Fálkinn


Fálkinn - 04.12.1959, Blaðsíða 5

Fálkinn - 04.12.1959, Blaðsíða 5
FALKINN 5 sjón — dómararnir gátu ekki efast um, að þetta var sonur konungsins. ÁST, REFJAR OG AFBRÝÐI. Mircea Carol Gregoire af Hohen- zollern-Sigmaringen er fæddur 8. janúar 1920 í Búkarest. Móðir hans, Jeanne Lambrino, oftast kölluð Zizi, gat rakið ætt sína til hinna gömlu höfðingja, sem á sinni tíð settu prins af Hohenzollern-Sigmaringen (grein af prússnesku Hohenzollernættinni) í hásætið í Rúmeníu. Faðir Zizi var hershöfðingi, og af því að hún var aðalsmær og hershöfðingjadóttir kom hún oft í samkvæmi hirðarinn. ar. Nokkrum mánuðum áður en fyrri heimsstyrjöldin hófst hélt fað- ir hennar dansleik í Búkarest. Þar var meðal gesta Carol, hinn ungi erfðaprins. Hann dansaði, en ekki sérlega vel. En hann dansaði við Zizi, og það er aðalatriðið. Síðan sáust þau oft saman — á veðreiðum, í veiðiferðum, óperunni og skemmti- ferðum. Um þær mundir var að sjóða upp úr í Evrópu. í Sarajevo myrti bosn- iskur þjóðernissinni, Gavrilo Prin- cip Franz-Ferdinand erkihertoga Austurríkis og um leið skall stríðið á. Carol var kvaddur í herinn og bráðlega fór Zizi á vígstöðvarnar eftir honum. Eins og Scarlet O’Hara í „Gone with the Wind“ bauð hún öllum hættum byrginn og hafði stefnumót með elskhuga sínum. Þau útlendri konungsætt. Zizi var rúm ensk og engin prinsessa og nú dæmdi hirðrétturinn hjónaband hennar ó- gilt og marklaust. Síðan var Carol sendur í siglingu kringum hnöttinn til að gleyma raunum sínum. Hann sendi Zizi sinni eldheit ástarbréf úr hverjum viðkomustað og sagðist alltaf skyldu telja hana konuna sína, og lofaði henni fullri uppreisn er hann kæmist til valda sjálfur. En tryggðin var bláþráðótt í Car- ol og hann var hverflyndur. Zizi fékk brátt að kenna á því. Þegar Mircea litli fæddist minntist enginn á það í Búkarest. Hins vegar voru allir að tala um brúðkaup Carols og Helenu Grikkjaprinsessu. Þetta var sárt fyrir Zizi, því að réttu lagi átti þetta nýfædda barn hennar að erfa hásæti Rúmena sem Carol III. En í staðinn var Mircea ritaður í kirkjubækurnar með nafni móður sinnar, en „Faðirinn ókunnur". — Þann 10. maí var brúðkaup Carols og Helenu haldið í Aþenu, og 25. október eignaðist hún son, sem skírður var Michael. Rúmenar voru montnir af nýja ríkiserfingjanum og kölluðu hann „Mihatza" — Litla Mikjál. En enginn skipti sér af Mir- cea. Zizi Lambrino fór til útlanda með drenginn. Það var gert samkvæmt skipun Ferdinands konungs, og þeim leið vel — að minnsta kosti fyrst í stað. Peningar komu mánaðarlega Carol konungur. Mircea sonur hans er svo likur honurn, að enginn getur efast um að hann sé rétt fe'Sraður. RÚMENAPRINS höfðu heitið hvort öðru eilífri tryggð og svarið, að ekkert skyldi geta skil- ið þau að. Þegar leið að stríðslokunum fóru þau á laun yfir landamærin til Rúss- lands og létu gefa sig saman í grísk- kaþólsku kirkjunni í Odessa. Það var 31. ágúst 1918. Rússneski erki- biskupinn Meleti Charoffsky gaf þau saman, og vinir Carols úr hern- um voru svaramenn. Nýgiftu hjón- in voru afar sæl. En þegar þau komu til Rúmeníu skömmu síðar, var prinsinn tekinn fastur sem lið- hlaupi. Það var gert samkvæmt skipun föður hans. Ferdinand kon- ungur og María drottning voru æf yfir giftingu sonar þeirra. Töldu hana hreint og beint brjálæði, og sama sinnis voru flestir Rúmenar, því að það er aðeins í æfintýrunum, sem Öskubuska má eignast prins. Carol er ekki einn því til sönnunar. Hertoginn af Windsor og Leopold Belgíukonungur hafa reynt það. TVÖ KGL. „BABIES“. Zizi fékk aldrei að gera hátíðlega innreið