Fálkinn


Fálkinn - 04.12.1959, Blaðsíða 6

Fálkinn - 04.12.1959, Blaðsíða 6
FÁLKINN Ósammála föður sínum í stjómmálum. Kvöldið eftir hitti ég föður Stigs heima. Grant Karon virðist vera viðfelldinn maður og greindur — hann er 54 ára, stranglegur á svip- inn. Hann virðist vera vel menntað- ur og talar ensku og þýzku sæmi- lega vel. Við tölum saman á þýzku. — Jú, eftir minni meiningu var sonur minn tvær ólíkar persónur. Og svo varð sú illa yfirsterkari. Hann hafði mikið hugmyndaflug — stundum virtist mér hann vera á- kaflega viðutan. Stig vildi vera herramannlegur og var alltaf prúð- búinn — vildi vera gentilmaður fram í fingurgómana, ef ég má segja svo. -—■ Var nokkur misklíð milli ykk- ar? — Eiginlega vorum við ekki sam- rýmdir. Við höfðum ólíkar skoðanir á ýmsu, líka í stjórnmálum. Hann var afar íhaldssamur og ég er bara venjulegur verkamaður. Stig skildi yfirleitt aldrei sjónarmið verkalýðs- ins. Þegar við deildum um eitthvað, lauk því oftastnær með því að Stig sagði: — Ég hef betur vit á þessu því að ég hef lært ... Og svo fór hann inn til sín. Hann var greindur og kunni að koma fyrir sig orði. En hann var ungur og tregur til að slá af, og afar nákvæmur. Hann gerði áætlanir um alla skapaða hluti — ég held jafnvel að hann hafi verið enn kerfisbundnari en Þjóðverjarn- ir. Hann hafði ekkert gaman af stangarveiði -— sem er f.rístunda- iðja mín. En bílum. Það var hans yndi að aka í bíl. Hann leigði sér oft dýran bíl af nýjustu gerð og ók um allar trissur í honum. Og svo hafði hann gaman af að ferðast til útlanda. Stig og „Lillelord". — Á hverju byggið þér það, að sonur yðar hafi verið „tvær ólíkar persónur?“ — Lítið þér á þessar bækur. Og nú réttir Karon mér söguna „Lille- lord“ og framhald hennar, „Mörke kilder“, eftir Johan Borgen. Þessar bækur voru uppáhaldslesning Stigs. Þar er sagt frá litlum dreng, sem missti föður sinn þriggja ára gam- all. Drengurinn — „Lillelord" — er undrabarn, sem allir dást að og þyk- ir vænt um. Móðir hans tilbiður hann. En „Lillelord“ hefur leyndar hneigðir til þess sem illt er. Þegar á barnsaldri fremur hann ýmsa ó- knytti án þess að nokkur viti. Og þegar hann eldist verður tvöfeldn- in í skapgerð hans til margskonar árekstra. — Þessar bækur las Stig fyrir einu ári og sagði við móður sína, að sér finndist hann vera alveg eins og ,,Lillelord“. Við héldum að hann væri að gera að gamni sínu, en skildum brátt að hann sagði þetta í alvöru. Og þá urðum við reið og sögðum að það væri ekki rétt að dást að þess konar fólki. — En það er einmitt svona sem fólkið er, sagði Stig og læsti sig inni í herberginu sínu. — Við létum málið falla niður og fannst engin hætta á ferðum. En hefðum við vitað hvað það var, sem hann var að hugsa um í raun og veru, mundum við hafa orðið virki- lega áhyggjufull. Nokkru síðar sagði kunningi Stigs okkur af því, að hann — Stig — væri brennandi af áhuga fyrir heimspeki Nietsches. Hann talaði oft um ofurmenni, sem gera sér allt aðra siðgæðisHug- myndir en fólk gerir yfirleitt. Þess konar menn urðu að hefja sig yfir fjöldann: þær urðu að vera harðar og miskunnarlausar. Auðmýkt og viðkvæmni var háttur þrælsins. — Stig talaði aldrei svona, hérna heima. En þegar ég hugsa aftur í tímann, dettur mér í hug hvort hann hafi ekki ímyndað sér að hann væri þess konar „superman“. Það getur gefið skýringu á því hvers- vegna hann vildi sýnast öðrum meiri — svo vandlátur með klæða- burð sinn. Ég er ekki nema algeng- ur verkamaður. — Faðirinn þegir. Ég skil að spurn- ingin,- sem nagar sál hans er þessi: Gat hann sjálfur, eða aðrir, hjálpað Stig á réttan kjöl, meðan tími var til. En hvernig á að hjálpa þá í huganum hina sorglegu sýn: Konuna grátandi upp að öxl manns- ins síns. Þau höfðu misst einkabarnið sitt. Hve hár er múrinn? „Ég get ekki hugsað mér þann glæp, sem ég gæti ekki sjálfur fram- ið.