Fálkinn


Fálkinn - 04.12.1959, Blaðsíða 7

Fálkinn - 04.12.1959, Blaðsíða 7
FALKINN hræðilegu staðreynd: Þessum spennandi leik var lokið. Líf hans og öryggi var í hættu. Og nú var óhugsandi að skrifa dagbók lengur. Flóttinn til Finnlands, — úr einu gistiherberginu í annað, hefur á- reiðanlega reynt mikið á hann. En á ytra borðinu tókst honum að halda sama svipnum: rónni og kurteisinni — en hvílíka innri baráttu hefur það ekki kostað? Um eitt hefur hugur hans snúizt öllu fremur. Ég vil ekki láta taka mig lifandi! Riffilinn, sem hann hafði sagað framan af hlaupinu, skildi hann aldrei við sig. Þegar hann náðist að lokum á járnbrautarstöð- inni hugsaði hann fyrst og fremst um að leika á lögregluna. Hann barðist fyrir lífinu — brosandi og masandi — og það var ekki fyrr en að hann kom að varðklefadyrum lögreglunnar sem hann sá, að leik- urinn var tapaður. r annálum Frá Páli biskupi Jónssyni Drukknun Herdísar og Höllu. En þá er Páll byskup hafði setit at stóli tólf vetur í Skálholti, þá varð sá atburður, að Herdís fór heiman várit eftir páska í Skarð til bús þess, er þau byskup áttu, ok skyldi hún taka hjónum ok aðra hluti þá sýsla, er þar þurfti. Henni fylgdu börn hennar tvau, Ketill ok Halla, en heima var með byskupi Loftur ok Þóra. En þá er Herdís var í Skarði, þá gerði vatnavöxt mikinn, ok gerði ána Þjórsá óreiða. En hon vildi heim koma á nefndum degi, af því margt var þar heima óráðið, er ætlat var, at hennar skyldi bíða. Lét hon síðan sækja skip ok færa til árinnar, ok fara þau síðan til skipsins: Herdís, Ket- ill ok Halla ok Jón, bróðir Herdís- ar, ok Björn hét prestr, kapellan byskups, sá er þeim fylgdi, Þor- steinn hét djákn ór Skarði, Guðrún Þóroddsdóttir ok systurdóttir Her- dísar. Yfir ána fór fyrst KetiU ok BjÖrn, fararskjötEJr og reiðingar þeirra. Þá týndist reiðhestur Her- dísar. It efsta sinn, er yfir ána skyldi fara, var á skipi Sig- fúss Grímsson, Þorsteinn djákn, Herdís ok Halla ok Guðrún, en kómu í straum þann, er skammt var frá landi, því er þau skyldu til fara, þá barst þeim á ok kastaði skipinu undir þeim. En þau fóru öll í kaf ok kómu öll upp síðan, og var það heyrt til beggja þeirra mæðgna, at þær sungu ok fálu sik ok sálir sínar guði almáttkum á hendi. Skildi þar þá feigan ok ófeigan. Sigfúss sveif at landi, en Herdís, Halla ok Guðrún drukknuðu ok Þorsteinn djákn, en Sigfúss var þrekaðr mjög, er hann kpm at landi, en ekki var þeirra manna á landi, er knáleikr var yfir. En al- máttigr guð endi öll sín fyrirheit, sá er því hefir heitit, at hann mundi gefa huggun með hverjum harmi, ok hann mundi einskis framar freista en hverr mundi bera mega, þess hann bíðr, ok sýndi guð þat hvárttveggja í þessum inum hörmu- liga atburð þá huggun brátt með harmi, at inn sama dag fundust öll lík þeirra manna, er þar höfðu far- izt, ok var þó lítt með líkendum, nema guð gæfi af mildi sinni ok miskunnsemi, af því svo var vatna- vöxtr mikill, at fám náttum síðar rak hestinn í Vestmannaeyjar, þann er þar hafði farizt. En er þessi tíðindi kómu til eyrna Páli byskupi á náttarþeli váveiflega, þá sýndist öllum , at guð hefði nær ætlað, hvat hann mundi bera mega. Hann mátu ekki matar neyta, ok hann hafði eigi svefn, áðr líkin váru niðr sett, en þó leitaði hann alla at gleðja í því, er hann mátti. En þó má hverr ætla, hvílíka mannraun hann hafði, hafa misst með hörmungu manns- ins þess, sem hann unni mest, en sjá í fífellu hryggð á börnum sín- um ok öllum þeim, er hann átti fyrir at hyggja. Stillilega fór hann með allri eftirgerð eftir þær bæði í fégjöfum við kennimenn ok svá við fátæka menn, ok hann sá þat, sem var, at um allt þat er miklu varðar, er betri" sigandi arðr