þá flugu í höfuðið að komast í utanríkisþjón- ustuna og hafði farið til náms í Sor- bonne-háskólanum. Jafnframt vann hún að fréttasöfnun fyrir Parísar- útgáfu New York Herald Tribune. Mircea fékk sting fyrir hjartað, þeg- ar hann var kynntur henni. Hún var ^X FATÆKIIR K HÓKRINDARI ¦jc í GÆR, , Frú Lupescu, þriðja kona Carols konungs, er talin luma á peningunum, sem Carol lét eftir sig, og segir þá vera eydda. -K PRINS OG -jc. MILLJÓNA- -j< MÆRINGLR -j< í DAG ekki aðeins nauðalík móður hans, en hét sama skírnarnafni og hún. VÍNARVALS OG SKÓGARGÖNGUR. Jeanne Williams leizt líka vel á Mircea Carol. Sérstaklega á brúnu augun í honum. En enginn kallaði hann prins þá. Hann hét blátt á- fram herra Lambrino. Þau dönsuðu saman rómantískan vínarvals og bæði voru í sjöunda himni. En Jeanne varð að fara heim klukkan tólf, alveg eins og Ösku- buska í æfintýrinu. Hún átti að fara á vetraríþróttastað. En von bráðar kom hún til Parísar aftur. Hún hafði fótbrotnað, og meðan hún lá í gifsi í rúminu var hún alltaf að hugsa um þennan fallega Rúmena, sem hún hafði hitt í samkvæminu hjá frænda sínum. Hún gat ekki gleymt honum og hún vildi fyrir hvern mun hitta hann oftar. Loks gat hún ekki stillt sig um að gera honum orð um að koma til sín. Og hann kom. Og ekki versnaði kunn- ingsskapurinn við þessa sjúkra- heimsókn. Þegar Jeanne var orðin rólfær aftur fóru þau að ganga saman í Boulogneskóginum. Þá sagði hann henni frá æfi sinni. Það var löng og átakanleg saga. Jeanne, sem var blaðamaður, afréð að skrásetja þessa sögu. Hann féllst á það og lét hana fá öll gögn — gömul bréf og skjöl — hem hann átti. Og nú fór Jeanne að lesa þennan einkennilega æfiferil niður í kjölinn og varð fróð um sögu Rúmeníukonunga. Hún sá brátt, að þetta var ekki aðeins efni í sannsögulegan róman, heldur líka ákæra gegn öllum þeim, sem höfðu sýnt Mircea rangsleitni frá upphafi vega. PORGIA í VASAÚTGÁFU. Jeanne ætlaði sér ekki aðeins að verða æfisöguritari prinsins, hún ætlaði líka að berjast fyrir rétti hans og láta hann fá uppreisn. -— Mircea átti mikið að berjast fyrir og átti að fara í mál sem allra fyrst. Hann hafði allt að vinna og engu að tapa. Og svo var hún ástfangin af honum og vildi gera hann ham- ingjusaman. Nú kom henni að haldi nasasjónin, sem hún hafði af lög- fræði og stjórnmálaerindrekstri. —- Voodland Kahler frændi hennar var henni líka mikil stoð. í fyrsta lagi var hann milljónamæringur, í öðru lagi var hann mikill mannvinur. Fjölskylda hans hafði auðgazt á kauphöllinni í Wall Street. Kona hans, Olga, fædd barónsdóttir Klewesahl-Steinheil, var af evrópsk- CAROL um höfðingjaættum. Þau hjónin sýndu þessari hugmynd Jeanne mik- inn áhuga og lofuðu að styðja hann peningalega. Og svo var tekið til óspilltra mál- anna. Jeanne fór með Mircea til ýmsra fremstu lögfræðinga Frakk- lands og lagði málið fyrir þá. Þeir hlustuðu á þau og sögðu loks, að á- stæða væri til að hann færi í mál við hálfbróður sinn, Michael, son Helenu prinsessu. Nú hefur Mircea loksins unnið þetta mál, eftir lang- an rekstur. Hann er viðurkenndur lögerfingi Carols heitins konungs og hefur rétt til að kalla sig Rúm- eneprins. Auk þess fær hann sinn hlut af auði þeim, sem Carol II. lét eftir sig. Fátæki bókbindarinn, sem áður varð að elda ofan í sig og þvo af sér, getur nú valið um hvort hann vill taka franskar hallir, jarð- eignir í Sviss og Englandi, gullnám- ur í Suður-Ameríku eða dýr mál- verk eftir gamla meistara í erfða- hlut sinn. En baráttan var hörð og málið varð að hlíta 16 úrskurðum og dóm- um dómstólanna í Lissabon og Par- ís og Nizza. Fjöldi skjala var lagð- ur fram í réttinum, þar á meðal hjúskaparvottorð móður hans, með undirskrift og stimpli erkibiskups, bréf og ljósmyndir og fleira. Og fjölda vitna var stefnt fyrir rétt. Það kom Mircea að góðum notum hve líkur hann var föður sínum í

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.