“ Þessi orð voru skrifuð af ein- um bókmenntajötni veraldar. Jo- han Wolfgang Goethe. Hann fann líka til illu aflanna, sem voru í djúpi sálar hans. Hann vissi hve lítið þurfti til þess að þau færi að leika lausum hala. Allir menn eiga sinn varnarmúr — samvizkuna, heimilið, fjölskylduna, vinina. Það er þessi múr, sem aftrar því að við „hoppum yfir“ — á hina hliðina. Og svo getur maður farið að vega og meta þetta: Er múrinn nógu HARMSAGA i j 3- brein j þegar maður þekkir ekki vand- kvæði þess sem hjálpa skal — þeg- ar maður jafnvel ekki veit að nokk- ur vandkvæði séu fyrir hendi. For- eldrar Stigs hafa kvalið sig með sjálfsásökunum. — Við höfum gert það sem við töldum réttast. Konan mín hefur aldrei látið sem hún tæki eftir smá- yfirsjónum hans. Hún gerði sér það að reglu í uppeldinu á Stig. En ein- hvers staðar hefur verið veila á. Og nú sitjum við hér eftir með harm- inn ... Ég loka eftir mér dyrunum að heimili Grants Karon. En ég sé enn- Grant Karon prentari, faðir Stigs, er að lesa bókina, sem Stig sonur hans var svo hrifinn af: „Lillelord“. hár? Og borgar það sig að „hoppa yfir?“ — Efnið, sem ég hef viðað að mér um Stig Karon, er vitanlega mjög ófullnægjandi. En það gefur okkur myndina af ungum manni, sem lifði í sínum eigin draumaheimi, en þar var hann miðdepill heimilisins, — færari en allir hinir. Hann þráði að komast á burt úr „verkamannsum- hverfi“ fjölskyldu sinnar — hann vildi verða „siðfágaður“ og „fínn“ eins og ,,fínni“ skólabræðurnir hans. Stig hvarf í draumi á burt frá veruleikanum með því að ganga prúðbúinn, með því að leigja sér fína bíla, ferðast til útlanda og sýna áhuga fyrir klassískri músík. Ósam- lyndið við föður sinn gerði hann enn innbyrgðari og sjálfhugaðri, svo að hann fékkst ekki til að tala um vandamál sín við sína nánustu. Sálgerð hans sýndi ýms einkenni geðbilunar: sjálfselsku, hlutdrægni, hvarflhuga, stífni, lævísi og um- fram allt tilfinningaleysi. Hann hafði dramantíska gáfu og vakti mikla samúð hjá þeim, sem um- gengust hann. Til þess að komast að marki óska sinna tók hann kenningu Nietsches sér til fyrirmyndar, til þess að deyfa samvizku sína með því. Og er hann hafði tileinkað sér þennan „úbermenschmoral“ var skrefið ekki stórt að „Lillelord“ og gera sig eitt með honum. Ýmislegt smáveg- is sýnir, að hann hermdi eftir „Lillelord“. Það kemur m. a. fram í þessu: „Lillelord“ fyrirleit íþrótt- ir. Stig líka. „Lillelord“ hafði smekk fyrir góðum frönskum Bor- deaux-vínum. Alveg eins og Stig. Og hvernig háttaði ytri framkomu þeirra: Hafði ekki „Lillelord11 sagt: — Allt er hægt að læra utanað — hátterni, skapgerð ... „Lillelord11 gerði tvær persónur úr móður sinni. Var þessu þannig háttað um alla — líka um Stig sjálfan? Þessi speki hlýtur að hafa Haren klófest heila Stigs og valdið klofn- ingi í sál hans. Um „Lillelord“ segir ennfremur að hann vildi útrýma allri viðkvæmni, bæði í sjálfum sér og kringum sig . .. Hjá Stig hljóðar þetta svo: „Ég er dauðans matur ef ég verð bljúgur og iðrast." Hoppið yfir múrinn. Það hefur sennilega verið miklu auðveldara fyrir Stig að drýgja fyrsta glæpinn — ávísanafölsunina — en ránmorðið, sem hann framdi síðar. „Það er fullkomnað!“ Voru orðin, sem hann las á spjaldinu fyr- ir ofan rúmið sitt á Misjonhotellet í Stavanger. Þau hafa vafalaust bergmálað í sál hans. Þau hafa vissulega minnt hann óafvitandi á, hvernig „Lillelord" var innan- brjósts eftir að hann hafði framið sinn fyrsta glæp. „Með ofurlitlu hoppi hafði hann orðið til þess að rjúfa ákveðna reglu — ofurlitlu hoppi, en þó svo stóru að ekki var hægt að hoppa til baka — og að engin skýring gat bjargað honum. Hann var einmitt þar sem hann vildi, nú hafði það verið gert, sem hann gat ekki látið ógert.“ Eftir fyrsta skrefið á villigötun- um taldi Stig sig nægilega þroskað- ann til þess að drýgja meiri glæp. Hann hafði hoppað yfir múrinn. En þó er talsvert af kvíðafulla drengn- um eftir í honum — hann frestar morðinu meðan hann getur, þangað til hann á um það tvennt að velja að láta senda sig heim sem fanga, eða verða sér úti um peninga. Stig valdi síðari kostinn. Það er ekki sennilegt að Stig hafi af ásettu ráði valið aðfangadaginn til þess að drýgja morðið á. Það voru peningavandræðin, sem réðu tímanum. Og þegar morðið var framið stóð hann andspænis þessari

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.