en snúandi. Ártíð Herdísar ok þeirra manna, er líf sitt létu með henni, er f jórtán náttum eftir Krusismessu um várit (17' maí 1207), ok var þat margra manna skylda, lærðra ok ólærðra, at minnast hennar svá rækilega ok ástsamliga sem inna skyldustu náunga fyrir sakir margra hennar dýrligra matráða. Páll byskup veitti Þorláki, bróður Herdísar mikla huggan bæði í orð- um ok stórmannlegum fégjöfum, þeim er hann gaf honum, ok virði í öllum hlutum ekki minnr en áðr hann missti hennar við. Huggaði hann þat allt ekki miðr eftir frá- fall hennar en sitt eigið lið. Þóra dóttir hans tók til forráða fyrir inn- an stokk eftir fráfall móður sinnar með ástsanligri umsjá föður síns, ok var hon þá eigi eldri en fjórtán vetra gömul, ok bar hon þat þó fram, svá at þeim virðist öllum best hennar hættir, sem kunnastir váru. Byskup drap svo brátt yfir harm sinn, þann er hann hafði beð- it, at flestir menn þóttust lítt á finna. En þó megu allir þat at lík- endum ráða, at meir olli því þolin- mæði hans ok þat hann vildi sæma við alþýðu í sínu blíðlæti en þat, að honum gengi ór hug sá harmr, meðan hann lifði. ALVEG hissa Narriman sú, sem einu sinni narr- aðist til að gijtast Farúk Egypta- konungi þáverandi og skildi við hann, hrapaði úr tignarsœtinu, gift- ist aftur lækni einum í Cairo, Nakib að nafni. Nú hefur hún fengið laga- skilnað við hann, og lœknirfinn hef- ur verið dœmdur íil að borgra henni sem svarar 1900 krónur' á mánuði til dauðadags. o Elísabet Bretadrottning hefur nú látið gera ofurlitla eldhúsholu handa sjálfri sér í Bucfcingham Palace, þar sem hún œtlar að fá að vera í friði og malla sjálf ýmsa rétti, sem hana langar í og um leið reyna hve mik- ið hún kann í matargerð. Undanfar- ið hafa hún og Filippus hennar feng- ið að hita sér te sjálf, en henni finnst gaman að fá að fást við ofurlítið fleira. o Diana Dors, hinn enski keppi- nautur Marilyn Monroe, hefur feng- ið aðalstign og getur framvegis kall- að sig „Hennar náð hertogafrúin af Redonda". Það skal tekið fram, að þetta heiðursheiti gildir hvergi nema á uesturindisfcu eyjunni Re- donda, en eigandi þessarar eyjar hefur viljað heiðra Diönu, „fyrir þátttöku hennar í eflingu fegurðar- innar". Eigandinn heitir John Gaws- worth og kallar sjálfan sig „Juan konung I". BRATTUR ÖLDUNGUR. — Sá, sem sæi þennan öldung á göt- unni mundi líklega gizka á að hann væri grísk-kaþólskur bisk- up en ekki fjallgöngumaður. — Hann er orðifon 98 ára, heitir Thomas Bridson og er einu sinni á ári á hæsta fjallið á Mön, en það heitir Snæfjall, 617 m hátt. o Amerísk félag hefur látið taka kvikmynd af Adam og Evu í Mexíco og þar var nú ekki veriö að eyða miklu í fatnaðinn! Allur fatnaðar- reikningurinn var 2 dollarar 63 cent — fyrir fíkjuviðarblöð! FINGRAFIMI. — Þetta er fljót- asta vélritunarstúlka heimsins, þýzka frúin Lore Alt frá Niirnberg, sem þrjú ár í röð hefur orðið hrað- ritunarmeistari á ritvél. Hún skrif- ar 252 stafi — eða 125 orð — á mín- útunni. — Um þessar mundir er hún í Englandi til þess að sýna fingrafimi sína. HEIMTUR UR HELJU. — Fyrir skemmstu var þessi snáði, sem er að leika sér að barnabyssunni, dauðadæmdur — með gat á hjart- anu. Hann á heima á Mauritzius í Indlandshafi, en foreldrum hans tókst að ná saman peningum til þess að komast til London. — Þar var hann skorinn, hjartað saumað saman, og nú kennir drengurinn sér einskis meins. SÉÐUR SKÖBURSTARI. — Þessi náungi hefur áreiðanlega kaup- sýsluvit. Hann er skóburstari í London, en til þess að auka tekj- urnar f ór hann að snyrta og lakk- bera tærnar á kvenfólkinu, og hefur miklu meira upp úr því en að bursta skóna. I

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.