í Búkarest, sem brúður erfðaprinsins. Hún var ein og yfirgefin og maður- inn hennar sat í fangelsi. Það var látið heita svo, að hann hefði feng- ið herfangelsi fyrir að hafa farið úr þjónustu í leyfisleysi. Og svo fannst grein í lögum, sem kvað svo á, að enginn rúmenskur erfðaprins mætti giftast rúmenskri stúlku, heldur yrði hann að fá konuefni af frá hirðstjóranum í Búkarest. En þegar Ferdinand dó í júlí 1927 hættu peningarnir að koma. Carol var orð- inn konungur og hirti ekkert um að sjá fyrir konunni sinni og barninu, sem hann hafði átt með henni. Hann Michael, fyrrverandi konungur, nú flugskólastjóri og framkvæmdastj. í Geneve og heitir Michael Leroy. lét sem Zizi hefði aldrei verið til. Og hann lét sem hann vissi ekki af annarri konunni sinni heldur — honum var alveg sama um Helenu. Því að nú var ný kona komin í spil- ið — rauðhærða frúin Lupescu. Zizi bjargaði sér um stund með því að selja skartgripina, sem Carol hafði gefið henni meðan allt lék í lyndi. En þar kom, að hún hafði ekki meira að selja. Þegar síðari heimsstyrjöldin skall á, átti hún og sonur hennar í miklum bágindum. Þau áttu heima í París, og hann var að læra bókbandsiðn, í Auteuil. Einhvern veginn slámpaðist þetta þó af öll stríðsárin, en svo kom það á daginn, að Zizi var haldin ólækn- andi sjúkdómi. Hún dó 11. marz 1953. Tuttugu dögum síðar dó Carol II. í Estoril í Portúgal. Síðustu orð hennar voru „Carol. . . Carol!“ Eng- inn vissi hvort það var maður henn- ar eða sonurinn, sem hún átti við, því að hún kallaði soninn aldrei Mircea heldur Carol. En hún elsk- aði konunginn til dauðadags og tók jafnan svari hans og reyndi að af- sáka hann er honum var álasað. FRÁ SORG TIL GÆFU. Móðurmissirinn varð Mircea þung- bær. Hún hafði verið honum allt, alla hans æfi> — allt gott, sem hann hafði lifað var frá henni. Nú var hann einn eftir með Paul son sinn, tveggja ára. Hann hafði minningu móður sinnar í heiðri á litla heimil- inu í Auteuil. Á stofuveggjunum voru margar myndir af henni og undir gamalli rúmenskri krists- mynd logaði alltaf ljós, til minning- ar um hana. Svona leið tíminn fram að hinu minnisverða aðfangadags- kvöldi, þegar hann hitti amerísku stúlkuna, sem var svo lík móður hans og hét sama nafni og hún. Jeanne Williams varð ekki aðeins til að skrifa æfisögu hans, hún varð hollvættur hans. Henni má þakka, að hann náði rétti sínum og getur nú — 38 ára gamall — kallað sig það sem hann er: prins Carol af Rúmeníu. Og svo verður ekkja föður hans og hálfbróðir hans að skipta kon- ungsarfinum með honum. Það er fullyrt, að Carol II. hafi verið einn af ríkustu mönnum í heimi þegar hann dó. Og það var Hitler, sem lagði grundvöllinn að auðæfum hans með því að kaupa steinolíu í Rúmeníu. Meðan Carol var við völd 1930—1940, hafði hann næg tæki- færi til að koma peningum sínum fyrir erlendis. En frú Lupescu held- ur því fram, að ekki sé mikið eftir af auðnum í reiðu fé. Málaflutnings- menn Mircea vilja samt ekki trúa henni, og ferðast nú land úr landi til þess að tala við bankastjóra í Sviss, Tanger, Bandaríkjunum og Suður-Ameríku. Fasteignir kon- ungsins getur frú Lupescu hins veg- ar ekki falið, og Mircea hefur feng- ið sinn hlut í tveimur höllum í Frakklandi: Cousmet við París og Fabron í Nizza. Spurningin um ríkiserfðirnar í Rúmeníu er enn óleyst, enda mun það ekki skipta miklu máli. En ef svo færi, að landið yrði konungs- ríki aftur, eru biðlarnir tveir: Mic- hael, sem þegar hefur verið kon- ungur tvívegis (fyrir og eftir föður Framh. á 14. síðu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.